Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1943, Page 3

Fálkinn - 05.02.1943, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritsljóri: Skúli ^kúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavilc. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf. Skradðaraþankar. Slysavarnarfjelag Islands hafði út- varpskvöld á laugardaginn var, lii minningar um 15 ára afmæli sitt. Þar hjelt Sigurjón Jónsson læknir mjög ítarlegt erindi um starfsemi fjelagsins á undanförnum árum og aðrir fjelagar, sem staðið liafa fram- seminni fluttu þar brýningar og á- yörp. Slysavarnarfjelagið mun nú hafa um 15000 meðlimi og vera lang fjöl- mennastá fjelagið í landinu. En verkefni bess er svo viðamikið, að það rís ekki undir starfinu fjár- hagslega, þrátt fyrir meðlimafjöld- ann, stórgjafir einstaklinga og noklc- urn opinberan styrk. Fyrsla björg- unarbát sinn, „Þorstein' , sem er í Sandgerði, fjekk fjelagið að gjöf frá þeim hjónunum frú Guðrúnu Brynj- ólfsdóttur og Þorsteini skipstjóra Þorkteinssyni í Þórshamri. Og til hinnar fullkomnu björgunarskútu „Sæbjargar", sem ætlað var að fylgdi flotanum eftir á miðin, og væri jafnan til taks, þar sem mest á riði, fjekk fjelagið stórgjafir. En undir útgérð „Sæbjargar'' hefir ljelagið ekki risið, enda kostar hún stórfje. Á síðari árum hefir fjelagið, eink- um kvennadeild þess, kostað kapps um, að koma upp sæluhúsum á söndunum sunnanlands, í viðbót við þau, sem fyrir voru, og auk •þess sem sífelt fjölgar -björgunar- stöðVum með linubyssum og björg- unartækjum, í verstöðum landsins. Alt þetta kostar stórfje, og árs- gjöld þau, sem fjelagið krefst eru lág. Of lág. Þau mættu að skaðlausu j/refaldast. Og þó að margir sjeu i fjelaginu þá eiga þeir að vera fleiri. Starfsemi sú, sem Slysavarnafjelag- ið hefir með höndum er þannig vax- in, að hún er engum íslendingi ó- viðkomandi. Og þó að hinu opin- bera sje að vísu skylt að sjá björg- unarmálum farborða, þá er hitt skemtilegra og lýsir meiri menning- arþroska, að almenningur styrki hana sem mest með árstillögum og fjárframlögum. Það hafa okkur meiri þjóðir gert. Sjávarútvegurinn er lífæð þjóðar- innar. Sjómönnunum eigum við fjár- hagsafkomu þjóðarinnar að þakka. Og það verður eklu metið, hve mik- ið hvert eitt sjómannslíf kostar í peningum, auk þess harms sem það bakar fólki að missa ættingja sína í sjóinn, oftasl á besta aldri og oftast stoð og styttu þeirra nánustu sem eftir lifa. Island undir hernáminu eítir Sigurö Þórarinsson heitir grein, sem Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur hefir skrifað i sænskt blað, og fer hjer á eftir út- dráttur úr henni, sem lýsir þvi vel, hve litlar frjettir landar okkar á Norðurlöndum fá hjeðan að heiman: „Hvernig er ástandið þar?‘ er spurning, sem við íslendingar heyr- um oft hjer i Svíþjóð. Okkur þykir vænt um spurninguna, þvi að liún sýnir að fólk hefir elcki gleyml vestasta útverði Norðurlanda, en hinsvegar þykir okkur leilt, að geta ekki gefið neitt greinilegt svar. Síð- an ráðist var á Danmörku og Noreg liafa siglingar og póstgöngur rnilli ísiands og norðurlanda lagst niður að fullu, og þær frjettir sem okkur berast aðrar leiðir eru heldur l'áar. En þó hafa þær nægt til að gera sjer rjeta grein fyrir stjórnmálum og fjárhagsmálum landsins eftir lier- námið, og þær frjetlir eru eftirtekt- arverðar, þegar þær eru bornar saman við samskonar frjettir frá öðrum hernumdum þjóðum .... Hin herfræðilega lega landsins var óefað ástæðan til þess *að það var hernumið, en lega laridsins er orðin miklu mikilsverðari en hún var i síðustu styrjöld, vegna fraín- fara flugsins. Ef ísland hefði verið i óvinahöndum og notað sem flug- og kafbátástöð, mundi liafa stafaö af því hræðilcg ógnun gegn lífstaug Breta, siglingaleiðinni lil Norður- Ameríku. HinSvegar gat flugstöð á íslandi gert bandamönnum ómetan- lcgl gagn að þvi er snertir varnir