Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Síða 14

Fálkinn - 28.02.1941, Síða 14
u IÁLIÍNN Sýning Rauða SÍÖastliðinn sunnudag opnaöi RauÖi Kross Islands sýningu i Háskólanum, í þeim tilgangi að opna augu almenn- ings fyrir þvi starfi, sem þessi stór- merki fjelagsskapur vinnur hjer á landi og i öðru lagi að veita upplýs- ingar um viðgang fjelagsins og hversu þvi hefir orðið ágengt i starfi sinu. Það eru nú bráðum liðin 16 ár síðan fámenn sveit íslendinga hóf hvíta merkið með rauða krossinum Finskur baöstofuofn i Sandgeröi. hjer á landi. Og fjelagið hefir átt því láni að fagna, að hafa jafnan áhuga- sömum mönnum á að skipa, svo að það hefir aldrei sofið. Róðurinn hefir verið þungur, en síðustu árin virðist hann vera að ljettast að mun, svo að eigi er annað sjáanlegt, en að tekist hufi að vinna bug á fásinninu, sem svo mörg fjelög verða að mæta. — Línuritin á sýningunni i Háskólan- um bera þetta með sjer. Fjelagsmeð- limum hefir stórfjölgað á siðasta ári og þó ber hitt vaxandi vinsældum R. K. í. betra vitni, hve öskudags- fjársöfnunin 1940 gekk vel. SafnaÖ- ist þá á 8. þúsund krónur, eða tvö- falt meira en 4 árum áður. Starfsemi R. K. í. er svo margþætt, að hjer eru eigi tök á að lýsa henni. AJlir kannast við sjúkrabifreiðar Rauða-krossins og afskifti R. K. í. af sjúkraflutningum, þar sem mikið hef- ir legið við. Margir munu og kannast við hjúkrunarstöð fjelagsins i Sand- gerði, þar sem áður var ekkert hæli handa veikum eða slösuðum. Þar hefir R. K. f. haft stöð árum sam- an og lærða hjúkrunarkonu, og nú er þar komin baðstofa i finskum stíl, eins og viðar um land. Þessum ó- dýru og ágætu baðstofum fjölgar óð- um i landinu og má þakka það á- róðri Gunnlaugs Einarssonar læknis, forseta R. K. í., sem fyrstur mun hafa orðið til þess að greiða götu þeirra hjer á landi. Á sýningu R.K.l. i Háskólanum sjást bæði baðofnar, gerðir fyrir kol, mó, eða annað elds- neyti, og aðrir, sem gerðir eru fyrir rafhitun. Eru þeir svo fyrirferðarlitl- ir, að hægt er að koma þeim fyrir i sæmilega stóru baðherbergi. Um næstsíðustu áramót hafði R.K.Í. i samlögum við Norræna fjelagið, forgöngu að söfnuninni til Finn- lands. Söfnuðust alls 174.486 kr. 89 uur. og voru Siglfirðingar rausnarleg- astir i þátttökunni, því að þar kom um þreföld hærri upphæð á íbúa en i sjálfum höfuðstaðnum, sem að jafn- aði er fremstur, þegar um þessu likt er að ræða. Þó ekki komi það bein- línis þessu máli við, þykir mjer rjett að geta þess, af því að jeg hefi hvergi sjeð bess getið í islenskum blöðum, að Islendingar i Kaupmannahöfn tóku ágætan þátt í Finnlandssam- skotunum, og hafði sendiherrafrú Georgina Björnsson forgöngu i þvi Krossins. máli. Frá Khöfn var t. d. sent afar mikiÖ af prjónlesi handa finsku her- mönnunum, auk margs annars. — Á sýningunni er þakkarbrjef frá Mann- erheim hershöfðingja fyrir gjöfun- um frá íslendingum. Hann er nú forseti finska Rauða-krossins. Eitt at þvi, sem R.K.Í. hefir gert til þess að veita skjóta hjálp í við- lögum er það, að hann hefir látiö smiöa 100 rúm, ljett i flutningum og mjög hagkvæm, og fylgir hverju rúmi kassi, með öllum sængurfatnaöl. Ef voöa kynni að bera að höndum, eru þessi rúm jafnan tilbúin til að taka þau á bifreiðina og aka þeim þangað, sem þörfin er mest.. Á sýn- ingunni er einnig hagkvæm gerð af sjúkrabörum á skiðum, þannig út- búin, að lyfta má börunum af skið- unum þegar til húsa er komið. Það er yfirleitt margvislegur fróð- leikur, sem þeim veitist, er lita inn á sýningu R.K.