Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.04.1942, Blaðsíða 10
10 F A L K I N N VNCt/Vtf LC/CHbURHIft Prinsinn sem varð að moEdvörpu A LT var lilbúi'ð undir brúðkaup- ið. Prinsessan var komin í hvita silkikjólinn sinn, búið að fægja kórónu konungsins svo að gljáði á hana alla, matsveinninn liafði bakað kynstur af gómsætum kökum — í stuttu máli alt var til reiðu, en prinsinn var horfinn. „Hvað getur hafa orðið af bless- uðum prinsinum mínum?“ stundi prinsessan og var altaf að 'líta út um gluggann. „Hann hlýtur að hafa flúið í ann- að land, af þvi að hann hefir ekki langað til að eiga þig þegar á átti að herða,“ sagði frænka prinsess- unnar, en hún öfundaði hana svo mikið af því, hve falleg liún var. „Nei, hann hafði sent þjóninn sinn á undan sjer og hann kom og tilkynti, að nú væri prinsinn að ríða út úr hallarhliðinu og mundi koma hingað áður en klukkutimi væri liðinn,“ sagði konungurinn. Hvað var orðið af prinsinum? Enginn vissi það því að enginn hafði sjeð hvað gerðist i skóginum, sem prinsinn ætlaði að riða um á leiðinni. Hann þráði prinsessuna sína svo mikið, að hann slcildi við föruneytið sitt og hvarf inn i skóg- inn til þess að stytta sjer leið. Og þá vissi hann ekki fyr til en að að svartur skógarpúki . stóð fyrir framan hann og sagði: „Farðu undir eins af baki! Jeg banna þjer að ríða lengra!“ „Þjer þýðir ekkert að banna mjer það!“ svaraði prinsinn, „því að jeg er á leiðinni í brúðkaupið mitt og ætla að giftast fallegustu prinsessu í heimi.“ „Þeð verður ekki í dag,“ hreytti skógarpúkin út úr sjer og skvetti einhverjum vökva á prinsinn. Og í sama vetfangi breyttist liann i svarta moldvörpu, hesturinn hans hljóp burt á spretti, en aumingja mold- varpan skreið í skugga undir trje, þvi að sólin bakaði liana svo að lienni súrnaði í augum. „Nú skaltu reyna hvort að prins- essan vill þig!“ hrópaði skógarpúk- inn kaldranalega. „Og ekki skaltu úr "þessum álögum komast fyr en hún kyssir þig, og jeg er nú lirædd- ur um að það verði seint!“ En ef skógarpúkinn hefði dokað svolítið við þá liefði hann kanSke sjeð, að gömul kona stóð bak við trje þarna skamt frá og sá og heyrði alt sem fram fór. Hún hristi liöfuð- ið og sagði: „Aumingja prinsinn, liann verður víst aldrei að manni aftur. Bara að jeg gæti lijálpað honum.“ Svo staulaðist liún áfram, hægt og mjög þreytulega, því að hún var orðin gömul. Veslings moldvörpuprinsinn! Hann faldi sig ofan í jörðinni því að hann þoldi ekki að horfa í birtuna, en altaf var hann að hugsa um að reyna að finna leiðina heim til prinsessunnar sinnar. Og svo ráfaði hann altaf áfram á nóttinni þegar dimt var, en á dag- inn faldi hann sig, enda var hann svo hræddur um, að hrafn eða smyr- ill mundu hremma sig eða hestar eða kindur troða sig undir fótum. En allir fuglar og dýr í skógin- um skildu, að þetta var maður í neyð, og þessvegna gerði enginn honum mein. Og loks komst hann út úr skóginum og heim að garð- inum, sem höllin prinsessunnar stóð í. Snemma um morguninn, áður en sólin var almennilega komin upp, brölti aumingja prinsinn upp breiðu þrepin við liöllina og faldi sig þar í skoti, ef ske kynni að hann fengi að sjá blessaða prinsessuna sina. En bráðum kom þjónn og kom auga á kvikindið. „Hvað er að sjá þetta,“ sagði hann. „Það veitir vist ekki af að sópa og þrífa til hjerna áður en prinsessan kemur.