Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 14
14 rAL KÍN N KYRRAHAFSLEIÐANGURINN. Frh. af bls. 5. mjer. Dálítið af vatni Barteks rann niður á hökuna á honum, svo að jeg varð að gefa honum uppbót. Svo veiddi jeg nokkur sili. En jeg var órór og ójjolinmóður, svo að mjer gekk það klaufalega. Það hafði ljett til um nóttina, svo að mjög heitt varð þegar sólin var komin upp. Jeg skimaði eftir þangi eða rusli — einhverju sem bæri þess vott, að land væri ekki langt undan. En þarna var aðeins liafið. Það sást jafnvel ekki máfur. Við og við um morguninn bráði svolítið af Bartek og liann spurði: „Eru flugvjelarnar komnar aftur?“ Jeg svaraði: „Nei, þær hafa ekki verið hjerna síðan í fyrradag.“ Hann virtist eiga bágt með að skilja þetta. Svo muldraði hann: „Þær koma ekKi aftur, jeg veit það. Þær koma ekki aftur!“ Hann sagði þetta upp aftur og aftur. „Hlustið þjer, kapteinn! — Flug- vjelar!“ Og þó var það Bartek, sem fyrstur heyrði i vjelunum þegar þær komu, síð'la þennan dag. Jeg er viss um að jeg var vakandi þá, en jeg hefi víst verið í einhverju móki, þvi að Bar- tek tók í skyrtuna mina og hvíslaði: „Hlustið þjer, kapteinn — flugvjel- ar! Þær eru að koma aftur! Þær eru mjög nærri okkur!“ Tvær flugvjelar stefndu til okkar úr suðaustri. Adamson og Bartek voru svo máttfarnir að þeir gátu ekki staðið sjálfir nje stutt mig. Jeg settist upp og veifaði eins og jeg gat með gamla liattinum mínum. Vjel- arnar flugu aðeins nokkur hundruð metra yfir sjó, fóru framlijá svo sem í tveggja milna fjarlægð og hurfu sjónum í kvöldroðanum. Von mín breyttist í örvæntingu. Nóttin fór i liönd. Þetta var síðasti möguleik- inn okkar. Hálftíma síðar heyrðum við aftur í þeim, miklu nær. Sú fyrri lækk- aði fiugið, beint yfir bátnum. Við öskruðum eins og óðir menn. Vjel- in var svo nærri að jeg gat sjeð lát- bragð flugmannsins. Hann brosti og veifaði. Fyrst nú athugaði jeg merk- in á flugvjelinni. Hún var frá sjó- her Bandarikjanna, og jeg fyltist gleði og þakklæti. Jeg veifaði og veifaði til þess að Jála sjást, að við þessir þrír i bátnum, værum lifandi en ekki dauðir. Fyrri flugvjelin flaug heilan hring . kringum bátinn og lijelt svo áfram eftir Iiinni. Þær hurfun í þá áttina, sem þær höfðu komið úr í fyrstu. Þetta voru einlireyfilsvjelar á flot- holdum, eins og þær, sem við höfð- um sjeð áður. Bartek hjelt áfram að spyrja: — „Koma þær aftur? Koma þær aft- ur?“ Jeg svaraði játandi — þær vissu hvar við værum og kæmu áreiðan- lega aftur. Jeg hjelt að þær hefðu haldið til stöðvar á einhverri ná- lægri eyju og að flugbátur yrði send- ur til að bjarga okkur. Jeg þraut- hugsaði fjölda af ástæðum fyrir þvi að þær skyldu hverfa á ný. En jeg gleymdi alveg einni: þær vantaði bensín. Tíminn leið og traust initt dvín- aði. Sóiin lækkaði óðum og geig- vænlega skúr dró saman í suðri. Um það bil 45 mínútum síðar komu sömu tvær flugvjelarnar i jaðrinum á skúrinni. Þegar þær voru svo sem mílu undan beygðu þær inn í lágt ský og hurfu. Þær höfðu auðsjáan- lega mist marks á okkur aftur. En fáeinum mínútum síðar komu þær út úr miðri skúr og stefndu nú beint á bátinn. Þær hljóta að hafa sjeð okk- ur strax því að þær lækkuðu flugið og fóru að hringsóla. Svo flaug önn- ur vjelin burt en liin hjelt sig yfir okkur. Hún flaug í hring — í hring — í hring. Jeg veifaði — veifaði — veif- aði. Aldrei hefi jeg vitað jafn mik- inn mátt i mjer. Það sýndi hvernig andinn getur stjórnað efninu. í austri var þegar orðið dimt. Jeg braut heilann um hvað flugmaður- inn ætlaðist fyrir, hvort hann væri að biða eftir einhverjum öðrum eða hvort hann ætlaði að lenda og bjarga okkur sjálfur. Sólin gekk til viðar, en hann hjelt áfram að hring- sóla, og nú fór jeg að óttast, að liann yrði að hverfa aftur til bæki- stöðva sinna og að við yrðum að vera þarna eina nóttina enn. Og ef við lentum í rigningarskúr var ekki gott að vita hvar við yrðum að morgni. Jeg átti bágt með að skilja hvers vegna hann lenti ekki. Það var aðeins lítil skima á vest- urhimninum, þegar sterkur bjarmi sást undir flugvjelinni. Mínútu síð- ar koin rautt ljós. Nú vissi jeg ástæð- una til þess að hann var að hring- sóla þarna. Hann var að bíða eftir skipi. Langt í suðri sá jeg morse- merki stöfuð með Ijósum. Framhald i nœsta blaði. ATHUGIÐ! Vikublaðið Fálkinn er seldur i lausa- sölu í öllum bókabúðum og mörgum tóbaksbúðum, kaffistofum og brauð- sölubúðum. Snúið yður þangað, eða beint til afgreiðslunnar, þegar yður vantar vinsælasta heimilisblaðið — VIKUBLAÐIÐ ,FÁLKINN‘ ma s | ■. . •■■■■■ . <;:s í v; s s: w - - WmM ■> Wí MZ <; m i--'-; ■ . I ■ !■ im Wmm ÍBHÍI HRAP TIL BANA Þetta er Heinkel-flugvjel 129 að hrapa til jarðar nálægt vlg■ stöðvum Breta við Bou Arada í Tiuiis. UPPGJÖFIN I STALINGRAD. Þegar Bússar náðu Stalingrad, eftir eina ægilegustu viður- eign, sem sögur fara af i nokkru stríði, gáfust fimtán hers- höfðingjar möndulveldaruia upp, ásamt Paulus hermarskálki, sem var hæstráðandi Þjóðverja á þessum vígslóðum. Var hann herstjóri 6. þijska hersins og 4. skriðdrekahersins, og hafði fengið skipun um að verjast meðan nokkur maður væri uppi- standandi, þótt auðsætt væri hvernig fara mundi, með því að herinn var innikróaður. — Hjer á myndinni sjást, frá vinstri til hægri: Diniatru hershöfðingi, gfirmaður 20. rúm- ensku fótgönguliðsdeildarinnar, von Daniel hershöfðingi 376. fótgönguliðsherdeildarinnar, Schleummer hershöfðingi Í4. skriðdrekasveitarinnar, Moritz von Drebber hershöfðingi og loks einn hershöfðingi, sem eigi er getið um nafn á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.