Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.05.1943, Blaðsíða 9
F A L K 1 N W 9 hún og hann höfðu lifað saman; lifa upp aftur öll góðu meðlæt- isárin. Og þegar hann lagði aug- un aftm-, þá sá hann hana fyrir sjer; unga og fagra, eins og hún var í fyrsta sinn sem þau hittust á dögum ástarinnar. Og nú komst hugur hans á kreik. Hann sá hana sem hrúði, rifjaði upp brúðkaupsferðina þeirra, mint- ist gleði hennar i hvert skifti sem hann færði henni smávægi- lega gjöf, sem vottaði ást hans til liennar. Hann fann vellíðan- ina^ sem liann hafði kent, þegar hann kom heim og hitti hana, er hún var að dútla við hús- verkin; og alvarlegu endurminn- ingarnar ófust lika inn i hug- renningar hans, eins og í draumi endurlifði liann alt samlíf þeirra, og alsstaðar var það myndin hennar, sem alt snerist um. Og á eftir sofnaði hami í fyrsta sinn vært og vaknaði aftur hress og endurnærður. En strax daginn eftir þeg- ar liann kom ofan á skrifstof- una sina kom alvara lífsins og óhugnaður á móti honum aftur. A skrifstofunni lá sem sje brjef frá*» lækni konunnar hans, og þar sagði hann, að nú hefði sjúkdómsorsök hennar fundist, og því miður yrði hann að gera læknisaðgerðir á henni einhvern næstu daga, en vonandi mundi það fara vel. Hinsvegar væri þetta var alvarleg aðgerð, að hann mætti vera við því búinn að kraftar hennar entust ekki til hinnar löngu legu, sem sam- fara væri aðgerðinni. Jacobsen tók saman ferðadót silt í skyndi og fór til höfuð- staðarins. Endurfundirnir voru hrærandi. Þarna lá hún föl og bleik í spítalarúminu og liorfði á hann með stórum, starandi augum. Hún dró liann að sjer, tók um hálsinn á honum og kysti hann, og hvíslaði að hon- um: „Góði Axel, þú mátt ekki vera hræddur, jeg er ekkert hrædd! Þetta er alt gott eins og það er.“ Og hann varð að taka á þvi sem liann átti til, svo að h.ann gæti harkað af sjer og ljeti ekki undan örvænting- unni, sem hann fann að var að vinna bug á honum. Og þegar hann fór út úr dyrunum veif- aði hún til lians með ljúft bros um munninn. Það var þesssi mynd af henni, sem liann varð- veitti í liuga sjer alla þá erfiðu daga vonar og ótta, meðan stóð á læknisaðgerðinni og á eftir — meðan hún barðist fyrir því að lifa. En hún sigraði, þessi veik- bygða en viljasterka kona. Viku síðar gat læknirinn gefið góða von um, að ef ekkert óvænt bæri að höndum rnundi hún vera úr allri hættu, enda þótt hún yrði lengi að ná sjer eftir sj úkdóminn. Allan þennan tima sat Jacob- sen jafnan við sjúkrabeð konu sinnar þær stundir, sem sjúkra- liúsreglurnar leyfðu, að hann væri inni. Og honum fór eins og henni: hann fjekk aftur frið eftir alla angistina, og þegar hún fór að öðlast þrótt þá var eins og starfslöngunin vaknaði hjá honum á ný. Hann fór jafn- vel að langa heim til þess að koma öllu í gamla lagið aftm- áður en hún kæmi heim; en þegar heimþráin var sem mest tímdi hann þó ekki að biðja konu sina um að lofa sjer á undan. En einnig i þessu máli mætti eðlishvöt hennar þrá hans á miðri leið, með undarlegu móti. Einn góðan veðurdag, þegar henni var farið að fax-a svo mik ið fram, að hún gat setið uppi í rúminu, tók hún hægt í hönd- ina á honum og sagði: „Heyrðu Axel, nú skalt þú ekki biða eft- ir mjer lengur. Jeg finn að þig er farið að langa að komast heim til þess að sinna störfum þínum, og ekki máttu vanrækja þau mín vegna!“ Þegar hann ætlaði að fara að malda í mó- inn sagði hún: „Þú ættir heldur að fara heim, einmitt mín vegna. Jeg held að jeg muni hlakka ennþá meira til að koma heim, einmitt ef þú ert komin á undan. Nei, þú mátt ekki hlæja að mjer, en jeg hefi verið að hugsa um það, að þegar jeg veit að þú erl heinxa og ert að búa alt undir að taka á móti xnjer, þá finst mjer jeg fyllast nærri því eins mikili eftirvænt- ingu og þx-á eftir lieimilinu okk- ar, eins og í mjer var forðum, rjett fyrir bx-úðkaxxpið okkar, þegar þú hafðir viðbúnað til þess að taka á móti mjer heima hjá þjer sem konunni þinni.