Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N með Iveim mönnum, 9, 9x5 feta stóru svæði, hefði jeg sagt liann vit- lausan. Jeg lagði mikið af og tennurnar fóru að gera injer óþægindi. Góm- fyllan gekk saman og nýju tennurn- ar voru lausar og óþægilegar. Munn- urinn var þurr. Svolitið bætti það úr að jeg skolaði tennurnar i sjó 4—5 sinnum á dag og sleikti góminn með saltvatnsvotri tungunni. Jeg vissi kiípuna, sem jeg mundi kom- ast í ef jeg misti lennurnar, og fór því mjög varlega, þegar jeg var að þessum jivotti. Einu sinni misti jeg \>ær, en náði þeim aftur áður en þær höfðu sokkið sex þumlunga. Þetta fanst mjer eitt hræðilegasta augnablikið allar þessar þrjár vik- ur. Þannig hafði jeg minn djöful að draga eins og hinir, en líka gleði- legar skynvillur. Meðal annars var mig oft að dreyma sama drauminn. Hann byrjaði altaf með því að jeg sa eyju og þar bjó gamall vinur minn, sem átti fallegt heimili og hafði á- nægju af að taka á móti okkur. Þar áttum við að fá morgunverð og nóg af ávaxtasafanum, sem jeg þráði mest, og svo ætlaði jeg að senda skeyli til Stimsons ráðherra og biðja hann um að senda flugvjel eftir okk- ur. Svo vaknaði jeg með skelfingu við það að jeg var úti á Kyrrahafi i ruggandi báti, og grá þoka alt í kring. Við Gherry vorum sannfærðir um að við værum langt fyrir norðan og vestan leiðir flugvjela og skipa. Við reyndum öðru liverju að. róa í suðaustur, en þoldum ekki áreynsl- una. Við álitum liollara að spara kraftana. Fjórtándu nóttina eða svo kom undursamlegur úrhellir. Hver skúrin eftir aðra gekk yfir bátinn. Jeg efast um hvort jeg hefi nokkurntíma kepst eins mikið við og með jafn góðum árangri. Þegar jeg var að enda við að vinda síðustu skyrtuna og sokk- ana í dögun átti jeg fimm lítra af vatni í austurstroginu. Cherry hafði nærri þvi eins mikið i sinni dollu. Við fengum okkur sitt staupið hvor, bæði um morguninn og aftur uin miðjan daginn. Þetta, ásamt þvi sem við höfðum sogið úr fötunum hresti okkur. En vegna þess að kraftar okkar voru tvímælalaust að þrjóta hjeld- um við ráðstefnu siðdegis næsta dag, og ákváðum að taka upp ráðabreytni sem jeg liafði áður talið áliættusama. Síðan við yfirgáfum flugvjelina hafði jeg altaf staiðið fast á því að bátarnir lijeldu hópinn. En nú var jeg kom- inn á þá skoðun að eina lifsvon okkar væri sú, að einn báturinn, með þeim mönnum, sem enn áttu mest þrekið, skyldi reyna að róa til suð- austurs. Þar voru meiri líkindi til að liitta skip eða flugvjel, og ef svo færi gætu bátsverjar vísað á okkur. Cherry fjelst á að fara og Whittaker og De Angelis, sem voru liraustari en við hinir, buðu sig fram líka. Þeir fengu mest af vatninu og einu árina, sem eftir var i litla bátnum. Þeir lijeldu af stað snemma síð- degis. Eða rjettara sagt: reyndu að halda af stað. Þeir leystu fángalín- una og byrjuðu að róa. Sjórinn var dauður en andvari á móti. Klukku- tíma síðar sáum við enn til þeirra svo sem milu í burtu eða kanske minna. Jeg sá að tveir rjeru en einn hvíldist. Jeg sá skuggan af þeim 5 löngu eftir sólarlag. Svo misti jeg sjónar af þeim í þokunni. í dögun bylli jeg mjer ofan á Reynolds til að líta í kring og sá þá að þeir voru skamt undan og sváfu. Svo koma þeir róandi til baka, steinuppgefnir. Cherry kvað óhugs- andi að róa í þessa átt, móti straum og kulinu. Þetta voru okkur von- brigði, en á einkennilegan hátt mark- aði þetta tímamót hjá okkur. Eftir þetta skorti okkur aldrei valn. Það rigndi altaf einhverntíma sólar- hringsins. Við fundum líka ráð til að geyma vatnið. Mjer var illa við að láta það standa í austurstrogunum, vegna þess að altaf var liætta á að þau yltu um. Og svo gufaði mikið upi> þegar heitt var. Þá dat mjer i hug að nota björgunarvestið, sem jeg var í. í því voru tvö loftþjett hólf. Jeg hleypti loftinu úr vestinu, saup munnsopa í einu úr troginu og spýtti honum jafnharðan inn um opið á hólfunum. Þetta var seinlegt — 15—20 mínútna verk að koma hverjum lítra í vestið. Piltarnir