Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1942, Síða 14

Fálkinn - 21.08.1942, Síða 14
14 F Á L K I N íN Frá Svíþjóð. LANDBÚNAÐUR í SVÍÞJÓÐ — 3600 ÁRUM F. KR. Hjónin Sten og Maj-Britt Florin, sem bœöi eru vísindamenn, hafa unnið aö rannsókn á steinaldarmenj- um í Södermanland í Mið-Svíþjóð undanfarin áratug og eru niður- stöður jjeirra býsna eftirtektarverð- ar. Þeiin hefir tekist að sýna fram á, að kringum árið 3600 f. Kr. — eða áður en hámenning Egypta var í blóma — hafi landbúnaður í Södermanland staðið á háu stigi. Rannsókn á plöntufrædufti í jarð- veginum hefir leitt í ljós, að um Jiessar mundir var Sviþjóð lieilt land, og óx ])á eik, askur, álmur, elrir og hesliviður i- skógunum í Södermaniand, og bændurnir sáðu iiveiti í akra sína og meðal ávaxla höfðu þeir villitegund af vínberj- um. Hafa Florin-hjónin sagt frá þessum niðurstöðum sínum og mörg- uin fleiri i blaðagreinum í Stock- holmsblöðunum í vor. Hjónin hafa starfað að rannsókn- um sínum í Södermanland i fast að jiví tíu ár, og eru rannsóknirnar gerðar á vegum sænsku fornmenja- stofnunarinnar. Þau byrjuðu á þessu árið 1933, og árið 1935 gerðu jþgu merkustu uppgötvun sína, er þau fundu leifar af sveitaþorpi frá síð- asta hiuta steinaldar. Síðar fundu þau fleiri þorp, og var Mogetorp, skamt frá Katrineholm, merkast þeirra. Þær steinaldarmenjar, sem áður liöfðu fundist á þessum slóð- um, sýndu aðeins menjar frá fiski- mönnum og veiðimönnum. Þótti því stórmerkilegt að finna áþreifanlegar menjar landbúnaðarmenningar svona norðarlega. Grunnar húsa, sem graf- ið var ofan af, sýndu að þessir stein- aldarbændur lifðu í ferhyrndum hús- um og að eldskáli þeirra stóð skamt frá íveruhúsunum. Ennfremur mátti sjá það af leif- um af leirkerum, sem fundust, að Svíar hafa þá kunnað að smíða skip, og við nánari rannsókn á leir- kerunum uppgötvaðist fleira merki- legt. Þannig sáust för eftir iiveiti- korn og vínberjasteina i leirnum, og sýnir þetta, að fólk hafi haft kornrækt í ræktuðu Jandi, og að vinviður hafði verið til. Með framhaldsrannsókn tókst lijónunum að ákveða með allmikilti nákvæmni hvenær þessi bygð iiefði verið þarna. Með þvi að gera þver- skurð af jarðveginum, var liægt að rekja gróðurjiróunina og aldur liennar. Þessar rannsóknir sýndu, að um þessar mundir óx eik, álm- ur, askur, elrir og hesliviður í skóg- unum, en hveiti, kornblóm, bananar og malurt á ökrunum. Trjátegundir skógarins sýna, að um þessar mund- ir liefir Södermanland verið lieilt land, og samanburður á jarðvegi jiaðan og frá öðrum stöðum i Svi- þjóð bendir á, að bygðin í Moge- torp sje frá 3700—3600 árum f. Kr. Eða með öðrum orðum, að land- búnaður liafi verið á háu stigi í Svíþjóð áður en menningaröld sú hófst í Egyptalandi, sem sögur segja Þessir steinaldarbændur voru ekki innflytjendur sunnan að. ÞaS er hægl að rekja slóðir forfeðra þeirra aftur í tímann og sýna fram á, að Jieir eru komnir af veiðimönnum og fiskimönnum. Og Florin segir, að það sje enginn vafi á því, að Svíar nútímans sjeu afkomendur þessara manna. Florin-hjónin segja, að það sje erfitt að ímynda sjer jafn ríkah gróður á þessum slóðum, því að nú er þetta sama tand magurt og þakið barrskógi. En veðráttan liefir breyst siðan á steinöld, eðli skóg- anna orðið annað en áður var og jarðvegurinn gengið úr sjer. KVIKMYNDAGERÐ í SVÍÞJÓÐ. Svíum hefir tekist að lialda kvik- myndagerð sinni í horfinu, jiráll i'yrir núverandi aðstæður. Árið 1941 voru teknar þar 34 heilkvöldsmynd- ir en 1940 voru jþær 37 og 1939 voru þær 30. Auk þess hefir verið tekið mikið af stuttum skemtimynd- um og fræðimyndum, og liefir sú framleiðsla verið aukin mikið síð- asta ár. Meðal þessara stuttu mynda er afar mikið af kvikmyndum, sem teknar hafa verið af heræfingum og hervæðingum Svía og varnarráð- stöfunum þeirra. Siðustu árin hefir verið lögð mik- il áhersla á, að gera sænskar kvik- myndir fulikomnari en áður og vanda belur til leikenda, enda þótt ýmsir bestu leikarar Svía sjeu komn- ir til Ilollywood. Meðal þeirra mynda, sem teknar voru á síðasia ári eru ýmsar, sem