Fálkinn - 05.02.1943, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
- LITLfi SfiBfiH -
L P. Terhnne:
Bláa blaðið
pj* YRIR meira en 30 árum sagði
bekkjarbróðir minn i mennta-
skólannm mjer, að liann hefði heyrt
þessa einkenilegu sögu eftir presti
einum frá Canada, sem bætti því
við, að sagan liefði orðið þjóðkunn
löngu áður en hún birtist á prenti.
En hvorki jeg eða bekkjarbróðir
minn höfum nokkurntíma komist að
raun um, hver færði söguna -fyrst í
letur. .Clevcland Moffett, Elizabetli
Jordan og ýmsir fleiri hafa skrifað
endursagnir af henni siðan, sem
bygðar eru á frásögn minni. Ef til
vill getur lesandinn frætt mig á
hvaðan hún er sprottin:
JOHN TRANE hjet ungur og dug-
andi Aineríkumaður, sem var
sendur í verslunarerindum af hús-
bændum sínum fil Frakklands, frá
Ameríku. Hann hafði aldrei farið til
útlanda áður, x>g kunni ekkert í
frönsku.
Hann kom til París síðari liluta
dags, og Ijet aka með sig á gistihús
og fjekk sjer þar lierbergi. Að svo
búnu fór hann út til þess að skoða
borgina og fór inn í kaffihús í hlið-
argötu. Við næsta borð í kaffihús-
inu varð honum litið á unga, franska
stúlku, sem brosti til hans hvað eft-
ir annað. Hann sýndi ekki á sjer
neitt snið til þess að svara henni,
en eftir stutta stund sá hann liana
taka upp ofurlítið blátt pappírsblað
úr handtöskunni sinni, skrifa eilt-
hvað á það, og láta það detta nið-
ur á gólfið við fætur sjer. Síðan lit-
ur hún til hans föstu augnaráði,
stendur upp og liverfur fljótlega út
í mannþröngina á götunni fyrir
utan.
Thane fór nú að verða forvitinn
og sárnar að liann skuli hafa látið
sjer úr greipum ganga svona gott
tækifæri til að kynnast jafn dásam-
legri veru og þessari lconu. Hann
beygir sig niður eftir blaðinu á
gólfinu. Þar standa aðeins örfá orð
á frönsku. En af því að hann gerir
ráð fyrir að þessi orð hafi verið
honum ætluð, þá biður hann yfir-
þjóninn að þýða þessi orð fyrir sig.
Þjónninn lítur á miðann og augu
hans fyllast hryllingi. Og svo biður
hann Thane um, að hafa sig sem
skjótast á burt úr kaffihúsinu.
Þegar Thane kom heim á gisti-
hús sitt aftur segir hann gistihús-
stjóranum frá þessu einkennilega
atviki, sem liann hafi orðið fyrir á
kaffihúsinu og sýnir honum blaðið.
Gistihússtjórinn litur á hann með
skelfingu og skipár honum að verða
burt úr gistihúsinu þegar í stað, en
neitar að gefa honum nokkra skýr-
ingu á þessu tiltæki.
Thane stingur bláa blaðinu í vas-
ann, hnugginn og forviða, og ein-
setur sjer að sýna engum manni
í París þetta kynlega blað framar.
Þegar hann kemur aftur til Amer-
íku segir hann forstjóra firma síns,
sem var franskuv að ætt, þessa sögu
sína. Hafði þessi forstjóri verið vin-
ur lians og föður hans árum saman.
Forstjórinn felst á, að þetta muni
vera einhverskonar grátt gaman,
sem liann hafi orðið fyrir af stúlk-
unni, og býðst til að ráða gátuna.
En þegar Thane' sýnir honum bláa
blaðið, starir forstjórinn á það með
samanklemdar varir, hendir svo
blaðinu framan í hann og skipar
honum burt af skrifstofunni og seg-
ir honum upp atvinnunni að fullu
og öllu.