liöfðu gát á barkakýlinu á mjer á meðan, að sjá hvort það hreyfðist eða ekki og sopinn færi ofan i mig. Sjaldan hefir heiðarleik minn stað- ist liarðari freistingu og jeg lái ekki piltunum, þó að þeir tortrygðu mig. Eina nóttina heyrði jeg tvo föru- nautana vera að hvísla um það, að þeir hefðu talið upp að fjórum að eins ineðan Rickenbacker var að súpa livern sopa úr troginu, en upp að sextán meðan hann var að koma honum í vestishólfið. Makríll hleypur upp í bátinn. Við vorum svo hundaliepnir að eignast svolítinn mat með vatninu. Eina nóttina, þriðju vikuna, var ógnar skvamp kringuni bátana. Það var koldimt, en við sáum glitta í rákir, eins og af fosfórspýtum, og heyrðum skelli, eins og undan þung- um sporðnm. Hákarlar liöfðu rekist á makríla- torfu, sem var kringum bátana. Makríllinn varð skelkaður og tók sig á loft upp úr sjónum. Einn lenti i bátnum mínum og jeg greip liann áður en hann gat bylt sjer útbyrðis. í sama bili lenti annar í bát Cherrys og náðist. Þetta var tveggja daga matur og fyrsti maturinn, sem við liöfðum smakkað í nærri heila viku. Cherry var sá eini, sem gat stært sig af því að hafa rekist á hákarl, og þetta var af misgáningi. Eina nóttina hrukkum við allir upp við ógurlegt neyðaróp. Það var ógnar fyrirgangur í fremsta bátnum og loks lieyrðum við Cherry kalla: „Rölvaður hákarlinn braut á mjer nefið!“ Við drógum bátana saman og það var auðsjeð að Cherry hafði fengið högg því að blóðið rann niður and- litið á lionum og á skyrtuna. Whit- taker ljet hann leggjast á bakið með- an hann var að þvo framan úr hon- um og Iagði bjautan vasaklút á nef- ið á honum. Þá stöðvaðist blóð- rásin og eftir að verkurinn svíaði komst Cherry að raun um, að hann hefði ekki nefbrotnað. Hann hafði aðeins óljósa hugmynd um hvernig þetta hefði viljað til. Hann hafði legið þversum yfir bátinn og haus- inn staðið út af, en þá mun hákarl hafa synt hjá og slegið hann með sporðinum. Á 17. degi fengum við fyrstu tál- vonina um, að okkur liefði rekið þangað, sem von væri um að lijálp- ar væri von. Við höfðum haft skúra- veður i nokkra daga, sem hrakti okkur sitt á hvað. Bátarnir höfðu höggið í sifellú á óútreiknanlegu ölduróti og við vorum svefnlausir, aumir og dauðlúnir. Jeg vatt vatn úr fötum okkar þangað til fingurnir voru orðnir tilfinningarlausir. Þá hvíldi jeg mig og fór svo aftur að vinda. Varaforðinn í björgunarvest- inu fór sívaxandi, það var þungt þegar jeg lyfti því. Ög við drukkum þrjú staup á dag, hver. Þennan dag var alskýjað, mikill sjór, svo að öldurnar földuðu hvitu, og jeg var hræddur um að tengi- linan milli bátanna mundi slitna. Jeg sá að Cherry settist upp i fram- bátnum og teygði hausinn. Svo kall- aði liann: „Jeg heyri í flugvjel! Hlustið þið!“ Eftir fáeinar mínútur sáum við flug\rjel til vinstri. Hún kom út úr regnskúr, flaug lágt og hratt, svo sem fimm mílur í burtu. Bartek var aftur í bátnum mínum þennan dag. Hann stóð upp, en jeg studdi hann, og svo baðaði hann út öllum öng- um og kallaði, þangað til hann hneig örmagna ofan í bátinn aftur. Við hrópuðúm eins og við gátum, allir sjö. Vjelin kom ekki nær. Þetta var flotholdavjel með einum hreyfli. Jeg efast um að við höfum eygt hana nema 3—4 minútúr. Hún var mikils til of langt undan til þess að við gætum eygt á henni merkin. Svo gekk skúr milli okkar og henn- ar og við sáum liana ekki framar. AUir hættu að kalla og lengi vel sagði enginn eitt orð. Jeg var sár í hálsínum eftir hrópin. Þó var það stórkostleg hressing að sjá flugvjel. Þetta var fyrsta teikn mannlegs lífs, sem við höfðum sjeð utan að í hálfa þriðju viku. Okkur þótti þetta sönnun þess, að ekki væri land langt undan, eða að minsta kosti skip, sem gæti skotið út flugvjel. Nóttina eftir sváfu ekki aðrir en veiku mennirnir. Cherry, Whittaker, De Angelis og jeg vorum símasandi milli bátanna. Átjánda daginn siðdegis sáum við tvær flugvjelar al' sömu gerð, sem fugu nálægt hvor annari, um sex milur í burtu. Við veifuðum