Fálkinn - 20.02.1942, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
Pólskt fólk sækir matvælaseðlana sína.
niður dauður meðan Gestapo var
að yfirheyra liann.
Svo er sagt, að þar sem lcirkjur
eru opnar, fyllist þœr af bændafólki,
sem kemur þangað til bænahalds,
en enginn má framar skrifta á
pólskri tungu og hiskupnum í
Kattowitz hefir verið bannað að
flytja ræður á þvi máli. Nær hundr-
að prestum, munkum og trúboðum
í Krakov-biskupsdæmi hefir verið
varpað í fangahúðirnar í Mand-
hausen. Tólf skipslíkön úr gulli —
gjafir konunga og drotninga til dóm-
kirkjunnar í Krakov, sem er krýn-
ingarkirkja og legstaður pólskra
konunga — hal'a verið flutt á hurt
ásamt fjölda gimsteina og kirkju-
skrúða frá 12. öld. Sex gullföt liafa
horfið úr St. Mariukirkjunni í Krak-
ov. Erkibiskupinn í Ploclc var hand-
tekinn og fluttur á hurt, djákni var
skotinn á götunni og snemma árs-
ins 1941 myrtu Nazistar sjö presta.
Tölur sem Kott prófessor hefir
tekið saman sýna að á fyrsta ári
hernámsins i Póllandi hafa 70.000
manns verið myrtir af Nazistum,
og i mars 1941 var um 140.000
manns kakkað saman í íangelsum
og mörg hundruð höfðu vérið drep-
in í viðbót, því að mál þeirra þóttu
flókin. Fram að mars 1941 höfðu
að minst kosti 3000 manns dáið
vegna grimmilegrar meðferðar i
fangabúðunum i Oswiecim. Það er
engin furða, þó að kirkjugrafreitir
hafi verið gerðir í görðum sumra
einstaklingshúsa og enda á torg-
unum.
Forster umdæmisleiðtogi i Dan-
zig sagði í nóvember 1940, að nú
væri ekki einn einasti Gyðingur
eftir í borginni og að hún mundi
fá alþýskan svip, með þýskum nöfli-
um eingöngu, og að allir pólskir
menn yrðu látnir afhendá vopn, út-
varpstæki og allskonar eignir.
Verðmæti þau, sem Nazistar hafa
gert upptæk í Póllandi eru metin á
meira en 15.600 miljón krónur, og
það var tilkynt, að mat yrði gert á
óllum pólskum eignum þegar land-
ið var tekið. „Allar jarðeignir og
iðnaðarfyrirtæki manna, sem ekki
eru af þýsku bergi brotnir, verða
gerð upptæk, undantekningarlaust,“
sagði Darré landbúnaðrráðherra
Þjóðverja, „og þeim skift milli her-
manna og meðlima þýska Nazista-
flokksins. Þannig myndast ný yfir-
stjett hinna þýsku húsbænda."
Vorið 1940 slapp ungur Gyðingur
úr fangelsi í Varsjava og tóku Naz-
istar þá Tsjerniakoff leiðtoga Gyð-
ingasafnaðarins og vörpuðu lionum
í fangelsi, en Ijetu þess kost að
láta hann lausan, ef 200 Gyðingar
væri boðnir fram í staðinn. Þessu
hoði var hafnað, en Nazistar ljetu
hinn göfuða fanga lausann og liand-
tóku 300 Gyðinga, og var jjeim sagt,
að ef strokufanginn kæmi ekki til
skila innan 24 klukkustunda, yrði
þriðji hver maður af þeim hand-
teknu skotinn. Maðurinn kom ekki
til skila og 100 voru skotnir af
Gyðingunum.
Enginn Pólverji má eiga bifreið
cða stýra og enginn Gyðingur má
ferðast um landið nema með sjer-
stöku leyfi, sem erfitt er að fá.
Og þó hann fái leyfið má hann
ekki ferðast með öðrum járnbraut-
arlestum en þeim, sem fara hægt
yfir. Jafnvel á sporvögnum mega
Gyðingar ekki ferðast nema þeir
geti sýnt sjerstakt leyfisskírteini; el'
þeir hittast fyrir i sporvögnum án
þessa skírteinis verða þeir að borga
ferfalt fargjald.
