Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.07.1943, Blaðsíða 4
4 FÍLKINN Philip Noel Baker: Einu sinni þekkti jeg mann, hann hjet I RIDTIOF NANSEN. Grein sú, sem hjer fer á eftir er skrifuð af hinum fræga mannúðarfrömuði Noel Baker, sem var samstarfsmað- ur Fridtjof Nansen í líknarstarfi því, sem hann tókst á hendur fyrir alþjóðasambandið, eftir síðustu styrjöld. Það var Nansen, sem stjórnaði þjóðflutningunum miklu, miJli Tyrklands og Grikklands. Það var hann, sem greiddi götu þeirra, sem hvergi áttu ríkisborgararjett. Yegabrjef þeirra hjetu „Nansens-vegabrjef“. Það var hann sem skipulagði Hjálpina gegn hungursneyðinni í Volgahjer- uðunum í Rússlandi og bjargaði lífi miljóna manna. En það var Noel Baker, sem gerður var út af Alþjóðabanda- laginu til þess að fá Nansen til þess að taka þessi störf að ’sjer. — Greinin er skrifuð fyrir norska blaðið „Fram“ í London, og þýdd hjer úr því. fyrir. Þeir vissu ekki að undirbún- ingur hans hafði í liverju smáatriði 'verið svo fullkominn, að í fyrsta skifti í sögu lieimskautaleiðangr- anna fórst ekki einn einasti maður af kulda eða vosbúð — meira að segja: læknirinn í ferðinni kvartaði sáran yíir því, að hann hefði ekk- ert jjarna að gera. Og í mars 1895 voru þeir staddir á hálfnaðri leið í íshafinu, átján mánuðum eftir að þeir fóru frá Noregi. Allir heilbrigð- ir og gunnreifir, sælir og sigurviss- ir, og höfðu náð meiri vísindaleg- um árangri en Nansen hafði þorað að gera ráð fyrir, Cvo að í raun rjettri voru þeir ^ orðnir sígurvegarar, þarna sem þeir sátu á sleðanum, í tunglskini hundruð sjómílur, ýmist gangandi eða róandi í liúðkeip. Hann vissi að í þetta langa ferðalag gat hanu ekki haft méð sjer meira af vistum og gögnum, en hægt væri að koma fyrir á einum hundasleða. Hann vissi, að ef hann eða Hjálmar Jolian- sen samferðamaður lians yrði annar- hvor veikur, þá væri engrar aftur- koinu auðið. Alt þetta vissi hann — en eigi að síður liafði hann verið að semja þessa áætlun sína allan veturiftn, um borð í Fram, rólega, nákvæm- lega en hugdjarft. Og nú sat liann þarna á sleðanum með honum Sverd- rup og var að kveðja hann. Sverdrup þekti líka hætturnar, sem Nansen átti fyrir liöndum. En hann hafði svo mikið traust á Nan- sen, að hann þóttist vita að hann mundi komast fram úr þessu; meira að segja lagðist það i hann, að Nan- sen mundi verða kominn til Nor- egs á undan Fram. Og þegar þeir skildu tók hann loforð af Nansen: „Nansen. Þegar þú kemur lieim aft- ur — ertu þá að hugsa um að kom- ast á suðurheimsskautið? Því að ef þú ætlar að gera það, þá verður þú að bíða eftir mjer, svo að jeg geti komist þangað með þjer.“ DAG nokkurn í mars árið 1895, fyrir nærri fimtíu árum, sátu tveir menn á hundasleða, í sólskini, norður í hvítri auðn heimskauts- ins. Þeir voru staddir norðar en nokkur maður liafði verið á undan þeim. Annar var Fridtjof Nansen, land- könnuður, vísindamaður og málari, og var nú leiðtogi norðurskautsfar- ar; hinn var Otto Sverdrup, skip- stjóri á leiðangursskipinu „Fram“. Það var Nansen, sem átti upptökin að ferðalaginu, sem nú átti að koma í framkvæmd. í visindarannsókn- um sínum — hann var þá að glima við ýmsar gátur í haf-fræði — hafði liann myndað sjer þá kenn- ingu, að yfir þvert íshafið lægju str'aumar. Ef honum tækist að kom- ast á skútu sinni inn í hafishelluna við norðurheimskautið, mundi liann reka í ísnum yfir heimskautið eða svo nærri því, sem nokkrum manni gæti auðnast að komast. Þessi kenning. var ný, hún var þveröfug við það, sem fyrri norð- urkönnuðir höfðu talið rjett. Og það mátti heita, að áform Nansens mætti samhljóða mótspyrnu og héift- arlegar árásir voru gerðar á það, af lærðum mönnum og landkönnuðuin flestra þjóða. Þeir sögðu, að hon- um mundi ekki takast að finna neina stráuma í Norður-íshafinu, þeir sögðu að han gætí ekki látið smíða það skip, sem stæðist fangbrögð hafíssins. Og