Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Side 13

Fálkinn - 28.02.1941, Side 13
FÁLKINN 13 KROSSGÁTA NR. 367 Lárjett. Skýringar. 1. á, 4. á reipum, 10. múlasni, 13. ekki matur, 15. skora, 16. trufli, 17. búverka, 19. dönsk eyja, 21. gervalla, 22. óhræsi, 24. ieitu, 26. þokunni, 28. guði, 30. fæð* 31. dýr, 33. tónn, 34. frummann, 36. ílát, 38. í stað inn- siglis, 39. eljuna, 40. vesælmenni, 41. íþróttafjelag, 42. elska, 44. frelsi, 45. þungi, 46. jurt, 48. amboð, 50. greinir, 51. liestar, 54. band, 55. skynja, 56. ílát, 58. goðin, 60. kirtlar, 62. mann, 63. erfiði, 66. fjöll, 67. skip, 68. hlaup- ið, 69. mylsna. Lóðrjett. Skýringar. 1. fugl, 2. jáyrði, 3. atyrti, 5. flýti, 6. einkennisstafir, 7. fornsaga, 8. tit- ill, 9. straumur, 10. munir, 11. forn- sögukona, 12. titill, 14. slæma, 16. sagnmynd, 18. málsvarann, 20. ill- menni, 22. mann, 23. kvæði, 25. skips- kenning, 27. ýkja, 29. ákæru, 32. unni, 34. erta, 35. atviksorð, 36. eign, 37. rjett, 43. skáld, 47. vegur, 48. fornafn, 49. peningar, 50. kulda, 52. umgang, 53. bóla, 54. mann, 57. gína,- 58. af- hend, 59. við, 60. borði, 61. flokka bh., 64. drykkur, 65. hreyfing. LAUSN KROSSGATU NR.366 Lárjett. Ráðning. 1. þró, 4. færandi, 10. gnú, 13. jálk, 15. ræfri, 16. treð, 17. ósáinn, 19. kú- reki, 21. Anna, 22. Deo, 24. títt, 26. Ingjaldshól, 28. kóð, 30. Ltd., 31. api, 33. RS, 34. oss 36. Álf, 38. R. F„ 39. ákafrar, 40. aldinin, 41. þý, 42. tól, 44. ask, 45. K. A„ 46. urg, 48. kró, 50. bið, 51. reiðarslagi, 54. fónn, 55. rak, 56. urða, 58. batnar, 60. asíuna, 62 ótti, 63. ölinu, 66. snar, 67. tau, 68. ókærara, 69. aða. Lóðrjett. Ráðning. 1. þjó, 2. rása, 3. ólánið, 5. ærn, 6. ræ, 7. afvelta, 8. nr„ 9. dik 10. Gretla, 11. nekt, 12. úði, 14. kinn, 16. tríó, 18. naglsrótina, 20. úthaldslaus, 22. dal, 23. Odd, 25. skráþur, 27. rifnaði, 29. óskýr, 32. priki, 34. oft, 35. sal, 36. ála, 37. fik, 43. urraðir, 47. Gróttu, 48. kar, 49. Ósk, 50. biðuna, 52. enni, 53. grís, 54. fata, 57. anað, 58. bót, 59. rök, 60. aur, 61. Ara, 64. læ, 65. Na. er kominn heim frá Indlandi hann hefir íeyfi um tíma.“ „Þá reynir Vivienne auðvitað að festa klærnar í honuni. Þakka þjer fyrir, en þú verður að afsaka mig, jeg liefi ósköpin öll að gera i dag.“ „Þú verður líklega að mæta sem vitni í þessu leiðindamáli frá Hampstead?“ . „Já, jeg geri ráð fyrir því, að jeg verði að vera til taks handa lögreglunni,“ sagði Jack, án þess að fara frekar út í þá sálma. „Það er merkilegt með þessa stúlku, að hún skyldi hlaupa svona,“ sagði fi'ú Vane hugsandi. „Jæja, þetta hefir vist verið ein-. hver flækingsstelpa af götunni.“ „N.ei, áreiðanlega ekki,“ sagði Jack með talsverðri ákefð. „Andlitið var óvenjulega geðfelt, — jeg liefði haft gaman af að mála hana. Hátt höfuð, fölt andlit og vottaði að- eins fyrir roða undir hörundinu.4* „Sagðirðu, að liún hefði verið svart- hærð ?“ „Nei, hárið var jarpt og augun brún.“ Hann þagnaði, þegar móðir hans brosti. „Nú ertu slæm, mamma,“ sagði hann og brosti. „Jeg tala aðeins um hana frá list- rænu sjónarmiði. Þjer dettur varla í hug að halda, að jeg hafi orðið skotinn í henni eða að það sje nokkurt æfintýri fljettað i þetta mál.“ „Nei, vilanlega ekki. Auk þess hefi jeg altaf haldið, að þú og Vivienne-------- „Bíddu nú hæg, mamma. Vivienne getur verið besta stúlka, svona alment sjeð. en hún —------- „— — — hefir hvorki brún augu nje jarpt hár.“ „Það verður ekki við þig átt, mamma,“ sagði Jack og hló. „En í alvöru talað — ef þú hefðir sjeð skelfinguna, sem var upp- máluð í augum stúlkunnar. .. .