Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1942, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.11.1942, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N - LITLfl 5flBflfl - Johannes V. Jensen: NÝBÝLIB Skamt fyrir sunnan Gráþorp get- ur að líta rústir, mitt úti í hagan- um. Þær eru umgirtar grasi vöxnu gerði. Kringum toftirnar vex ill- gresi og leiðabrúða; hjer og þar sjást piparrótarunnar; auðsjáanlega hefir matjurtagarður verið þarna. Og nokkrir múrsteinar benda til J)ess, að hjer hafi staðið hús. Það er varla meira en hálf öld síðan hærinn, sem hjerna stóð, var rif- ii.n niður. Lindarbrekku-skyttan gat sagt sögu þessa býlis. Þetta var nýbýli frá Grájiorpi, ung lijón fengu þennan jarðarpart til ábúðar. Hann var svo sem nógu stór, en alt var Jietta lieiði, óunnið land. En sjálfsagt mátti takast að gera þetta að góðu býli með tið og tíma. En það lítur helst út fyrir að Hans, nýja bóndann, liafi skort lang- lundargeð, meira að segja áður en hann lióf starfið, að minsta kosti er Jiað öldungis víst, að liann tók að gefa sig við drykkjuskap strax eftir brúðkaupið. Það . er sagt, að unga konan hafi verið dálitið nöldr- unarsöm, það getur vel verið, að bóndinn hafi orðið leiður og ó- þolinmóður yfir rausinu í henni. Hann var a. m. k. sjaldan heima. Dag nokkurn um haustið hitti Hans nokkra menn frá Grájiorpi. Þeir settust til drykkju og áður en dagur rann hafði Hans selt Andrjesi Mog- ensen bæ. sinn, og kaupverðið var varla þriðjungur af matsverðinu. Næsta dag kom svo Andrjes með vitni i fylgd með sjer og gekk eftir rjetti sínum. Hans ljet ekki sjá sig. Það gerði kona hans aftur á móti. Hún var vanfær um þessar mundir, hún stóð í dyrunum og skammaði gestina eins og hunda; ])að var nú Ijóti munnsöfnuðurinn. Þá hjeldu þeir leiðar sinnar, fóru beint til lirepp- stjórans og kærðu Hans. Þvi skal skotið hjer inn, að Hans var ekki þarna úr sveitinni, hann hafði flutst þangað ungur, var ætt- aður úr Randers-hjeraði. Skömmu síðar hittust þeir af til- viljun úti í haga, Hans og Andrjes Mogensen. Hans byriaði' að skamm- ast, og lieir rifust svakalega. All í einu snaraðist Hans að Andrjesi og ætlaði að ráðast á hann. En Andrjes brá við skjótt og brá staf sínum og keyrði hann inn í munn- inn á Hans. Nú leitaði Hans til dómstólanna. Hann gat sýnt langa hruflu á gómn- um og hann gat unnið eið. En vitni voru engin. Rjetturinn kvað upp þann úrskurð að sárið þyrfti alls ekki að stafa frá stafbroddi. Og þar með lognaðist l)að mál út af. Skönimu síðar yfirgaf nýi bónd- inn í örvæntingu bú og fjölskyldu og léitaði aftur til átthaganna. Þá gat konan ekkert annað en gefist upp. Hún flutti húsgögn og búshluti yfir ána, á sitt fyrra heim- ili. En Andrjes Mogensen fylgdist vel með öllu. Einn góðan veðurdag kom hann ] angað gallharður með tvo votta og sannaði það, að þetta væri ólöglegur flutningur, og að konan hefði gerst of fjölþreifin til ýmissa múr- og naglfastra lduta. Morguninn eftir var unga konan týnd. En loks fanst hún uppi á lofti. Þar hjekk hún undir hanabjálkan- um, í klunnalegum trjeskóm. Það var býsna skrýtið að sjá hana hanga þarna, Svona eins og hún var nú a sig komin. Fjölskylda hennar kom henni í jörðina, en Andrjes Mogensen tók við nýbýlinu. Það spurðist aldrei framar til Hans bónda og er hahn úr sögunni. Fyrstu árin rak Andrjes Mogen- sem nýbýlið þannig, að liann sendi vinnufólk sitt þangað til búverka, en ])að gekk altaf heim á kvöldin að loknu dagsverki. En liafi það upphaflega verið þessi vinnuaðferð, sem skapaði venjuna, þá hefir senni- lega farið svo, þegar fram liðu stundir, að venjan skapaði vinnu- aðferðina. Árum saman bjó enginn á hjáleigunni. Baðstofan var notuð