Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Borgararnir frá Caiais H.F. HAMAR Símnefni: HAMAR, Reykjavík. II Sími: 1695, tvær línur. o Framkvæmdastjóri: , í BEN. GRÖNDAL, cand. polyt. VJELAVERKSTÆÐl KETILSMIÐJA ELDSMHJJA ♦ járnsteypa ;; FRAMKVÆMUM: o Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvélum ;► og mótorum. J; Ennfremur: Rafmagnssuðu, logsuðu og j; köfunarvinnu. I í ÚTVEGUM ö og önnumst uppsetningu á frystivjelum, < > niðursuðuvjelum, hita- og kælilögnum, ;; lýsisbræðslum, olíugeymum og stálgrinda- j; húsum. ;; F YRIRLIGG J ANDI: <; Járn, stál, málmar, þjettur, ventlar o. fl. j; Sagan gerist á því lierrans ári 1346, er Játvarður III. F.nglakonung- ur hafði sigrað Filippus VI. Frakka- konung í orrustunni miklu við Crecy og sat nú um Calaisborg við Ermar- sund. Englakonungur hafði safnað að sjer óvigum her og i flota hans voru 737 skip, stór og smá. En Calaisborg var ramlega viggirt og horgararnir hlóu að Hótunum Englakonungs. — Kringum borgina voru liáreislir múr- veggir og meðfram ]>eim tvöföld vatnsgröf, sem sjórinn fylti á hverju flóði. Og auk þessa voru mýrarfen og sandbleytur kringum horgina, svo að eigi var liægt að koma múr- hrjótum, slöngvivjelum nje öðrum þungum vígvjelum við. Það virtist enginn liægðarleikur að taka Calais í áhlaupi. Þetta sáu Englendingar líka, og afrjeðu því að svelta borg- arlýðinn inni. En bæjarbúar óttuð- ust ekki þessa hótun heldur, því að ait af var nóg af skipstjórum frá Normandí og Piccardi, sem gátu farið kringum liafnbannið og flutt bæjarbúum lífsnauðsynjar. Og enn- fremur treystu allir j)ví, að Filippus konungur myndi ekki hregðast borg- inni, en koma á vettvang með her sinn og hrekja Englendinga á brott. En nú leið mánuður eftir mánuð og bæjarbúum fór að hrörna hugur. Er tímar liðu fram reyndist sigl- ingamönnum ókleift að rjúfa hafn- bann Englendinga, og að vísu hafði Filippus komist í námunda við bæ- inn með her sinn en horfið aftur er hann sá, að við ofurefli var að etja. Og matvælin gengu til jourðar í Calais: ekkert ket að fá, nje korn og ekkert vín. Fyrst voru hestarnir jetnir, svo hundar og kettir og svo loks rottur og mýs. Tvö þúsund hrum og sjúk gamalmenni, karlar og konur, sem ekki gátu aðstoðað við varnir borgarinnar, voru talin til trafala og send út úr bænum, óvin- unum á vald, i iðrunarkuflum. Og setuliðsstjórinan í borginni, Jean de Vienne, leitaði fundar enska hers- höfðingjans, Gauthier de Masny, til þess að semja við hann um uppgjöf borgarinnar. Hann sagði: ,Jeg og riddarar mín- ir erum fúsir til að gefa okkur Engla konungi á vald, sem fangar, ef setu- liðið og borgararnir fá grið.“ Gauthier liristi höfuðið. Englakon- ungur hafði sagt, að borgararnir í Calais hefðu valdið sjer svo miklu manntjóni, að þess skyldu allir bæj- arbúar gjalda. En Jean de Vienne gafst þó ekki upp og að lokum hjet Játvarður konungur því, að bæn- um skyldi þyrmt og borgararnir lifi halda, með j)ví skilyrði að sex göfugustu og rikustu borgararnir kæmu í herbúðir lians, í nærskyrt- unni og með liengingaról um háls- inn, til þess að láta taka sig af lífi. Og lykla borgarliliðanna skyldu þeir hafa með sjer. Með dauðann í hjartanu reið Jean de Vienne aftur inn í horgina og Ijet hringja öllum kirkjuklukkum til jsess að kalla borgarana til fundar á torginu. Þegar allir voru komnir skýrði liann frá skilmálum Englend- inga og kváðu nú við slík reiðióp og formælingar, að við sjálft Iá að Jean de Vienne skelfdist. Allir hróp- uðu að heldur kysi fæir dauðann og að betra væri að brenna borgina, svo að Englendingar fengi l)ar ekki nema öskuna eina. Þetta liefði máske orðið ef sire Eutasche de Saint- Pierre liefði ekki gengið fram. Hann var einn af rikustu og mikilsvirt- ustu borgurum bæjarins. Komst hann svo að orði: „Skömm og skaði mætti það telj- ast, ef j)essi fagra borg yrði logun- um að bráð og svo inörg mannslíf yrði tekin. Jeg held að Guð muni verða mjer náðugur dómari, er jeg geng fram fyrir liásæti hans, og að hann muni virða mjer það til hins betra, að jeg hafi bjargað borginni minni og samborgurum. Þess vegna langar mig til að verða einn þeirra sex, sem tek við kuflinum og snör- unni og geng berfættur og berhöfð- aður til húða Englendinga." Sire Eustasche de Saint-Pierre