Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N Páll Einarsson fyrverandi hæstarjettartíómari átti sjötíu og fiinrn ára afmæli á þriðjudaginn var. Mun hann nú vera einn elsti lögfræöingur hjer á landi og hefir langan starfsdag að baki sjer. Þegar liann varð fyrsti borg- arstjóri Reykjavíkur fyrir meira en þrjátíu árum, hafði hann um langt skeið gegnt sýslumanns- og bæjar- fógetaembættum, bæði á Akureyri og í Hafnarfirði. En starfið við æðri dómstóla varð jió aðalæfistarf hans. Hann var einn jieirra er urðu dóm- arar í Hæstarjetti þegar hann var stofnaður og sá eini þeirra sem enn er á lífi. Gegndi hann hæstarjettar- dómarastarfinu jiangað til að hann var kominn á hámarksaldur. Samviskusemi og prúðmenska hafa jafnan einkent þennan mæta mann. Hann hefir litið verið við landsmál riðinn og yfirleitt verið hljedrægur maður og ekki gert sjer far um að eignast hylli fjöldans. En þvi betri hefir hann verið vinur vina sinna. Og glöggskygni hans og samvisku- semi í embættisstarfinu hefir lengi verið við brugðið. Einkennilegasta blaðið, sem nokk- urntíma hefir v'erið gefið út, mun hafa verið „Hafgúan“, sem kom út á einum hinna meiri háttar bað- stöðum Frakka hjer um árið. Það var prentað á pappír, sein þoldi að liggja í vatni og var ætlað baðgest- um, tjl að lesa meðan þeir lóiiuðu i sjónum. ijesandinn lagði blaðið á báruna og 'as svo i hesta næði, án þess að nokkuð sæi á blaðinu. 1 Síam er í suinum bönkum sá siður, að hafa apa i bönkum, eins og hvern annan starfsmann. Em- bætti apans er það að bita i pen- iiiga, sem gjaldkerinn tekur við, og hefir grun um að sjeu falskir. Af förunum, sem koma í peninginn eft- ir tennurnar á apanum, má ráða hvorl peningurinn sje falskur eða ekki. Þarna i Síam var mikið að því gert að falsa peninga og þess veíjna var tekið upp á þessu snjall- ræði með apana. Hjer á landi mundi það varia hafa þýðingu að fara þessa leið, því að það eru aðallega seðlar, sem koma inn í bakana og fara út úr þeim. Og varla mundi þessi „tannaprófun“ koma að gagni við seðla. En í Siam er það aðal- lega ínynt, sem er i umferð. Hljómleikar í mianlngo Edvards Grieij Frægasta^ tónskáld, sem Norður- lönd hafa nokkurntíma alið, Edvard Grieg, hefir aldrei verið víðfrægari í veröldinni en nú. Á útvarpshljóm- leikum allra þjóða er Grieg-nafnið jat'nan ofarlega á bekk hinnar klass- isku tónlistar. Þessi smávaxni Berg- ensbúi varð í ríki tónlistarinnar sá jötunn, sem borið hefir nafn Noregs um allan heim. Það sannast aldrei betur en nú. Og þó eru um þessar mundir liðin hundrað ár frá fæð- ingu lians. Tónlistarfjelagið* hjer í Reykjavík ininntist afmælis tónskáldsins með hátíðarhijómleikum á sunnudaginn var. Urðu hljómleikar Jjessir fjelag- inu eða rjettara sagt Hljómsveit Reykjavíkur til hins mesta sóma. Viðfangsefnin voru tvær af liin- um stærri tónsmiðum Griegs og fjög- ur sönglög eftir hann. Fyrst á skemti skránni var Holberg-suitan, hið mikla fimm-þátta verk fyrir strok- hljómsveit. Næst komu ljögur lög, sem Sigurður Markan söng af hinni inestu prýði: Ved Rondane, Mens jeg venter, En Svane og Og jeg vil ha mig en Hjertenskjær. Og loks var A-moll konsert, Op. 16, þar sem Árni Kristjánsson ljek pianó-einleik- (iuðjórij Jónsson trjesmlðameistari fírettisyötu 31A, vcrður 60 ára 20. þ. m. inn með Jieim ágætum að ekki verð- ur með orðum lýst. Þó að ekki liefði verið nema þetta eina verk á ' skemtiskránni mundu margir vilja hlusta á meðferð þess aftur og aft- ur. Enda ætluðu fagnaðariætin eng- an enda að taka. Dr. Victor Urbantschitsch stjórn- aði hljómsveitinni og tókst að vanda að Ieysa verk sitt þannig af hendi, að aðdáunarvert er. — Það er von- andi að hljómleikar þessir verði endurteknir sem oftast, þvi að flest- um væri gott að hlusta á þá. Drekkið Egils ávaxtadrykki 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- krikunum þurrum. 4. Hreint, hvítt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv: að vera skaðiaust fatnaði Hlfl NVJA handarkrika CREAM DEODORANT stöðvar svitan örugglega A r p i d 6P svitastöðv- unapmeðalið sem selst mest . . . peynið dós í dag ARRID TJÖLD - SÓLSKÝU Höfum ávalt fyrirliggjandi tjöld og sólskýli í fjölda teg- undum og mörgum litum. — Saumum einnig sjerstakar gerðir eftir pöntunum. Höfum einnig súlur og hæla í allar stærðir. Talið við okkur nógu snemma, ef um sjerstakar gerðir er að ræða, svo að þjer getið fengið pantanir yðar á rjettum tíma. Höfum ávalt fyrirliggjandi: Svefnpoka, Bakpoka, Ullarteppi, Vatteppi Skíðablússur, Skíðaanoraka, Skíðalegghiífar, . .Skíðahúfur, Skíðavetlinga, Skíðapeysur, Sólgleraugu, Sólkrem. QEYSIR H.F. Fatadeildin. Fæst í ollum betri búðum " / > V Heimurinn vill láta blekkjast. Skemtiferðamenn úr Evrópu sækjast mjög eftir minjagripum, sem látnir eru þeim falir á fjarlægum stöðum, sem þeir férðast um. Þeir kaupa ýmislegt negraskart á stöðum suð- ur í Mið-Afríku, spjót, keyri, leir- smíði og annað, sém alt er selt sem heimaunninn varningur, en oft bú- ið til í stórum stíl í Evrópu og sent þangað á þann stað, sem varningur- inn er kendur við. En vitanlega er verðlagið á gripnum margfalt yfir sannvirði Jjegar hann er komipn á rjetta staðinn. Menn kaujia „kín- verskt postulín", sem er þúið til i Þýskalafldi. Þýsku konurnar vilja helst ganga í frönskum silkisokkum. En sumar þýsku sokkaverksmiðj- urnar framleiða sokka i stórum stíl, senda þá til Lyon í Frakklandi, og. þaðan erti þeir svo sendir aftur til Þýskalands og þykja þá mjög út- gengileg og falleg vara! í gamla daga kom það oft fyrir að brúður giftist án þess að sjá manninn sinn, og stundum sá hún hann aldrei í hjónabandinu. Þá voru stúlkur giftar „með staðgengli“, því að brúðguminn var ekki viðlát- inn -— að jafnaði var hann í stríði einhversstaðar fjarri og hafði ekki tök á að koma heim. Og stundum kom hann aldrei lieim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.