standast saman- burð við bestu erlendar kvikmynd- ir og hafa vakið mikla atliygli. Meðal þeirra mynda má til dæmis nefna „Fyrsta lierdeildin", sem lýs- ir lífi sænskra steypiárásaflug- manna, og mynd landfræðilegs efnis, sem heitir „Baráttan heldur áfram“. Við atkvæðagreiðslu, sem sænska kvikmyndadómarafjelagið stóð fyrir, fengu þessar myndir flest atkvæðin. Af útlendum kvikmyndum fengu „Langa leiðin heim“ eftir Jolin Ford, og „Á hverfandi hveli“ flest atkvæð- in. ífiðarnefnda myndin var sýnd í útta mánuði samfleytt á cinu stærsta kvikmyndahúsinu í Stock- holm. Af þeim tíu útlendu myndum, sem flest utkvæði fengu, voru sjö ameríkanskar. Meðal þeirra var „Citizen Kane“. Það er enginn hörgull á útlenduin kvikmyndum í Svíþjóð. Hefir reynst kleift að halda uppi innflutningi á kvikmyndum frá útlöndum, þrátt fyrir stríðið. Á síðasta ári voru 265 nýjar útlendar kvikmyndir sýndar á sænskum kvikmyndahúsum, eða hjer um bil alveg jafnmargar og 1940. Mest fer fyrir ameríkönsku myndunum; þær yfirgnæfa sænsku myndirnar, alveg eins og á friðar- tímum. Af áðurnefndum aðfluttum kvikmyndum á siðasta ári voru livorki ípeira nje minna en 186 ameríkanskar. LITLAR SIGLINGAR f STOCKHOLM. Síðan stríðið byrjaði hefir sífelt verið að draga úr skipakomum til Stockholms. Samkvæmt skýrslum, sem hafnarstjórinn í Stockholm gaf út í vor, nam smálestafjöldi aðkom- inna og útfarinna skipa aðeins 5 miljón smálestum árið 1941, en árið 1940 var talan 6.3 miljón smálestir og árið 1939 var hún 11.6 miljón smálestir. Svona litil umferð liefir aldrei verið um höfnina i Stock- holm síðan á siðustu árum fyrri styrjaldarinnar. Enda hafa utan- landssiglingar orðið ónotaléga fyir barðinu á stríðinu. Árið 1939 námu skipakomur frá útlöndum 6.6 milj- ón smálestum, en minkuðu niður í 3 milj. smálestir árið 1940 og niður í 2.3 mitjón smálestir árið 1941, eða þriðjung af liví, sem var fyrir stríð. Eftir að siglingabann var lagt á Norðursjó 1940, i apríl, hættu raunverulega allar utanlandssigling- ar á Stockholm, og þegar stríðið hófst milli Þjóðverja og Rússa breyttist enn á verra veg, því að' þá lokuðust öll sund siglinga á Rúss- land. Þá liafði verslunin milli Sví- þjóðar og Rússlands verið farin að aukast, vegna verslunarsamninga þeirra, sem þessi rílci gerðu með sjer undir árslokin 1940. Og þessi verslun gekk að miklu leyti um Stockholm. BÓKAFREGN. Frh. af bls. 3. sjer og hann, er ekki líklegur lil að geta skrifað lilutlaust um rússneska menn og málefni. Enda er bókin öflug ákæra gegn stjórnarfarinu í Rússlandi o,g ekki dregin fjöður yf- ir þær miklu misfellur, sem eflaust liafa átt sjer stað í stjórnar- og rjettarfari. Jafn stórkostleg bylting er varð i Rússlandi hlaut að liafa i för með sjer geigvænleg átök og margar misgerðir og hryðjuverk, sem um eitt skeið voru staðbundin við Rússland, en eru iðkuð af kúg- urum og koma niður á þjóðum, sem ekkert liafa til saka unnið. Höfundur hefir mikið af ýmis- konar fróðleik til brunns að bera og er auðsjáanlega nauðkunnugur rússneskum málefnum. Hann skrifar fjörlega og lipurt, en bókmentalegt gildi þessa rits líður við það, hve hann gefur áróðrinum lausan taum- inn. En það munu vera slikar bæk- ur, sem fólkið vill helst lesa, bæði hjer og annarsstaðar. Erlendis hefir liessi bók vakið feikna athygli og miklar rimmur um ha.na staðið, en salan verið gífurleg. Enda hefir höf- undurinn marga kosti, og bókin er skemtileg aflestrar. Iljer sjest enska konungsfjölskyldan heima hjá sjer, kringum ar- ininn i setustofu sinni i Buckingham Palace. Yngri prinsessan, Margarel Rose, og drotningin, sitja til vinstri, Elizabeth prins- essa stendur viö arininn og kongurinn situr til hægri. Hann er meö bók á hnjánum, en kvenfólkiö meö priónana sína. LOFTVARNABYSSUMAÐUR f BRESKA FLOTANUM. Svona lita þeir úl mennirnir á ensku kaupförunum, sem úvalt eiga aö vera reiöubúnir til aö skjóla á óvinaflngvjelarnur þegar þœr sjást nálgast. Flugvjelarnar ótlust þessa veröi á skipunum, enda hafa þeir grandaö mörgum þeirra.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.