þeir sögðu að nægi- legar raunir væru búnar þeim, sem fengist við norðurskautsfarir, kuldi, sjúkdómar og harðrjetti, þó að ekki væri verið að bæta við nýju áformi, sem væri þannig lagað, að ómögu- legt væri að hopa til baka er á hólminn væri komið. Þeir sögðu að það stappaði nærri glæp af Nansen að vera að brýna kunningja sína út í svona hættur og seigdrepandi fyr- irtæki. NANSEN hafði lilustað með at- hygli á alla þá, sem settu út á hann; en ekki gat hann fundið í Nansen (t. h.) i Englandi 1921, sem framkvæmda fitlltrúi Alþjóöa- sambandsins, að » ræða um útlaga- málin við Noel Baker, höfund þessarar greinar. máli þeirra neitt það, sem bifaði sannfæringu hans. Hann ljet smíða kugginn sinn með nýrri gerð, sem hann hafði sjálfur liugsað; hann rjeð áhöfnina sína — þrettán unga sjálfboðaliða; liann kvaddi konuna sína- og hana litlu dóttur sína, og sagði þeim, að hann mundi ekki koma heim aftur fyr en eftir þrjú ár, en í síðasta lagi fimm. Og svo — þvi að árið 1893 voru loftskeytin ekki til — hvarf hann út í óminn- isnótt íshafsins. Vinir hans og kunn- ingjar í Noregi áttu ekki annars völ er að bíðta, og kvíði og kvöl, sem aðrir vísindamenn höfðu sáð til, nöguðu sál þeirra. Þeir gátu ekki vitað jafnóðum'— eins og þeir hefðu vitað, ef þetta liefði gerst núna — að áætlun Nansens stóðst í öllum atriðum þegar kom í hafís- inn. Þeir vissu ekki, að liann liafði látið skútuna frjósa inni, í ísnum, alveg eins og hann hafði gert ráð fyrir. Þeir gátu ekki vitað, að Fram var svo sterkt skip, að aldrei varð hætta á þvi, að ísinn mundi brengla það; að straumarnir voru mjög svip- aðir því, sem Nansen hafði spáð; að leiðangurinn rak í mjög líka stefnu og Nansen hafði gert ráð norðurlijarans, Nansen og Sverdrup. Sigurvegarar — en þessi sigur var ekki nógu mikill, fanst Nansen. Þeir voru gríðarlega miklu nær Norður- skautinu en nokkur maður liafði verið á undan þeim og þá rak yfir Norður-íshafið, eins og áformað liafði verið. En liá ralc ekki yfir sjálft heimskautið; Fram hrakti úr leið, svo að þeir lentu nokkrum breiddargráðum sunnar en Nansen liafði vonað. Þessvegna hgfði hann samið nýja áætlun. Hann hafði á- kveðið að skilja við Fram við ann- an mann og fara gangandi norður á bóginn. Hann vissi, að þegar hann skildi við skipið, mundi liann ekki finna það á sama stað þegar hann kæmi til baka. Hann vissi, að áður en hann kæmist á heimskautið yrði hann að ganga yfir endalausar tor- færur með hrönnum og vökum, sem gælu lieft för hans. Hann vissi, að eina lífsvon hans var að geta komist til baka, yfir autt haf til óbygðra úteyja, sem nefndar eru Franz Jós- efsland, og þar gæti farið svo, að eitthvað skip rækist á hann og flytti liann til mannabygða. Hann vissi, að áður en hann kæmist til Franz Jós- efslands yrði liann að fara ellefu T EG byrjaði með því að segja þessa löngu sögu vegna þess að get ekki sagt gleggri lýsingu í færri orðum, á manninum, sem jeg þekti. Sá Nansen, sem tók virki Alþjóða- bandalagsins í Genf í áhlaupi, var sami maðurinn sem gerði áhlaup á jökulhrannir norðurheimskautsins. Þeir eiginleikar og liæfileikar sem komu visindamönnum til að kalla hann mesta landkönnuð, sem nokk- urntíma hefði verið uppi, gerðu hann lílca að einum í fámennum hópi stjórnmálamanna, sem hafa lagt hönd að þvi að skapa nýja hreyfingu í sögu mannkynsins. Jeg get hest lýst því, sem fyrir mjer vakir með því að segja ykkur frá livernig jeg kyntist honum. Ai- þjóðabandalagið sendi mig til Osló í marsmánuði 1920 til þess að biðja Nansen um að gerast „high com- missioner" — framkvæmdafulltrúi — Alþjóðabandalagsins. Það óskaði þess að Nansen tæki að sjer að koma lieim til föðurhúsanna og ætt- arslóðana öllum þeim herskörum af föngunj, sem ennþá — hálfu öðru ári eftir stríðslok — voru í fangabúðum í Mið-Evrópu, Rúss- landi, Síberíu og víðar. Ættjarðir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.