Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.06.1943, Blaðsíða 11
fALEINN 11 R. WAGNER: PARSIFAL. Frh. af bls. 6. þess að vera síhlæjandi um alla eilífð vegna þess að hún spottaði Krist, er hann leið kvalirnar á kross- inum. Það hafði verið hún, sem tældi Amfortas konung með töfr- andi fegurð sinni og rændi hann hinum guðdómlega þrótti, þannig að Klingsor varð auðið að ná af honum heilögu spjóti hans, Longinusi, sem liann hafði síðan sært hann með svöðusárinu, sem ekki var hægt að græða og gerði konungi nú lifið kvalafult. Kundry er klædd sem Grails-þjónn, og kemur með smyrsl lianda konunginum, en liann er nú borinn til þeirra á börum. Smyrslin gagna þó ekkert, því að konungi hefir verið opinberað, að það eitt geti grætt sár hans, að „saklíjus fá- bjáni“ sem sje hjartalireinn sem barn, færi honum aftur hið heilaga spjót og snerti hann með þvi. Nú vill svo til, að deyjandi svan- ur fellur úr lofti til jarðar, og Parsi- fal, sem er ungur kappi, kemur þarna að á hlaupum. Gurnemanz ávitar hann liarðlega fyrir að liafa skotið svaninn, en pilturinn virðist vera alveg út á þekjti um það, að nokkuð sje athugavert við þennan verknað, og þegar hann er að þvi spurður, hverra manna hann sje, veit hann ekkert um það. Hann veit það eitt, að móðir hans hafði heitið Herzeleid (Hjartasorg). En Kundry kannast við piltinn og skýrir frá því, að faðir hans hafi lieitið Ga- muret, og liafi hann fallið i hernaði, en móðir drengsins alið hann upp í óbygðum og liafi hann verið tal- inn saklaus fábjáni. Kundry segir ennfremur frá þvi, að móðir Parsi- fals sje látin, og hafi hún lýst bless- un yfir son sinn, i andaslitrunum. Parsifal verður mikið um, þegar hann frjettir andlát móður sinnar. En Gurnemanz hugsar sitt, tekur Parsifal að sjer og fer með hann til kastalans. Grails-kapparnir eru þar saman- komnir í stórum sal, en um Am- fortas er búið á legubekk. Heyrist nú rödd Titurels, þó að hann sje ósýni- legur, og hvetur hann son sinn, Amfortas, til þess að játa syndir sin- ar i bæn. Amfortas lilýðir því; liann þjáist mjög, en hann er huggaður með þvi fyrirheiti, að nú sje vakin meðaumkvun með honum, liann skuli bíða, því að saklaus fábjáni sje til þess kjörinn að bjarga honum. Grail, hinn heilagi kaleikur, er nú afhjúpaður og konungi veitt heilög kvöldmáltíð. Amfortas vi'-ðist Ijetta um stund, en þegar líður á athöfn- ina, opnast sárin að nýju. Þegar Parsifal heyrir kvalaóp konungs, þrífur hann hendi um hjartastað, en skilur þó ekki tilfinningar sínar. í upphafi annars þáttar er Kling- sor hinn göldrótli að vekja Kundry, — en þau eru stödd i turni kastala þess, sem Klingsor hefst við í og öruggar hatursmönnum sínum als- konar vjelráð. Er Kundry nú ekki norn lík lengur, heldur er hún for- kunnar fögur kona og vakir það nú fyrir Klingsor að senda hana til .þess að tæla Parsifal. Hún hiðst mislc- unnar, hún þráir svefn og dauðann, en hún fær ekki viðnám veitt gegn djöfullegu valdi Klingsors. Bregður nú svo við, að turninn, sem þau liafast við i tekur að sökkva og umhverfið smábreytist og verðuc að fögrum garði, þar sem Parsifal stendur frá sjer numinn af undrun og hrifningu. Fagrar meyjar sækja að honum og ákæra hann fyrir að hafa verið elskhuga þeirra. En Parsifal sjer ekkert at- hugavei't við þetta athæfi sitt, — hann segist hafa orðið að vega menn- ina, af því að þeir hafi ætlað að verja sjer að komast til þeirra, þess- ara fögru meyja. En þegar honum finst þær vera of ástúðlegar við sig, stjakar hann þeim frá sjer góðlát- lega og hygst að flýja. En nú kemur Kundry og tefur för lians. Hún fer aftur að tala um móður hans elsku- legu. Og þegar Parsifal fer að æðr- ast yfir ])ví, að hafa gleymt henni, og i þess stað flækst úr einum stað í annan i hugsunarleysi, reynir Kun- dry að hugga liann og þrýstir brenn- heitum kossi á varir hans. Þessi koss vekur hinn dreymandi ung- ling. Hann vaknar til meðvitundar um skyldu sina. Honum finst sár konungsins svíða i sinu eigin hjarta. Hinn skynjunarlausi fáviti er nú ekki fáviti lengur, honum opnast fullur skilningur á lilutverki sínu, og getur hann nú gert gre.narmun ills og góðs. Hann ákallar nú Frels- arann og biður hann að leysa sig úr fjötrum fáviskunnar. Stekkur liann loks á fætur og vill hrinda Kundry frá sjer með fyrirlitningu. En hún segir honum frá sínu eigin afbroti, og að liún hafi tælt