Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1944, Page 8

Fálkinn - 10.11.1944, Page 8
8 FÁLKINN NIELS HOFFMEYER: Rómverskar fyrirmyndir "LJINAR einu sönnu rómversku fyrirmyndir komu úr litlum bæ uppi i Abruzzafjöllum, sem heitir Anlicoli Corrado. Á vetrum voru þær bólfastar í Rómaborg og söfn- i.ðu peningum. í janúar hjeldu lista- menn hátíð í Róm, og þar var sú fríðasta af fyrirmyndunum kjöiin fegurðardrottning. Þegar fyirmynd- irnar höfðu starfað í Róm í nokkur ár, hurfu þær lieim til Anticoli og gengu í hejlagt lijónaband. Allir, bæði kariar og konur, eða svo gott sem ailir í bænum voru, eða höfðu verið fyrirmyndir. og þegar þetta fólk hafði fjenast sæmilega, settist það að í Antieoli, varð vinyrkjufólk eða atvinnurekendur eða starfsfólk sveitafjelagsins, fæddi nýjar fyrir- inyndir inn í heiminn, og þær fóru inn i' Róm á haustin, undir eins og þær gátu vetlingi valdið, söfnuðu oeningum og gengu svo 1 hjómband. Þannig hafði þetta gengið koll af kolli öldum saman. Fyrir gat það komið, að einhver af þessu fólki strandaði í Róm, að ung og falleg. kvenfyrirmynd sviki það kall í þjónustu listarinnar, sem talið var heilagt. Ef til vill varð hún ástfangin af útlendum listamanni eða máske aðeins Rómverja, sem ekki var af hennar sauðahúsi. Þegar svona atburðir vitnuðust var við- komandi rækur ger úr hinu lieiðar- lega samfjelagi fæðingarbæjar síns. Og þegar allir fjelagarnir hjeldu heim til Anticoli að vorinu, fær I‘ún ekki að verða samferða. Eng- inn skiftir sjer af lienni framar. Hún er búin, útrekin. Myrt, eins og ótútlegur storksungi áður en far fuglanna hefst. Þannig höfðu örlög Sabinu orð- ið. Sabina var þrjátíu og fimm ára gömul fyrirmynd, sem gekk á milli málarastofanna og lifði á hlaupa- vinnu. Oft fylgdi hún lika Mariettu dóttur sinni, sem hafði tii að bera fullkomnustu fegurð allra í þá daga, og sat dyggilega á málarastofunni með prjónanna sina og leit eftir að ekkert ljótt kæmi fyrir þegar dótt- i henna sat eða stóð fyrir hjá mál- aranum. Það var auðsjeð á Sabinu að lífið hafði leikið liana grátt. Jeg þekkti Sabinu og dóttur henn- ar vel, bæði af götunni og úr málara- stofunum. En einn daginn vildi svo til að hún og jeg sátum andspænis hvort öðru í „trattori“, sem hjet ,,Puttinn“, á Via degli Incurabili. Hún þóttist vita, að jeg þekkti fræg- an prófessor í Munchen, sem hún kallaði Ernesto, og varð mjög for- viða er hún heyrði mig segja, að jeg kæmi ekki nafninu fyrir mig í svipinn. LJfvNN er stórfenglegur myndhöggv- -^-■■• ari, sagði Sabina, — og á heima 1 höll. Þegar hann keniur út heilsa allir honum, jafnvel sjálfur borgar- stjórinn. En úr þvi að þjei’ þekkið hann ekki, þá skal jeg segja yður ofurlítið af sjálfri mjer og öllu því undursamlega, sem á daga mína dreif í þann tið, herra minn. Hafið þjer komið til Anticoli? Það var Maríu- hátið siðasta daginn sem jeg var þar, og nú eru átján ár síðan. Nú skal jeg segja yður nokkuð, sagði hún og laut fram í áttina til mín, — það skeði löngum margt hjer í Róm í þá daga. 0, jeg skal útskýra fyrir yður hvað skeði þetta kvöld, sem jeg aldrei gleymi. En fyrst verð jeg að segja yður hvernig jeg var Myndhöggvararnir urðu að leggja drög fyrir mig með þriggja vikna fvrirvara, og jeg skrifaði merkin þeirra á brjefræmu í rjettri röð, eftir þvi sem pantanir bárust. Á hverju ári kjósum við drottningu úr liópi fyrirmyndanna, þjer vitið jiað, herra minn —- sú fallegasta verður drottning, og það varð jeg i þetta skifti. Jeg var færð í silfr- aðan grisjudúk, og kóróna sett á oöfuð mjer. Svona var jeg! Nú eru \>að ekki nema málararnir, sem