á daginn, því að fólkið notaði hana til að borða í, en undir eins og verkunum var lokið hraðaði það sjer heim að Gráþorpi. Eftir sólarlag var enginn maður ur í hjáleigunni Þarna úti í miðj- um liaga lágu fjórar þústur eins og fjögur skepnutetur sem eru að reyna að orna hvert öðru, en fara klnufa- lega að j)ví. Engin ljós sáust í glugg- um, það var eitthvað annarlegt við það, því að það er nú venja, að það sje ljós í glugum sveitabæjanna á kvöldin. Á gaflínum, sem sneri að þorpinu, voru tveir gluggar of- an til, en lileri á honum miðjum; ])etta var svipað andliti, sem er blint og dofið eftir harkalegt kjafts- högg. Hvert einasta kvöld hímdi þessi ömurlega ásjóna þarna úti í lniminu og starði einmana og þrjóskulega yfir að Gráþorpi. Það hafði lengi verið altalað, að ])að væri draugagangur á hjáleig- unni. En nokkrum árum eftir, að And- rjes Mógensen hafði eignast býlið ákvað hann að Játa það í heiman- mund með Unu dóttur sinni. Það var sonur Sörens Rytter, sem átti að kvænast henni, — hahn þarna, pilturinn, sem hafði verið í lífverð- nium, og þau áttu að taka við hjá- leigunni. Brúðkaupið átti að standa um vorið. Þegar á leið veturinn datt And- rjesi Mogensen það í liug að kveða niður þetta óorð, sem fór af bænum. í þeim tilgangi sendi hann þangað Lindarhrekku-skyttuna og þrjá menn með honum til þess að vaka þar eina nótt. Andrjes ætlaðist til, að þeir kæmu aftur næsta morgun og hefðu æ síðan hvern þann að háði og spotti, sem hefði trúað á reimleikana. Svona okkar á milli sagt, þá voru þremenningarnir liálfsmeykir. Eu um Lindarbrekku-skyttuna gegndi öðru máli. Hann var nú ekki myrk- fælinn, sjálfur veiðimaðurinn og nátthrafninn. Þegar kvöldaði kveiktu þeir ljös í stofunni og Lindarbrekku-skyttan damlaðí spilunum kumpánlega á borðið og spurði glaðlega: — Hve mikið leggið þið undir? HiíS örugga áhyggjuleysi skyttunn- ar vann hugi þeirra hinna og kvöld- ið leið án þess að þeir vissu af, þeir gleymdu sjer við spilin. Það var komið fram yfir mið- nætti, þá hætti einn piltanna að spila og einblindi fram undan sjer. — Þei, þei! Þeir þögnuðu allir, í einu vet- fangi. Það var eins og andrúms- loftið umhverfis þá stirðnaði upp, og tilveran herptist saman. Skytt- an lyfti sínum gráa kolli og hvim- aði. Þeir litu hver á annan, störðu síðan hver um sig út í loftið. Einn þeirra sleikti varirnar. Það var eitthvað að gerast uppi á loftinu. Eitthvað þungt var dreg- ið eftir fjölunum. Þetta var lang- dreginn og ömurlegur undirgangur, þunglamalegur og einmana. •—- Hvað getur þetta verið? hvísl- aði einn piltanna í liálfum hljóð- um, svona eins og við sjálfan sig. í sama vetfangi var eins og ein- hver fálmaði utan í hurðina, liratt og hrottalega, ofan frá og niður að læsingunni, þeir sáu snerilinn bif- ast. Og síðan ekki söguna meir. • Stundarkorn sátu fjórmenningarn- ir grafkyrrir. Síðan risu þeir á fæt- ur dauðþreyttir og miður sín eftir hræðsluna, skyttan þreif byssuna úr lmrninu. Þeir þrengdu sjer hver upp að öðrum og skunduðu út og rakleitt heim í Gráþorp. Andrjes Mogensen varð allgram- ur, þegar hann sá þá koma heim svona snemma. Frásögn þeirra tók hann ekkert mark á og sagði, að þeir mundu hafa verið fullir. — Nei, því fer fjarri, sagði skytl- an. Hvernig hefði slíkt mátt verða? Við höfðum engan dropa með okk- ur. Littu bara á okkur, við erum ófullir eins og ungbörn. — Já, það er svei mjer gagn að því að senda ykkur út af bæ, sagði Andrjes Mogensen. En það er þarf- leysa, að þið sjeuð nokkuð að blaðra um þetta. Nei, þeir lijetu að gera það ekki. Og þar við sat um nokkurt skeið. En um vorið Iijelt Andrjes Mog- ensen brúðkaupsveislu dóttur sinn- ar, eins og ákveðið liafði verið, og þá skyldu inti