Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N Sandringham .... og svo fram- vegis. Á stríðst'ímum eru litlu blöð- in enn vérðmætari en ella frá almennu sjónanniði, vegna þess að opinberir starfsmenn og bæjarstarfsmenn á hverjum stað hafa tekið að sjer miklu fleiri störf 'en á friðartímum, en um þessa menn er ávalt eitthvað í blöðuiium. Á friðartímum hafa bæjarstarfsmennirnir með hönd um störf, svo sem uppeldismál, heilbrigðismál, vegamál, eftir- lit bygginga og framkvæmdir, og því um líkt. Á styrjaldartím- um bætist við matvælaeftirlit, skömtunarseðlar, varnarstarf- semi almennings og eftirlit með landbúnaðinum. Svo að þegar misklíð kemur upp á sveita- stjórnarfundi, þá er mikilsvert að gætur sjeu hafðar á þvi og að það komi fram í blöðunum. Jafnframt er nú svo ástatt, að stórblöðin hafa orðið að sætta sig við pappírsskömtun og hafa því minna rúm en ella fyrir allar almennar frjettir, því að stríðsfrjettirnar taka sitt rúm, og stundum eru blöðin full af opinberum tilkynning- um. Vikublað úti á landi, sem oft er við því búið að verða að bíða nokkra daga, getur oft bætt ýmsum merkum tíðindum við þau, sem koma í stórblöð- unum. Hjer skal tekið eitt dæmi. Skömmu eftir að árásin var gerð á Dieppe reyndu Þjóðverj- ar að sannfæran breskan al- menning um, að hjer hefði ver- ið um tilraun til algerðrar inn- rásar að ræða, og í því augna- miði ljetu þeir flugvjelar fleygja ritlingum með myndum frá strandhögginu víðsvegar yfir Suður-England. Stórblöðin gerðu lítið úr þessu ekki af því að þau væri hrædd við að það gæti haft ill áhrif að fólk læsi flugritin, lieldur af því, að þau höfðu svo lítið rúm aflögu. En laugardaginn næsta vildi svo til að jeg var staddur í Suð- austur-Englandi, og þegar jeg steig út úr lestinni ó sveitajárn- brautarstöðinni, keypti jeg ein- tak af blaði staðarins í blað- sölunni. Rak jeg þá augun i, að Sussex Weekly News — en svo hjet blaðið — hafði ekki að eins látið prenta allar myndirn- ar úr flugritunum, heldur gerði það og fulla grein fyrir því hvernig blaðið hefði komist yfir þær. Þetta er aðeins eitt dæmi, en reglan sem dæmið sýnir gildir jáfnt þetta og frjettir af upp- skerunni í landinu, af hreysti- verkum breskra hermanna, sjó- manna og flugmanna, þvi að allir eiga þessir menn einhvers- staðar átthaga og vini, sem dáðst að þeim, hvort heldur er í bæ eða þorpi. En mjer hefði ekki fundist rjettlátt að skrifa mikið lof um sveitablöðin í Bretlandi, ef að eigi væri yfir þeim sá blær sak- leysis og yndis, sem raun er á, jafnframt alúðinni við köllun sína og frjettagildi þessara blaða. Sakleysið eða barnaskapur- inn kemur oftast fram í leiðar- anum, og tek jeg hjer sem dæmi greinarhöfund úr írsku smá- Þetta er hrað'pressan hjá Biggleswade Cronicle, þaö' er Wharf- dale-pressa. iipSv , : CLAUD BARRY VARA-ADMÍRÁLL tók uið stööu sinni i vetur, en hefir verið við sjóhernaö rið- inn að kalla má óslitið slðan Í9Vt, og þá einkum kafbátana. Hann varð aðstoðarmaður vara-flotamálastjórans 1929, en 1940 var honum fengin forusta herskipsins „Queen Elisabeth“ og siöar um stutt skeið herskipsins „Valiant". En þegar sir Max Horton kafbáta-aðmíráll Ijet af starfi sínu tók Claud Barry v\6 þvi. Hjer sjest hann vera að athuga heimsuppdráttinn á skrifstofu sinni i London. MONTGOMERY SETUR SKILYRÐIN Maöurinn til hægri á myndinni er Montgomery yfirmaður 8. hersins breska og er myndin tekin i Tripolis, er hann hafði unniö sigur við Castel Benito í Tripolis. Andspænis honum standa ttalskir hershöfðingjar og landstjórinn i Tripolis. blaði. Hann var að tala um refsiaðgerðir, sem zarinn rúss- neski hefði hótað einhverntíma, og rjeðst óvægilega á þær en klykti út með þsseum orðum: „Við fullvissum keisara allra Rússa um það, að augu „Skib- bereen Eagle“ hvila á lionum." í þessum dúr skrifa smáblöðin oft. Smáblöðin úti um land ná öðrum blöðum fremur yfir allt, sem gerist milli himins og jarð- ar í ensku þjóðlífi — sveita- brúðkaup, töðugjöldin, veiðar, kirkjuviðgerðir, skemtanir til ógóða fyrir líknarsarfsemi, plæg ingasamkepni, sauðfjárbaðanir — að maður ekki tali um sprengjur, sem komu í hænsná- búr, svo að fjaðrirnar þeyttust margar mílur á burt, eða um kálfinn, sem fæddist og var með sigurmerkið V snjóhvítt i miðri krúnunni. t dálkum litlu blaðanna og á milli línanna, getur þú lesið býsna margt, sem þú sjerð hvergi minst á annarsstaðar. t þúsund smáblöðunum getur maður lesið nýjustu sögu Bret- lands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.