Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1942, Side 14

Fálkinn - 10.04.1942, Side 14
14 fÁLKINN Pjetur Sigurflssou: „Fegurð eftir Jónas Jónsson Það er vandi að ræða um menn, sem mikið ber á og hátt gnæfa, og verk þeirra. Um j)á er sjaldan talað eða skrifað af fullri sanngirni. Með- an l)eir lifa eru þeir oftast í vegin- um fyrir einhverjum og njóta þvi ekki sannmælis samtiðarinnar, en þegar þeir eru hjeðan gengnir, verða þeir oftast ofurmenni i minningu og meðvitund lýðsins, og viija þá dómarnir oft verða öfgakendir á hinn veginn. Jeg er að enda við að lesa rit- gerðasafnið, „Fegurð lífsins". Það er yfirgripsmikil og efnisrík bók, 354 blaðsíður, prentuð á góðan pappír, blæfalleg og hreinleg að öllum frágangi. Hún er ótrúlega ódýr samanborið við liinar papp- írsmiklu bækur vorrar bruðulsömu bókaaldar. Við fyrstu sýn kemur bókin manni í bobba. — „Fegurð lífsins“ heitir hún. Það þarf nokkuð til að láta slíka bók halda höfði, því að feg- urð lifsins er mikil og hátt er til lofts og vítt til veggja í liinu mikla musteri fegurðarinnar. Aðeins úr Hliðskjálf skarprar dómgiæindar og viðsýnis hins skyggna anda gefst tilkomumikil og samræmisfögur yf- irsýn slíkra furðuheima. „Fegurð lífsins" stendur ókiknuð undir nafni sinu, því að hún leiðir lesara sinn i hóp spámannanna og inn í töfraheima iistamanna, skálda, liugsjónamanna og sniliinga, inn í heima hinnar eilífu sköpunar, þar sem síungur andi hins mikla og frumlega skapamáttar leikur sjer að litum, lögum og gerð og fjölbreytni efnismyndana, og leiðir fram á sjón- arsvið kynslóðanna fegurð lífsins, af jirotlausri auðlegð, til unaðar mannanna börnum, sem tilbiðja í guðasölum fegurðargyðjunnar. Af öllu fögru er lífið fæðir af sjer, er hinn auðmjúki, stórbrotni, óeigingjarni og fórnfúsi andi lista- manns, sem sjáanlega kann vel við andagiftar, mennirnir, sem yrkja hin lýsir bókin, „Fegurð lífsins“, með liprum penna og frjóum anda j)ess mann, sem sjáanlega lcann vel við sig í „samfjelagi“ slikra „heilagra“. Er hægt að hugsa sjer skemti- legri veröld en heim bókarinnar? Að sitja til borðs með konungum og þjóðhöfðingjm, getur ekki jafn- ast á við samfjelag þeira forystu- anda, sem bókin kynnir. Þar eru mennirnir, sem qaaga á undan, sjá sýnir og flytja guðmál með „eldleg- um, litum eða myndum, j)ar sem hinnar spámannlegu orðgnóttar og andagiftar, mennirnir, sem yrkja hin ódauðlegu kraftakvæði, ýmist i orð- um litum eða myndum, þar sem „steinarnir tala“, eða þá liversdags- lífi, em er hið fegursta ljóð allra alda. Það er nóg að nefna Einar Bene- diktsson, Matthias Jochumson, Einar Jónsson og Gustav Vigeland, þótl allir hinir sjeu ekki taldir, sem koma til móts við lesarann í „Feg- urð lifsins", til þess að rjettlæta það, sem að framan er sagt. Ekkert er betra, en að eiga samfjelag við slíka menn sem flestar stundir. Þær stundir lifir maður i æðri heimi en þeim, sem er leikvöllur „heims og harms“, þar sem viðskiftasamkepni, byltingar og stríð magna þjáninga- stunur mannannabarna. í bókinni eru reyndar ein eða tvær ritgerðir, sem jeg hefði kosið fremur í öðru ritgerðasafni, en þær segja sína sögu, og hinar eru yfir- gnæfandi. Hjer er ekki rúm til þess lífsins" fyrv. dómsmálaráðherra. að benda á ýmsa staði í bókinni, þar sem alt, jafnvel „moldarundrið — glitrar". „Þeir sem brjótast upp á hæsta