liafði naumast lokið máli sínu fyr en annar virtur og ágætur borgari gaf sig fram. Það var Jaken de Wiss- ant, og nú kom einnig bróðir hans og þrír aðrir borgarar, sem buðu sig fram. Þeir skipuðu sjer í röð, og svo klæddu l)eir sig úr hverri spjör nema skyrtunni, alveg eins og þeir ætluðu að fara að sofa, eftir langan vinnu- dag, og brugðu snöru um háls sjer. Gengu þeir síðan berfættir og ber- höfðaðir til herbúða Englendinga og höfðu með sjer borgarlyklana, svo sem krafist hafði verið. Þetta varð þrautaganga, því að alla leiðina urðu þeir að hlusta á kveinstafi vina sinna og ættingja. En þó komust þeir að borgarliliðunum og var þeim læst, er þeir voru komnir út. Jean de Vienne reið á undan þeim, og þegar komið var til tjaldbúða Eng- lendinga ávarpaði hann Gauthier de Masny þessum orðum: „Hjer eru sex göfugustu borgarar bæjarins. Þeir eru með snöruna um hálsinn, og færa herra þínum lykla bæjarins. Sjáðu nú um, að hinn göf- ugi konungur Englands gefi þeim lif og frelsi.“ En Englakonungur vildi enga miskunn sýna. Han kom út úr tjaldi sínu og þrátt fyrir gleði sina yfir því að vera nú orðinn drottinn bæj- arins leit hann illúðlega til borgar- anna og sagði: „Ykkur skal hlíft við hengingu. Skerið af þeim hausana með sverði/ Englendingarnir, sem stóðu um- hverfis, horfðu agndofa hverir á aðra. Þessi grimd keyrði úr hófi. En enginn þeirra þorði að malda í móinn, því að þessa stundina brann slík heiptar harðneskja úr augum konungs, að heita mátti að hann afskræmdist. Þegar drotning- una bar að dirfðust þeir þó að liafa von um, að konungur Ijeti mildast. Hún varpaði sjer á hnje frammi fyrir bónda sínum og sagði: „Aldrei hefi jeg beðið þig neins fyr, en nú bið jeg þig í nafni Guðs kærleika og vegna þinnar eigin her- menskuæru að náða þessa menn og fela þá minni umsjá.“ Konungurinn hikaði enn við, en drotningin hjelt föstum tökum um linje hans, uns konungur loks ljet undan síga og sagði: „Betur mundi mjer hafa þótt, að þú hefðir verið einhversstaðar ann- arsstaðar en hjer, þessa stundina. En úr því að þjer er mikið í mun að hlífa þeim, þá tak þú við þeim. Jeg gef þjer þá.“ Drotningin þakkaði konungi sín- um og Ijet leiða borgarana sex til tjalda sinna. Þar fjekk hún þeim góð klæði og skó, ljet taka snörur af hálsi þeirra og bera mat og vín, þeim til hressingar. Meðan þessu fór fram liafði-Gauth- ier de Masny lialdið inn í borgina með hersveit og hljómleikamenn i fararbroddi, og tók hann Calais her- fangi í nafni Englakonungs. Jean de Vienne og riddarar lians voru færð- ir til skips og sendir í fangelsi til Englands. Skyldu þeir sitja þar uns skyldmenni þeirra hefðu greitt lausnarfje fyrir þá. Nú voru sendar margar kerrur með mat og víni inn í borg hungurs- neyðarinnar og mátti hver neyta eins og hann lysti, en þetta dró þann ömurlega dilk á eftir sjer, að ýmsir hinna þrásveltu manna átu yfir sig og sáluðust. Þegar allir voru mettir var bæjarbúum skipað að verða á brott úr borginni. Eigi var þeim leyft að hafa meira á burt með sjer en þeir gætu borið á bakinu. Og sjálfráðir voru þeir látnir um hvert þeir færu. En húsum öllum og inn- anstokksmunum og öðru eftir skildu var skift milli liinna ensku riddara og borgara þeirra frá Flandri, sem höfðu veitt Englendingum lið í umsátinni. Og frá Englandi ljet Ját- varður konungur marga borgara fara og setjast að í Calais. Þannig gerði hann lýðum ljóst, að Calais væri nú enskur bær og skyldi vera undir krúnu Englands framvegis. S WAW rakkrem mýkir og stgrkir hiVSina og gerir raksturinn aö inœgju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & CO. h.f. Sími 3183. Þannig lauk raunasögunni um umsát og fall Calais en um hundruð ára eftir þetta, þegar bærinn var aft- ur orðin franskur, stóðu nöfn hinna sex manna, sem sýnt höfðu frábært þor og þegnskap, letrað á ráðhús- vegginn í Calais. Og franski mynd- liöggvarinn Rodin hefir gert likn- eski, sem heimsfrægt er orðið, af borgurunum í Calais. John Sloan, námuverkamaður í Kona i Kentucky, var óvenju kyn- sæll maður. Þegar hann var sextug- ur hafði liann eignast 35 börn og var það elsta 36 ára gamalt, en hið yngsta fárra mánaða. Eignaðist kon- an tvívegis þríbura og fjórum sinn- um tvíbura.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.