Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.08.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNRfttf LCfCNbURHIR í fótspor föður síns „Já, sýndu mjer nú, Keli litli, aÖ j)ú viljir feta í fótspor föður þíns,“ sagði kennarinn við Kela fyrsta daginn, sem hann var í skólanum. Keli horfði forviða á hann, en kinkaði kolli og sagði já. Tveimur dögum síðar var liann á gangi úti með pabba sínum og mömmu, og hún tók eftir að Keli gekk altaf á eftir og rakti sig svo einkennilega áfram. „Af hverju gengurðu svona, góði minn?“ sagði hún, „komdu heidur og láttu mig og liann pabba þinn leiða þig — þú verður þreyttur af að vera að hlaupa svona við fót.“ „Já — en mamma, þú hefir sagt að jeg ætti að hlýða því, sem kenn- arinn segir mjer. Og hann bað mig að feta í fótspor föður míns, um daginn —- jeg er að reyna það núna, en það tekst bara svo ansi illa.“ Foreldrarnir hlógu ekki því að þeim fanst það svo fallegt af drengn- um að reyna að gera það, sem kenn- arinn hafði sagt. En nú útskýrðu þau fyrir honum, að það hefði ekki verið þetta, sem kennarinn átti við. „Kennarinn á við að þú eigir að vera góður og skynsamur drengur, eins og hann pabbi þinn var á þín- um aldri, og verða duglegur og at- erkusamur maður, eins og hann pabbi þinn,“ sagði móðir hans. Þetta fanst Kela miklu betra, því að engum manni í heiminum vildi hann fremur likjast en honum föð- ur sinum. Hann var skipstjóri á stóru skipi, og stundum liðu svo margar vikur, að faðir lians var í siglingum og kom ekki heim. En þá töluðu mamma og Keli altaf um hvað faðir lians mundi vera að gera núna, og mamma sagði honum frá, hve djarfur og duglegur faðir hans va«ri. „Jeg skal reyna að gera mjer far um að þjer og pabba verði gleði að mjer,“ sagði Keli, og augun i hon- um ljómuðu. Honum gekk prýðilega í skólan- um og kennararnir hrósuðu hon- um mikið. En heima átti hann við sitt böl að striða. Hann átti enga kunningja, sem hann gat leikið sjer við, svo að þegar hann hafði lokið við að læra lexíurnar, langaði hann að hafa eitthvað fyrir stafni, en það var ekki altaf, sem hún móðir hans hafði tíma til að sinna honum eða leika sjer við hann. En sem betur fór vildi þá svo til að ný fjölskylda flutti á efri hæðina i húsinu, og í þeirri fjölskyldu voru fimm börn. „Nú éignastu kunningja til að leika þjer við,“ sagði móðir hans. „Það er nóg af börnum hjá Möll- ershjónunum.“ Að vísu varð þeim bráðlega ljóst að litlu drengirnir og telpurnar á loftinu voru ekki sem best siðuð, en það varð að vera sama um það. Kela þótti ógn gaman að leika sjer við Níels og Betu — þau voru á sama aldri og hann. Svo var það Birgir, en hann var þremur árum eldri, og Nína iitla, sem ekki var nema þriggja ára. Og loks var lítill snáði, sem ekki var farinn að tala. „Nú ætla jeg að sjá hvað þú verð- ur duglegur að gæta dyranna," sagði móðir Kela eitt sinn, þegar hún fór inn í bæinn. „Jeg verð að minsta kosti þrjá tíma að heiman, en þú mátt ekki fara neitt frá, þvi að jeg á von á áríðandi brjefi.“ Keli lofaði því og hann hjelt lof- orð sitt, þó að honum þætti mjög leiðinlegt að segja nei, þegar Níels kom og spurði, hvort hann vildi ekki koma ofan í garðinn og leika sjer. Sem betur fór hafði Keli fengið skemtilega bók til að lesa í, og hann skeytti því engu þó að sköll og skellir heyrðust ofan af loftinu, þar sem börnin hans Möllers voru að leika sjer og höfðu liátt. Birgir kom og sagðist vera að fara. Hann átti að fara til kennarans i auka-reikningstíma. Börnin voru ein uppi, því að móðir þeirra hafði orðið að fara til systur sinnar, sem var veik. Hún hafði ekki munað, að Birgir átti að fara áð heiman, en annars var hann vanur að hafa gát á yngri krökkunum. „Jeg hefi sagt þeim, að þau verði að hafa hljótt um sig, en þú veisl að þau eru dálítið óróagjörn," sagði Birgir. „Þá er gott að mamma skuli ekki vera heima, því að ekki trufla þau mig,“ sagði Keli og hló. En það fór svo samt, að hann var truflaður, heldur en ekki ónota- lega. Hann heyrði alt i einu brak og öskur og alt í einu var hurðinni hrundið upp og hrópað: „Eldur! Húsið brennur!“ Iíeli hljóp fram og í sama bili komu Berta og Nina. Níels hljóp framhjá þeim niður þrepin. „Jeg kalla á lögregluna!“ hrópaði hann um leíð og hann fór hjá. Reykurinn vall út um alla glugga á efri hæðinni og Beta sagði grát- andi: „Það var olíulampinn, sem valt um, gamli olíulampinn.