geta notast við höfuðið á mjer. Þeir segja að jeg sje demónisk! Jeg skil ekki hvað orðið þýðir: demonisk! En fyrst verð jeg að segja yður frá honum Alessandro. Hann elsk- aði mig. Mama mia — vitið þjer hvað það er að elska? Vitið þjer það, herra minn? Þjer getið ekki spurt Alessandro sjálfan. þvi að liann er dauður. Hann gekk og bar dauðann á höndum sjer — mín vegna. Það er ást. Hann var Rómverji, og allir okkar eigin menn þekktu hann ekki. Þeir hjeldu að það væri lygi, þegar einhver sagði frá því, að Sabina hefði hitl Alessandro eitt kvöldið fyrir utan Porta del Popolo. Hann var marmarahöggvari frá Trasta- vere og var alltaf i ljómandi fall- legum fötum. En svo var það að jeg hitti Ernesto..... Nú, jæja, tók jeg fram í, — Ernesto var þá þessi frægi þýski myndhöggvari, sem gerði sig heima- komnari en umsamið var? Já, sá kann best að segja frá, sem mest veit! Nei, Ernesto var miklu meiri maður. Augun í honum voru svo alvarleg, og það gat ekki heilið að liann talaði við mig. Hann vann og sagði: Svona áttu að standa og svona áttu "að snúa höfðinu. En með hverjum deginum varð mjer það erfiðara að snúa höfðinu frá honum. Jeg mátti til að horfa á augun í honum, jeg varð hrædd við liann þegar jeg sá að hann var föl- ur, og jeg skalf á höndunum þegar hann brosti. Það er enginn óvirð- ing að vera fyrirmynd, því að Guð liefir skajiað likamann, og listin er hrein. En þjer trúið því víst ekki, herra minn, jiegar jeg segi það, jeg skammaðist mín frammi fyrir hon- um. Nei, Ernesto gerði sig ekki heimakominn, það var bara jeg, sem átti alla sökina. Hann talaði til mín með mjúkri röddu og strauk á mjer höndina. Já, herra minn, svo var það Aless- andró. Hann gat ekki afborið að jeg væri fyrirmynd. Hann beið tim- unum saman fyrir utan niálarastof- una og hleraði þegar jeg var þar inni. Hann var afbrýðisanuir, og samt hafði jeg gldrei gefið honuin neitt, sem jeg gat ekki forsvarað gagnvart sjáfri mjer og mínu fólki, sem þá þegar var farið að hafa illan bifur á mjer og fyrirleit mig. En þjer skiljið þetta víst ekki, herra! Jeg gat ekki afborið að sjá Aless- andro hryggan. Og svo var það eitt enn, sem þjer verðið að vita.... jeg var hrædd um líf Ernestos! Það rennur svo mikið af þesskonar blóði hjerna í Ítalíu. Jeg lá andvaka á nóttunni og grjet útaf honum. Jeg varð að ljúga að honum. Enginn mátti vita hve stolt jeg var, af því að Ernesto hafði sagt einn daginn, að hann elskaði mig. Hann spurði mig einu sinni um Alessandro, og jeg sagði, að liann liefði vald yfir mjer aðeins vegna þess að jeg væri svoddan kveif. Þá sá jeg Ernesto reiðan í fyrsta skofti. Hann baðaði ekki út höndunum og lirójjaði ekki, eins og við erum vön að gera hjer i Róm, en augu hans urðu köld eins og tvö græn fjallavötn. Og hann ljet mig fara og hneigði sig fyrir mjer eins og greifynju. Svona var Ernesto afbrýðisamur. í þrjá daga kom jeg ekki til hans, og þá dagana hefði jeg getað drepið Alessandro. Þegar þeir dagar voru liðnir fór jeg aftur til Ernesto. — Feldu mig! sagði jeg, — Lofðu mjer að vera hjerna hjá þjer. Við vorum að vinna að stórri mynd, sem núna stendur á feiknastóru höggmyndasafni í Mun- chen. Hann þakkaði mjer fyrir. Vilj- ið þjer trúa því, herra minn, að hann þakkaði mjer fyrir? Allan þennan tíma kom Alessandro og hjelt vörð við dyrnar. Þegar Alessandro fór út, sat jeg fyrir innan hurðina og helraði eins og hundur þangað til hann kom aftur. Hann sýndi mjer skammbyssu og sagðist vera hrædd- ur. p1 INN dag síðdegis, þegar mynd- •*■“* in var fullgerð í leir, fór Ernesto með mig út í Campagna fyrir utan Porta