Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1942, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.11.1942, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N HELLIOTR i EGAR madame de Chanlel kom á gistihúsið Imperi- al í Trouville varð þar undir eins uppi fótur og fit út af lienni. Þarna, meðan ferðafólks- aðstreymið var upp á sitt mesta, voru öll herbergi setin, en eitt iburðarbesta herbergið hafði staðið og beðið eftir því að frú de Chantel kæmi, og fiskisagan liafði komið löngu á undan henni og sannfært alla um, að hún væri ákaflega rík og tigin dama. Þessvegna var það eng- in furða þó að allra augu mændu á hana þegar hún kom niður í matsalinn, fyrsta kvöld- ið sem hún var á gistihúsinu. Kvenfólkið glápti á hana með öfund, sem það reyndi ekki að dylja karlmennirnir með taumlausri aðdáun. Og frú de Chantel var afburða fögur. Hún var í meðallagi há og óvenju- Iega grönn, hárið var sem hrafnsvört umgerð um fölt and- litið, vangasvipurinn tiginn eins og á g>rðju og augnahárin löng og þjett svo af bar. Hún var íklædd einhverju, sem tæplega var hægt að kalla klæðnað — klæði væri rjettara. Þau fjellu i mjúkum línum urn hina und- ursamlegu veru. — Hún setlist við lítið borð, útaf fyrir sig, án þess að lita á nokluirn hinna gestanna. Bob Winston virtist erfitt að liafa augun af þessari und- ursamlegu veru. — Hefirðu nokkurntíma sjeð jafn yndislega konu, pabbi, spurði Jessie dóttir hans. Hún var ekki nema þrettán ára. Hún er óvenjulega falleg, ])að er satt, svaraði Bob. —Mjer fyrir mitt levti finst hún vera viðbjóðsleg, sagði frú Jennifer, konan hans. — Þetta er áreiðanlega einhver æfin- týramanneskja. — Altaf skuluð þið konurnar þurfa að skíta út, þegar þið sjá- ið eitthvað fallegra en þið eruð sjálfar. Það var alls ekki meining mín að segja neitt Ijótt, sagði Jennifer rólega. — Mjer skjátl- ast vísl, en mjer sýndist .... En meðan á borðhaldinu stóð voru þau Bob og dóttir hans i sífellu að íala um nýju frúna. Prú Chantel virtist vera á- kaflega hljedræg, jafnvel svo að hún gaf sig ekki að nokkurri manneskju, og eftir þriggja daga veru á gistihúsinu hafði hún enn ekki talað við nokkurn af gestunum: Jessie Winston hafði orðið ákaflega hugfangin af henni, hin austræna fegurð hennar hafði heillað Jessie og liaft gagntakandi áhrif á barns- lund hennar. Jessie háfði strengl þess heit að kynnast þessari manneskju. í tvo daga hafði hún elt hana á röndum, eins og skuggi, en þá var það að tilviljunin kom henúi lil hjálpar, alveg óvænt. Hún var að leika tennis við föður sinn, en kom þá alt í einu auga á frú Chantel, sem kom gang- andi með bók í hendi í áttina til tennisvallarins. Jessie misti þegar í stað allan álmga fvrir leiknum. En ekki hafði lnin hugmynd um, að nákvæmlega það sama hafði orðið um föð- ur hennar. Þau ljeku bæði svo illa, að alt í einu lenti holtinn á bókinni hennar frú Cliantel. Það er erfitt að skera úr hvoru þeirra þetta var að kenna. En svo mikið er víst, að þau fundu bæði hvöt hjá sjer, feðginin, til að gera frúnni afsökun. Og á þann hátt kyntust þau. Jennifer sat á garðbríkinni framan við gistihúsið, er hún sá manninn sinn koma heimundir — og frú Chantel með honum. — Jeg má til að kynná vður konuna mína, sagði Bob. — Jennifer, þetta er frú Chantel. — Mjer er ánægja að kynn- ast vður, sagði frú Jennifer ró- lega og vingjarnlega, eins og hennar var von og vísa. En hjarta hennar harðist og henni var næsta órótt. Þessi kona var fríðari en góðu hófi gegndi, og Bob — jú, hún átti að þekkja liann Bob — hve fljótfær og eldfimur hann var. Jennifer þýngdi fyrir hjart- anu meðan þau sátu og töluðu við frú Chantel. Hann bauð henni með í skemtiferðir þeirra um nágrennið, og innan skamms var svo komið, að þau gátu ekki snúið sjer við, án þess að þessi tígulega franska frú væri með þeim, og fyrir milligöngu Win- stons kyntist hún von hráðar hinum gestunum á hotelinu. Gestirnir voru nú eins og ein stór fjölskylda, en miðdepill þeirrar fjölskyldu var hún tví- mælalaust, franska