Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1944, Qupperneq 3

Fálkinn - 10.11.1944, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sírai 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Það hafa á þessari öld komið fram tillögur um, að endurskíra ísland og kalla það Sóley. Aðrir vilja kalla það Grænland, og hafa nafnaskifti við Grænlendinga, vitan- lega þá þannig að þeir nefnist Is- lendingar og við þá auðvitað Græn- lendingar. Það eru nú að visu ókunnir menn. sem gjarnt er til að segja þetta með Grænland og ísland, og meina það vel. Blöðin taka þetta sem fallegt komplírnent, og öllum fjöldanum finst þetta býsna rétt- mætt og eðlilegt, að jökullinn mikli i vestri mætti heita ísland en ís- land Grænland, vegna skrúðgrænna dala Og stórra mýrlenda. En saun- ast mundi þó vera að kalla landið Gráland, því að grái liturinn verð- ur, þegar öllu er á botninn hvolft, i meirihluta. Gráir eru sandarnir og grá eru lrraunin. Og grátt er loftið að jafnaði, að minsta kosti lengur en nafnið Sóley gæti borið nafn með rentu. Það er hætt við að súld og þokur mundu kæfa Sól- ey undir nafni. Óneitanlega eru nöfnin Grænland og Sóley girnilegri til fróðleiks en þetta nafn, sem við höfum búið við í þúsund ár. Nafn lands yors var gefið af vonsviknum manni. sem feldi úr hor, en það var þjóðlegt fram á þessa öld, hvað sauðinn snerti, og er ennþá í hefð, á öðrum sviðum. Grænland var aug- lýsingarheiti, sem enginn Amer!au- maður nútímans þyrfti að skamm- ast sín fyrir, og mætti alþjóðafé- lagsskapur auglýsingafræðinga selja nafn Eiríks rauða i merki sitt. En reynslan er nú svo, að það hefir sjaldnast haft áhrif, að aug- lýsa löníd með því að gefa þeim fagurt heiti, Gullströnd, Fílabeins- strönd, Paradísareyjar og því lik gyilingarheiti hafa aldrei náð til- ætluðum árangri. Þau hafa kanske vakið vonir, en þá lika þeim mun meiri vonbrigði. Landið með kalda nafninu er saklaust af því að hafa lofað meiru í heiti sinu, en það hefir efnt. Það hefir aldrei vakið vonir þein-a, sem þektu það aðeins af nafmnu, og engum bakað vonbrigði. Nafnið ísland hefir efnt meira en það hef- ir lofað. Þessvegna er það orðið vinsælla ferðamannaland en það hefði nokkurntíma orðið, ef bað hefði heitað Grænland eða Sóley. — Hugsum okkur ferðamanninn, sem stendur við tvo daga í úrhellis- rigning, og sjer aðeins Sóley! \\|ii ríki§§tjórnin Nýja stjórnin: Frá vinstri Emil Jónsson, samgöngumála-, kirkjumála og iðnaðarmálaráðherra, Brgnjólfur Bjarnason kennslumálaráðherra. Ólafur Thors forsœtis- og utanrikismálaráðherra, Pjetur Magnússon fjár- máia-, viðskiftamála- og búnaðarmálaráðherra, Finnur Jónsson fjelagsmála- og dómsmálaráðherra, og Ákl Jakobsson atvinnumálaráðherra. Þau stórtiðindi hafa gerst á af- stöðnum fimm vikna þagr.artima islenskra blaða að mynduð hefir verið þingræðisstjórn á íslandi, hin fyrsta siðan þjóðstjórnin var mynduð í apríl 1939, því að ráðuneyti Ólafs Thors, er sat við völd sumarið 1942 hafði í raun rjettri ekki meirihluta- þings að baki sjer nema um ákveðin inálefni. Og siðan sú stjórn Ijet af