skyrtunum okkar, en kölluðum ekki, því að við vissum að það var ár- angurslaust. Að morgni 19. dags- ins sáum við enn fjórar flugvjelar, tvær þeirra flugu til norðurs og svo tvær til suðurs, i 4000 feta hæð, á að giska. Við heyrðum i þeim hljóð- ið eftir að þær voru liorfnar. Þann dag síðdegis sáum við ekki fleiri vjelar og nú fórum við að ótt- ast, að okkur hefði rekið fram hjá landi þvi eða eyjaklasa sem þær flugu frá. Það virtist ekki vera nema eitt tilfelli móti miljón að nokkur hirti okkur. Við liöfðum haldið að flugvjelar ættu gott með að sjá okk- ur vegna þess að bátarnir voru sterk- gulir. Nú vissum við betur. í sjó- gangi er erfitt að þekkja bátana frá hvitum ölduföldunum. Og þó hefði okkur átt að liða bet- ur nú en áður. Við höfðum nóg af vatni og við höfðum mat. Snemina morguns áður en fullbjart varð höfðu torfur af smáfiski, svipuðum sardínum, hópast kringum bátana. Með þolinmæði og ástunduun tókst okkur að veiða þá. Við kiptum þeim upp með hendinni en mistum auð- vitað hundrað fyrir hvern einn, sem við náðum. Síðustu þrjá dagana inunum við hafa veitt 20—30 stykki. Við skiftum þeim i jafna bita. Og þeir voru ekki hættir að sprikla, þegar við bitum í þá. Cherry leggur af stað einn. Nú kemur að kvöldi 20. dagsins, kl. 6. Cherry og De Angelis voru að þjarka um eitthvað, sem jeg ekki skifti mjer af þangað til jeg lieyrði hvað á spitunni lijekk. Cherry vildi fá De Angelis til að láta sig hafa litla bátinn. „Hvað viltu með hann, Cherry?“ spurði jeg. „Jeg ætla að reyna að nú landi,‘ svaraði hann. „Það þýðir ekkert að vera saman. Þeir sjá okkur aldrei með því móti.“ Jeg sagði Cherry að þetta væri misskilningur og er sannfærður um það enn, þó að svo vildi til að hann fanst fyrst. Við rökrædduin þetta heilan klukkutíma að minsta kosti. Jeg hjelt þvi fram, að hann hefði enga hugmynd um livaða stefnu hann ætti að taka. Við höfðum sjeð flugvjelarnar í öllum áttum. Og ef þær sæu ekki bátana saman, þá sæju þær þá því síður hvern í sínu lagi. En Cherry var þrár. Hann lijelt því fram að eina lífsvonin væri sú að við skyldum. En samt ljet hann mig ráða og sagðist ekki fara nema jeg samþykti það. Jeg sá fram á, að ekkert gagn var að því að þrefa um þetta lengur. De Angelis rjeri litla bátnum fram hjá okkur og að fremsta bátnum, og þeir höfðu skifti, liann og Cherry. Jeg óskaði honum góðrar ferðar og kvaddi. Hann hafði talsvert af vatni með sjer, svo að jeg hafði ekki á- hyggjur af því. Wliittaker og De Angelis liorfðu á eftir bátnum með vaxandi kvíða. Jeg heyrði þá segja, að máske liefði Cherry rjett fyrir sjer og ekkert ynnist við að halda hópinn.. Ákváðu þeir að fara lika sina leið. Jeg and- mælti þeim með sömu rökum og Cherry og spurði: „Hvað um Reyn- olds?“ Jeg var orðinn reiður. „Þjer hafið ekki spurt hann!“ svöruðu þeir. En Reynolds var veikari en svo að hann skildi livað sagt var við hann. Jeg Ijet undan á nýjan leik. Cherry var um það bil kominn í hvarf þegar þeir leystu tengilín- una. Og báðir bátarnir voru horfn- ir áður en myrkrið kom á. Nú vor- um við þarna þrír einir og Adam- son og Bartek nær dauða en lífi. Þeir höfðu ekki skift sjer af deilun- um. Jeg efast um að þeir hafi lieyrt það sem við sögðuni. Þeir voru í kuðung, sinn í hvorum bátsenda. Jeg var ákaflega mæddur þessa nótt. Björgunarhorfunar voru mjög litlar, ef okkur hafði í raún og veru rekið frá landi. Jeg liafði víst ekki meira en rúma tvo litra af vatni. Helmingurinn af því var góður, en vatnið í hinu hólfinu efaðist jeg um, þvi að það hafði jeg undið úr tusk- unum fyrst. Morgun 21. dagsins vaknaði jeg af óvenjulega þægilegum draumi, sem að vísu var ekki nema endurbætt útgáfa af liinum venjulega draumi mínum. Jeg skenkti morgunstaupið af vatni, en Adamson og Bartek voru svo máttfarnir, að þeir gátu varla lyft höfðinu til að drekka. Þegar jeg helti í mæliglasið, var jeg svo skjálfhentur að dálitið skvettist hjá Frh. á bls. ík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.