Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1944, Síða 7

Fálkinn - 10.11.1944, Síða 7
FÁLKINN 7 BRJEF Flti’BOLLYWOOD WILLIAM GARGAN kvikmyndaleikari var í sumar i 3ja mónaða ferðalagi ásamt Paulette Goddard og tveimur öðrum, um vígstöðvarnar í Indlandi, Burma og Kína, til þess að skemmta hermönn- um. Ferðuðust þau alls 65.000 km. Hann kallar ferðina lengsta friið á æfi minni“ og lætur vel yfir. Segist hann ætla að ferðast milli hermanna spitalanna i Bandaríkjunum um hrið og leggja siðan af stað í nýja skemmtanaferð til fjarlægra víg- stöðva. í5 William Gargan. Hann lætur mikið yfir hve and- inn sje góður meðal hermannanna erlendis. „Þessir piltar vita hvað þeir eru að gera og livað þeir ætla að gera. Þeir líta á stríðið sem hverja aðra þegnskaparvinnu, sem jDeir verði að leysa af hendi áður en jieir geti tekið sitt fyrra starf upp að nýju.“ Hann segir að það sje hverjum leikara lærdómsríkt að skemmta hermönnum á vígvöllunum. Og hæt- ir við: „Mjer var þetta sannkölluð hvíld — engir símar, engar um- hugsanir uni næstu kvikmynmna mína, engar áhyggjur út af því hvernig síðustu kvikmynd minni hafi verið tekið í New York. Ekkert að hugsa um, nema að skemta pilt- unum, og það er ekki erfitt. Þeir eru bestu áheyrendur í lieimi. Jafn- vel Chennault hershöfðingi var góð- ur áheyrandi. Það er erfitt verk að annast flutning vista og vopna til Kína og mest verður að flytja loft- leiðis. En Chennault taldi skemmti- krafta og kvikmyndir svo mikils virði fyrir herinn, að það væri ekki nema rjettmætt að flytja okkur í flugvjelum, þó að þess minna kæmist með af skotfærum. Og kvikmyndir og sýningartæki fá Iiermennirnir, þrátt fyrir flutningavandræði.“ Gargan og flokkur hans hafði 120 sýningar í ferðinni og nærfelt á hverjum einasta degi var sýnt á sjúkrahúsum. Stundum fór flokkur- inn yfir 2000 lcm. og lijelt tvær sýningar á einum og sama degi. MIKIÐ GERT FYRIR STRÍÐIÐ. Yfir aðaldyrunum á skrifstofu- byggingu 20th Centpry Fox hangir fóni með tveimur stjörnum á. — Önnur stjarnan er blá og stendur talan 700 undir. Hún táknar það, að 700 menn af starfsliði fjelagsins sjeu nú í her Bandaríkjanna. Hin er gylt og talan 7 undir. Hún er í minningu þeirra sjö af starfsmönnum Fox, sem fallið liafa í stríðinu. En þeir sem heima starfa gera líka sitt til að flýta fyrir sigrinum. Þeir kaupa vikulega striðsskulda- hrjef fyrir 18% af kaupi sínu, og þeir gefa stórgjafir Rauðakrossin- um og öðrum fjelagsskap, sem starf- ar að stríðsmálefnum. Skrifstofumenn og framkvæmda- stjórar, leikarar og starfsfólk annað, hefir gefið 1400 lítra af blóði handa særðum hermönnum. Allir kunnari Ieikendur fjelagsins hafa starfað að þvi að selja herskuldabrjef, haldið leiksýningar, talað í útvarp til her- manna ó fjarlægum vígstöðvum og safnað fjárgjöfum meðal almennings. Margir leikararnir. svo sem Joe E. Brown, Carole Landis, Martha Ray, Kay Francis og Mitzi Mayfair hafa ferðast til fjarlægra vígstöðva til að skemta hermönnum. Og af frægari leikurum fjelagsins eru jiessir á vígvöllunum: Tyrone Power, Henry Fonda, Victor Mature, Jolin Payne, Richard Green, Cesar Romero, George Montgomery og John How- ard. GREER GARSON 86 ÁRA. Jack Dawn heitir maður og vinn- ur hjá Metro Goldwyn Mayer. Hann býr til andlit á leikarana. Nýlega hefir hann breytt Greer Garson, einni af fríðustu filmdisunum t Hollywood, í 86 ára gamla konu, Greer Garson. Greer Gerson leikur sem sje i „Mrs. Parkington", liinni frægu sögu eftir Louis Bromfield, en sagan er um Inisvarðardóttur í Nevada, sem gift- ist gullgraftarmanni og verður ein af rikustu konum veraldarinnar. Walter Pidgeon leikur gullgrafar- manninn. Það tekur nokkra klukkutíma ó hverjum morgni að breyta Greer Garson í gömlu konuna — „gera hana alveg eins og liún verður, þegar hún