Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1942, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.02.1942, Blaðsíða 6
G F Á L K 1 N N LITLA SAQ AN. — Árui Refs: Þegar jeg hjelt hljóm- leika í Rekavik. PYRIR nokkrum árum fór eg í sumarfrí meö „Súðinni“ og steig í land i Rekavík, varð jeg ekki lítið forviða þegar ungur og fölur maður vjek sjer afarkurteislega að mjer, um leið og eg setti ,frá mer koffortið mitt á bryggusporðinn. „Jeg þykist vita, að þetta sjeuð þjer," sagði liann. „Einmitt það,“ 'sagði jeg bliður og lá við að skjalla hann fyrir skarpskygnina. „Já, jeg sá það undir eins og jeg sá á yður hárið," sagði hann. Hárið? Var hann að skensa mig. Jeg hafði ekki látið klippa mig sið- an um páska, svo að það var iangt og listamannslegt. En hvaða álykt- nnir dró hann af því? „Ja — jeg get ekki neitað því að.......“ „Nei, það var það sem jeg vissi,“ sagði hann sigri hrósandi. „En við höfðum nú ekki búist við yður með „Súðinni“. Við iijeldum að þjer kæmuð með bíl rjett fyrir klukkan sjö. Þvi að hlómleikarnir byrja ekkki fyr en hálf níu.“ Ojæja. Jeg átti þá að halda hljóm- leikn,- En livað átti eg að spila? „Þarna sjáið þjer eina augiýsing- una,“ sagði sá föli. „Já, og jeg er nefnilega Tómas bóksali, sem ann- ast um hljómleikana.14 „Gleðpur mig að kynnast yður!“ Jeg tók hátíðlega ofan og fór að skoða auglýsinguna. Þar stóð með skrautletri: RUDOLF EISENBEIN pianósnillingur frá Þýskalandi, heldur hljómleika i Templarahúsinu föstudag kl. 8Vz. Ágæt skemtiskrá! Komið og heyrið. Aðgöngumiðar 2.50 og 1.50. „Þetta er ljómandi gott,“ sagði jeg. „Hvernig gengur bílætasalan?“ „Það er útselt hús. Það er svo sjaldan sem hingað koma góðir lista- menn. Allir þeir stóru fara .... jeg meina, eru vanir að fara hjer fram hjá. En nú hljótum við þann heiður og gleði að ....“ Jeg þagga niður í honum. „Góði maður, þjer sjáeð að jeg fer ekki framhjá. Allra síst þegar húsið er útselt.“ „Jeg vona að þjer afsakið, að jeg varð að selja flesta 2V2 krónu mið- ana á 2 krónur. Fólki fanst hitt of dýrt.“ „Alveg rjett,“ sagði jeg. ,„Maður verður að liaga sjer eftir kringum- stæðunum, Tómas.“ Mjer fór að finnast, að nú væri gamninu nógu langt komið og best að liætta hverjum leik þá hæst fram færi, en þá hljóp skrattinn i mig. Listamaðurinn kæmi ekki fyr en kl. 7. Hversvegna ekki að taka að sjer hlutverk hans þangað til. Jeg Ijek dæmalaust vel á píanó — sagði móðir mín og tengdamóðir og allar frænkurnar. Þær sögðu að jeg gæti haldið hljómleika eins og hver ann- ar. „Heyrið þjer Tóipas. Þjer virðist geta gert alt. Gætuð þjer ekki flýtt hljómleikunum — sell þá klukkan 5. Þjer gerið mjer greiða með þvi.“ Hann klóraði sjer bak við eyrað: „Ætli ekki það kvað Púlli. En .... lim. — það hefir dálítil útgjöld í för með sjer.“ „Skítt veri með það, Tómas. Send- ið þjer út hraðboða og látið fólkið vera komið í gúttóið klukkan fimm. Það eru þrír tímar tii stefnu. Jeg ætla að skoða bæinn á meðan. Dæmalaust er þetta annars fallegur bær.“ Tómas malaði eins og köttur og bar töskuna mina í bakaríið — það var gistihús bæjarins. Svo fór hann og sagðist sækja mig klukkan 5. Jeg borðaði miðdegisverð og fór svo að skoða Rekavík og það var fljótgert. Jeg fann til mín því að allir gláptu á mig. Fólkið hvíslaði: „Sko, þarna er bann — en hvað hann er smart. Littu á fingurnar á hönurn!" Jú, jeg var hetjan. Það var ekki svo oft sem frægir listamenn komu til Rekavikur. Við og við fjekk jeg samviskubit og langaði til að flýja. En þá leit eg á málið frá gamanhliðinni og á- kvað að láta slag standa. Jeg hafði" líka einu sinni skemt á tombólu — og fór vel. Tíu mínútum fyrir fimm kom Tómas vinur minn. Jeg var að lesa lofgrein um mig I Skutli, sem var útbreiddasta blaðið þarna. ,„Nú er alt til,“ sagði hann hreyk- inn. „Fólkið situr og bíður.