Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1942, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.10.1942, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 GERIST ÁSKRIFENDUR FÁLKAWS HRINGIÐ í 2210 KROSSGÁTA NR. 434 Lárjett. Skýring. 1. veiðarfæri, 7. viðhafnarbúning- ur, 11. rógburði, 13. afdrep, 15. goð, 17. mynt, 18. flík, 19. blotnaði, 20. gælunafn, 22. jarmur, 24. mynni, 25. hríð, þgf., 2ö. gælunafn, 28. lás, 31. sáðland, 32. landræma, 34. sam- viskusöm, 35. fjelag, 3(5, veitinga- staður, 37. ilát, þf., 39. tónn, 40. kvenmannsnafn, 41. örnefni, 42. timabil, 45. tveir eins, 4(5. tónn, 47. flýtir, 49. íþróttafjelag, 51. skemmd, 53. naum, 55. skott, 56. kvenmanns- nafn, 58. ríki í Asíu, 60. karlmanns- nafn, 61. tvíbljóði, 62. skammstöf- un, 64. fræðimaður, ef., 65. danskt blað, 66. drymdi, 68. sælgæti, 70. bor, 71. versnar, ■ 72. kveikir, 74. broliur, 75. litast um. Lóðrjett. Skýring. 1. heyskaparáhöld, 2. fangamark, 3. loðna, 4. ól, 5. gælunafn, 6. kven- mannsnafn, 7. sveit, 8. hátíð, 9. taug, 10. veiðarfæri, 12. ókurteis, 14. fugl, 16. legging, 19. slæmt skap, 21. æðir, 23. ökutæki, 25. grátur, 27. eiisk s'agnmynd, 29. á símskeyt- um, 30. atviksorð, 31. tveir bljóð- stafir, 33. trúarbrögð, 35. kölski, 38. mjólkur, 39. á frakka, 43. ekki til sölu, 44. ólátum, 47. álfa, 48. róta við, 50. bor, 51. söngfjelag, 52. upphafsstafir, 54. eftirmatur, 55. nautnalyf, 56. óstyrkur, 57. simnefni, 59. sjóða, 61. kvenmannsnafn, 63. jarðar, 66. loga, 67. gusa, 68. verk- færi, 69. -feld, 71. fóðra, 73. ein- kennisstafir. LAUSN KROSSGÁTU NR.433 Lárjett. Ráðning. 1. Stika, 7. eigra, 11. lásar, 13. óel'ni, 15. íf, 17. Lína, 18. gils, 19. sl. 20. fló, 22. ai, 24. ii, 25. kría, 26. tólg, 28. skeið, 31. grát, 32. kall, 34. áll, 35. gnoð, 36 gír, 37. il, 39. ma, 40. fis, 41. grasaferð, 42.' ósk, 45. ff, 46. tð, 47. kló, 49. Olla, 51. sef, 53. sori, 55. króa, 56. bólar, 58. koss, (i0. ætt, 61. ma, 62. er, 64. fip, 65. na, 66. koss, 68. Iiros, 70 ró, 71. merla, 72. fiður, 74. reima, 75. iðrun. Lóðrjett. Ráðning. 1. Stift, 2. il, 3. kál, 4. Asía, 5. æra, 6. lóg, 7. efli, 8. ins, 9. G. I., 10. aflát, 12. anis, 14. eiið, 16. Flóki, 19. snáði, 21. ólar, 23. Helgafell, 25. krof, 27. gl. 29. ká, 30. il, 31. gn, 33. lirfa, 35. garðs, 38. laf, 39. met, 43. sortna, 44. klót, 47. krof, 48. lýsir, 50. la, 51. só, 52. la, 54. ok, 55. kænur, 56. basl, 57. reri, 59. spónn, 61. mora, 63. roði, 66. kem, 67. sag, 68. efl, 69. suð, 71. mi, 73. rr. bardagagleði skein úl úr hverju andliti. Allsstaðar var hrifning. Jabbi Nýborg kall- aði til frú Lýðs yfir þvera stofuna: „Þetta er rjett eins og i ganila daga, Villa?“ Úti i liorni bjelt Gasa-Maria áfram að tala við br. Ríkbarðs: „Jeg vil ekki verða neinn dragbítur á ykkur,“ sagði bún. „Þess- vegna skuluð þjer ekki fara að kjósa mig í neina nefnd eða trúnaðarstörf, því þá missið þjer guðhræðslurotturnar þarna, allar með tölunni, en við megum alls ekki við því að missa atkvæðin þeirra. Jeg skal vinna i kyrþei og afkasta manns verki, en setjið þjer mig bara ekki neinstaðar í fremstu röð.“ Hr. Ríkharðs ljetti stórum við þessa drengilegu ræðu Gasa-Maríu og gekk nú að borðinu og barði í það bylmingshögg, til þess að kveða sjer hljóðs. Þá hjelt hann ágæta ræðu og stakk síðan úpp á því að kjósa nefnd. Þar sem liann væri sjálfur ókunnugur, legði hann það til, að útnefn- ing í þessa nefnd yrði falin þeim frú Lýðs, sjera Símoni, Baptistaprestinum, Jabba Ný- Jjorg og Halli vini hans, og frú Jenkins úr Siðferðifjelaginu. Nú gengu þau afsíðis inn í ritstjóraskonsu frú Lýðs og eftir skamma stund komu þau aftur með tíu-nafna lista, sem var einróma samþyktur. Sjera Simon Baptistaprestur bætti því við, að hægt væri að bæla fleirum á listann, eftir því sein fleirj guðræknir borgarar risu upp, til þess að styrkja krossfarana. Loks var ákveðið að boða til