liann af hendi með rausn og viðhöfn. Og þar sem lnis- rýmið var of lítið heima fyrir, var veislan lialdin á hjáleigunni. Fyrst i stað fanst fólki þetta undarleg ráðstöfun, en við nánari umliugsun fanst því hún skynsamleg. Það var einmitt hyggilegt úrræði að halda veislu á bænum. Sá mikli dagur rann upp og fólk streymdi þangað frá því snemma morguns. Sjálfur stóð Andrjes Mog- ensen berhöfðaður úti á hlaði og tók á móti gestunum með brenni- vínsgjöfum. Ifljóðfæraleikararnir gengu um á stjettinni og bljesu í horn sín. Það kom fjöldi gesta, enda var allra besta veður og allir í veisluskapi. Þegar komið var frá kirkju var sest að snæðingi og lialdið áfram nær ])ví sleitulaust fram á kvöld. Menn urðu yfir sig fjörugir, og þeg- ar dansinn liöfst var.allur hópurinn lirærður saman, ef svo mætti segja. Því að því er eins farið um menn- ina og aðra hluti i náttúrunni, þeir þurfa hita til þess að þeir fái brætt sig saman. Lindarbrekku-skyttan var þarna i veislunni og gat því síðar sagt frá því, hvernig henni lyktaði. Menn höfðu fengið nóg að borða, sagði liann, mikið liafði líka verið drukkið, sumir voru bara orðnir þjettir. Það var áreiðanlegt að eng- inn hugsaði lengur um nokkurn ó- liugnað, ekki lieldur Lindarbrekku- skyttan, að því er liann sjálfur sagði. Unga fólkið dansaði i stóru stof- unni og i hinum herbergjunum var ys og þys; Það lá svo vel á öllum. Allar dyr voru opnar, gaflanna á milli. Brúðhjónin voru enn ekki farin úr veislunni, en nú var farið að líta að því, að þau færu að hugsa til brottferðar. Sören Hansen hafði það í flimtingum og fólk hló að; Sören var nú altaf svo gefinn* fyrir glens og gaman meðan hann lifði. Það var komið fram yfir miðnætti, um það hugsaði reyndar enginn, veislan átti að standa í tvo daga. Þegar þetta kom fyrir stóð Lind- arbrekku-skyttan í dyrunum á stóru stofunni og hallaði baki að dyru- staf. Öðrum megin við hann svall dansinn en liinum megin spiluðu menn á spil og skáluðu glaðklakka- lega. Ljós brunnu í öllum stofum, menn reyktu tóbak, allsstaðar var reykur og svæla. Þá gerðist það skyndilega, að óg- urlegir skruðningar lnildu við uppi yfir þessu öllu saman. Það var hræðilegt að heyra það. Enginn vissi, hvaðan þetta kom, en það var eins og sleðameiði eða bjálka væri lamið langsum upp undir öll loftin, en með miklu meira afli, en nokkur mannleg vera ætti yfir að ráða; það var vábrestur, eins og allur bærinn væri að klofna. Þarna var eitthvað að verki, sem liafði það eindregið í liuga að gera ilt af sjer. Óttinn greip menn heljartökum. Andrjes Mogensen stóð rjett hjá arninum, og skyttunni sagðist svo frá síðar, að manntetrið hefði hreint og beint brokkið í kút. Það var ljótt að sjá; Andrjes Mogensen var annars daglega engin veifiskata. Fólkið stóð ,og gapti eins og þorsk- ar á jiurru landi af ótta. Og það varð dauðaþögn. En það varð ekki lengi. Brátt komst hreyfing á, menn ruddust hver á annan og hröðuðu sjer skemstu leið til dyra og iþegar út var komið hlupu allir eins og fætur toguðu. Skyttan reyndi líka að liafa liraðan á, liann var hálf- smeykur, það viðurkendi liann. Og áður en tvær mínútur voru liðnar var engin lifandi sál eftir í bænum. Þannig lauk því brúðkaupi. Siðan var bærinn rifinn niður og fluttur inn á milli hinna bæj- anna. Það var þvi likast, sem liann hefði komið vilja sínum fram. fí. J. þýddi. SÍÐUSTU FYRIRSKIPANIRNAR. Þetta eru flugmenn úr einni Boston-sprengjuflugsveit, til- búnir aö stíga upp í vjelarnar. Foringinn er að brýna fgrir þeim siðustu fgrirskipanirnar, sem þeir eiga að fara eftir í árásarförinni, og árásin á að gerast í dagsbirtu, einhversstaðar fyrir sunnan Ermasund.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.