Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.10.1942, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Það allrabesta. Læknirinn í rau'ðu húsinu átli lit- inn dreng, sem var vanur aS leika sjer við börnin i gráa húsinu við hliðina, þar sein niálaflutningsmað- urinn bjó. Litli drengurinn hjet Preben og var fimm ára gamali; lionum þótti undurvænt um litlu telpuna og bræður hennar, tvíbur- ana Pjetur og Pál. Litla telpan hjet Teodóra, en það fanst þeim langl og leiðinlegt nafn, svo að þeir köll- uðu hana bara Dóru. Það var miklu betra. Pjetur og Páll voru svo líkir, að ómögulegt var að þekkja þá sundur og þessvegna hafði hann pabbi þeirra sagt, að þeir yrðu altaf að ganga í ólikum fötum, svo að það væri þó að minsta kosti hægt að þekkja þá á litnum. Þegar þeir urðu stærri höfðu þeir það lil stundum, að fara í fötin hvor af öðrum og þá viltist fólk á þeim. En þegar það, sem jeg ætla að segja ykkur frá núna, skeði, þá voru þeir svo litlir, að þeir gátu ekki klætt sig úr og i sjálfir. Þeir voru ekki nema rúm- lega þriggja ára. — Það var einn dag i apríl, að Sólin skein svo yndislega, og Preben stóð niðri á hellustjettinni og var 'að leika sjer að skopparakringlunni sinni, en þá kom Dóra með sippubandið sitt, sem hún var búin að fá. Tvíburarn- ir höfðu fengið gjarðir, sem þeir gátu ekki látið velta, en ]>eir höfðu gaman af þeim samt. „Líttu á skopparakringluna mína,“ sagði Preben. „Hún er lang falleg- ust af öllum leikföngunum.“ „Nei, því að l)að getur ekki nema einn leikið sjer að lienni,“ svaraöi Dóra. „Sippubandið mitt er miklu betra, því að við getum leikið okk- ur að því, öll þrjú.“ „Gjarðirnar eru langskemtilegast- ar,“ sögðu tvíburarnir og fóru að velta þeim. „Nei, skopparakringlan min er best,“ sagði Preben þrálátur, „því að hann pahbi minn gaf nijer hana.“ „Eins og jeg viti ekki livað best er,‘ sagði Dóra áköf. „Þú ert nú bara stelpa, og stelp- urnar eru altaf vitlausar," sagði Preben og setti upp spekingssvip. „Þetta segir þú af þvi, að þú get- ur ekki sippað eins vel og jeg.“ sagði Dóra og fór að sippa, svo aó Preben og tvíburarnir stóðu og horfðu á hana. — En livað var þetta? Alt i einu fóru gjarðirnar að velta og tvíburarnir hlupu á eftir þeim og gátu ekki stöðvað sig held- ur. Sippubandið sveiflaðist af sjáifu s'jer upp í loftið og dró Dóru litlu með sjer: það var eins og hún ætl- aði í kapphlaup við tvíburana. Preben stóð um/ stund og horfði á þau, en þá ryktist skopparakringlan til og rann út á hellustjettina og for að hringsnúast og snerist upp í loft- ið og dró Preben á éftir sjer. Nú svifu öll börnin uppi í loft- inu hátt yfir görðunum með öllum blómunum. „Hvert erum við að fljúga?“ sagði Dóra og reyndi að ná i bræður sína; þeir hjeldust i hendur, en Dóra náði þeim ekki. „Það veit jeg ekki,“ sagði Preben. „Bara að við komumsl heim aftur.“ „Við fljúgum eins og fuglar,“ sögðu tvíburarnir hlæjandi. „F.n hvað þetta er gaman.“ Nú flaug svala rjett hjá þeim, og ])egar þau voru komin rjett út yfir akrana flugu heilir hópar af fulg- um á móti þeim. Þarna voru þrír storkar og teygðu stóru rauðu lapp- irnar langt aftur. „Þei, hvað er þetta, sem altaf er að raula í hálfum hljóðum?“ sagði Preben. „Heyrir þú það ekki Dóra?“ „Nei, en jeg heyri ofurlitla smelli eins og þegar sippubandið mit! skellur á stjettinni.“ „Það er líka‘sippuba'ndið, sem er að tala og skopparakringlan mín er að syngja — hlustaðu á!“ Þau hlustuðu og nú heyrðu þau þetta greinilega. „Það allrabesta, það all-ra-best-sta,“ sagði sippu- bandið. „Alllrrabesssta — allhrrabesstttta," suðaði skopparakringlan, en i gjörð- unum heyrðist: -,,A11—raa-bes—ttaa!“ „Hvað er þetta allrabesta, sem þau eru öll að tönnlast á?“ sögðu bæði Preben og Dóra. „Er það kringlan, sippubandið eða gjarðirnar, sem er allrabest?“ „Það er alt saman allrabest!“ sögðu tvíburarnir og skellihlógu því að þeim fanst þetta svo einstaklega skemtilegt ferðalag. Bomsaraboms! Alt i einu duttu þau öll — ekki liart, svo að þau meiddu sig; þetta var líkast því og detta ofan í mjúkt rúm. Og þarna stóðu þau öll fjögur og njeru stýr- .urnar úr augunum og liorfðu hvert á annað. Þau voru úti á akrinum, skamt frá skóginum. Skopparakring!- an, sippubandið og gjarðirnar lágu hjá þeim í grasinu, og nú voru eng- ir galdrar í þeim lengur. „Hvað var þetta eiginlega?“ spurði Dóra forviða. „Jeg veit ekki, en tvíburarnir hafa rjett að mæla, þetta er alt sam- an það besta. Og sólin og grænn skógurinn eru líka það besta, og þetta, að við fjögur skulum geta leikið okkur saman, svo að engu þurfi að leiðast, er það allra besta,“ sagði Preben. Svo tóku liann og Dóra sinn tvíburann livort við hönd sjer og flýttu sjer heim. Þau ætl- uðu að leika sjer í friði og aldrei framar rífast um, hvert þeirra ætli besta leikfangið. — Ilefirðu ekki eldspílur? — Ha? Hver — jeq? - Ef bátuum twotfdi, hvort nuindir }nt þá bjarqa mjer eda barniuu fyrst? — Mjer. I------------------------- S k r 111 u r. __________________________i Ameríkanskur blaðamaður skrif- aði vini sínum í Bandaríkjunum brjef frá Tokíó, rjett áður en stríðið hófst, og sagði þar: „Jeg veit ekki hvort þú færð þetta brjef nokkurn- tíma, því að það er líklegt að jap- anska ritskoðunin opni- það.'“ Skömmu eflir að liann hafði sett brjefið á póst, fjekk hann svolát- andi tilkynningu frá póslhúsinu: „Ályktun yðar, í hrjefinu til :mr. X, er ekki rjett. Við opnum aldrei brjef.“ Læknirinn: -— Djúpi andardrátt- urinn, sem jeg brýndi fyrir yður, hefir stoðuð. Pjer litið miktu betur út í daq. — Já, en það er bara að fram- anverðu, læknir. Páfqgaukurinn: — Sykur er qolt - sykur er gott! -— Annars katla jeq: Lögreqlu! M erkjas t angi n a van tað i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.