Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.02.1942, Blaðsíða 2
F A L K I N N - GAMLA BÍÓ - ISRÚÐKAUPSDAGAR Á BALI. Bali, sem er eih af eyjum Hollend- inga i Austur-Indíum, er fræg fyrir tvent auk frjóseminnar: stórfeng- legar byggingar í fornum indversk- um stíl og' fallegt kvenfólk. Ilefir eyjan ofl veri'ð nefnd .Paradís aust- urlanda“ og þykir ekki kafna und- ir því nafni. I>arna gerist lokaþáttur kvikmynd- arinnar „Brúðkaupsdagar á Bali“, sem Gamla Bíó sýnir innan skamms. En að mestu leyti gerist hún í Am- eríku. Aðalhlutverkin eru í hönd- um Fred MacMurray, sem leikur ungan æfintýramann, nýkominn til New York frá Bali, Madeleine Car- oll, sem er ung og falleg verslunar- stúlka, sem ekki ætlar sjer að gift- ast, og loks leikur Allan Jones óperusöngvara,. er heitir Eric Sin- clair. Frænka Madaleine (Helen Broderick) telur hana á að fara að sinna karlmönnum meira en áður, og þær vita það báðar að óperu- söngvarinn er ástfanginn af henni. En hún metur frjálsræðið meira. Skömmu síðar spáir kona fyrir Madeleine og lýsir manni, sem hún eigi eftir að kynnast vel, og spáir að hún eigi eftir að fara í langar sjóferðir. En spáin rætist — hún hittir Bi.1.1 Burnett (Fred MacMurr- ay), sem svarar alveg til lýsingar- innar. Hann verður þegar i stað ástfanginn af Madeleine, en hún er köld eins og áður. Frænka hennar neytir allra áhrifa einna til þess að lelja henni hughvarf og er vel á veg komin þegar ný kona kemur á sjónarsviðið. Noel Van Ness (Osa Massen), gömul vinkona Bills kem- ur heim frá París. Hún hefir verið ástfangin í Bill ])egar þau voru á Bali og ætlað að fyrirfara sjer hans vegna. Og nú dregur Madeleine sig i lilje á ný. Fjögra ára gömul telpa kemur hjer við sögu og leikur eitt mesta hlutverkið í leiknum. Það er liún sem, ræður úrslitunum á síðustu stundu, • þegar - alt virðist komið i óefni og ætlar að fara öðruvísi en áhorfandinn vill. Myndin sem er tekin af Para- mount undir stjórn Edward Griffith hefir margt til sins ágætis, ekki síst prýðilegan leik MacMurray og Madeleine Carrol, sem leika hjer saman í annað skifti og íburðar- miklar leiksýningar, einkum frá hinni undurfögru eyju Bali. Pétuv Jónsson fyrv. kaupm., Greltisg. 12, verðúr 80 ára í dag (20. [). m.). ( MAHARAJAINN AF BIKANER, sir Ganga Singhji Daliadur hers- höfðingi er einn af eindregnustu stuðningsmönnum Breta í ófriðn- um og gegnir nú hershöfðingja- stöðu í Miðjarðarhafslöndum. Hann er fæddur árið 1880 og gekk ungur i herþjónustu og tók meðal annars þátt i Boxarastyrjöldinni í Kína aldamótaárið, en í síðustu styrjöld var hann i herforingjaráði sir John French yfirhershöfðingja. Ríki hans, Bikaner, er annað stærsta rikið í Rajputana í Indlandi. Ilann var barn að aldri þegar hann varð fursti, eða maharaja, i riki sínu og hefir haldið þeirri tign í 54 ár. Hef- ir hann verið einn mesti framfara- og umbótamaður allra núlifandi fursta i Indlandi; meðal annars i landbúnaði, uppeldismálum og ýms— um fjelgsmálum, svo að nú er Bik- aner talið eitt mesta fyrirmyndar- rikið i Indlandi. Margar hersveitir frá Bikaner berjast nú erlendis, þar á ineðal sveit úlfaldariddara, sem getið hefir sjer mikinn orðstír. Furstinn er sæmdur ýmsum allra dýrmætustu heiðursmerkjum Brcta- konungs. Bókafregn. Kenslubók