Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.11.1942, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N frá ROGER & GALLET París Vðrur hinna vandlátu - Fegurðarvörur, með ilman lifandi blóma. Ekta franskar fegurðarvðrur Dagkrem - Næturkrem - Púður - Varalitur - Talkúm - Umvðtn - Kölnarvatn Sænska frjettamyndin 30 ára. I>ess er oft geti'ð, uð Svíþjóð sje eitt af forustulöndum heimsins í kvik- myndagerð og fyrir fyrri heims- styrjöldina liöfðu Svíar gert allmik- ið af kvikmyndum. Á næstu tíu ár- um unnu þeir sjer álit og stóðu framarlega í kvikmyndagerð og sömdu þá marga ágæta kvikmynda- leiki. Til marks um það hve mynda- gerðin er gömul hjá Svíum má geta þess, að Á/B Svensk Filmindustn, stærsti kvikmyndaframleiðandi Sví- þjóðar hefir nú gefið út vikulegar frjettamyndir i þrjátiu ár. Þessar kvikmyndir býrjuðu að koma út árið 1912 og eru líklegast elsta sam- anliangandi frjettamyndaútgáfan i heiminum. Frjettamynd þessi, sem kölluð er „SF-Journalen“, er gefin út vikulega og er eina reglulega og alsvenska frjettamyndin, sem kemur út í Sví- þjóð. Er giskað á, að um liálf milj- ón Svía sjái hverja mynd. Á eðli- legum tímum var þessi frjettamynd einnig sýnd í öðrum skandinavisk- um löndum, og brot úr henni ofl tekin upp í frjcttamyndir stórþjóð- anna. Þarna eru ekki aðeins myndir af sænskum viðburðum heldur einn- ig stuttar myndir víðsvegar að úr heiminum, svo að sænska frjetta- myndin er jafnframt keppinautur annara frjettamynda að nokkru leyti, en þær eru flestar ameríkanskar. En þó eru það sænskir viðburðir, sem sitja i fyrirrúmi í sænsku frjetta- myndunum í ,,SF-Journal“ og þessi árin flytja þær mikið efni, sem til þess er ætlað að vekja fólk til um- hugsunar um það sem sænskt er. Þær hafa m. a. sýnt í myndum og lesmáli hvérnig Sviar verja hlut- leysi sitt á iandi, sjó og í lofti, hvernig sænsk iðnaðarfyrirtæki starfa að liergagnagerð og livað hef- Einur Sigurðsson, klæðskeri, varð 60 ára 4. þ. m. ii verið gerl til þess að sjá þjóð- inni fyrir matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum. SÆNSKI HEUSKÓLINN 150 ÁRA. Sænski liðsforingjaskólinn, sem Gustaf konungur III. stofnaði í Karl- berg-kastala í Stockholm árið 1792, lijelt nýlega liátiðlegt 150 ára af- mæli sitl með hersýningu eldri og yngri liðsforingja fyrir konunginn. Úm 2500 liðsforingjar tvcggja kyn- slóða tóku þátt í hersýningunni, og gekk 91 árs gamall ofursti i fylking- arbroddi, en yngsli árgangur skól- ans gekk síðastur. Guðrún Salómonsdóttir, Skelja- brekku, Borgarfirði, varð hO ára 2H. okt. s.l. í ræðu, sem Bertil Uggla ofursti, forstöðumaður skólans, flutti við þetta tækifæri drap hann á það, að það kynni að þykja einkennilegt að halda upp á afmæli á þessum tímum, þegar liervarnarlið landsins hefði svo mörgum skyldum að gegna. En samt sem áður yrði að telja, að þessi samkoma hefði rjett á sjer. Þýðing hins liðna í uppeldi hermannanna væri svo mikilsverð, sagði hann — að ekkert getur kom- ið í hennar stað, til þess að skapa þann anda hollustu, skyldurækni, reglu og aga, sem verður að gagn- taka livern hermann og þá fyrst og fremst hvern liðsforingja. ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN SÆNSKRA HERMANNA. íþróttir eru mikilsverður þáttur í þjálfun sænsku hermanixanna. Til þess að auka áhuga þeirra fyrir þessum iðkunum er oft haldin i- þróttasamkepni fyrir hermenn, en þó eru heræfingar einnig sýndar á þeim samkomum, í september fór eitt slíkt íþrótta- mót fram í Stockholm og tóku þátt í þvi nálægt 1000 liðforingjar og hermenn. Þar var m. a. háð 43 kíló- metra kapphlaup og var skeiðinu skift i tólf hluta, en þátttakendur urðu að hlaupa í herbúningum sín- um og með byssu sína. Flokkarnir skyldu bæði lilaupa á vegi og á ó- ruddum víðavangi og yfir ýmsar torfærur, auk jxess sem þeir skyldu fara ákveðinn hluta af leiðinni á reiðhjóli og ennfremur róa yfir vatnsföll. Hjer og hvar á leiðinni áttu þeir að nema staðar og skjóta til marks eða kasta handsprengjum. Frammistaðan i öllu þessu var reiknuð saman i stigum þegar úr- slitadómurinn um afrekin var lcveð- inn upp. Það var hersveit úr pöl- um sem vann lilaupið á tveimur timum 31 sekúndu og var fjórum mínútum fljótari en sú næstbesta. Sama hersveitin hefir unnið þetta hlaup þegar það hefir verið háð, síðan 1940. Einnig er árlega kept í víðavangs- lilaupi, en þar eru þátttakendur látnir hlaupa með landabrjef og áttavita um svæði, sem þeir þekkja ekki áður, og eiga að rata leiðina eftir uppdrættinum. í hlaupi þessa árs, sem 185 tóku þátt i, varð hlut- skarpastur einn kunnasti „orienter- ingshlaupari" Svía, Frans Harry Ekman, 34 ára gamali hermaður. En í hlaupinu tóku einnig þátt aðr- ir en hermenn, en höfðu iniður, eins og vænta mátti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.