Fálkinn - 16.10.1942, Síða 12
12
F Á L K I N N
Louis Bromfield: 29
AULASTAÐIR.
„Hversvegna sagðirðu mjer þetta ekki?
Jeg iiefði einhvernveginn getað komið þvi
í kring.“ Hann þagði en sagði síðan: „Jeg
liefði jafnvel hætt öllum tökum hjer ;
borginni og flutt mig burt, ef það befði
getað uppfylt ósk þína.“
„Það var nú ekki svo einfalt.“
„Hvað varð ykkur að sundurþykkju í
fyrsta lagi? Varstu eitthvað nærgöngulli en
henni líkaði?“
„Nei, alls ekki. Það hefði mjer aldi-ei
getað dottið i liug við hana.“
„Nú, segðu mjer þá, hvað það var. Hver
veit nema jeg gæti lagað þetta til fyrir
vkkur.“
„Reyndu bara að gleyma því.“
Gamli maðurinn horfði á son sinn drjúga
stund, og loks brá fyrir einkennilegum
klókindasvip á andliti hans. Samtímis varð
svipurinn likastur og á strák, sem vill
leyna einhverju. Hann lækkaði róminn og
sagði: „Var það eitthvað í sambandi við
mig?“ Þegar ekkert svar kom, hjelt Dorti
áfram: „Jeg skil. Peningarnir eru senni-
lega ekki sama sem allur heimurinn. Jeg
liefði átt að hugsa um sitthvað annað,
jafnframt þeim. Þú hlýtur stundum að
hafa skammast þín fyrir mig.“
„Nei, það hefi jeg aldrei gert.“
Þá gerði gamli maðurinn það, sem hann
hafði aldrei gert áður á ævi sinni. Hann
stóð upp, seinlega, gekk að syni sínum
og lagði báðar hendurnar á axlir honum.
Hann sagði: „Jú, jeg skil alt. Jeg skil,
hvernig ástatt hefir verið fyrir þjer. Og nú
geturðu ekki leitað aftur til karlsins lians
föður þíns. Eins og þú veist, er ekkert þvi
til fyrirstöðu frá minni hendi, ef þú vilt,
og það getur nokkru bjargað. En sem sagt,
þú getur farið að eins og þú vilt, og jeg
skal að minsta kosti geta skilið það.“
Nú leit.Kobbi fyrst framan í föður sinn.
Bláu augun, irsku, voru enn blárri en
venjulega, af því að nú voru þau vot.
„IJverskonar labbakútur heldurðu að jeg
sje?“ hreytti liann út úr sjer.
„Þú skilur,“ sagði Dorti gamli, „að hjeð-
an af get jeg ekki runnið af hólmi. Jeg
skyldi gera það, ef það væri þjer til nokk-
urs gagns, en nú er það of seint. Nú.er ekki
annað fyrir höndum en berjast. Þú skilur
það ?“
„Já.“
„Fyrir einni viku,. áður en þessi bölvaður
blaðsnepill kom út, hefði jeg getað þaggað
það alt niður, en nú er ekki annað að
gera en að berjast, því að jeg hefi aldrei
hopað á hæl. Og það er best að þú vitir
það: Jeg verð ef til vill að berjast til þess
að fara ekki beint í tugthúsið."
Nú var alveg runnið af Iíobba. „Nú, er
það svopa slæmt?“ spurði hann.
„Já, ef þeir vita nógu mikið 'og Bill
Swain getur útvegað nóg vitni.“
„Það vissi jeg ekki. Jeg lijelt, að öll þín
fyrirtæki væri á betra grundvelli en svona.“
„Það er svo margt, sem ég hefi aldrei
sagt þjer — líklega af því, að jeg liefi
skammast mín fyrir það.“ Hann klapp-
aði á bakið á Kobba og sagði: „Þú ættir
að fara að hátta, drengur minn. Reyndu
að sofa þetta úr þjer, svo að þú getir
komið hress og óhræddur á árshátíðina á
morgun — oft‘ er þörf en nú er nauðsyn.
Kanske getur þetta alt farið vel.“
Kobbi fór út og upp í herbergi sitt. Um
leið og hann afklæddi sig, las hann aftur
skeytið frá Sjönu. Með varkárni drukkins
manns sljettaði hann skeytið út og kom
því fyrir innan í „Ferðum Gullivers“, sem
mamma lians liafði einu sinni gefið hon-
um, þegar liann var lítill. Einhvernveginn
lagðist það í hann, að hann gæti þurft á
þessu skeyti að lialda, síðar meir.
í skrifstofu Gunnfánans var haldinn rit-
stjórnarfundur þetta kvöld, og stóð yfir
langt fram á nótt. Hann hafði verið boð-
aður, þegar sjera Símon, Baptistaprestur-
inn, liafði hringt og spurt, hvort hann mætti
koma og tala við frú Lýðs. Hann sagði
með guðhræddri röddu, að hann hefði
sjeð ávarp Gunnfánans til rjettþeinkjandi
borgara Flesjuborgar, og langaði nú að
setja á fót Umbótanefnd, til þess að lijálpa
til í herförinni.