S. Giovanni, og át- um við i „trattori“ og drukkum vín. Þegar við leiddumst lieim var sól- in gengin til viðar. Á torginu fyrir framan Santa Maria Maggiore heyrði jeg að einhver gekk í liumátt á eftir okkur, svo sem fimtiu skrefum á eftir. Þegar við námum staðar til að kyssast hætti fótatakið að heyrast. Jeg signdi mig þrisvar og las Maríubæn. Við Quattro Fontane heyrði jeg fótatakið færast nær, og jeg þekkti glöggt að þetta var fóta- tak Alessandros. Ernesto nam stað- ar og beið. — Hvað viljið þjer? spurði hann. — Alessandro gekk beint að hon- um og setti hausinn undir sig. — Það er jeg sem hún Sabina elskar, og þegar hún kemur. frá yður þá fer hún beint til mín, hvæsti hann. Ernesto þagði og leit á mig. Jeg gat ekki svarað, það var eins og klút hefði verið hert að hálsinum á mjer. — Það er lygi gat jeg loksins stunið upp. — Þarna sjáið þjer! sagði Ernesto. Alessandro hló ruddalega: — Sjáið þjer kanske líka á nóttunni? ■— Þorpari! hrópaði Ernesto. Þá sá jeg í hendi Alessandros hnífinn, sem jeg hafði óttast mest í draumum mínum. Þjer getið alls ekki imyndað yður, herra, liversu jeg óx á því augnahliki. Jeg varð eins og tíu konur en ekki éins og ein. Ernesto hafði gripið til skamm- by$sunnar sinnar, en Alessandro miðaði hnífnum sínum neðan að, eins og við gerum hjerna í Róm. Jeg vatt mjer fram á milli þeirra og náði í handlegginn á Alessandro. Ó, jeg var sterk þá! Ernesto kallaði á lögregluna. — Haltu fast, Sabina! sagði hann inn í eyrað á mjer og greip um hinn handlegginn á Alessandro. En um leið misti liann skammbyssuna. Getið þjer gefið mjer skýringu á því herra minn, hversvegna jeg tók skammbyssuna ujiji? Við vorum tvö um Alessandro og hann gat hvorki hreyft legg nje lið. En náðug frú María fyrirgefi mjer; jeg vissi ekki hvað jeg gerði. — Skjóttu ekki, hrópaði Ernesto, og enn get jeg sjeð augu Alessandros fyrir hugskotsjónum mínum, en þau voru svo undarlega forviða. ■— Skjóttu ekki! kallaði Ernesto aftur. — En jeg hafði skotið — Mama mia. SABINA veslingurinn lenti í fang- elsi. Ernsto fluttist til Munclien og varð frægur myndhöggvari. Hvort hann hefir skift sjer nokkuð af Sabinu veit jeg ekki, en jeg held að hann liafi ekki gert það. Karl- menn eru stundum svoleiðis. Jeg kannast við nafnið á honum en vil ekki nefna það. í fangelsinu eignaðist Sabina dóttur sína, Mari- ettu. Og eþgar hún var látin laus eftir nokkur ár, var hún eins og einmana fugl í skógi. Hún var úl- rekin úr hópi farfuglanna. Rödd hennar heyrðist aldrei framar í klið hinna. Og nú biðu hennar erfið- ir dagar og angistarár. Líkami lienn- ar, sem áður hafði verið i svo háu verði, var nú orðin ógildur. Eða að minsta kosti lítils virði. Og samsveit- ungar hennar bannfærðu hana, þeir höfðu með sjer einskonar stjettar- fjelag. Hún varð að láta sjer nægja snapavinna hjá hinuni og þessum listamannaumreriningum. Hvernig hún gat flotið skilur aðeins sá, sem veit hve lítið þarf til að lialda i sjer líftórunni i Rómaborg suður- landa. Rúm í hvítkalkaðri leigu- kompu. Stórt rúgbrauð frá bakar- anum. Ögn af soðnum hvítbaunum með rúgbrauðinu. Á sunnudögum skamtur af sjóðheitum kartöflusneið- um i viðsmjöri, úr eldliúsi á götunni. Og yfirleitt var gatan og sólin vist- ráðningarstofan hennar. Hún hjelt sig neðan við Spanska stigann. Þar vapiiaði Marinetta litla krinaum hana og enskar og amerikanskar ungfrúr tóku eftir barninu. Þeim fannst liún svo „sæt og sjerkennileg“ að þær langaði til að taka mynd af henni. Sabina fjekk að minsta kosti eina líru fyrir það í livert skifti.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.