tindinn í einhverri grein listanna, binda sig engri hugarstefnu og engu timabili, lieir eru skáld allra alda og allra þjóða. Sólin sest aldrei í riki j)eirra“, segir í ritgerðinni: „Borgin við lindina“. í niðurlagi kaflans um Einar Jóns- son, myndhöggvara, segir svo: „Jón bóndi á Galtafelli skildi raunar eðli sonar síns furðu vel, er liann vildi láta hann ganga í þjónustu kirkjunnar og kenna söfn- uði sínum um guðsríki og góða siði. Þrátt fyrir mótmæli sín hefir Einar Jónsson orðið prestur, eins konar æðsti prestur íslendinga .... Einar Jónsson hefir alla æfi ort í stein meginatriði allra ljóssækinna trúar- bragða. Hann hefir orðið forustu- maður í nýsköpun og landnámi ís- lenskrar listar. Og hann hefir beitt allri orku sinni æfilangt til að sannfæra j)jóðina um, að Ijósið myndi vinna sigur yfir myrkrinu. Einar Jónsson er skáld nýrrar dög- unar á íslandi". Ein hin fegurst setning bókarinn- ar er þessi: „Eins og öll mikil skáld og vitrir menn, hafði Matthías takmarkalausa aðdáun á Kristi“. Það er góðverk að benda villu- gjörnum mannanna börnum á dýr- mætustu perlurnar, göfugustu menn- ina, sönnustu fyrirmyndirnar og alla l)á fegurð lífsins, sem bæði gleður og göfgar lijörtu mánnanna. Pjetur Sigurðsson. Læknirinn: — Hafið þjer nú tek- ið inn þessa litlu pilludós, Maren? Maren: — Já, herra læknir. En það var rjett með naumindum að jeg gat rent lokinu niður. — Mjer heyrðist hún frú Svensson segja, að dóttir liennar gæti talað grísku. — Nei, þjer hafið misskilið þetta. Hún hefir grískt nef og talar gegn- um nefið. GRIIŒIR RERJAST ÁFRAM. Eftir að Grikkir mistu Krít var úti um varnir þeirra heima fgrir og flýði þú stjórnin og allmikið af hernum tii Eggplalands. Og fjölda skipa úr herflotanum tókst að komast undan þegar Grikkland gafst upp. Ilafa skip þessi mgndað sjálfstæða flotadeild, sem einkum hefir bækistöð sína í aust- anverðu Miðjarðarhafi og berst þar gegn ítölum, með breska flotanum. Mgnd j>essi er tekin um borð í gríska herskipinn „Paul Coundouroitis“. KAFBÁTUR HEFIR VISTASKIFTI. — Er það rjett að konan yðar sje horfin? — Já, það stemmir. — Og gjaldkerinn yðar líka? — Já, ,það stemmir. — En kassinn þá? — Hann stemmir ekki. Það voru fleiri skip en tundurspillarnir fimiiu, sem Banda- ríkjamenn hafa selt Bretum. og bandamönnum þeirra, sam- kvœmt láns- og leigufrumvarpinu. Hjer á mgndinni er til dæmis ameríkanskur kafbátur, sem verið er að draga flotafána Bretlands að hún á. Og um sama leyti fengu Pólverjar annan ameríkanskan kafbát. Sá fyrnefndi af þessum kafbátum hefir 30 rnanna áhöfn, en sá siðarnefndi 40 manna. NÝJASTA HERSKIP BRETA — „DUKE OF YORK“. . „> / desember síðastliðum spurðist það, að Winslon Churchill vœri kominn vestur til Washington til við- rœðna við Roosevelt. Þessa ferð fór hann á herskipinu „Dnke of York“ sem þá var nýlega fullgert. Kjölurinn að herskipi þessu var lagður 5. maí 1939 og kostaði það 8 miljón slerlingspund. Er það í hin- um svonefnda „King George V. class“, en þau skip eru um 35.000 smálestir að stœrð og hafa 1150 nmnna áhöfn, sem er mjög lítið í hlutfalli við stærðina. Skipið er 740 feta langt en 103 feta breitt; hraði þess er yfir 30 milur. Skipið er vopnað tíu 14 þumlunga byssum;, sextiu 5.25 þumlunga auk smœrri byssa og hefir fjórar flugvjelar innanborðs.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.