“ „Jæja þá er best að láta vængja- blak listarinnar fylla Templarann," sagði jeg. „Hvernig er það? Hefi jeg nokkra hlutaverkaskrá“. „Nei, þjer ætluðuð að segja l)að sem þjer spiluðuð." Við fórum. Jeg hafði með mjer það sem jeg fann af nótum i gisti- húsinu, j)ar var ýmislegt gott inn- anum og saman við. Salurinn var troðfullur og bljótt eins og í kirkju. Jeg var fyrir löngu farinn að iðrast yfir þessari ljettúð, en það var of seint. Jeg ger'ði ennisloppinn á mjer eins listrænan og hægt var og steig fram á pallinn. Hneigði mig. Dauðaþcgn og enginn klappaði. En mjer íansl mjer svíða undán augnaráðinu frá öllu fólkinu. „Wer grosses will sich zusammen- raffen,“ hugsaði jeg með Schiller, settist við hljóðfærið og Ijet fing- urna fara á heljarstökk yfir nót- urnar. Jeg heyrði að allir tóku and- ann á lofti. Jeg hafði komið mjer niður á skemtiskránni — ljett lög, eins og stundum í útvarpinu. Jeg byrjaði á Napoleonsmarsinum og brúkaði bassann kröftuglega. Fólkið klappaði eins og vikingar. Jeg hafði hitt rjett á smekkinn. Svo rak hvert lagið annað. „Glaða ekkj- an“, „Friihlingsrauscheii“ og „Gamli Nói með varíasjónum“ og fleira þesskonar, — alt leikið með þeirri frekju, sem mig furðaði sjálfan á. Áheyrendurnir klöppuðu mikið, og svona hjelt jeg áfram til klukkan hálfsjö. Þá stóð jeg upp og hneigði mig og fór svo út. „Þetta var nú flott,“ sagði Tómas. „Þjer eruð listamaður af guðs náð, herra Eisenbein, og fólkið er lirifið. Það er einmitt svona músik, sem fólkið vill, en ekki neinar krúse- dúllur og tremulanta, sem enginn skilur. Þjer eruð besti hljómlistar- meistarinn, sem nokkurntíma hefir komið til Rekavíkur.“ „Þakka yður sjálfum, Tómas minn“, sagði jeg og var hrærður yfir bæði Tómasi og mjer. „Það gleður mig, að Rekavík er hrifin. En jeg er þreyttur eftir hljómleik- ana og er að hugsa um, að aka svolitla stund i bil út úr bænum. Jeg bað um bíl að gistihúsinu, og hann er víst kominn núna.“ „Eigum við ekki að gera upp reikningana snöggvast?“ sagði Tómas. „Því liggur ekkert á, fyr en jeg kem aftur.“ Jeg flýtti mjer á gistihúsið og þar beið bifreiðin. Borgaði reikn- ingin og bað bílstjórann að slá vel i yfir hálsinn, því að jeg yrði að ná i „Súðina“ á næsta firði. Daginn eftir sendi jeg Tómasi, vini mínum, 100 krónur í sárabæt- ur. Jeg befi lesið það í Skutlinum FrÍEderich Smetana. 1824—1884. Friedrich Smetana var bæheimskur að uppruna, fæddur 2. mars 1824 í Litomyst (eða Leitomischl) í Bæ- heimi. Var honum ætlað að ganga mentaveginn og var hann byrjaður að stunda háskólanám, þegar tón- listin náði slíkum tökum á honum, að hann þóttist eklci geta öðru sint. Hafði hann notið góðrar tilsagnar í píanóleik „frá blautu barnsbeini“ og iðkað þá list af kappi í tóm- stundum sínum og að auki kynt sjer hljómfræði all. vandlega. Hætti hann því háskólanáminu og lagði fyrst um sinn aðaláhersluna á að verða sem fjölhæfastur píanóleikari. •— Naut hann tilsagnar liinna á- gætustu kennara, svo sem Prokschs og Liszts. Hjá hinum siðarnefnda var hann alllengi og má nærri geta, að sú tilsögn hafi verið honum mikils. virði, og altaf var það betra en ekki fyrir unga tón- listarmenn, sem voru að brjótast áfram, að eiga Liszt gamla að vini. Smetana var nú um nokkurt skeið nijög dáður píanósnillingur og ljet víða til sin heyra. En árið 1848 giftist hann og var konaii, sem liann gekk að eiga, ágætur píanóleikari líka. Stofnuðu þau tónlistarskóla og starfræktu i nokkur ár. Og nú fór Smetana að gefa sig mei'ra en áður að samning tónsmíða, og