í EÐLISFRÆÐI. Eftir Jón Á. Bjarnason. Kenslubókum á islensku fjölgar óðum og er það vel farið. Áður var það svo, að þegar barnaskólunum slepti varð að notast við danskar eða norskar kenslubækur að miklu leyti, og rná öllum vera Ijóst hvílíkt óhagræði var að því. En nú hefir m. a. samgönguteppan við norður- lönd orðið til þess, að flýta fyrir útgáfu innlendra kenslubóka. Sú síðasta eða nýjasta er kenslu- bók í eðlisfræði eftir Jón Á. Bjarna- son verkfræðing, og er ætluð gagn- fræða- og unglingaskólum. Hún er rúmar tíu arkir að stærð og skiftist i tíu kafla og er kaflinn um raf- magnið þeirra langlengstur. 125 dæmi úr ýmsum greinum eðlisfræð- innar fylgja, sumpart i lesmálinu en sumpart í sjerstökum flokki á eftir, ennfremur skrá um ýmsar fastar stærðir og hlutföll og loks þýðingar á nýjum eða sjaidgæfum orðum íslenskum, sem notuð eru í bókinni. En þarna er fjöldi ný- yrða. Höf segist hafa haft ýmsar bæk- ur til fyrirmyndar, einkum eðlis- fræði Sundorphs, sem kend hefir verið hjer í skólum. Eigi að síður er bókin sjálfstæð að efni og niður- röðun og virðist vera mjög aðgengi- leg og framsetningin einkar ljós. Þá er það og mikll fenguur og gerir not bókarinnar auðveldari hvílikur fjöldi teikninga fylgir. Eru þær yf- ir hálft annað hundrað alls, sumar frumgerðar af höfundi en aðrar eft- ir útlendum kenslubókum. Kjartan Örvar, vjelstjóri við rafmagnsstöðina við Elliðaár, varð 50 ára 23. jan. s.l. Einar B. Kristjánsson, húsa- smíðameistari, Freyjugötu 37, verður 50 ára 22. þ. m. hJÓÐVEHJAH GISTA ENtíLAND. Þó að innrásin mikla, sem áfornmð var í ágústmánuði 191)0, sje enn ekki orðin að veruleika hjá herra Hitler, hafa orðið ýmsar innrásir Þjóðverja á eyrikið fyrir norðan Ermasund. Það hafa margir Þjóðverjar komist inn í England siðan striðið hófst, en þó er Hitler ekki þeirra á meðal, því að hann flytur enn ræffur sínar frá Berlin og Núrnberg og Munchen, en ekki frá London. Hæöan, sem þýsku setuliðsmennirnir lofuðu Dön- um að koma skyldi frá British Broadcasting Company þann 1. október á því herrans ári 194-0, er ekki komin enn. Og bíö- ur sins tíma. Einstaka maður hefir þó orðið til þess að gera innrás í Eng- land. Við nefnum ekki fíudolph Hess, því að „Hitler kvað hafa vanþóknun á honum.“ En viff nefnum þann mannjjölda, sem enskt björgunarliff hefir hirt, svamlandi út í rúmsjó, af áhöfn- um þýskra herskipa. Þegar kafbátum er sökt, þykir það ein- stök mildi, ef skipiö sem sökkvir þeim fær tækifæri til aö bjarga einhverjum af skipshöfninni. íslendngar hafa haft nokkra reynslu af því hve ant óvinum veraldarinnar rrmni um þaff, aff bjarga mönnum úr þeirri hafs- neyð, sem þeir liafa sjálfir gert þeim. Við eigum dæmin um „Fróða" og ,.Heykjaborg“ og fleiri skip. Þessvegna er dálitið gaman að líta á myndina hjer að ofan. Það eru tveir Þjóð- verjar sem hana gert „innrás“ i England, en sem fangar á ensku herskipi. Ilinn 4. nóvember s.l. voru þeir orðnir 1376, „gestirnir sem höfffu gert innrás í England — af kafbálum eingöngu. Engar tölur liafa verið gefnur út um það, hve marg- ir Þjóðverjar úr flugher Hitlers sjeu nú staddir í Englandi. En sú tala er vitanlega margfalt hœrri en kafbátamannanna, „sem svo erfitt er að bjarga". i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.