Amfor- tas til falls, og bannfærir allar leið- ir og vegi, sem hann reynir að flýja frá henni. Hún talar ærið hátt, og hefir Klingsor lieyrt til hennar og runnið á hljóðið. Þegar hann sjer þau, Parsifal og Kundry, hendir liann spjótinu helga að Par- sifal. En þá bregður svo við, að það staðnæmist yfir höfði Parsi- fals og svífur þar i lausu lofti. Unglingurinn gripur spjótið og grandar galdramanninum með því að gera fyrir lionum krossmark. Þriðji þáttur hefst á því að Kun- dry er sofandi sem dauð væri og er Gurnemanz að bjástra við að vekja hana. Er hún nú svo breytt orðin, að öldunginn furðar stórum. Hún er nú iðrandi syndari og vill þjóna Grail. Parsifal ber að, — liann kem- ur utan úr skóguin. Hann hefir ver- ið að leita að Grail, liinum lielga kaleik, árum saman. Gurnemanz kannast þegar við hann og fagnar honum. Kundry þvær fætur hans og þerrar þær með hári sinu Þeg- ar Parsifal sjer þessa auðmýkt henn- ar, sækir liann vatn í lind, sem þar er og skýrir hana, — og um leið læknast hún af hinni óhugnan- legu hláturs-ásókn sinni. Grætur hún nú sáran. Gurnemanz fylgir nú Parsifal að sjúkrabeði konungs, og snertir hann sár Amfortas með spjótinu helga, og grær þá sárið þegar í stað. .Er nú borið inn lík Titurels í kistu, — karl lifnar við sem snöggvast og lyftir upp höndum til þess að blessa þá, sem viðstaddir eru. Nú er Grail afhjúpaður og leggur af lionuni dýrleg birta, sem upp- Ijómar alt umhverfið. Kundry horf- ir starandi augum á Parsifal, hinn nývígða Grail-konung, og hnigur ör- end til jarðar, en þeir Amfortas og Gurnemanz lúta hinum nýja kon- ungi og hylla hann. Geg-num bálið. Frh. af bls. 9. „Heyrðu, Sonja. Því að leyna sannleikanum? Jeg elska þig .. jeg hefi elskað þig lengi .. síð- an fyrsta daginn, sem jeg sá þig og Jeg get ekki lifað án þín! Jeg elska þig svo óumræðilega, þó að jeg gerði mjer það ekki ljóst fyr en jeg sá að þú varst hrædd. Eh jeg hefi altaf elskað þig, annars hefði jeg ekki kom- ið hlaupandi hingað upp.“ Hún brosti. „Upp á hvað eigum við að gifta okkur? Ekki er jeg dóttir Schlumbergers.“ „Sonja, nú veit jeg það!“ hrópaði hann. „Veistu hvað?“ „Jeg veit ráðninguna á gát- unni. Góðu hugmyndina! Sonja^ jeg gæti til dæmis farið að vinna!“ „Ójá, en þjer leiðist að vinna, Dicky.“ „Ekki þegar jeg vinn fyrir þig elskan mín. Viltu láta mig sjá fyrir þjer með vinnu minna eigin handa?“ Á þessu augnabliki, sem varð svo afdrifaríkt fyrir Sonju, hurfu henni öll hyggindi og for- sjálni. Hún lygndi aftur augun- um og svaraði kossinum hans. Alt í einu sagði Dicky: „Það er bara eitt, sem jeg ekki skil. Jeg sá þig í gærkvöldi inni í gulu stofunni með Schlumberg- er — jeg stóð á bak við pálm- ann ... .“ „Já, jeg sá það ....“ „Sást þú það?“ „Já, í stóra speglinum á þil- inu! En þú hefir kanske ekki tekið eftir honum. Nei, það er þjer líkt „Þú vissir þá að jeg stóð og liorfði á þig? Og það var til að gera mig afbrýðisaman að þú varst svona góð við Schlum- berger?“ ,Nei, það var kvíðinn.“ „Kvíðinn?“ „Já, jeg var um skeið hrædd um, að ungfrú Schlumberger mundi taka þig frá mjer!“ I sama bili heyrðist gróf hassa rödd: „Monsieur! Madame!“ Dicky gægðist yfir öxlina á lienni og sá svartskeggjaðan mann birtast í glugganum. Hann sá ekki betur en að yfirskeggið á manninum titraði af furðu. „Flýtið þið ykkur! Flýtið þið ykkur!“ Slökkviliðsmaðurinn lagði annan skankann inn fyrir gluggakistuna til þess að gera síðustu tilraunina. „Viljið þið gera svo vel?“ Sonja hló. „Monsieur! Madame! Húsið er að brenna. í sama bili opnaðist þunga eikarhurðin út á ganginn og logana lagði inn í stofuna. „Brenna? Herra minn trúr!“ sagði Dicky státinn. „Jú, svei mjer ef það er ekki að brenna. Komdu nú, elskan mín,“ sagði hann svo og lyfti henni og bar hana út af stiganum gegnum bálið. HIB NYJA handarkrika CREAM DEODORANT stöðvar svitan örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl- mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- krikunum þurrum. 4. Hreint, hvitt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv: að vera skaðlaust fatnaði A r r i d er svitastööv- unarmeðalið^sem selst mest . . . reynið dós ( dag ARRID te«s* Fæst í ollam betri'búðum Egils ávaxtadrykkir MILO ■ Sotrn-c* é C'l- tnM Ui+v a- mw Líx yttc <v / • HEILOSOLUBIRGCIR: í ÁRNI JONSSON, HAFNARSrif,^ BIVKJAVÍIÍ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.