þegar út i það var komið, þóttist liann verða þess var, að á því sviði myndi hann loks liafa fundið köllun sína. Til þess að losna við kenslustörfin og geta gefið sig að miklu leyti óskiftur að þessari köllun, tók liann lilboði um að gerast stjórnandi „Philharmonisk Selskab" í Gauta- borg og gegndi því starfi í 5 ár (1856—61). Á þeim árum samdi hann m. a. sýmfóníska „kviðu“, er liann nefndi „Hakon Jarl“, sem var hin fyrsta tónsmíð hans í „stóru broti“, sem menn höfðu kynni af og vakti athygli. Ekki undi Smetana sjer í Svíþjóð, og flutti því aftur til Prag. Fjekst liann þar við ýmisleg störf: var tónlistargagnrýnandi, starfrækti tón- listarskóla og varð loks hljómsveit- arstjóri og leiðbeinandi liinnar ný- stofnuðu bæheimsku óperu. Þar kom fram söngleikur eftir hann, sem hann nefndi „Prodaná nevestá" — eða „Selda brúðurin“ (1866) og var honum fagnað svo fádæma vel, að hann varð brátt einskonar „þjóð- legur“ söngleikur Bæheimsbúa. En það var ekki fyr en 1892, eða 26 árum síðar og að Smetana Játnum, sem þessi söngleikur varð kunnur eða vakti athygli annarsstaðar. Hann var þá sýndur á „leilihússýning- unni“ í Vínarborg (1892) og vakti síðar, að Eisenbein hafi haldið hljómleikana sina um kvöldið, en jeg er viss um, að þeir hafa ekki ldappað meira fyrir honum en mjer. Líklega hefir hinn þýski píanisti Eisenbein brúkað kjaft við Tómas minn, en liann hefir nú ekki tapað á kvöldinu samt. Jeg hefi aldrei komið til Reka- víkur siðan — jeg er hræddur um, að hann Tómas mundi þá vilja „gera upp reikningana“. En jeg er mikið að hugsa um að fara að halda liljómleika í Gamla Bíó, og liá ætla jeg að spila Napoleons- marsinn og Gamla Nóa með varía- sjónum. slíka aðdáun þar, að hann var þeg- ar tekinn til leiks viðsvegar í stór- borgum Evrópu, og voru þá jafn- framt teknir upp ýmsir aðrir söng- leikir Smetana, sem ekki höfðu fengið áheyrn áður, og má þar til nefna „Dalibor“ og „Libussa", „Ekkjurnar tvær“ og „Kossinn". Talsverðra Wagner-ábrifa gætti lijá Smetana, einkum í hinum fyrstu stórbrotnu söngleikjum hans, og þótti það „ljóður á hans ráði“, og yfirleitt sættu verk hans mikilli gagnrýni. Hann þótti hreyfa sig um of frjálsmannlega, troða slóðir, sem taldar voru villugötur, eins og tilt er um menn, sem búa yfir miklu og vilja koma á framfæri nýjum bugniyndum, sem fjöldinn skilur ekki fyr en seint og siðar meir. En Smetana var enginn „stríðsniaður”. Hann var ákaflega fíngerður og við- kvæniur og tók sjer mjög nærri allan þann misskilning og andúð, sem hann taldi tónsmíðar sinar verða fyrir. Smetana var fyrst og fremst þjóð- legt, bæheimskt tónskáld og notaði óspart og af mikilli snilli þjóðlög og gamla dansa bæði sem uppistöðu og ívaf í tónsmíðar sinar, jafnt hinar stærri sem smærri. Og hann afrekaði allmiklu, þó að liann væri lengi ekki „heill maður“. Hann var lengi taugaveiklaður, en ofan á það bættist, að hann varð heyrnarlaus og það varð honum svo óbærilegt, að hann varð loks vitskertur og andaðist á geðveikrahæli í Prag 12. maí 1884. Eftir að liann var orðinn lieyrn- arlaus samdi hann ákaflega liugð- næma og sjerkennilega tónsmíð, — strengjakvartett, sem hann nefndi „Ausmeinem Leben“ og frægur er crðinn. Smetana er talinn höfundur liinn- ar þjóðlegu bælieimsku tónlistar eða brautryðjandi. Þykir hans þáttur mjög vandaður og merkur og verð- ur lengi í minnum hafður. En síð- an hafa svo tekið við af Smetana aðrir ágætir tónsnillingar, eins og Fibicli, og þó einkum Dvorak. Er miðstöC verCbrjefaviðskiftanna. Útbreiðið „Fálkann“ . Drekkiö Egils-ðl J Theodor Árnason Merkir tónsmllingar lífs og liðnír:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.