Gyðingar, sem reyna að koma.vt
undan þvingunarvinnu eiga á
hættu að fá tíu ára fangelsisvist,
og þeir sem hjálpa lionum lenda
í fangelsi líka. Dauðahegning vof-
ir yfir þeim, sem hlusta á útvarp
og dauðahegning liggur einnig við
þvi að ráðast á þýskan mann, gera
spell á mannvirkjum, óhlýðnast
þýskum fyrirskipunum, vanrækja
að segja til nágranna sinna sem
eiga skotvopn, myntað gull eða út-
varpstæki.
Einn af Nazistleiðtogunum i Pól-
landi, Ubelhoer hjeraðsstjóri hef-
ir aðvarað Pólverja og Gyðinga um,
livers þeir megi vænta. „Pólverjinn
breytist aldrei,“ segir hann. „Við
verðum að láta lia'nn skilja, að við
erum húsbændurnir og að hann
verður að vinna fyrir okkur. Ef
liann mætir Þjóðverja á gangstjett-
inni þá skal hann víkja úr vegi. Og
Gyðingurinn skal erfiða í sveita
andlits síns ef hann á að halda lifi.“
Berlinarblað eitt var ofurlítið vin-
samlegra, því að það sagði, að hin
nýja Evrópa ætti að byggjast upp
„á ást og hollustu foringjans.“ Vera
má að þetta sje gamansemi, því að
Nazistar eiga til skrítna gamansemi,
sem þeir láta sundum í kaupbæti
á hryðjuverk sin. Þeir leyfa t. d.
að pólsk börn innan þriggja ára
megi fá mjólk, en hún fæst ekki
keypt fyr en á kvöldin þegar öll
mjólk er venjulega uppseld i búð-
unum. Stundum greiða þeir Pól-
verjum bætur, en þessar bætur eru
greiddar i þýskum bankaseðlum,
sem voru teknir úr umferð fyrir
tíu árum. Pólverjar, sem fluttir eru
burt frá heimkynnum sínum, fá að
koma dóti sínu í ákveðinn varn-
ingsvagn i lestinni, sem þeir fara
með, en þessi varningsvagn er leyst-
ur aftan úr lestinni áður en hún
ekur af stað! Einn af frægustu vís-
indamönnum Póllands, Lukasie-
wicz prófessor, var rændur öllum
skjölum sínum og siðan var hon-
um skipað að horfa á meðan þau
voru brend upp til agna. í Ivrakov
var 200 kennurum boðið að hlýða
á fyrirlestur á háskólanum og þeg-
ar þeir komu í háskólann voru þeir
allir leknir höndum og sendir í
fangabúðir; dó einn þeirra skömmu
síðar, en níu aðrir voru dánir í
mars 1940.
Allir unglingar úr mentaskólan-
um í Zamoyski hafa verið fluttir
til stöðva Hitler-æskunnar í Þýska-
landi og allir kennarar í Poznan
voru teknir sein gisl eða hneptir í
fangelsi. í Krakov voru yfir 300
stúdentar handteknir, bæði karlar
og konur, og jíeir skotnir umsvifa-
laust, sem Gestapo hafði valið úr,
en aðrir píndir hræðilega. Haustið
1940 voru um 15.000 Pólverjar
fluttir frá Varsjava á þremur vikum,
án þess að þeim væri leyft að
kveðja ættingja sína; jietta voru
'einkum mentamenn og konur, og
um örlög jjeirra vita menn ekki
Josepli fíech, sem var ntanríkisráð-
herra Póllands 1939.
neitt. Þúsundir fjölskyldna hafa
verið hraktar frá heimilum sínum,
en hús þeirra ásamt innanstokks-
munum seld þýskum fjölskyldum
i Berlin.
