Fálkinn - 03.04.1942, Blaðsíða 1
9.
Reykjavík, föstudaginn 3. apríl 1942.
XV.
KVÖLD VIÐ BREIÐAFJÖRÐ
Það hefir löngum uerið hugðarefni skálda að Igsa unaði ís lenskrar náttúrufegurðar og mörg af fegurstu Ijóðum, sem
þjóðin á, eru eininitt náttúrulýsingar. En á síðustu áratugum hafa náttúrulýsingaskáldin fengið keppinauta þar sem mál-
ararnir eru. Nú keppir list línu og lita við íþrótt orðsnildar innar. Og fróðir menn vilja halda því fram að minna sje orkt
af fallegum náttúrulýsingum en áður, síðan málararnir komu til sögunnar. En það geta fleiri lýst tilbrigðum náttúrunn-
ar en skáld og málarar, eins og Ijósmynd Vigfúsar Sigurgeir ssonar hjer að ofan ber með sjer. Ljósmyndagerðin er list
út af fyrir sig, því að þó tækni Ijósmyndanna sje orðin fullkomin þá er hún ekki einhlýt. Það þarf listamannsauga til
þess að velja viðfangsefnin.