frúin. Karl- mennirnir voru allir meira eða minna skotnir i henni, og jafn- vel kvenfólkið Ijet heillast af þokka liennar. Og það kom á daginn, að hún lalaði ensku og þýsku engu siður en móðurmál sitt. Þar sem frú de Chantel var — þar var líka Boh Win- SMASAGA EFTIR ston. Fólkið var farið að pískra um hve gott væri á milli þeirra, en þau tvö, sem áttu hlut að máli, virtust ekki vera sjer þess meðvitandi. En þeim mun bet- ur vakandi var meðvitund frú Jennifer. Blessuð frúarhetjan reyndi að lelja sjer trú um, að þetta væri stundarfyrirbrijgði, sem liði hjá, og þá mundi Bob verða eins og hann var áður. En hún kvaldist í leynum og óskaði sjer ])ess af öllu lijarta, að þessi hættulegi keppinautur hyrfi á brotl sem skjótast. Einn daginn kom Madeleine Chantel upp á svalirnar á gisti- húsinu, eftir að hún hafði lok- ið við lotu af golf. Þar sátu margir þrevttir golfkappar og hrestu sig á glasi af áfengi. — Nú hefir dálítið leiðinlegt komið fvrir, sagði hún. -— Buddunni minni héfir verið stolið. Jeg er altaf vön að skilja hana eftir í töskunni minni í fataherberginu mínu. Og aldrei hefir horfið neitt þaðan þang- að til nú. En þegar jeg opnaði töskuna mína áðan tók jeg eft- ir að buddan var á balc og burt. Jeg er ekki að segja þetta peri- anna vegna, því að það var ekki mikið i buddunni, en mig lang- aði til að aðvara ykkur. Þetta var afar óviðfeldið og leiðinlegt. Ekki var hægt að fella grun á nokkurn gestanna, og ekki hafði þess heldur orðið vart, að grunsamlegt fólk hefði sjest þarna á gistihúsinu. Tveimur dögujm síðar hvarf dýrmætur brillantahringur, og rjett á eftir vindlingahylki Ran- dalls, sem var úr skíru gulli. Ofurstinn sór og sárl við lagði, að hann mundi hafa týnt því. Hann vildi ekki kannast við, að hann ljeti stela frá sjer. Nokkrum dögum síðar hvarf heilt skrín með fjölda af verð- mætum skartgripum úr her- bergi gamallar og forríkrar konu. Og nú var varla um ann- að talað en þessa dularfullu þjófnaði, og það var afráðið að láta lögregluna skerast í leik- inn. — Verðurðu samferða út á golf-völlinn, Jennifer? sagði Bob út í loftið, þvi að liann leit ekki á konuria sína um leið. — Nei, jeg er hálf þrevtt, svaraði hún. OP MARCEL PAGNOL Ja'ja, þá föruin við, sagði Bob og beið varla eftir svarinu. Jennifer gat ekki að þvi gert að augu liennar fyltust af lár- um er hún horfði á eftir mann- inum sínum, sem hvarf í burt með grörinu frúna við hlið sjer, hlæjandi og masandi eins og liann væri 22 ára en ekki 42. — Liggur illa á þjer, mamma? spurði Jessie og tók handleggn- um um herðar móður sinar. — Ert þú hjerna? Jennifer virtist verða hissa. — Hvað ertií að gera hjerna væna mín? — Jeg' skal segja þjer það. Jeg hefi gát á frú Chantel. — Hefirðu gát á? Hvað átlu við með því? - Mamma, sagði Jessie án þess að svara spurningu móður sinnar heyrðu mamma, held- urðu að augnahárin á henni sjeu ekta? Þó frú Jennifer væri rauna- mædd gat hún ekki að sjer gert að hlæja. — Hvernig ætti jeg að geta vitað það? Var það til að kom- ast að þvi, sem þú hefir haft „gát á henni“. .Vitanlega. Hevrðu, mamma, geturðu trúað því, að nokkur manneskja sje fædd með svona augnahár? Jessie lioppaði upp á grindverkið, settist og dingl- aði mjóum og löngum skönk- unum, sem áttu svo hágt með að vera hreyfingarlausir. Litla andlitið á henni var alvarlegt. Það var auðsjeð að hún var að hugsa um eitthvað. — Já, væna mín, jeg veit ekk- ert hvort þau eru elda, svaraði Jennifer, en alt í einu liægði henni við hugsunina um, að lmgsast gæti að keppinautur hennar notaði fegurðarmeðul til þess að hæta um útlitið á sjer. Ja, hver veit nema þau sju aðfengin, sagði hún hugsandi. — Greta Garbo notar til dæmis laus augnahár. Það hlýlur að vera óþægi- legt að hafa svoleiðis á sjer, heldurðu það ekki, mamma? Það tel jeg víst, barnið milt. - Mamma, sagði Jessie all i einu og skifti um umtalsefni, — hversvegna varstu að gráta áðari? Þótti þjer leitt, að hann pabbi fór með henni?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.