Í. Og af þeim fróðleik má læra, að enginn góður íslending- ur má telja sjer starfsemi fjelagsins óviðkomandi. Undirtektirnar undir starfsemi Slysavarnafjelagsins hafa orðið þjóðinni til sóma. Rauði kross- inn er samherji Slysavarnafjelagsins og þess verður, að heild þjóðarinnar fylki sjer undir fána hans — mesta mannkærleikamerki veraldarinnar. REYKJAVÍKUR-ANNÁLL. Frh. af bls. S. Það rigndi niður bröndurum frá upphafi til enda í þessum nýja annál. Hann er ekki eins nærgöngull stjórn- málamönnum og ýmsir fyrirrennar- ar hans voru, en minnist fjölda ann- ara, auk „ástandsins", sem vitanlega kemur víða við sögu. Er það vel og í fullkomna lýðræðisátt, að heiðrin- um af því, að sin sje minst i ann- álnum, sje skift milli sem flestra. Af vísunum verður það „Kalli, Kalli, Kalli“, sem eflaust flýgur best. Annars er visan „I den Tid“ til- kjörin tíðarvísa, en hraðinn á henni verður að vera i stil við hreyfingar flytjandans, eftlr að hann hafði lokið við visuna. Drífa ViÖar hefir afar mikla tækni til að flytja vel skemti- Iegar visur, og tókst prýðilega með „Kalla“. Yfirleitt tókst flest vel. Sumt þó „SLÖKKVILIÐSÆFIN G“. Slökkviliðsmenn komast oft i að bjarga úr brennandi húsum fólki, sem fallið er í öngvit eða hálf kafn- að af reyk. Þessvegna eru þeir látnir æfa sig á, að taka sem rjettast á þessu meðvitundarlausa fólki, líkt og hjúkrunarkonur fá æfingu í, að bera eða lyfta sjúklingum, sem eru stundum miklu þyngri en þær sjálf- ar. En slökkviliðsmennirnir liafa sjaldnast l'fandi „viðfangsefni". Þess- vegna eru búnar til þungar trjebrúð- ur handa þeim til að æfa sig á. Eins og sjest á myndinni, má slökkvlliðs- maðurinn ekki nota nema aðra hend- ina til að halda manninum i skorð- um yfir öxlina, þvi aö hina verður hann að nota til nð styðja sig, t. d. þegar hann fer niður langa slökkvi- liðsstiga. illa. Eins og gengur og gerist á frum- sýningum misti áheyrandinn af mörgu orðinu, sem ýmist druknaði i hlátri eða var ekki skýrt mælt. Ef jeg kvart- aði undan þessu við Sólon Sókrates, þá mundi hann svara: — Skelfing ertu vitlaus! Við gerum þetta af praktiskum ástæðum. Sá, sem vill heyra alla revyuna verður að sjá hnnn i þrjú skifti. Gamallel. Á HEIMLEIÐ. NiÖurl. af bls. 11. öllu því, sem höfuðstaðinn vantaði. Og af þvi, sem Erna haföi ekki fund- ið þar: ró. Burt frá ys og þys heim i faðm náttúrunnar, til hins frjálsa og óbundna lifs. Nú var hún heima. Hún átti að taka við störfum móöur sinnar. Faðir hennar og bræöur gátu ekki án hennar verið. Og frændi hennar gat ekki kostað hana áfram i höfuðstaðnum — það var of dýrt. Og nú var henni horfinn harmur- inn. Hún var glöð. Hún hafði fengið vissu sina þarna inni L hlöðunni áð- an. Hún ætlaði ekki aö verða málari. Hún hafði ekki hæfileika til þess. Hjerna var hennar verkahringur. Hún átti hvergi annarsstaðar heima. Hún var fædd til þessa lifs. Og Jón? Nú gat hún meira að segja brosað að þessu. Hrós hans hafði verið jafn falskt og hann sjálfur. Hann hafði viljað koma sjer i mjúkinn hjá henni og til þess var hrósið gert. AÖ hún skyldi ekki sjá þetta fyr. Hún gekk inn í húsið. Sólin var að hníga og óendanlega mörg litbrigði spegluðust við sjóndeildarhringinn. En í klefa i lestinni, sem brunaði áfram, sátu nokkrir farþegar og voru að tala um unga stúlku i svörtum kjól. Ein af svertingjadrotningunum í Suður-Afriku á tuttugu „konur“, — ef hægt er að segja, að kona eigi konur. Þetta er einvaldsdrottningin Modjadi, sem ræður yfir Balobedu- ættbálkinum, en hann hefst við upp til fjalla í Transvaal. Konurnar tutt- ugu, sem búa með drotningunni og ganga henni til handa, fá að vera á almannafæri og eru mikilsvirtar í þjóðfjelaginu. En öðru máli gegnir um þennan eina mann, sem drotn- ingin á. Hann má, samkvæmt lands- lögum, ekki sýna sig á almannafæri óg enginn veit einu sinni hvar hann er. Varðar það dauðasök að ljósta því upp, hver sje maður drotningar- innar. Hann er rjettindalaus mað- ur, en áðurnefndar tuttugu konur njóta rjettindanna fyrir að vera gift- ar drotningunni. Ef drotningin deyr án þess að hafa eignast dóttur, erfir ein af dætrum kvenna drotningarinn- ar ríkið. 1 Nörnberg heldur nasistaflokkur- inn þýski jafnan aðal-ársþing sitt, því að í þeirri borg var flokkurinn stofnaður. Þar htldur Hitlar jafnan sinar stærstu og digurbarkalegustu ræður, Myndin er af siðasta þinginu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.