“ Hann þagnaði og móðir hans 1-aut fram til hans og klappaði honum á hendina: „Fyrirgefðu,44 sagði hún blítt, og hann stóð upp brosandi og kysti hana. Hann fór upp í vinnustofuna sína á efstu hæð. Þar kveikti hann sjer í pípu, fleygði sjer á dívaninn, án þess að láta freistast af myndagrindinni, sem stóð og beið hans. Faðir Jacks hafði skilið möður hans eftir allmiklar eignir, þegar hann dó, svo að Jack þurfti ekki að takast ákveðna stöðu á hendur, til að vinna fyrir sjer, eins og aðrir ungir menn. En það var talsverður metnaður í honum og hann var of fram- takssamur til að slæpast, sem hann kallaði svo, þó að hann þyrfti ekki að berjast fyrir lifinu. Hann lagði mikið að sjer, fyrst í London og svo á málarastofu í París og tókst að þjálfa meðfædda teiknigáfu sína svo, að hann gat selt velmetnum blöðum myndir, meðal annars af því, að hann ljet aldrei undir höfuð leggjast, að skila mynd- unum daginn sem átti að nota þær, en ekki daginn eftir. í Fleet Street er þessi kostur meira virði en gimsteinar eða heiðursviður- kenning listaháskólans. En þetta var nú hversdagshliðin á list hans, hinsvegar voru hinir harmonisku litir og hreinu línur, sem birtust honum, þegar hann sat við ljereftið á vinnustofu sinni, og ljet sig dreyma skap- andi drauma. Og hann átti hina sönnu hreinskilni, sem einkennir sanna listamenn. Hann bvrjaði á hverri myndinni eftir aðra, sumar setti hann hálfkláraðar út í horn, aðrar lauk hann við og liengdi þær upp á vegg, til að minna sig á skissurnar, sem hann hafði gert. Eina myndina, stóra vatns- litamynd af Peter Panstyttunni í Kensing- ton Gardens, ljet liann í listaverslun, sam- kvæmt hvatningu móður sinnar. Þar sem Jack lá á sófanum og gleymdi að totta píp- una, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann hefði með eigin augum sjeð mynd, sem mundi setja þá mynd i skuggann, ef hann reyndi að festa það á ljereftið, sem hann hafði sjeð. Svo spratt hann upp i eldmóði. Þetta var stórfengleg hugmynd. Hann sá það alt sam- an í hugskoti sinu:'Bakgrunninn i skugga, ljósglætu frá glugganum, sem varpaði bjarma á hálft herbergið og opna hurð. Á gólfinu lá líkið endilangt, og glampaði á skeftið á hnífnum, tveir menn voru að hogi-a vfir því, — og andlitið á henni i gætt- inni. Allir mundu tala um þessa mynd; jafnvel lúsablesarnir, sem ákváðu hvað tek- ið væri á sýningu akademísins, mundu ekki geta neitað því um upptöku næsta ár. Að minsta kosti mundi óháða sýning- in taka það. Þeir litu öðrum augum á list- ina þar. — — — Andlitið á henni. Hann sneri sjer frá ljereftinu, sem hann hafði dregið á nokkur frumstrik að mynd- inni, sem hann fann að mundi gera hann frægan. Nei, 'hann gat ekki gert þetta. Það var alveg tilsvarandi því, að tónskáld færi að semja lag, sem ætti að lýsa ópum pislar- vættanna í pyntingaklefanum. Fráleitt. Það mundi fólk segja (ef það grunaði, hvað hann var að hugsa um, en það gerði það ekki, sem betur fór). Jæja, þetta var máske lilægileg liugmynd, en hann vildi ekki skapa sjer frægð og græða peninga á skelfingum ungrar stúlku. Nei, það vildi hann ekki! Svo kyeikti hann í pípunni, í djúpum hugleiðingum, festi pappírsörk á teikni- brettið, setti það á grindina í stað ljerefts- ins ög byrjaði á svartkritarteikningu. Það liðu þrír tímar, svo fann liann, að einhver kom ljett við öxlina á honum og hann leit við. Það var móðir hans. „Jeg sendi Parker upp til að láta þig vita, að maturinn væri kominn á borðið,“ sagði liún, „en þú svaraðir ekki þegar hún drap á dyrnar, og hún vissi ekki hvort hún mætti fara inn og trufla þig. Þessvegna kom jeg upp sjálf.“ „Það var leiðinlegt," sagði Jack, „þú sem veist, að þú þolir ekki að ganga upp alla þessa stiga, mamma —“ En frú Vane stóð og starði á stúlkuhöf- uðið, sem var farið að lifna, eftir að drátt- unum fjölgaði i þvi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.