Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1942, Qupperneq 6

Fálkinn - 21.08.1942, Qupperneq 6
G F Á L K I N N - LlTLfl SRSflN - Ragna Vendt: Brjefið Þaö liaföi verið ungmennakvöld hjá konsúlnum, eitt að þeim kvöld- um, sem unga fólkið i bænum hlakkaði altaf til. Þar fjekk það að skemta sjer, þó að alt væri íburð- arlaust. Það fjekk tebolla, brauð og eplisbita og svo skiftist það á um að leika undir dansi í garðstofunni. Sumum i bænum fanst það skrít- ið, að jafn forríkt fólk og konsúls- hjónin voru, skyldu ekki liafa meira við þegar einkadóttir þeirra fjekk að bjóða kunningjunum til sín. Það var annað þégar broddborgurun- um var boðið í miðdegisverð — þá var mikill matur og nóg af vínum! En konsúlsfrúin var ekki aðeins rík lieldur var bún líka gagnment- uð kona, og henni þótti vænt uin, að dóttir hennar hafði engu siður valið sjer vini frá fátæku heimil- unum en hinum ríkari. „Og líttu á, Jóhannes,“ sagði hún, „það sem þau fá hjá mjer, veít jeg að foreldrar þeirra geta líka boðið, án ])ess að það komi við budduna. Þessvegna vil jeg ekki láta þig gefa þeim rínarvin, eins og þú ert stund- um að tala um. Þau skemta sjer ekki síður fyrir því,“ „Þú hefir altaf rjétt fyrir þjer,“ sagði hann, því að bæði var liann góður eiginmaður, og í öðru lagt var þetta dagsatt. Og unga fólkið, sem nú var að ganga heim í tunglsljósinu hafði sannarlega skemt sjer vel. Það var rjótt í kinnum og ljómaði af á- nægju. „En hvað konsúlsfrúin er indæl,“ sagði Karen Holst við förunaut sinn, Mein fulltrúa. „Jeg lield að hún skemti sjer alveg eins vel og við. Hammer læknir segist líka vera dauðskotinn í henni.“ En Mein fulltrúi varð alt í einu svo undarlega ldjóður, því að hann kvaldist af afbrýðissemi. Hann hafði orðið ástfanginn af henni Karen litlu og haldið, að henni lit- ist dável á sig. En nú var liann farinn að taka eftir, að Hammer læknir gaf henni hýrt auga og að liún var alveg jafn alúðleg við þá báða. Og því skyldi hún ekki mega það. Hammer var mesti myndar- maður, og hann gat ekki lagt fæð á hann, þó honum litist vel á Karen. „Skyldi hún tala um hann, ef hún væri ástfangin af honum,“ hugsaði hann með sjer og reyndi að gera sjer grein fyrir, hvað svona stúlka hugsaði. Hann gat ekki ráð- ið þá gátu. Hann reyndi að herða upp hug- ann og spyrja liana hvort hún vildi verða konan lians, en i sama bili komu þau að húsdyrunum hjá henm og þá kvaddi hún í flýti, eins og liún var vön. En hann sagði á síð- asta augnabliki: „Má jeg skrifa yð- ur, Karen?“ Og hún svaraði lágt: „Já það megið þjer.“ Svo fór hún inn en hann stóð kyr, þangað til hann heyrði hana loka dyrunum á efri hæðinni, þar sem hún bjó hjá móður sinni, sem var ekkja eftir embættismann. En niðri bjó hún frú Carlsen, pianó- kennarinn. Mein hafði fengið sumarleyfi og ætlaði heim til sín, út á Sjáland, daginn eftir boðið hjá konsúlnum. En þegar liann liafði tekið saman dótið sitt settist hann og fór að skrifa Karen. Hann flýtti sjer, því að skamt var þangað til lestin átti að fara, en honum l'anst hann yrði að ganga frá þessu áður en liann færi. Og eiginlega var þetta lang auðveldast þegar maður flýtti sjer og gaf sjer engan tima til að hugsa sig um. Hann lauk skrifinu með ])ví að biðja hana um að senda sjer línu heim til lians. Hann las brjefið, gaut hornauga lil klukkunnar; það var orðinn hver seinastur. Svo leitaði hann að frí- merki, en fann ekkert; það var slæmt, því að hann hafði cngan tíma til að koina við á póstliúsinu. Hann varð að hafa brjefið með sjer og leggja það á póst á leiðinni, en nú fanst honum ómögulegt að fresta neinu. Hann lileypti sjer í frakkann og tók ferðatöskuna, og þá heyrði liann 13 ára gamlan son frúarinnar koma blístrandi upp stigann, svo að hann kallaði: „Heyrðu Knútur, litli. Sting þú þessu brjpefi inn um brjefrifuna hjá Holst — ætlarðu að gera það?" nútur var fús til þess og vildi meira að segja fylgja Mein á stöð- ina og bera eitthvað af farangrin- um hans. Þegar klefadyrnar lokuð- ust á eftir fulltrúanum kallaði hann út um gluggann: „Mundu eftir brjef- inu!