Sumarið 1941 voru um 80.000
Pólverjar í þvingarvinnu i Þýska-
landi. Þýsk telpa kendi í brjósti
um einn þessara „þræla“ og gaf
honum brauðbita. En það sást til
hennar og hún varð að sitja í fang-
elsi heilt ár, en barn sem með henni
var fjekk hýðingu.
Nazistar láta sjer ekki nægja að
stytta mentamönnum aldur og leggja
Viðskiftalif Póllendinga í rústir,
heldur seigsvelta þeir bændastjett-
ina til dauða. Vorið 1941 var almenn
hungursneyð yfirvofandi þvi að
landið skorti 400.000 smálestir af
korni og 82 hundraðshluta al' feit-
metisþurftinni. Þjóðverjar höfðu
fengið nær alt smjör, sem fáanlegt
var, en af þeim litla skamti sem
þeim var eftirskilinn, urðu Pólverj-
ar að miðla til fjölda af flóttamönn-
um, sem reknir höfðu verið frá
húsi og heimili.
í hinum hræðilegu kuldum. vet-
urinn 1940 voru tiu járnbrautarlest-
ir á dag fyltar með pólsku bænda-
fólki, sem verið var að flytja ó burt.
Fólkinu var troðið eins og fjenaði
i opna vagna, sem það átti að vera
á í átján daga ferð, og margir
frusu til bana á leiðinni.
Þjóðverjar hafa tekið frjósam-
asta akurlendið í Póllandi til eigin
þarfa, meira en helming rúglands-
ins, lielming bygglandsins og tæp-
an helming liveitilandsins; en á
þeim hluta akurlendisins sem Pól-
verjum var eftir skilinn, er ekki
hægt að rækta nægilegt korn handa
þeim 15 miljónum sem landið byggja.
Greiser umdæmisstjóri hefir
hreykt sjer af þvi, að Vestur-Pól-
land hafi flutt 700.000 smálestir al'
korni til Þýskalands síðastliðið ár,
og þótti þetta þrekvirki, þvi að áð-
ur hafði sami landshluti ekki flutt
flutt út nema 200.000 smálestir. Hann
mintist ekki á, að þá hefðu Pól-
verjar fengið eitthvað að borða
sjálfir.
Sjerstök matvælastöð er í hverri
sveit og forstöðumenn þeirra eiga
að ábyrgjast, að þangað sje skilað
svo miklu af lífsnauðsynjum sem
Nazistar heimta. Er forstöðumann-
inum refsað þunglega, ef útaf ber.
Hitt spyrja Nazistar ekki um, þegar
bændur eru krafðir um korn, hvort
þeir eigi nokkuð útsæði eftir til
næsta árs eða nokkurt korn til mat-
ar handa heimilinu.
Svo mikill er skorturinn á mat og
öðrum nauðsynjum, að heiðarlegt
fólk gengur um götur og stræti
sem sölubetlarar og reynir að skifta
á liattinum sínum fyrir kjötbita eða
verðmætri bók fyrir niðursuðudós.
Varla getur heitið, að eldsneyti sje
til að halda húsunum hlýjum, og
sápa sjest sjaldan; en fáist hún þá
kostar hún þrjá shillings pundið.
Fátæklingarnir fá hvorki kol nje
sápu, en þar sem kol fást er Þjóð-
verjum úthlutað 600 pundum i einu
en Pólverjum 100 pundum — al'
salla. Allir skamtar eru liærri handa
Þjóðverjum en Pólverjum; Þjóð-
verjar l'á t. d. tvöfalt stærri stein-
olíusakamt til ljósmetis. í verslun-
unum eru Pólverjar aldrei afgreidd-
ii' fyr en á eftir Þjóðverjum. Og í
Lodz hafa 30 matsöluhús verið tek-
in úr —- þar fá aðeins Þjóðverjar
að koma.
Ávexti fá ekki aðrir en þýsk hörn
undir 16 ára; mjólkin er lika skömt-
uð og Þjóðverjar látnir sitja fyrir
henni, en Pólverjar fá ekkert nema
lianda ungbörnum. Ávaxtasafi var
fyrrum þjóðdrykkur Pólverja, en
nú fæst hann ekki nema í ákveðn-
um búðum.