“ Og svo tók hann sóp og sópaði moldvörp- unni burt. Nú faldi hún sig undir runnunum og þegar prinsessan kom vogaði liún sjer fram í birtuna aftur. En hún sá ékki moldvörpuna og sólar- birtan var svo sterk, að moldvörp- una sveið i augun og hún varð að fela sig á ný. Á hverjum morgni kom moldvarp- an og reyndi að sjá prinsessuna rjett i svip. Og einn daginn sagði prinsessan við þjóninn: „Af hverju ertu altaf með sóp með þjer. — Hverju ertu altaf að sópa?“ Þjónninn svaraði: „Það kemur liingað moldvarpa á hverjum morgni. Manni liggur við að halda að hana langi til að sjá prinsessuna. En nú varð hún forvitin og sagði: „Á morgun máttu ekki sópa henni burt.“ Og það fór svo að daginn eftir fjekk moldvarpan að vera í friði og sjá prinsessuna, og þegar hún sá hana tók liún liana upp og straulc lienni ofurmjúkt. „Aumingja skepn- an,“ sagði hún, „skelfing ertu rauna- leg á svipinn. Kanske þú eigir eins bágt og jeg á.“ Og svo fór hún að gráta, því að það gerði hún altaf þegar lienni datt prinsinn i hug, sem hafði liorfið og enginn vissi livað orðið hafði um. En upp frá þeim degi fjekk moldvarpan að vera í friði í garð- inum og prinsessan fór vel með liana. Svo bar það við einn góðan veð- urdag, að gömul kona kom i höll- ina og bað um að fá að tala við prinsessuna. Hallarvörðurinn ætlaði l'yrst að reka hana á burt, en alt í einu hneigðu varðmennirnir sig djúpt, því að nú var prinsessan sjálf að koma. „Hvers óskar þú?“ sagði hún vin- gjarnlega við gömlu konuna, og nú fór hún að segja prinsessunni frá því, sem hún hafði heyrt í skógin- um forðum. „Jeg liefi verið veik og þetta var svo löng leið að. fara liingað gang- andi,“ sagði konan, „Þessvegna gnt jeg ekki komist hingað fyr en nú, til að segja frá þessu.“ „Nú veit jeg hversvegna mold- varpan var altaf að koma hingað og bíða mín — og jeg veit líka, hvers- vegna lnin var svona raunaleg," sagði prinsessan. Og svo hljóp liún í flýti út í garðinn og tók mold- vörpuna upp og kysti hana. Og í sama bili livarf hún, en þarna stóð prinsinn sjálfur i brúð- kaupsfötunum sínum. — Ertu búiiui að (á þjer ritvjel, kaupmaður? Er liún góð? — Já, hún er dágáð, en hún staf- ar hálfilla. — Fyrirgefið þjer, eruð þjer iinga stúlkan með rauða blómið — — jeg er nefnilega litblindur, skal jeg segja yður. I—---------——------------------- S k r í 11 u p. -------------- -----------------i — Guð hjálpi mjer — en sú hætta, sem jeg hefi verið í. Hliðið hefir staðið opið i alla nótt! — Og svo hefðirðu átt að heyra, fíjörg, hvað prófessorinn vurð reið- ar þegar jeg sagði honum, að þelta væri atts ekki ný stjarna, heldur bara fluguskítur á glerinu! ........ „Þú hefir frelsað mig,“ sagði liann. Og nú varð mikil gleði um alt landið. Brúðkaupið var haldið með mikilli rausn. Og gamla konan fjekk ríkulega umbun fyrir góðverk sitt. — Mamma gelurðu ekki komið og leikið þjer dálitla stund við hann frænda. Jeg er orðinn þreyttur. — Er læknirinn við núna? — Hafið þjer beðið um viðtals- tíma fyrirfram? |V(V<«/V/W Hún:— Þú ert elcki nærri eins góður við mig núna, eins og áður en við giftustum. Þá sast þú stund- um tímunum saman með mig á hnjánum. Hann: — Já, jeg var að reyna að afstýra því, að þú færir að spila á píanó! Frúin: — Nú hafið þjer enn einu sinni komist of seinl á fætur, María. Hvernig stendur á þessu? María: — Jeg veit svei mjer ekki, frú. En jeg liugsa að það sje af því að jeg sef of seint.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.