Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.04.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L k 1 N M Wolfgang Amadeus Mozart jP\ RENGURINN var í frakka úr fíngerðu, fjólubláu klœði, vest- ið var úr fjólubláu silki og isaumað, hnapparnir voru gyltir. Hann var i lakkskóm ineð gljáandi spennum. Þegar hann gekk inn spegilfagurt gólfið í salnum í Schönbrunn rann hann svo að hann datt. Lítil telpa skrautbúin kom til hans og hjálpaði lionum á fætur. Þá faðmaði dreng- urinn telpuna að sjer, kysti hana og sagði: „Þjer vil jeg giftast, þeg- ar jeg er orðinn stór“. Þessi telpa varð ógæfusöm Frakkadrotning og hjet Marie Antoinette. En drengur- inn var Wolfgang Mozart, sem byrjaði frægðarferil sinn sem undrabarn á sjöunda árinu. Einu sinni var maður, sem sagði, er liann hafði kynst þessu undra- barni: „Þegar maður opnar vatns- krana streymir vatnið út — látlaust. Svona er því líka farið með dreng- inn hans Leopolds Mozarts. Sje hann settur nálægt hljóðfæri streymir tón- listin út úr honum — látlaust.“ Foreldrarnir áttu heima í Salzburg, þegar Wolfgang og Nannerl systir lians fæddust. Það er sagt, að Aust- urrikismenn yfirleitt, en þó sjerstak- lega Wienarbúar, geri lítið úr gáf- um Salzborgara. Ganga margar sög- ur um einfeldni þeirra, en allir viðurkenna, að þeir sjeu tón-næmir. Á tið Mozarts var allur bærinn eig- inlega ein hljómsveit. Allir ljeku á hljóðfæri og altaf heyrðist tónlist. Opinberar hljómsveitir ljeku undir beru lofti, þar var óperuhús, margir hljómleikasalir, erkibiskupinn hjelt hljómsveit, ástarljóð lieyrðust sungin að næturþeli og úr hverju liúsi heyrðist í fiðlum og clavecin. í þessu tónlistarlofti ólust börnin upp. I'aðir þeirra var tónlistarmaður og stjórnaði hljómsveit erkibiskupsins. Var liann fríður sínum, svo til var tekið. Móðir þeirra var undurfög- ur. Börnin voru eins og englar. Var sífelt hljóðfærasláttur á heimilinu. Einn af hestu húsvinunum var lúð- urþeytarinn Scliactener. Hann og og Leopold Mozart veittu börnunum byrjunartilsögnina og þegar Wolf- gang var fjögra ára, ljek hann mjög vel á clavecin. Þegar liann var fimm ára liripaði hann niður nótur á blað og þegar faðir hans spurði, hvað þetta væri, þá svaraði snáð- inn: „Það er consert fyrir clave- cin!“ Faðir hans og Shactener hlóu, en þegar þeir höfðu athugað nóturnar með öllum blekklessun- um, urðu þeir agndofa. Því að þetta var tónsmið. En barnið var einkennilega við- kvæmt á taugunum. Wolfgang litli þoldi ekki háreysti og liróp og varð beinlínis veikur, þegar hann heyrði suman hávaða. Scliactener ætlaði einu sinni að fara að lækna þennan ágalla í drengnum, því að hann hjelt, að þetta væri ímyndun. Hann tók básúnuna sína og þeytti hana svo, að hvein í öllu. En drengurinn, Wolfgang Mozart, datt þá kylliflatur á gólfið eins og hann hefði fengið krampa, svo að Schactener hætti fljótlega. — Þegar liann var 6 ára og Nannerl systir hans 11, Ijek hann svo frábærlega á clavecin og Nann- erl söng svo frábærlega, að foreldr- ar þeirra afrjeðu að fara með þau í ferðalög og láta þau halda hljóm- leika, eins og hver önnur undr'a- börn. Líklega hafa það verið peninga- vandræði meðfram, sem knúðu Leo- pold