Thane reikar út á götuna, atvinnu-
laus og yfirbugaður. Hann hefir
eigi aðeins mist allan liugarfrið
sinn heldur einnig atvinnuna — og
alt þetta er fyrir ]>au fáu orð, sem
skrifuð voru á bláa blaðið!
Loksins dettur honum nokkuð i
hug. Hún gamla fóstra hans úr barn-
æsku var frönsk. Iiann gerir sjer
ferð heim til hennar og segir henni
alt af ljetta um hin kynlegu vand-
ræði sín. Hún sver honum hátíð-
lega, að hún skuli þýða hin dular-
fullu bannfæringarorð fyrir hann.
Um leið og liann sest niður dregur
hann upp skammbyssu sína og legg-
ur liana á borðið milli þeirra. „Jeg
heimta ljósa og rjetta þýðingu,'1 seg-
ir hann við hana, „því að annars fer
jeg ekki lifandi út úr stofunni
hjerna.“ Hún kinkar kolli við þvi,
og rjettir fram höndina eftir mið-
anum.
Thane stingur hendinni i vasann
til að ná í miðann. Vasann, sem
miðinn liefir ávalt legið i. Hann er
ekki j>ar. í óðagoti leitar hann í
hverjum vasanum eftir annan. En
blaðið er liorfið. Og Thane fann
það aldrei síðar.
MILO m
Cz- iSz64> tu+i, aJ .
mio La -
í- ,í aj£a.
HEH.S5ÖLUBIRCSIR:
ÁRNi JÓNSSON,
HAFNABSTR.S ReVKJAVÍK.
Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna.
Drekkið Egils-ðl
KAUPIÐ »FÁLKANN«
Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans?
8. Victor Marie Hugo
„Hjá hinum mestu leikritahöf-
undum spretta atburðirnir upp af
einkennum leikpersónanna, en hjá
Victor Hugo — eins og líka hjá
Calderon og Corneille .— er þetta
öfugt, og alburðirnir móta per-
sónurnar.“ Þetta sannast jafnt á
Cromwell, fyrsta leikritinu, sem
sýnt var eftir Hugo, þegar liöfund-
urinn var aðeins 25 ára gamall, eins
og á þeim leikritum lians, sem fræg-
ust hafa orðið, nefnilega Hernani
og Ruy Blas. Og gagnrýnandinn seg-
ir ennfremur: „Atburðarásin i Iier-
nani er þvinguð og leikfræðilega
óeðlileg, viðkvæmnin er væmin og
samræðurnar orðagjálfurslegar, en
tilfinningalif persónanna svo rikt
og geðshræringunum svo vel lýst,
að þær gera áhorfandann hugfang-
inn, þó að leikurinn sje frekar ljóð-
ræns efnis en leikræns." Það sama
mætti segja um Ruy Blas. Eigi að
síður eru þessi tvö leikrit enn sýnd
mikið í Frakklandi og gefa enn skýr-
ingu á hinni miklu hylli, sem Hugo
átti að fagna þar.
Faðir Hugos var liðsforingi í
franska hernum og i æsku dvaldist
Victor Hugo lengstum í Paris, að
undanteknu einu ári í Madrid, sem
faðir hans var þar í hernaðarstörf-
um. Þar varð hann fyrir áhrifum
þeim, sem síðar móluðu Hernani
og Ruy Blas.
Hugur Hugos hneigðist snemma
að bókmentunum. Um fermingar-
aldur tólc hann þátt í ýmiskonar
bókmentasamkepni og vann stund-
um verðlaun Seytján ára stofnaði
liann hálfsmánaðarrit, en það lifði
ekki lengi. Nítján ára samdi liann
leikrit, sem hjet Amy Robsart, en
efni þess var að mestu leyti úr skáld
sögunni Kenilworth eftir Walter
Scott. En þessum leilc stakk hann
undir stol og þegar hann var 25
ára var Cromv/ell hans leikinn við
góðan orðstír, svo að hann kunni
ekki við að gefa Amy Robsart, leik-
inn með lánaða efninu, út undir sinu
nafni. Hann gaf þennan leik því
mági sínum, Paul Foucher, sem ljet
siðar leika hann- undir dulnefni, en
leikurinn var kveðinn niður með
blístri og fussi. En þá gekst Hugo við
hlutdeild sinni í leiknum, svo að
skömmin kæmi niður á rjettan stað.
