Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR í þeim mörgu áramótagreinum, sem birst liafa undanfarið í íslensk- um blöðum kemur það berlega fram, að flestir trúa því, að á þessu ári muni heimsstyrjöidinni ljúka, að minsta kosti lijerna megin á hnett- inum. Víst er um það, að likur fyr- ir þessu eru talsvert miklar og væri vel að vonirnar rættust. Það er ósk, en engu getur vilji okkar fámennu þjóðar eða verknaður liennar um það ráðið hvort lieimsfriðurinn endurlieimtist á þessu ári. En annar er sá friður, sem er á íslensku þjóðarinnar valdi, friður- inn innanlands. Og í raun og veru virðist það liggja nær okkar eigin dyrum, að liugsa um þann frið en ófriðinn mikla. Hjer geisar eilífur ófriður og hjer eru aldrei gerðir friðarsamningar, síst til frambúðar. FyHr nær fimm árum var verið að myndast við það, en svo var friðn- um slitið, einmitt þegar mest lá við. Og engin þóttist eiga sökina en all- ir áttu hana. Það er oft á það minst að Is- lendingar sjeu ung þjóð og hafi þar af leiðandi ekki þann stjórnmála- þroska, sem reyndari þjóðir og eldri hafa fengið. Þetta er sagt í þessu horni, en i hinu horninu lieyrist kliður gorgeirsins: íslend- ingar eiga elsta þing í veröldinni, ergo hljóta þeir að vera miklir stjórnmálamenn! En hvernig er þetta elsta þing, sem ekki getur myndað stjórn? Er það komið i kör? Eða gengur það í barndómi? Hvert einasta mannsbarn á ís- landi nema kanske nokkrir blávatns- tærir bjartsýnismenn, játa að dimt sje yfir framtíð íslands. Þingið stritast við að nöldra um dýrtíðar- mál og skattamál, en það nöldur virðist aðeins gert til þess að skemta skrattanum, þvi að ekkert er að- hafst. Allir segja: Hag okkar stefnir í óefni, en ekkert er gert til að breyta af vandræðabrautinni. Dans- inn kringum gullkálfinn heldur á- fram og verður æ tryltari, en þó er farið að benda á, að tekjur rík- issjóðs muni ekki hrökkva fyrir gjöldum á þessu ári. Þannig hefir verið lialdið á spil- unum á mestu gróðaárum, sem yfir fsland hafa gengið. Hvað verður þá þegar mögru árin koma? Leikfjelaa Reykjavlknr: VOPN GUÐANNA Gardyrkjumennirnir (Rr. Jóhannesson og Haukur Óskarsson). fíarlam og Jósafat (Lárus Pálsson og Ævar Kvaran. Dansinn i KleJlaborginni. Hið nýja leikrit Dáviðs Stefánssonar var sýnt í fyrsta sinn á annan dag jóla og hefir verið leikið tvisvar sinnum síðan. Munu aldrei hafa kom ið fram í nokkrum leik hjer á landi fleiri persónur en í þessum og tæp- lega nokkurntima verið jafn íburð- armikill umbúnaður um nokkurn leik lijer. Er það Lárus Pálsson, sem hefir búið sýninguna til leiks og leikur hann jafnframt siðbóta- manninn Barlam, mann krossins, en krossinn er vopn guðanna. En Lár- us Ingólfsson hefir málað leiktjöld- in og gert teikningar að búningun- um, hvorttveggja af liinni mestu prýði. Þó að efnið sje hvorki bundið við stund nje stað, þá er það mjög i samræmi við yfirstandandi tíma Konungurinn (Jón Aðils). .lósafat konungsson og Lajla (Ævar Kvaran og Alda Möller). fíarlam (Lárus Pálsson). með hinni grimmilegu baráttu milli einvalds og lýðræðis. Aðalpersónan er einvaldskonungurinn (Jón Aðils), sem er 'gjörræðisfullur hernaðar- sinni og þrautpínir þjóð sína i sífeldum styrjöldum, með aðstoð Theodasar ráðgjafa síns (Haraldur Björnsson), sem er lians illi andi. Jósafat lieitir sonur konungs (Ævar Kvaran) og verða leikslok þau, að þjóðin spyrnir konginum burt og tekur soninn til konungs i staðinn. En það er Barlam trúboði og vinir hans sem valda þessari hyltingu og láta vopn einræðisherrans og styrj- aldarvitfirringsins lúta í lægra haldi fyrir vopnum guðanna. Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.