Mozart til þessa. Faðir hans hafði verið bókbindari við lítinn kost og lifað í fátækt, en sjálfur hafði Leopold orðið að hætta laga- námi vegna efnaskorts og orðið að gerast liljómleikamaður til þess að hafa ofan af fyrir sjer og fjöl- skyldu sinni. En eftirtekjan varð lítil lijá honum, eins og flestum listamönnum þeirra tíma, og hann varð að sætta sig við bágindin — eins og sonur hans. Nú vænti Leopold þess að græða gull og græna skóga á börnum sínum — undrabörnunum. Og eftir byrjun- inni að dæma virtist þetta ætla að takast. Börnin sýndu sig í fyrsta sinn áðurnefnt kvöld í Schönbrunn- sölunum í viðurvist Maríu Theresiu drotningar; þau fengu gullpeninga, voru kyst á kinnina, fengu falleg föt — og þeim var spáð glæsilegri framtíð. Árið 1763, þegar Mozart litli var orðinn sjö ára, komu feðg- inin til París, og sigruðu þar bæði hirð og heiðarlegt fólk. Fögnuður- inn var í algleymingi, yfir þess- um börnum, sem virtust geta alt. Að útliti til virtist Mozart ekki vera nema fimm ára, en siðar — þegar liann var orðinn tólf ára, sýndist hann ekki vera nema sjö. Hann ljek fyrir dætur Lúðviks fimtánda og fyrir madame Pompadour hina al- máttku, og gullinu rigndi yfir for- eidra hans, ekki síður en yfir for- eldra Dionne-fimmburanna nú á dögum. Frá París fór hann til Lon- don og frá London til Amsterdam og Bruxelles og þaðan til þýskra borga. Leopold Mozart og húsfreyja hans skrifuðu vinum og kunningj- um brjef til Salzburg og áttu ekki orð til að lýsa öllu meðlætinu. En sólin hvarf von bráðar. Það reynd- ist erfitt, þetta flakk — stað úr stað — milli stórborganna, i þung- lamalegum, síhristandi vögnum, og að hafast við á gistihúsum í köld- um herbergjum, æfa sig í sífellu, halda hljómleika á kvöldin en ferð- ast á daginn, búa við sífelda á- reynslu og sífelda hugþenslu. Og peningarnir, sem fengust i aðra liönd, voru fljótir að fara. Og á- huginn dvínaði hjá almenningi. — Þegar þau gistu Paris í annað sinn voru hljómleikasalirnar hálftómir, börnin voru veik og gífur-auglýsing- ar Leopolds Mozarts hrifu ekki. — Þegar þau komu aftur til Salzburg voru þau gröm i lhiga og litlu fjáð- ari en þegar þau fóru. En nýjar hljómleikaferðir voru farnar og með lílcum árangri. í Wien var bólusótt, jiegar þau komu þangað, svo að t'ólk þorði ekki að sækja skemtanir. Og tvö lítil sönglög, sem drengur- inn hafði samið og sem voru bend- ing um l>að, sem koma skyldi frá hinum uppvaxandi tónlistarsnillingi, fengu ekki álieyrn hjá neinu leik- liúsi. — Þegar Wolfgang Mozart var þrettán ára gekk hann í þjónustu Collodero greifa, öðru nafni Hiero- nymusi biskupi, sem var landsherra í Salzburg, og þar átti fyrir honum að liggja, að lifa bitrustu stundir liinnar skömmu æfi sinnar. Hann átti að vera konsertmeistari í hljóm- sveit biskupsins og átti að klæðast einkennisbúningi þjóna hans. Hiero- nymus var liár og magur, skorpinn á hörund og með lævisleg augu, myndugleikamaður, sem hafði sára- lítið álit á „málverkapeyjum og músikönturum“, en hjelt hljómsveit aðeins vegna þess, að þetta var tiska fyrirmanna. Ilann sýndi Moz- art hina mestu fyrirlitningu í allri umgengni og ljet hann borða í eld- húsinu með vinnufólkinu. Um þetta segir Mozart í einu af brjefum sín- um: „Herbergisþjónarnir sitja við borðsendana, en jeg sit á móti vinnumönnunum, en í óæðra sæti en matreiðslufólkið. Fúkyrðum og ljótum munnsöfnuði rignir yfir mig, en þó slær aldrei í brýnu út af því, vegna þess að jeg svara slíku aldrei, en þegar jeg þarf að svara, þá geri jeg það jafnan með liæ- versku.