Þótti þetta stinga i stúf við skap-
ferli hans á efri árum, því að þá
* var hann orðinn hjegómlegur og
annt um að gera lieiður sinn sem
mestan.
Hernani var leikinn í fyrsta sinn
þegar Hugo var 28 ára, og var leik-
urinn sýndur liundrað sinnum, en
mjög voru skoðanir áhorfenda skift-
ar um liann. Skiftust menn í tvo
jafnstóra flokka, annarsvegar menn
liinnar klassisku skoðunar, sem
löstuðu leikinn, en hinsvegar áhang-
endur nýrómantísku stefnunnar. —
Tveimur árum síðar kom nýtt leikrit
frá Hugo, sem lijet „Konungurinn
skemtir sjer,“ en efni þess notaði
Verdi síðar í texta óperunnar Rigo-
letlo. Ýmsir gagnrýnendur telja Ruy
Blas betra leikrit en Hernani, en ef
dæma skal eftir vinsældunum, þá
hefir He.rnani sigrað.
Hugo fæddist í Besancon árið 1802
en þegar hann dó i Paris árið 1885
var útför hans eins viðhafnarmikil
og nokkurs þjðhöfðingja. En frægð
sína á hann fremur að þakka skáld-
sögum sínum en leikritum. Sögurnar
Esmeralda, Vesalingarnir og Maður-
inn, sem lilær, eru kunnar um allan
heim og hafa verið þýddar á tung-
ur flestra siðaðra þjóða.
HERNANI.
Leikurinn var fyrst sýndur i Paris
25. febr. 1830 og leikinn fyrir fullu
húsi hundrað sinnum. Hann gerisl
á Spáni árið 1519. Dona Sol cle Silva,
ung og yndisleg stúlka,' er lieitin
frænda sínum og fjárráðamanni,
Don Ruy de Silva, sem kominn er á
efri ár. En Dona Sol ann ekki
frænda sínum heldur ungum útlaga
sem lieitir Hernani. Þegar frændi
hennar er fjarverandi setur Dona
Sol elskhuga sínum stefnmót i her-
bergi uppi á lofti i húsi frænda síns,
en upp þangað liggur leynistigi.
Þegar þerna Donu Sol opnar leyni-
dyrnar og býst við að Hernani komi
inn, er þar í stað lians ókunnugur
maður. Hann neyðir hana til að
svara ýmsum spurningum viðvikj-
andi Donu Sol og lætur hana siðan
vísa sjer á felustað í skáp í herberg-
inu.
Skömmu eftir að Hernani er kom-
inn, er gesturinn orðinn þreyttur
á felustaðnum og kemur fram. Þeir
eru að því komnir áð berjast., hann
og Hernani, þegar Don Ruy kemur
inn, alveg óvænt. Kemst nú upp
að gesturinn er enginn annar en
Carlos Spánarkonungur, og erindi
hans er það að eiga tal við Don
Ruy á laun. Carlos konungur liefir
heyrt á ráðagerð Donu Sol, um að
flýja með Hernani næstu nótt. Hon-
um hugkvæmdist að verða fyrri til
og gefa merkið, sem ákveðið hafði
verið. Þegar Dona Sol kemur út
tekur konungurinn hana, en Her-
nani ber þar að í söinu svifum og
bjargar henni úr greipum lconungs-
ins. Þegar Hernani fær að vita hið
rjetta veit hann að hann hefir bak-
að sjer ævarandi reiði konungsins.
Þessvegna vill hann ekki láta Donu
Sol bindast sjer, en ráðleggur henni
að ganga að eiga frænda sinn, eins
og upphaflega hafði verið ætlað.
Frh. á bls. 11.