Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1942, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.04.1942, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N May Edgingtcn: HVERSVEGNA? AÐ HEFIR verið hringt hjeð- an og spurt, livort jeg gæti litið inn,“ sagði Waite læknir við stofustúlkuna hjá Butler, sem kom til dyra og ldeypti hon- um inn í anddyrið. í sama hili kom frú Butler niður breiða stigann ofan af elri liæðinni. Hún var sam- kvæmisklædd, í afar flegnum Ivjól svörtum. Vegna litarins bar enn meira á þvi, hve háls og handleggir frúarinnar voru blæ- fagrir og fallegir. — Gott kvöld, frú! sagði lækn- irinn og gekk á móti henni. — Þegar jeg kom heim úr sjúkra- vitjun í kvöld lágu fyrir mjer boð um, að maðurinn yðar vildi tala við mig. Er það höfuðverk- urinn, sem amar að honum? — Jeg veit ekki betur en að maðurinn minn liafi þjáðst af höfuðverk í mörg ár, sagði frúin rólega. —• Og það gengur ekkert að yður, frú? — Þakka yður fyrir, mjer lið- ur ágætlega! — Mjer sýnist það líka á út- litinu. Eruð þjer að fara í sam- kvæmi ? —- Nei, jeg á von á gesti — kunningja okkar .... við ætl- um saman á veitingahús og dansa. Það er orðið uppáhalds- dægradvöl mín núna! sagði hún og brosti, eins og hún væri hálf- vegis úti á þekju. — Jeg .... Barnsrödd lieyrðist kalla eitt- hvað upp á loftinu og frúin kiptist við. Hún lilustaði lengi. Dyrnar að bókastofunni opnuð- ust og Jolm Butler kom út, livat- legur í fasi. Hann kinkaði kolli lil Waite læknis og flýtti sjer upp stigann. Skömmu siðar heyrðist hurð skelt í lás, Butler talaði Iiöstugt og svo heyrðist grátur í barni. Frú Butler studdist upp við stól. Ekkert varð lesið út úr and- lili hennar, en læknirinn sá, að hönd hennar skalf. Það leið ekki á löngu þangað tiJ John Butler kom ofan aftur. — Gott kvöld, læknir! sagði liann. — Eigum við að koma hjerna inn í bókastofuna? — Þakka yður fyrir! svaraði Waite. John Butler leit við í dyrun- um og sagði í aðvörunarróm við konu sína: Jeg vil ekki, að þú farir upp til drengsins! —- Nei, vertu óhræddur um það, svaraði hún. — Jeg þarf líka að skrifa brjef áður en jeg fer. TÆJA? sagði Waite læknir, ^ þegar Butler hafði lokað dyrunum fram í anddyrið. — Hvað gengur þá að yður? —- Það er ekki jeg, sem er veikur — það er konan mín! Það karin að vera, að hún sje elcki veik líkamlega, en mjer er órótt út af henni samt. Hún er orðin svo beygð .... dutl- ungafull og fjandsamleg gagn- vart mjer. Getur það veriö taugaveiklun ? — Er konan vðar liamingju- söm, Butler? — Góði læknir, þjer hafið þekt mig síðan jeg var ungling- ur og þjer vitið, hve vænt níjer þykir um hana .... lialdið þjer, að jeg mundi gera liana óham- ingjusama? — Ekki viljanlli! En það get- ur verið svo margt, sem kem- ur hjer við sögu. Segið mjer nú í einlægni, Butler -— deilið þið ekki oft út af börnunum? — Jú, hvað þau snertir, þá kemur okkur aldrei vel saman! Sjálfur hefi jeg alist upp í ströngum skóla, og jeg álit það hið eina rjetta. Maður verður að fá að ráða því sjálfur, hvern- ig uppeldi manns eigin barna er hagað. Waite læknir sat um stund án þess að svara og njeri lófun- um saman hugsandi. — Jeg hefi þekt yður svo lengi að jeg get sýnt yður fulla hrein- skilni, Butler! sagði hann svo. —- Þjer liafið víst gert boð eftir mjer til þess að heyra álil mitt um þetta, geri jeg ráð fyrir! Og mitt álit er, að kona yðar sje mjög óhamingjusöm! Það gæti ýmislegt skeð, ef þjer gjaldið ekki varhuga við! Hvað? Hvað gæti skeð! — Jeg veit það ekki. En þjer verðið að taka tillit til óska liennar. — Óska! Hún hefir all sem hún óskar sjer .... hún getur gengið út og inn eins og henni þóknast. Lítið þjer nú til dæmis á riúna i kvöld. Hún ætlar út .... hún er nærri aldrei heima nú orðið. Dansar og spilar á spil .... og hvorugt er mjer til ánægju. — Jæja, þá er víst ekki meira um það að segja. Hvernig lið- ur börnunum? —- Þeim líður vel. Drengur- inn á að fara á heimavistar- skóla núna .... hann er orð- inn sjö ára .... jeg ætla að senda hann á St. Anns. — Jæja, riijer finst það full- snemt .... og St. Anns er langt undan! — Það er einmitt þessvegna, sem