opinbers fundar daginn eftir, í Baptistakirkjunni og síðan var fundi slitið, og brátt voru ekki aðrir eftir i skrifstofunni en starfs- fólk Gunnfánans, svo og Jabbi Nýborg og Gasa-María, til þess að drekka eitl glas að skitnaði, i tilefni af stríðsyfirlýs'ingunni. Ivlukkan var orðin tvö, þegar samkom- unni var slitið, en þá sagðist Gasa-María verða að fara heim í Gylta Húsið. Á leið- inni út, sneri hún sjer við í dyrunum og sagði: „Jeg gleymdi alveg að segja ykkur, að Kobbi Dorta kom aftur i kvöld, með þessari truntu, henni Fríðu Hatls. Hann var útúrfullur og sagði hverjum, sem hafa vildi, að hann ætlaði að giftast henni.“ Þegar hún var farin út, sagði hr. Rík- harðs alt i einu: „Ilvar er Sjana? Hún hefði átt að vera hjerna.“ En Sjana var heima í herberginu sínu á Aulastöðum. Um bað leyti, sem fundin- um var slitið í skritstofunni, sofnaði hún, úttauguð af reiði og hjartasorg, sem hafði þjáð hana síðan um það leyti, sem hún sendi skeytið. Ilún hafði farið beint heim og upp í lierbergið sitt, og þegar Adda kom að segja Iienni til matar og það með, að frúin og hr. Ríkarðs væru enn ekki komin heim, svaraði Sjana því, að sennilega myndu þau ekki koma nærri strax og sjálf væri hún ekki matar þurfi. Þegar Adda lagði fast að henni að fá sjer svolítinn bita, varð hún reið og kallaði út fyrir dyrnar og bað um að fá að vera í friði. Þegar Adda heyrði þelta svar, stóð hún drykklanga stund við lokaðar dyrnar, þegj- andi. Einu sinni var hún að þvi leomin að lala, en lokaði munninum aftur snögg- lega, sneri við og gekk niður stigann aftur. Adda var reið — reiðari en liún hafði verið síðan mannskrattinn hennar strauk úr borginni með öðrum kvenmanni, fyrir fimtán árum. Og hún var reið yfir fleiru en einu. Hún var reið við Dórta og fant- ana, sem honum fylgdu, og svo var hún líka reið yfir endurfæðingu Gunnfánans, því að hann kom öllu húshaldinu lijá henni á örgustu ringulreið. Þó tók út yfir, hversu reið hún var Kobba Dorta, fyrir að baka Sjönu garminum svona sorg. Og svo — rjett eins og í kaupbæti kom vonskan út al' því að hafa búið lil þennan ágæta kvöldmat, og svp kom enginn til þess að jeta hann. Regluleg, ósvikin reiði var fágætt fvrir- bæri í sálarlífi Öddu gömíu. Hún var oft önug og með „eymsli" og „vesöld“, en verulega foksvond hafði hún sem sagt ekki orðið síðan mannræfillinn hljóp frá henni. En nú varð hún loksins vond, svo að um munaði. Þegar niður i eldliúsið kom, safnaði hún öllum matnum saman á tvo bakka og rog- aðist með alt saman niður í kjallara, til þriggja vesalinga, sem þar höfðust við í miðstöðvarklefanum, og sagði þeim, að þegar þeir væru búnir að jeta, skyldu þeir skjóta böklcunum upp á stigagatið. Siðan fór hún upp aftur, setti upp hatl og fór í kápu, tæsli öllum dyrum, skaut slag- bröndum fyrir gluggana og fór út. Þá voru ekki aðrir innbyggjendur eftir á Aulastöð- um en Sjana, grátandi, og ræflarnir þríi’, sem nú voru að háma i sig tómatsúpu, steiktan kjúkling og súkkulaðibúðing, sitj- andi kring um stóran trjekassa. Meðan hún var að komast gegnum garð- inn, fram hjá vanhirtu blómrunnunum, hugsaði hún með sjálfri sjer: „Þetta get- ur kanske kent þeim að lifa. Þegar þau koma heim, finna þau engan ætan bita að jeta. Að geta ekki einu sinni hringt og látið mig vila, þó, þó.“ Hún lokaði á eftir sjer hliðinu og beindi för sinni út í Skuggahverfið. Hún hafði ekki komið þangað þennan eilífðartíma, og nú vissi hún vet, hvert stefna skyldi i krána lians Jóa. Þar var kornbrennivín, góð mjúsík og góður fjelagsskapur. Og það var líka einhver besti frjettastaður, sem völ var á í allri borginni, og það voru nú frjettir, sem frú Lýðs og lir. Ríkharðs myndu aldrei ná í, þrátt fyrir alla sína blaðamensku. Því hjá Jóa safnaðist saman alt úrvalsfólkið úr Skuggahverfinu. Stund- arkorni eftir sólarlag- kom úrvalsfólkið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.