Næst hringdi Jabbi Nýborg' úr útfarar-
skrifstofu sinni, og sagði: „Bravó! Þetta
var almennileg ritstjórnargrein. Ef þú verð-
ur þarna eitthvað enn, ætla jeg að skjótast
yfrum til þín, Villa. Hvernig væri að
hringja í Samúel og liina sveitadrengina
og biðja þá um að koma í borgina?“
„Bíddu augnablik,“ sagði frú Lýðs. Síðan
sneri hún sjer að hr. Ríkharðs 'og sagði
honum uppástungu Jabba, og spurði,
hverju hún ætti að svara. „Þetta er yðar
dagur,“ sagði hún, „svo að það er best,
að þjer ráðið þessu.“
„Segið honum að láta þá bara koma,“
svaraði hr. Ríkarðs. „Það er altaf best að
hamra járnið meðan það er heitt.“
Jabbi lofaði nú að kalla saman alla
„strákana“ til borgarinnar, nema livað auð-
vitað Samúel gat ekki komist á fjalakerr-
unni sinni, en hinir myndu koma, allir með
tölúnni.
Siðar, um klukkan sjö, hringdi Gasa-
María. „Fínt,“ sagði María. „Þarna fá þeir
það, sem þeir hafa gott af.“ Og þegar frú
Lýðs sagði henni af þessum skyndifundi,
sagði liún: „Jeg ætla að líta inn um tíu-
leytið, þegar alt er komið í gang hjá mjer.
Verðið þið þar þá?“
„Ætli við verðum ekki lijerna mestalla
nóttina,“ svaraði frú Lýðs, og í röddinni
var æðisgengin hrifning. Nú var hún kom-
in i meiri vígahug en hún liafði nokkru
sinni áður lifað. Hjartað sló eins og vjel-
hamar og hendurnar með stóru æðunum
skulfu.
Síðar komu fleiri samúðar-uppliringing-
ar og einnig tvær — nafnlausar — þar
sem samúðin var ekki efst á baugi, heldur
hið gagnstæðá. Frú Lýðs varð hálfhrædd
við þessar hringingar, en sú hræðsla hvarf
brátt fyrir vígahugnum. Aldrei liöfðu önn-
ur eins tíðindi gersl í hennar nágrenni,
síðan J. E. sálugi lifði og var „kraftur“ í
stjórnmálum borgarinnar. Hrukkurnar
burfu úr andliti hennar og nýr glampi kom
í augun. Þetta var eins og að halda veislu
sem var öllum öðrum veislum fremri
og dýrðlegri.
r Um klukkan tíu var skrifstofan orðin
full af fólki — svo full, að lir. Ríkharðs,
með alla sína skipulagsgáfu, var alveg i
vandræðum að koma öllum fyrir. Allur
þessi mannfjöldi kom heldur illa við
„lieimafólk“ blaðsins; að vísu hafði það
búist I við lireyfingu í borginni, en ekki
neinu þessu líku. Og söfnuðurinn var ærið
mislitur, því að þarna voru meðal annara
lderkar, bæði af Baptista og Meþódista
trúarflokkum, ásamt ýmsum trúnaðar-
mönnum sínum, svo var Jabbi Nýborg,
feitur ög sveittur með „sveitadrengina“
sína með sjer, þrjár konur úr Siðferðis-
fjelagi borgarinnar, og loks — svo sem
til þess að vega móti þeim — Gasa-María,
í rauðum flauelskjól, með fjóður í iiatl-
inum og livitan ref um hálsinn.
Þegar dyrnar opnuðust og Gasa-María
birtist, var engin leið annað en taka eftir
henni og ennþá ómögulegra að látast ékki
laka eftir lienni. Hún vakti geysilega eftir-
tekt, og þegar frú Jenkins úr Siðferðis-
fjelaginu veik sjer að frú Lýðs, svo lítið
bar á, og spurði, hvað þessi kvenmaður
væri hjer að gera, svaraði frú Lýðs aðeins:
„Hugsið þjer ekki um það. Hún er ein
öflugasta stoðin okkar og ræður yfir öli-
um atkvæðunum á Árbakkanum.“
Gasa-Maria hvarf vonum bráðar „inn
fyrir“ með Jabba Nýborg og fylgismönn-
um lians, til þess að fá sjer „einn lítinn“
úr. flöskunni hjá Villa Frikk. Meðan þaú
voru að því, sendi hr. Ríkharðs út eftir
bjór og smurðu brauði, en var annars
vandræðalegur á svipinn, enda var það
ekki heiglum hent að eiga að hemja þenn-
an sundurleita söfnuð undir einu þaki.
Gasa-María varð til þess að skera á
hnútinn. Þegar hún kom innan úr prent-
smiðjunni, styrkt og endurnærð af viskíi
Villa Frikk, dró hún .hr. Ríkharðs afsíðis.
Hún leit kringum sig i skrifstofunni og
sagði: „Finst yður þetta ekki ganga bæri-
iega? Aldrei liefði jeg búist við svona
þátttöku. Og hún verður meiri á morgun,
sannið þjer til.“
„Það virðist hafa verið álitlegur fjöldi,
sem beið eftir tækifæri til þess að taka
upp vopnin gegn Dorta.“
„Já, það var nóg af þeim, en enginn
til að stjórna atlögunni. Enda er það
mála sannast, að hjer hefir ekki verið
almennileg pólitisk orraliríð i síðustu 20
ár. Menn liafa beðið eftir henni með ó-
þreyju. Jeg þekki alt mitt heimafólk... .
þesfeu liefir það verið að bíða eftir. Sjáið
þjer bara svipinn á fólkinu.“
Hr. Ríkliarðs leit á fólkið. Æsing og