jeg sendi hann þangað, svaraði hinn stutt. i— Jeg má víst til að halda áfram, sagði Waite læknir eftir nokkra þögn. — Jeg lield, að það geti enginn gert neitt fyrir konuna vðar nema þjer sjálfur, Butler! TTTAITE læknir gekk fram í anddyrið, en þar sat frú Butler við lítið borð og var að stinga brjefi í umslag. — Verið þjer sælar, frú! sagði Waite læknir. — Og góða skemt- un! Jeg var að frjetta að Alec ætti að fara á heímilisvistar- skóla! Og jeg sagði við manninn yðar, að mjer findist skólinn nokkuð langt undan. — Sá staður er víst ekki til, sem væri of langt undan, svar- aði hún þurlega. I sama bili var dyraböllunni hringt og stúlkan, sem fór til dvra, bauð manni inn. — Herra Saville! sagði lnin. Þelta var ungur maður, hár og grannur, í smoking. Hann heilsaði John Butler hæversklega, en hann hafði komið fram í anddyrið með lækninum, og svo hjálpaði hann frú Butler í káp- una. Waite varð þeim samferða út á veginn og þegar þau höfðu ekið á stað stóð hann stundar- korn þungt hugsandi þangað til hann settist upp í vagn sinn og ók á burt. — Jæja, Það er þetta, sem koma skal! tautaði hann um leið og hann setti vagninn al" stað. ERTU þreytt? spurði Hugh Saville, er þau höfðu ekið um liríð án þess að mælast við. Lucy Butler leit til hans og hrösti dauft. — Ekki þreytt! svaraði hún. — Öllu heldur i slæmu skapi. — Þá er ekkert varið í að fara þangað, sem liáreysti og hljómlist er. Það gerir ekki arin- að en æsa taugarnar! sagði hann. — Lucy, hjelt hann ófram og lægði róminn. — Hvervegna fæ jeg ekki að gera neitt fyrir þig? Jeg elska þig, Lucy! Hún bandaði frá sjer með hendinni. — Þú hefir lofað mjer því, að minnast ekki á þetta, sagði hún lágt. — Þykir þjer ekkert vænt um mig? spurði hann bitur. — Mjer fellur vel við þig, Hrigh. En jeg held ekki, að jeg gæti nokurntíma elskað þig — eins og þú átt skilið. Hann ætlaði að þrýsta henni að sjer, en hún benti lionum með höfðinu á bílstjórann, sem gat sjeð í spegli livað þau höfð- ust að. — Eigum við að hætta við að fara í Paradísarfuglinn? spurði Hugh Saville eftir drykklanga stund. — Mig gildir það alveg einu, svaraði hún og brosti. — Þá dettur mjer annað miklu betra í hug! sagði hann reifur. — Við förum á einhvern stað, þar sem kyrð er og næði, og þar sem við getum talað saman eins og okkur lystir. Hann drap á rúðuna og bað bílstjórann að nema staðar. Hall- aði sjer út um gluggann og sagði honum fyrir um aksturinn og svo var haldið áfram. Lucy hafði hallað sjer aftur með hálflokuð augun. Hún sat og hlýddi á, en liann sagði henni frá langferðinni, sem hann var nýkominn úr. Þegar þau námu staðar fyrir utan gamalí og einkennilegt hús, hafði hún ekki hugmynd um hve lengi þau iiöfðu ekið, og hún varð alveg forviða er liún varð þess vísari, að liðnir voru tveir tímar síðan hún fór að heiman. — Þetta er nýlega orðinn greiðslusölustaður! sagði Hugli ei hún leit á hann spurnaraug- um. — Við fáuin okkur að borða hjerna og látum bilstjórann bíða ó meðan. T) EIM var borinn maturinn í hornið á stóru stofunni. Þegar þau voru að matast og voru að drekka kaffið greip Hugli gildum fingrunum um granna höndina á frú Butler. — Lucy! sagði liann innilega. — Hversvegna ertu svona alvar- leg? Þú ert hvorki glöð nje ánægð . . hversvegna má jeg' ekki fá að gera þig farsæla? Þú veist, að jeg þrái ekkert fremur. — Skyldir þú geta gerl mig farsælli en John? Ætli þú gætir veitt mjer þá sælu, sem jeg þrái? — Lucy .... dettur þjer i hug að efast um það? — John hefir líka elskað mig, og mjer þótti afar vænt um liann þegar við giftumst. Og á vissan hátt þykir mjer vænt um hann ennþá .... ef bara elcki . . . . ! Hún þagði og bar lausu liöndina fyrir andlitið. — Eru það börriin, eins og áður? Jeg skil svo mæta vel, að þetta kvelji jrig. — Enginn karhnaður getui' skilið það! Enginn karhnaður getur skilið tilfinningar móður- innar í garð barna sinna, sem hún hefir fætl i þennan heim. Börnin eru hennar og hún get- ur ekki þolað, að nokkur maður komist á milli barnanna og hennar. Meðan Alec og Betty voru óvitar þá var hægt að al-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.