Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 3
FALRINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM fíilsíjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjórix Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpreu/. Skraddaraþankar. „Það sunirar svo seint á stundum“ segir skáldið, og í þetta skiftið hefir vísuorðið reynst sannmæli. Nú er komið fram í lok maímánaðar, en tii skemsta hefir sumario ekki látið á sjer bæra og kuldarnir hafa hamlað öllum gróðri. Þetta er göm- ul saga, sem jafnan lilýtur að endur- taka sig — en þegar góðæri koma mörg ár í röð, þá vill það gleymast, að ísland hefir orðið að venjast misjöfnu árferði og að gamla sagan um mögru og feitu kýrnar hans Faraó endurtekur sig líka hjer úti á íslandi. Það er alkunna að Jjrátt fyrir góð- ærin hefir landbúnaðurinn átt við allmikla örðugleika að stríða hjer á landi undanfarin ár. Þeir örðug- leikar liafa ekki sist stafað af þvi að svo erfitt hefir verið að útvega kaupafójk og vinnufólk yfirleitt. Fólkinu fækkar i sveitinni i stað þess að fjölga. En um ieið fer þörf- in fyrir afurðir landbúnaðarins vaxandi. Og vist er uin það, að neysla hinna innlendu afurða mundi verða þjóðinni til því meiri velfarn- aðar jiví meiri sem hún væri. Það er ekki að eins kjöt og mjólk, sem riður á að hafa i nægilega rikum mæli lianda hverjum islenskum munni. Rófur og kartöflur gætu stór- um sparað neyslu erlends korns og framleiðsla grænmetis, sem all- ir heilsufræðingar telja nú hina bestu hollfæðu, þyrfti að margfald- ast ef vel ætti að vera. Og í raun rjettri ættum við að sjá sóma okk- ar í þvi, að spara sem mest notk- un innfluttra afurða ekki sist þessi árin, því að minnast meguin við þess, að mikið af þessum afurðum er framleitt af konum og börnum þeirra manna, sem nú hafa verið kvaddir undir vopn. í næst síðasta blaði Fálkans birtist auglýsing til almennings frá Ráðn- ingarstofu landbúnaðarins. í fyrra starfaði þessi skrifstofa að því að útvega bændum fólk til starfa á sveitaheimilum, einkum yfir slátt- inn. Hafi þörf verið á því að hag- nýta sem mest það, sem jörðin gaf í l'yrra þá er þess ekki síður þörf nú. Oft er þörf, en nú er nauðsyn! Það er sennilegt, að moldin verði ekki eins gjöful i ár og hún var síðast, og þess vegna verður að halda uppskerunni vel til haga. Það starf, sem unnið er að því að auka framleiðslu landbúnaðarins, er Friðrik Friðriksson Ilins stórmerka brauðryðjanda „Kristilegs fjelags ungra manna“ hefir verið minst á prenti jiessa dag- ana í tilefni af því, að hann átti 75 ára afmæli á þriðjudaginn var. En þeir munu margir, sem minn- ast hans ávalt er þeir heyra góðs manns getið. Því að sira Friðrik hefir líklega kynst fleiri íslending- um en nokkur annar lifandi ís- lendingur, með starfi sínu i K.F.- U.M., meðal skáta og víðar. Sira Friðrik var námsmaður mik- ill í skóla og búinn ágætum hæfi- leikum. Latínumaður var hann svo af bar, sögufróður vel, hagmæltur og yel máli farinn. Sambekkingar hans munu liafa talið, að þar færi vísindamannsefni, sem hann fór. En þetta fór á annan veg. Hann gerðist guðfræðingur, varð fyrir kristilegri lieittrúarvakningu og helgaði K.F.- U.M. starf sitt siðan. Eru ýmsar hliðstæður með honum og ólafiu heitinni Jóhannesdóttur, að þvi er snertir starf þeirra fyrir unglinga. Síra Friðrik mátti ekkert aumt sjá og var því vinur hinna vesælu, en hann mat jafnframt mikils gleðina óg aldrei inun lionum liafa liðið eins vel og þegar hann sá glaða stráka vera að ærslast kringum sig á góðum veðurdegi í Vatnaskógi. Hlutverk lians var eigi að eins það að innræta æskunni guðsótta og góða siðu heldur og að auka lik- amlegt táp og viljaþrek jieirra, sem hann tók að sjer að fræða og kenna. Með því starfi liefir liann unnið þjóðinni og þá einkum Reykjavíkur- búum ómetanlegt gagn. Sem ritliöfundur er síra Frið- rik einkum kunnur fyrir endur- minningar sínar, sem komu út fyrir nokkrum árum og liafa jafnframl komið út á dönsku. Þvi riti er ekki enn lokið, því að þar vantar merk- an þátt um lífsstarf lians. Síra Frið- rik hefir nú um nær fjögra árá skeið setið úti i Danmörku og starf- að þar í unglingafjelögum, flutt fyrirlestra um ísland og ritað bók sína. Hjeðan úr fjarlægðinni munu honum berast margar hlýjar kveðj- ur í dag. jijóðhollustustarf, sem ber nota- drýgsta ávöxtinn. Þvi skyldi enginn gleyma. GARÐAR Nýtt sjóslys hefir bæst ofan á hin fyrri og stórt skarð verið högg- ið í islenska togaraflotann, þvi að síðastliðinn fösludag sökk togarinn Garðar, úr Hafnarfirði, úti fyrir austurströnd Skotlands. Var hann á útleið, fullfermdur af fiski. í blind þoku rakst hann' á skip um liádeg- isbilið, sökk á IY2 mínútu og tók með sjer þrjá af skipshöfninni, sem var 13 manns alls. Þeir sem fórust voru: Oddur Guðmundsson vjelstjóri, Smyrilsvegi 22 í Reykjavík, 48 ára. Hann var kvæntur. Alfreð Stefánsson kyndari, Kirkju- vegi 5 i Hafnarfirði. — Hann var kvæntur og tveggja barna faðir. Ármann Óskar Markússon háseti. Ættaður úr Þykkvabænum i Rang- árvallasýslu. Ókvæntur. „Garðar“ var hvorttveggja í senn, yngsta og stærsta skip togaraflot- ans, smíðaður i Englandi árið 1930 og 462 smálestir að stærð. Eigendur hans voru Einar Þorgilsson & Co. Alfreð Stefánsson. FERST Oddur Guðmundsson. í Hafnarfirði. Hafði Garðar löngum verið eitt af allra fengsælustu skip- um togaraflotans. Ármann Ó. Markússon. Sígarettan er talin nálægt 110 ára gömul. Er sagt að sá, sem fyrstur hjó til sígarettu hafi verið liermaður, sem var í herbúðum og týndi pip- unni sinni. Datt honum þá það snjall ræði í hug að vefja tóbakinu i pappirsræmu og reykja það þann- ig. Nú á dögum eru sigarettur fram- leiddar miljónum saman af sömu verksmiðjunni, i vjelum, sem afkasta um 2000 stykkjum á minútunni.. í Dómkirkjunni i Köln gat enginn prestur látið heyra til sín um alla kirkjuna lijer áður fyr, en hinsvegar gátu fleiri prestar en einn talað þar samtímis, án þess að liver truflaði nnnan. Síðar var gjallarhornum kom- ið fyrir viðsvegar um kirkjuna, svo að nú er hægt að heyra til sama prestsins um alla kirkjuna, ef því er að skifta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.