völdum, 16. des. 1942, hefir utanþingstjórn farið með völdin. Hjer verður ekki lýst aðdraganda þessarar stjórnarmyndunar, nje þeim grundvelli, sem hún er stofnuð á, þvi að það hafa stjórnmálablöðin þegar gjört. En hjer fara á eftir nokkur helstu æfiatriði hinna sex nýju ráðherra, en enginn þeirra hef- ir gegnt ráðherraembætti áður nema forseti liinnar nýju stjórnar, Ólafur Thors. En allir eiga þeir sæti á Alþingi. Og stuðnings nýtur stjórnin frá fimtán sjálfstæðismönnum (af 20), 10 sócialistum og 7 Alþýðu- flokksmönnum. Framsóknarflokkur- inn allur, 15 menn, hefir skipað sjer í andstöðu við stjórnina og 5 Sjálfstæðismenn „lýsa yfir þvi, að þeir eru ekki stuðningsmenn rikisstjórnar þeirra, sem nú liefir verið mynduð, og eru óbundnir af þeim samningum, sem um það hafa verið gerðir“. Þetta eru þeir Gisli Sveinsson. Ingólfur Jónsson, Jón Sig- urðsson, Pjetur Ottesen og Þorsteinn Þorsteinsson — allir frambjóðendur i sveitakjördæmum. Hefir stjórnin þannig stuðning 32 þingmanna, en 20 eru henni ekki fylgjandi. Ilins- vegar hafa þessir 20 ekki viljað lýsa vantrausti á stjórnina, nema einn, Jónas Jónsson, sem bar fram van- traustyfirlýsingu á öðrum degi eftir að stjórnin tók við völdum. En eigi hlaut hún atkvæði annara en til- lögumannsins. — Stjórnin tók við völdum 21. október, en fjórum dög- um síðar var geri hálfs mánaðar fundahlje á Alþingi. — Hjer fara á eftir stutt æfiágrip nýju ráðherr- anna: Ólafur Thors er fæddur 19. jan. 1892 i Borgarnesi. Lauk stúdents- prófi 1912 og las að þvi loknu iög- fræði í Kaupmannahöfn skamman tíma en hvarf frá námi og gerðist framkvæmdarstjóri í h.f. Kveldúlfur og hefir verið það síðan, þegar hann hefir ekki gegnt ráðherraembættum. Hann fór ungur að gefa sig að stjórn- málum og var kosinn á þing 1925, i Gullbringu- og Kjósarsýslu, en bar hefir hann jafnan verið endurkosinn síðan. Hann hefir gegnt ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum, t. d. átt sæti í gengisnefnd, setið i utan- ríkismálanefnd í meira en áratug, ennfremur i orðunefnd. 1 bankaráði Landsbankans. Síðustu 10 árin hefir hann verið formaður Sjálfstæðis- flokksins, en i stjórn hans og í- haldflokksins í 20 ár. Hann var dómsmálaráðherra stuttan tíma fyrir árslokin 1932, atvinnumálaráðherra i Þjóðstjórninni 17. april 1939 til 16. des. 1942, en jafnframt forsætis- ráðherra frá 16. mai sama ár. 1 nýju stjórninni er hann forsætis- og utan- ríkisráðherra. Áki Jakobsson er fæddur á Húsa- vik 1. júlí 1911, varð stúdent tvi ugur, en lauk kandidatsprófi i lögum 1937. Gerðist hann síðar bæjarstjóri á Siglufirði um fjögurra ára skeið, til 1942, bauð sig þar fram af hálfu Sócíallistaflokksins við vorkosn- ingarnar það ár og náði upbótar- þingsæti, en var kosinn þingmaður Siglufjarðar um haustið. Síðustu árin hefir hann rekið lögfræðis- skrifstofu í Reykjavík. Áki er yngst- Framhald á bls. li. ■ 25 ára hjúskaparafmæli áttu þau hjónin Valdís Bjarna- dóttir og Sigurbergur Elísson bifreiðastjóri, Lauganes- veg 55, 21. okt. síðastliðinn.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.