“ En Knútur var hlaupin af stað heim og hafði steingleymt brjefinu i jakkavasa sínum þegar hann kom heim skömmu siðar til þess að æfa sig undir spilatímann, sem hann átti að hafa rjett á eftir. Hann liamaðist á laginu þangað til móðir lians kom inn og sagði: „Þú kemur víst of seint í spila- tímann, drengur, nema þú farir undir eins. Þú ættir að venja þig á að æfa þig i tíma.“ Knútur greip nótnablöðin og hljóp. Honum varð rórra þegar hann heyrði við dyrnar hjá kenslukon- unni, að sá, sem var næstur á und- an honum var enn að glamra á hljóðfærið. „Þú kemur nokkuð seint, Ivnút- ur,“ sagði frú Carlsen. Knútur settist samstundis xið hljóð- færið og fór að spila æfinguna sína. Hann hafði steingleymt brjef- inu. En bæði Mein og Karen biðu póstsins með óþreyju á hverjum degi. Karen var rólegri; hún bjóst að vísu við brjefi, en vissi ekki hvort það hefði verið alvara þetta, sem hann spurði um: hvort hann mæti skrifá. En þegar frá leið varð hún samt óþolinmóð; hafi hún ekki vitað það fyr, að henni þótti vænt um Mein, þá vissi hún það nú. Og það var ekki laust við að hún væri hrædd um liann fyrir öllum ungu stújkunum þarna heima hjá hon- um. Nú mundi liann dansa við þær á hverju kvöldi. „Mjer sýnist að þjer veiti ekki af að koma út í góða loftið, telpa,“ sagði móðir hennar. Og Karen fór að því ráði og gekk langt út á Strandgötu. En lienni varð ekki rórra við það, því að einmitt þarna hafði lnin gengið með Mein þegar Hammer læknir ljet þau ekki í friði og gekk ineð þeim. Og alt í einu varð henni svo illa við aumingja læknirinn. „Það er best að jeg þiggi boðið lians Alberts frænda og læri hjúkr- un á sjúkraliúsinu lians,“ hugsaði hún og starði raunalega á sjóinn. Hefði hún bara vitað, að þessa stundina stóð Mein úti í skógi og leið ekki betur. Móðir hans sá, að eitthvað gekk að honum og liún sá líka, að það hlaut að vera ást. Hann kvaldist og stundum datt hon- um i hug, að .að Knútur mundi liafa gleymt að fara með brjefið. En hann hafði beðið liana um að skrifa, ef hann hefði nokkra von. Svo að það var víst engin von,— Þetta var auma sumarleyfið. „í dag kemur Mein fulltrúi heim/‘ sagði móðir Knúts einn dag við sííðdegisteið. „Það verður gaman að sjá hann aftur, blessaðan. Þú skalt l'ara á móti honum á brautar- stöðina — en mundu að æfa þig fyrst!“ Fulltrúinn og æfing! Nú datt of- an yfir Knút. Brjefið! Hann tók það upp. Það var ekki fallegt. Þvælt og böglað úr vasanum. I5að var orðið svo ljótt, að það var ekki þorandi að skila því. Enda kæmi fulltrúinn heim í dag. Og honum datt í liug að brenna því. En þá mundi liann, hvað móðir hans hafði einu sinni sagt: „Ef þú gerir einhverja flónsku, þá gakstu við henni og reyndu ekki að skrökva!“ Og svo fór hann með Caualleria Kusticana. Efnis-ágrip. Einþætt ópera og verðlauna- verk eftir ít. tónsk. Mascagni (f. 1863). Textinn stílfærð- ur af rithöf. Targioni-Tozzetti og Menasci úr dramatískum sjónleik eftir ít. rithöf. Verga. Frumsýning á Costanzi The- atre i Rómaborg 17. maí 1890. Var þá þegar tekið ákaflega vel og er síðan leikin á öll- um helstu söngleiklnisum hins mentaða heims. Kaflar úr músikinni orðið „á hvers mann vörum“ og lieyrast oft á skemtistöðum, — jafnvel lijer á landi. Leikurinn gerist i Sikiley eða í þorpi einu þar. Um efnið er að þvi leyti svipað og í „Carmen“, að það er tekið úr daglegu líf og ófágað, en að öðru leyti óskilt. Sveitapiltur, Túrridú að nafni, hefir verið í hernum, að „taka út“ herþjónustu-skyldu sína. Áður en hann fór að heiman hefir liann felt ástarhug til Lólu, verið mikið með henni og talið að liann „ælti liana vísa“, þegar heim kæmi. Til- finningar stúlkunnar hafa þó rist miklu grynnra en piltsins, jjví að hún er gift efnuðum manni Alfio að nafni, þegar Túrridú kemur heim. Þykir manni þessum ákaf- lega