“ En Nína reyndi að toga í hana til þess að komast áfram. „En hvar er litli bróðir?“ spurði Keli óttasleginn. > „Litli bróðir — — hann er í '■öggunni,“ stamaði Beta. „Jeg skal sækja hann — flýttu þjer að komast á burt með Ninu,“ sagði Keli. Hann fann alt í einu að einmitt þetta mundi hann pabbi hans liafa gert. Hann ætlaði sjer inn i húsið og gegnum reykinn og eldinn, og ná í litla bróður, sem ekkert skildi af því, sem var að gerast kringum hann. Jú, víst ætlaði Keli að feta í fót- spor föður síns. Hann hljóp upp stigann og inn í ganginn. Eldurinn hafði breiðst út en reykurinn var nærri þvi verri. Borðstofan var full af reyk, en um hana varð hann að fara til þess að komasta inn í svefnherbergið, þang- að sem vaggan stóð. Það gnast í öllu kringum hann, en Keli æddi inn gólfið, hratt upp svefnherbergishurðinni og þaut að vöggunni. Þar lá litli bróðir og orgaði af öllum mætti. Reykurinn var ekki kominn inn í herbergið, en stráksi var soltinn og hræddur við allan hávaðann. Hann þagnaði undir eins og Keli tók hann og vafði hann inn i ullar- arvoðina. Og þegar hann fór út úr Kaupmaðurinn: — Jeg get svarið yður að jeg tapa tíu krónum á hverj- um metra af þessu klæði! Kaupandinn: — Jæja, þá ætla jeg að taka á mig hálfan skaðann. Þjer borgið mjer 5 krónur á metrann — og svo ætla jeg að láta kaupin ganga til baka. Hreinskilni. — Mjer finst jeg endilega kannast við yður. Hefi jeg ekki einhvern- tíma lánað yður peninga? — Fenguð þjer þá aftur? —• Já, með bestu skilum. — Þá hefir það ekki verið jeg. Við símaturninn. Bíðandi maður, (óþolinmóður): — Mjer bráðliggur á að komast í símann .... nú hefi jeg biðið hjerna i tíu minútur án þess að þjer haf- ið sagt eitt einasta orð! Maðurin í simanum: — Já, af- sakið þjer. En jeg er að tala við konuna mina. Yfirþjónninn: — Hjerna á gisti- húsinu er morgunkaffi kl. 8—12, hádegisverður kl, 12—3, nón-te kl. 3—6 og miðdegisverður kl. 6—9. Gesturinn: — En hvenær i ó- sköpunum verður þá tími til að skoða bæinn? -i- Skelfing er að sjá hvað þú ert sergbitinn og alvarlegur! — Jeg neyðist til þess. Læknirinn hefir skipað henni tengdamóður minni að fara upp í sveit sjer til heilsubótar, en ef jeg er glaðlegur á svipinn þá fer hún ekki eitt fet. — Þjer verðið að afsaka, forstjóri, að jeg kem klukkutíma of seint, en jeg datt nefnilega niður stigann, þegar jeg var að fara út. — Af hvaða hæð duttuð þjer? — Jeg datt af annari hæð. — Og ætlið þjer að lelja mjer trú um, að þjer hafið verið klukkutíma að því? borðstofunni voru eldtungurn-ar farnar að sleikja vegginn þar. Keli mætti slökkviliðsmanni i dyrunum. „Þú ert hetja þó að þú sjert ekki stór,“ sagði maðurinn og fór út með Kela og barnið. Svo var eldurinn slökktur og.eftir nokkurn tíma var gerl við skemd- irnar af brunanum. Kela var þakk- að og lirósað svo mikið, að það var ástæða til að honum hefði stigið það til höfuðs, en það var öðru nær. Hann hvíslaði bara að mömmu sinni: „Mig langaði til að feta i fótspor föður mins!“ Frúin: — Þjer hal'ið skilið eftir fingraför á hverjum einasta diski, Ella.“ Ella: — Það sýnir, að jeg hefi ekki slæma samvisku. Skanki: — Getur hún þagað yfir leyndarmáli, hún unnusta þín? Vanki: — Það geturðu sveiað þjer upp á. Við vorum trúlofuð víst í einar þrjár vikur áður en jeg hafði hugmynd um það. Á hveitibrauðsdögunum. — Komuð þjer ekki til Múnchen í brúðkaupsferðinni ykkar? — Það hefi jeg ekki hugmynd um. Maðurinn minn keypti altaf far- miðana sjálfur. Prófessorinn: — Heyrðu væna inín. Mjer finst eitthvað svo skrítið bragð að ábætinum í dag. Prófessorsfrúin: — Það er ekki kynlegt þó að þjer íinnist það. Þú hefir stungið pönnukökunni upp í hálsmálið en ert að tyggja pentu- dúkinn. Frúin: — Jæja, ftú hafið þjer skoðað nótnaheftin min, herra tón- skáld. Hvað finst yður svo að jeg ætti að spila? Tónskáldið: — Bridge! 1 Vlð arininn. Hún (háfleyg): Hvílikur skáld- skapur felst ekki altaf i eldinum! Skáldið (andvarpandi): — Já, það er satt! Mestur hlutinn af mín- um skáldskap hefir að minsta kosti farið í eldinn! — Sem livað spyrjið þjer eftir stöðu hjá mjer, spyr bankastjórinn. — Tja, sem brjefritari, fjehirðir, bókari, tengdasonur — eða í versta lagi sem bankasendill. S k r í 11 u r I t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.