sldpalesta, einmitt á hættulegasta - - austast hluta leiðarinnar. í fjörð- um íslands eru éinnig hin ágætustu skipalægi, sém að sumu leyti hafa verið notuð í stað Scapa Flow, sem er hættujega nærri flugstöðvum Þjóðverja í Noregi. Eftir að styrj- öldin Iiófst milli Þjóðverja og Rússa varð ísland enn þýðingarmeira í ó- friðnum en áður, því áð flugstöðv- arnar þar eru best settar til að verja siglingaleiðina til Murmansk ....... Fyrir hernámið var um 70% af verslun íslands við meginland Ev- rópu. Þessi viðskifti hurfu alveg úr sögunni eftir að Danmörk og Nor- egur voru hernumin. Hinsvegar óx eftirspurn eftir íslenskum afurðum stórkostlega í Englandi, og verð- lagið hækkaði .... Auk þess greiddi setuliðið allan kostnað af hernám- inu og keypti afarmikla vinnu af íslendingum, svo að menn græddu fje í stærri mæli, en vörubirgðii' voru fyrir liendi að kaupa. Afleið- ingin af þessu varð verðbólga, sem ágerðist hröðum skrefum og vörur hækuðft sífelt I verði .... Enginn hörgull hefir verið á matvælum og i þvi efni er ísland vafalaust hetur sett en nokkuð annað iand i Evrópu. Hinft 26. mars 1941 lýstu Þjóð- verjar þvi yfir, að sjórinn kringum ísland væri hernaðarsvæði. Við þetta vandaðist málið hvað aðflutn- inga snerti, og eftir þetta var ekki aðeins vöruflutningaskipum heldur einnig fiskiskipum sökt og á þau ráðist. Hinn 7. júli 1941 breyttist aðstaða íslands til stórveldanna. Þann dag steig ameríkansl herlið á land i Reykjavík til þess að taka við her- vernd landsins. Þetta var gert að undangegnum samningum milli ís- lands, Englands og Bandaríkjanna. Sem skilyrði fyrir hervernd Banda- ríkjanna setti ríkisstjórn íslands það, að hæði Bandarikin og Bret- land viðurkendu fult sjálfstæði ís- lands áð slriðinu loknu, og færu burt þaðan með allan her sinn. Ennfremur var það áskilið, að Bandaríkin. skuldbindu sig til að sjá fyrir vöruflutningum til landsins. Bæði Bretland og Bandaríkin gengu að þessum skilyrðum. I nóvember 1941 var gerður verslunarsamning- ur milli íslands og Bandaríkjanna, og samkvæmt honum nýtur fsland hlunninda láns- og leigulaganna. Um ástandið að öðru leyti segir Sigurður, að hernámið hafi lítil á- lirif haft á stjórnmálaástandið. „Blöðin og útvarpið eru frjáls. Það virðist fjarstæða að bera hernám íslands saman við hernám Noregs og Danmerkur. En hinsvegar er ekki þar með sagt, að íslendingar þrái ekki þdnn dag, er það verður alfrjálst aftur.“ Meðfram i tilefni af þessari grein skrifar dagblaðið ,,Arbetaren“ í Stokkliólmi ritstjórnargrein um ís- land og segir þar rneðal annars svo: „Vegna brynjaðrar ritskoðunar veit maður lítið um livað gerist í löndum þeim, sem Þjóðverjar hafa hernumið í Evrópu. En þó nægir það, sem frjettist, til þess að vekja harm og örvæntingu allra þeirra, sem meta nokkurs frelsi og mann- úð og telja mannrjettindin 4dýrasta hnoss nienningarinnar. Stutt sím- skeyti segir frá aftökum í stórum stíl, fangelsunum, sanikomubanni, kúgun allra frjálsra fjelaga og frjálsra blaða — segja frá „gleich- schaltung' í verstu og hrottaleguslu inerkingu þess orðs. Skeytin segja einnig frá sívaxandi eignaránum, frá síversnandi kjörum barnanna í skólunum og vaxandi fátækt og fæðuskorli. Þetta eru ljótar myndir, sem vissulega eru ekki vel til þess fallnar að gera viðkvæmt og heil- brigt fólk hrifið af nýskipun nas- istanna. En í Evrópu er samt eilt hernum- ið land, sem maður heyrir enn minna frá, en löndunum, sem nas- istarnir hafa hernumið. Þetla land er ísland, sem er liernumið af Brel- Frh. ú hls. Vt. Alexandir hershöfðingi er yfirmaður bretska hersins í Afriku og Vestur-Asiu og er hærri að völdum en Montgomerg, þó sjaldan sje ú hann minst. Hefir hann bækistöð sína í Kairo. Hjer ú myndinni er hann að sæma heiðursmerki einn þeirra Frakka, sem veittu lengst viðnúm í eyðimerknrvirkinn Bir Hacheim. j i

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.