vænt um Lólu og vill uppfylla allar hennar óskir og láta að öllum hennar kenjum. Túrridú verður mikið um þetta, en hann er karlmenni og vill ekki láta sjá á sjer neinin sorgarbrag. Reynir liann að sefa harminn sem hann ber í brjósti með því að gefa sig að annari stúlku og þiggja ástar- atlot liennar. Er það líka sveita- stúlka, sem Santúzza lieitir, og ann hún Túrridú af heilum hug og hann heitir henni því, að liann skuli giftast henni. Þetta er eiginlega inngangurinn að leiknum. Hin hverflynda og blóðheita fríð- leiksstúlka, Lóla, verður óð og upp- væg, þegar hún kemst að því, að þau eru farin að vera saman, San- túzza og Túrridú fyrrum elskhugi liennar. Hún getur ekki unað þvi að liann felli ást til annarar konu en sín. Hún gælir við liann af nýju og Túrridú flækist fastur í net henn- ar, að loknum forleiknum (ouver- ture), — áður en tjaldið er dregið upp, syngur Túrridú mansöng lil brjefið til Holsts. Karen kom sjálf til dyra. „Þjer megið ekki verða mjer reið,“ sagði Knútur blóðrjóður. „Hjerna er brjef til yðar.“ „Ætlarðu ekki að koma inn,“ sagði Karen. „Jeg ætti kanske að laka svar, því að nú er jeg að i'ara á stöðina til að taka á móti fuHtrúanum,“ svaraði Ivnútur. Og þegar Karen lieyrði fulltrúann nefndan þá roðnaði hún. — Hún hlustaði forviða á afsakanir Knúts og gekk svo út að glugganum og las velkta brjefið, sern hann hafði kom- ið með. | - UímJ „Má jeg fá svar,“ sagði Knútur, „þvi mjer liggur á.“ Hann gaut aug- unum á úrið sitt, og þannig stóð á því, að svarið sein fulltrúinn fjekk var afar stutt. En það hlýtur að hafa verið gott, þvi að fulltrúinn fór með drenginn beina leið til Jesper- sens á Torginu og keypti handa honum ágætt boltatrje. Lólu og hún býður honum til stefnumóts á tilteknum stað og stund, — þ. e. heima hjá sjálfri sjer. — Santuzza kemst að þessu og verður örvita af afbrýðisemi. Fer og ber sig upp við móðir Túrridús, sem reynir árangurslausl að sefa hana. Þá tekur hún Túrridú tali, en hann er þá að ganga í kirkju. Hún ákærir liann og vitir harðlega fyrir svikin við sig, en grátbænir liann síðan um að snúa ekki við sjer baki þar sem mann- orð sitt sje nú flekkað af hans völd- um. En Túrridú skellir skolleyrun- um við öllum liennar ávitunum og bænunum líka, og hrindir stúlk- unni frá sjer. Nú er Santúzzu loks nóg boðið og bikarinn fullur. Hún veit vart hv.að liún gerir, svo verður hún blinduð al' hatri og hefndarþorsla. Hún tekur það ráð, sem henni virð- ist næst: hún talar við Alfíó, eigin- mann Lólu, og segir lionum að kon- an sje honum ótrú og getur þess, liver sje elskliugi liennar. Alfíó þykir þetta illár frjettir, sem vænta mátti, og er ekki uin annað að tala en að hefna þessarar inóðgunar, — blóðhefndin var al- gengur atburður í Siciley í þann líð, sem sagan þessi gerist. Að messu lokinni hittast þeir Alfió og Túrridú i kránni lijá Lucíu gömlu. Túrridú býður Alfió að drekka með sjer flösku af víni, en hann ai'- þakkar það á þann hátt, að Túrridú þykist skilja að hann muni hafa komist á snoðir um brall þeirra Lólu og lians. Fólkið, sem er í kránni, skilur, hvað er að gerasl, og liefir sig á brolt, hver af öðruin, svo að þeir verða seinast einir eftir, andstæðingarnir. Fallast þeir i faðma að fornum sið þar á cyj- unni, en Alfíó bítur í annað eyr- að á Túrridú, og táknar það hólin- gönguáskorun. Túrridú iðrast nú sáran lieimsku sinnar, og svika við unnustu sína, Santúzzu, biður móður sína að vera henni góð, en fer siðan út í garð, þar sem Alfíó bíður lians. Nokkru síðar koma sveitamenn inn til gömlu konunnar og Santúzzu og tjá þeim, að Túrridú hafi verið særður til ólífis. Santúzza fellur í öngvit og lýkur þar með Jeiknum. Ekki er þessi ópera talin meist- araverk, enda samdi Mascagni hana í flýti, eða á fáeinum dögum. Hann frjetti, svo að segja á siðustu stundu, Frh. ú bls. 11. Theodór Árnason: Operur, sem lifa.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.