“ Vegna fátæktar neyddist Mozart til þess að vera i þessari stöðu áfram, þangað til kammer- lierra biskupsins sparkaði i hann, í æði yfir því, live Mozart var stilt- ur. Þá flýði hann, og árið eftir, 1770, er hann kominn' í stærðar ferðalag um Ítalíu. Hann hafði þegar samið fjölda merkilegra tónsmiða og nú samdi hann, fjórtán ára gamall, óperuna „Miþridates“, sem var sýnd i Milano við dæmafáan fögnuð tuttugu sinn- um i röð og voru það einsdæmi í þá daga. Hann fjekk 40 gyllini fyrir þessa óperu og fjögur gyllini að auk fyrir hverja sýningu. Það urðu 120 gyllini og þótli honum það mikið fje. Þegar hann kom til Róm ljek liann fyrir pófann, sem í launaskyni ljet hann fá aðgang að Sixtínsku kapellu til þess að heyra „Miserere“, hið fræga tónverk Allegris. Það var aðeins leikið tvisvar á ári, og allrar varúðar gætt, að afrit af nótunum kæmist ekki út meðal almennings. Enginn mátti heyra þetta tónverk nema í páfagarði. Mozart hefir lýst þeim undursamlegu álirifum, sem verkið liafði á hann. Sópransöngv- arar páfans sungu og á veggnum að baki þeim var hið mikla málverk Michelangelos „Dómsdagur“. Alt var baðað í Ijósum og sýndist svo sem sálir hinna fordæmdu engdust al' kvölum. Smámsaman var slökt á kertunum og ldjómarnir hljóðnuðu og þegar þeim lauk var liálfdimt i salnum. Margir urðu svo gagntelcnir af þessu, að þeim lá við yfirliði. Páfinn hótaði þeim banni og bölv- un kirkjunnar, sem reyndu að af- rita nóturnar að tónverkinu. Þeg- ar Mozart koin heim skrifaði hann alla ,,satsana“ úr tónsmíðinni eftir minni, og þrcmur dögum siðar var föstudagurinn langi og átti að syngja „Miserere“ á ný, og Mozart fjekk að hlusta aftur. Hann hafði nót- urnar, sem liann liafði skrifað í hattinum sínum og meðan verið var að spila og syngja leiðrjetti hann þær. En einhvernveginn vitn- aðist það, að Mozart litli liefði náð nótunum að tónsmíðinni og páfinn kvaddi hann til fundar við sig. En Mozart, sem líka hafði undurfallega barnsrödd, söng verkið svo blítt og aðdáanlega fyrir páfann, að hann fyrirgaf lionum. Þannig atvikaðist það, að tónverkið „Miserere" varð lieyrum kunnugt utan páfagarðs. Nýjar hljómleikaferðir tóku við, ný vonbrigði, nýjar áhyggjur. Moz- art fór til Mannheim og fleiri þýskra bæja, en eftirtekjan var lítil. Hann kom enn til Paris, en þar vildu fáir hlusta á liann. Þar dó móðir hans og hann kom einn heim til Salzburg, en þar bjó hann við þröngan kost, þó að hvert tónverkið öðru ágætara kæmi frá honum og væri leikið á hljómleikum og vekti aðdáun — og gleymdist. Eftir að hann fluttist til Wien voru ástæður hans litlu betri, en loks gat hann trygt sjer daglegt brauð með því að ráðast „keisaralegt kammertón- skáld“. Þá var hann orðinn 28 ára og ótti fá ár eftir ólifuð. Eins og Ijós, sem blossar á skarinu áður en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.