Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1942, Side 2

Fálkinn - 03.04.1942, Side 2
2 F A L K I N N Dr. phil. Helgi Pjeturss varð 70 ára 31. mars. - GAMLA BÍÓ - PYGMALION. Kvikmyndin, sem Gabriel Pascal fjekk leyfi Bernhard Shaw til aS gera eftir einu frægasta leikriti hans, Pygmalion, hefir vakið meira umtal en alment gerist. Þvi að hvort- tveggja var að Shaw er frægasti leikritahöfundur nútímans og svo hitt, að leikur aðalpersónanna í myndinni, Leslie Howards sem Higgins prófessors og Wendy Hiller sem Elizu, er svo frábær, að leitun er á noklsru sambærilegu. Að öllu samantöldu mun mega telja Howard einn gagnmentaðasta og snjallasta leikara, sem til er í veröldinni. Árum saman þvertók Bernhard Shaw fyrir það, að nokkurt fjelag fengi að kvikmynda leikrit hans. Hann taldi kvikmyndina ekki list heldur aðeins gróðafyrirtæki. En loks ljet hann þó undan síga. Hann leyfði að kvikmynda leikinn „Arms and the Man“ og var sú mynd kvik- mynduð að kalla má eins og leikur- inn var sýndur á leikhúsum. Þessi leikur tókst ágætlega. Nokkru síðar var kvikmyndaður einþáttungur eft- ir Shaw. Honum þótti sú mynd svo lök, að hann bölvaði sjer upp á, að leyfa nokkrum að kvikmynda leik eftir sig framar. En loks ijet gamli maðurinn þó undan síga og eru til margar sögur um viðureign Sam Goidwyns við liann, er hann var að fá leyfið. Pygmalion er i raun rjettri gaman- Jeikur, þar sem hin heimsfræga fyndni Shaw nýtur sín í ríkum mæli.. En jafnframt nýtur sín þar hin djúpa speki höfundarins. Leik- ur þessi er því ómengað listaverk, sem gaman væri að sjá Leikfjelag Reykjavíkur spreyta sig á, þó ýms- um annmörkum sje það bundið, þó ekki sje nema að fá sæmilega þýð- ingu á leiknum. Önnur aðalpersón- an, Eliza, talar nefnilega afarskritna Lundúnamállýsku. Iliggins prófessor tekur að sjer að reyna að laga mál- færi hennar svo að það sje samboðið enskri aðalsfrú, og jafnframt að manna hana svo, að liún standi ekld neinum að baki í háttprýði. Ofursti, sem kominn er alla leið austan frá Indlandi til að kynnast hinum fræga hljóðfræðingi Higgins, kemur og mikið við sögu (leikinn af Scott Spnderland), svo og frú Higgins (Marie Lohr) og sorphreinsarinn Doolittle (Wilfrid Lawson), faðir Elizu, framúrskarandi spaugileg per- sóna. En Eliza hefir alist upp „á götunni“ sem kallað er, og haft of- an af fyrir sjer með þvi að selja blóm. Það er óblandin ánægja að sjá þessa mynd, svo skemtilegt sem efni hennar er og svo mjög, sem til lienn- ar hefir verið vandað. Frá Loftvarnanefnd HJÁLPAStSTÖÐVAR VEGNA LOFTÁRÁSA stöð: Landspítalinn, Sími 1774. Landakotsspítali, Símar 3046 og 2642. Hvítabandið, Sími 3744. Sjúkraklinikin Sólheimar,Tjarnarg. 35, Sími 3776 Elliheimilið, Sími 4080. Aðalhjálparstöð, Tjamargötu 10 D, Sími 2648. Austurbæjarskólinn, Sími 5030. Laugavegs Apótek. Ingólfsstræti 14, Sími 2161. Miðstræti 3, Sími 5876. Laufásvegur 11, Sími 2188. Ránargata 12, Sími 2234. Reykjavíkur Apótek, Sími 1760. Hafnarstræti 8, Sími 4786. Skólabrú 3, Sími 3181. 6 fyrstu stöðvarnar eru hjúkrunarstöðvar með mörgu starfsfólki og góðum útbúnaði. Hinar eru umbúðastöðvar, þar sem fólk getur fengið gert að minni meiðslum. 1. stöð: 2. — 3. — 4. — 5. — 6. — 7. — 8. — 9. — 10. — 11. — 12. — 13. — 14. — 15. - Klippið þennan lista úr og geymið hann. Bjarney Gilsdóttir frá Mosvöll- um, verður 60 ára 6. þ. m. AUGLÝSINGAVERÐ Vegna stórkostlega aukins útgáfukostnaðar hafa útgáfu- stjórnir undirritaðra blaða ákveðið að hækka verð á auglýsingum frá 1. apríl í kr. 4.00 eind. cm. Reykjavík, 31. mars 1942. Morgunblaðið Isafold og Vörður Vísir Alþýðublaðið Tíminn Vikublaðið Fálkinn Heimilisblaðið Vikan.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.