“ Og svo fór Jacobsen kaup- maður heiixx til sín, og þó að mai-gar iðnar hendur hefðu gert sitt besta til að lialda öllu i horfinu, rak hann sig samt á margt, sem liann vissi, að hún mundi óska að hafa öðruvísi. Og í tómstundum sínunx gerði hann ekki annað en lxugsa unx þetta og kippa öllu i það horf, sem hann lijelt að henni mundi getast best að, svo að tíminn leið fljótara en lionum hafði dottið í hug, og altaf var nóg að liugsa um. Loks kom sá fagn- aðardagui-, að hann fjekk brjef um, að nú væri hún orðin svo hress að honunx væri óhætt að sækja hana. Frá sjer numinn af gleði ók hann í höfuðstaðinn, og svo mjög þráðu þau bæði að kom- ast heim, að viðstaðan þar vai'ð stutt. Vbii bráðar ók vagninn með þau bæði beimleiðis, glöð og ánægð; þau gátu tæplega skilið að þau væru á leiðinni til nýrx-ar sælutilveru i gamla lxús- inu sínu, tilveru, sem var ör- ugglega bygð á því, sem þau hvort í sínu lagi reynt mótlætis- dagana löngu og dimmu, sem nú voru liðnir hjá. Þegar vagninn með „þau ný- giftu“ — sem þau kölluðu hvort annað i spaugi á heimleiðinni, er þau hjeldust í hendur og rifjuðu upp gamlar minningar — loksins ók heim steinlögðu götuna i litla bænum þeiiTa, urðu þau forviða er þau sáu, að fáni var dreginn að hún á, að kalla mátti hverju húsi i aðalstrætinu.Allstaðar stóð fólk og veifaði til þeii'ra, kallaði til þeirra kveðjuorðum og árnað- aróskum, og þegar þau loksins komu að húsdyrunum hjá sjer hafði verið skreytt þar með fán- um og skógai'greinum, en heim- ilisfólkið og kunningjarnir stóðu við dyrnar og heilsuðu með húri'ahrópum og buðu hús- móður sína velkomna. öll ljós loguðu í stofunum og þar var alt þakið í blónxum, alveg eins og þegar þau komu í húsið i fyrsta sinn, sem brúðhjón. Heimilisvinirnir ónáðuðu þau ekki þetta kvöld, svo að þau fengu að vera í næði. Hann faðmaði hana lengi og sagði: „Manstu fyrsta sumax'daginn eftir að við höfðunx trúlofast? Jeg kom siglandi heim til þín á litlum mótorbát; þú stóðst á bryggjunni í hvítum kjól og veifaðir til mín, en jeg veifaði hattinum á móti. Mjer fanst eins og þú væi'ir tákn sumai's- ins þá. Og einliver maður og kona, senx stóðu skamt frá, hvísluðu: „Það er ekki anxalegt að fá svona viðtökur!“ Og nú í kvöld, þegar þú rjettir út báð- ar hendurnar á móti mjer, kenni jeg aftur sömu sælu- og hamingjutilfinningai'innar, vegna þess að jeg hefi íengið þig aft- ur. f huga mínum eri þú jafn ung og fögur eins og þú vai'st þá, enda þótt jeg viðurkenni, að ljósnxyndarinn hafði að nokkru leyti í'jett fyrir sjei', þegar liann var sá dóni að kalla þig „gönxlu konuna“. Þá varstu nefnilega veik, en nú ertu oi'ðin hraust ög ung í annað sinn. Þakka þjer hja.rtanlega fyrir að þú hefir gefið mjer lífið og lukkuna á ný. Við „unga fólk- ið“ eigunx ái'eiðanlega mörg á- nægjuleg ár fyrir- höndum, sjáðu til.“ SPRENGJUR YFIR HAMBORG. Þessi mynd á að gefa hugmynd um hvernig 94. loftárás Dreta á H'amhorg virtist lita út úr einni af flugvjelunnm, sem árásina gerðu. Það voru aðallega enskar Lancasterflugvjelar, sem gerðu þessa árás og var hún að nœturþeli og gerð á kaf- hátasmiðastöðvar i Hamborg, en þœr eru þœr stærstit, sem Þjóðverjar eiga. Var einkum varpað niður fjögra og tvcggja smálesta sprengjum, og þegar flugvjelarnar skildu við loguðu eldar um allar skipasmiðastöðvarnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.