verður gömul,“ segir Jack Dawn. Segir hann einnig, að liann hafi aldrei haft eins mikið fyrir því að gera unga konu gamla og hrukkótta. Jafnvel hendurnar eru hnútóttar og beinaberar. ENSKAR KVIKMYNDIR. Spyros Skouras, forseti kvik- myndafjelagsins 20th Century Fox, var í vor í þrjá mánuði í Englandi og telur stórfeldar framfarir hafa orðið í kvikmyndagerð þar í landi síðustu fimm árin, og síðustu mynd- irnar sýni stórfeldar framfarir í tækni og efnismeðferð. Segir hann að Bretar liafi löngum lagt mest kapp á að gera myndir, sem hæfu enskum þegnum sjerstaklega, en nú geri þeir alþjóðarmyndir, sem geti staðist samkeppni hvar sem er. Og þó að hreska stjórnin hafi tekið 75% af kvikmyndagerðinni til eigin þarfa sje framleiðslan eigi að síður mikil. MET-FRAMLEIÐSLA. í júlí var verið að ganga frá 64 kvikmyndum samtímis i Hollywood, og er það ineira en nokkru sinni fyrr. f fyrra um sama leyti voru 46 myndir í gerð en í hittifyrra 37 samtímis. Undanfarna mánuði þessa árs voru að jafnaði 50 mynd- ir í gerð. FLUGVJELASMIÐUR AÐSTOÐAR VIÐ KVIKMYNDIR. Sid Bower, sem er verkfræðingur i flugvjelasmiðjum Douglas Aircraft í California, hefir verið fenginn um stundarsakir til að aðstoða við töku kvikmyndar lijá 20th Centpry Fox, en þessi mynd á a ðsýna hlutdeild kvenna í hergagnaiðnaðinum. Sid Bower kenndi Carmen Miranda og 32 öðrum filmdisum að handleika ýms verkfæri og „látast vera“ að starfa að vjelsmiði. Bower byrjaði sem lærlingur hjá Douglas-verk- smiðjunum fyrir 14 árum og unnu þá aðeins 800 manns þar, eða lítið brot af því, sem nú er. Það voru þessar verksmiðjur, sem smíðuðu vjelarnar, sem Smith og Nelson flugu á kringum jörðina fyrir tuttugu ár- um. MADELEINE CARROLL dvaldi fyrir stríðið jafnan í húsi, sem hún á við Como-vatn i Ítalíu, þegar hún átti frí. Nú er hún komin þangað aftur — i einkennisbúningi Rauða krossins og vinnur á her- mannaspitala. Madeleine er gift Ster- ling Hayden, sem leikið hefir stór- hlutverk í ýmsum Hollywood-mynd- um, en er nú í hernum. Leiksviðin úr „Wilson“ verða geymd. Kvikmyndin um Wilson forseta var fullgerð í vor, af 20tli Century Fox, og hefir nú verið ákveðið að geyma leiksviðin úr myndinni til síðari tíma því að liklegt þykir, að þau megi nota aftur síðar, í aðrar myndir. Meðal leiksviða'nna eru nákvæmar eftirlíkingar af ýmsum stofum úr Hvíta húsinu í Washing- ton, svo sem Austurstofunni, Bláu stofunni, afgreiðslustofunum svo og Sporöskjustofunni og ýmsum stofum á efri hæð, eins og þær voru á dög- um Wilsons forseta, 1913-1921. Kost- aði ærna fyrirhöfn að ná stofunum í rjettu horfi, þó að ekki væri langt um liðið. Iívikmyndafjelagið ráð- gerir að leigja öðrmn félögum þessi leiksvið, ef það hefir þeirra ekki not sjálft. PAULETTE GODDARD hefir orðið frægust fyrir að Chaplin tók hana upp á sína arma, gerði hana að leikkonu og giftist henni. Þetta hafði hann að vísu gert tvis- var áður og nú er Pauletta litla út- skrifuð og Chaplin giftur i fjóða sinn. En vera má að þetta hjálpi lienni áfram, því að þetta er góð auglýsing. Paulette Goddard er fædd á Long lsland við New York 3. júli 1911 og er 5 fet og 4 þuml. á hæð, vegur 110 pund og hárið er platinu- grátt. Það var árið 1936, sem hún Ijek í myndinni „Modern Times“ með Chaplin. j HALDIÐ HÖRUNDINU FÖGRU | MEÐ AÐFERD FILMST^ARNANNA iy *** ‘ — og sparið sápuna um leið. — j Nuddið fyrst Lux sópustykkinu milli rakra lófannu nokkrum sinnum og núið svo and- BETTY GRABLE hin glnða dis segir: .Jeg nola allaf Lux handsápu. hún heldur hörundlnu ynd- islega mjúku og fallegu". litiS mjúklega að neSan frá og uppeftir. Þvoið yður síðan úr volgu vatni og skolið yður þvt næst úr köldu vatni. LUX HAND-SÁPA Fegrunarsápa filmsljarnanna. *-t-TS 6C5-AI 4 LEVER PRODUCT

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.