Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 3
F A L K í N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Sv'avar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvérn föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTS prent. Skraddaraþankar. Réykvíkingar segja, að sjer þyki vænt um bæinn sinn, og liklega er það satt um flestalla innborna Reyk- víkinga. Þar kemur átthagaræknin til greina og er hún nærri því eins örugg og móðurást. En nú eru íbúar hinnár gömlu góðu Reykjavíkur orðnir í miklum minnihluta. Jeg efa ekki, að margir innflytjendur siðustu áratuga beri hlýjan hug til síns nýja samastaðar og láti það i ljós, i ræðu og riti. En þvi ekki að láta verkin sýna merkin. Því ekki að starfa að aukn- inni fegrun höfuðstaðarins og aukn- um meningarbrag á almannafæri? Geta ekki allir orðið sammála um, að það sje jþarft verk að útrýma skrælingjabragnum, óþrifnaðinum, smekkleysum og lurahætti í bygg- ingastíl og — síðast en ekki síst breyta framferði unglinga, sem hafa ekki yndi af öðru meira, en að eyði- leggja það, sem þeir sjá fallegt og hafa frainmi skítmannleg strákapör á almannafæri. Lögreglan á þakkir skilið fyrir herferðir þær, sem hún liefir farið gegn óþrifnaðinum kringum hús í Reykjavik. Það starf ber vafalaust mikinn ávöxt, og miklar eru fram- farirnar í þrifnaði siðan sumar svo- kallaðar húsmæður tíðkuðu það að hella úr næturgögnum sínum út á götuna bæði því sem flotið gat og „eftir sat á bakkanum“. En það er fleira en þetta, sem athuga þarf, og sem lögreglan verður að skifta sjer af. Hún verður að hafa gát á strákapeyjunum, sem ráðast í hóp- um inn á lóðir og í garða einstakra manna, troða niður blómabeð, rífa greinar af trjám, brjóta rimla úr timburgirðingum og skrifa klám á steingarða og húsveggi og brúka svo kjaft þegar fundið er að við þá. Slikir unglingar hafa ekki betra gagn af neinni refsingu en þeirri, sem alþingismaður nokkur vildi banna með lögum fyrir nokkrum ár- um; það á að flengja þá á Lækjar- torgi á ákve'ðnum degi og stund vikunnar, og setja þá i gapastokk, sem þrjóskastir eru. Því að með illu skal ilt út drífa, eða svo að maður noli orð Magnúsar Torfasonar: í geitur þarf gamla keitu. Á þeiri byltingaröld þjóðháttanna, sem nú gengur yfir, er það að vísu ekki láandi, þó að æskan verði fyr- ir óhollum áhrifum, og sjálfur má Boðhlaupið umhverfis Reykjavík 5. boðhlaupið umhverfis Reykja- vik fór fram 29. júní og kepptu 3 sveitir skipaðar 15 hlaupurum hver. Sveitirnar voru frá Glimufjel. Ár- mann, íþróttafjelagi Reykjavikur og Knattspyrnuf j elagi Reykjavíkur. í hlaupi þessu er keppt um Alþýðu- blaðshornið og vann Glimufjelagið Ármann það nú í 3ja sinni i röð og þar með til fullrar eignar. Vega- lengdin er um 6.7 km. Tími Ármanns var 18.35.0, K.R. 18.39.6 og Í.R. 19.06.6. Hlaupið fór fyrst fram 1939 (Á.), 1940 (K.R.), 1941—’42 og ’43 vann svo Ármann það. í sveitinni, sem lilupu, voru þessir menn taldir frá vinstri, fremri röð: Evert Magnúson, Árni Kjartanson, Halldór Sigurðsson, Sigurgeir Ár- sælson, Hörður Hafliðason, Haraldur Þórðarson, Baldur Möller. Efri röð: Sig. G. Norðdahl, Hörður Kristófers- son, Kristinn Helgason, Qddur Hefga son, Sören Langvad, Stefán Jónsson, Jóhann Eyjólfsson og Bragi Guð- mundsson. Snndknattleiksmeistarar íslands 1943. Flokkur Ármanns, sem nú eru bæði Sunciknattleiksmeistarar Reykjavik- úr og lslands. Sundknattleiksmeistaramót íslands var háð í Sundhöll Reykjavíkur uin mánaðarmót maí—júní. Keppt er þar um Sundknattleiksbikar íslands og hefir verið keppt um hann síð- an 1938. Það ár vann Ægir liann, 1939 vinnur Ármann, 1940 Ægir,en 1941—’42 og ’43 vinnur Ármann. Hjer birtir Fálkinnn mynd af hin- um tvöföldu meisturum Ármanns. Á myndinni eru standandi 'talið frá vinstri: ögmundur Guðmundsson, Guðinundur Guðjónsson, Slefán Jóns son, Magnús Iíristjónsson, Gisli Jónsson og Lárus Þórarinsson. Sitj- andi: Sigurjón Guðjónsson og Þor- steinn Hjálmarsson, sem jafnframt er þjálfari flokksins í sundi og sund- lcnattleik. Sigrlður Þorsteinsdótlir, Óðinsg. 21, verður 70 ára 24. þ. m. bærinn sjer um kenna að nokkru leyti. Það var lengi vel vanrækt að gera nokkuð fyrir börnin, og eng- inn rankaði við sjer fyr en hjer var orðið ferlega mikið af svonefndum vandræðabörnum. Þeim má ekki fjölga. Þulurinn: — Nú flytur doktor Hnerran erindi um efnið „Hvernig maður forðast kvef“. En hann biður áheyrendurna afsökunar ó því, að hann er hás og hefir mikinn hósta. Axel Jónsson, kaupm. i Sandgerði, verður 50 ára 29. þ. m. Hann á jafnframt 35 ára verslunarafmæli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.