Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1944, Page 10

Fálkinn - 10.11.1944, Page 10
10 F Á L K 1 N N VHG/W LE/D4bURHIR tnarteinn Djaríi Fólkið í þorpinu undir Fjalli var ekki á marga fiska. Það hafði skeS dálítið, sem því var ofurefli að ráða bót á. — Eins og okkur leið líka vel hjerna! andvarpaði gamla konan frá Stórholti. — Hingað komu aldrei ræningjar nje annað illþýði! tók maðurinn frá næsta bæ undir. — Og okkur kom alltaf vel saman hjerna i byggðarlaginu, sagði unga konan í Engigerði. — Að hugsa sjer að þessi ógæfa skyldi þurfa að koma yfir okkur! sögðu þau öll í kór. Og þetta var líka verri ógæfan, því að það kom á daginn, að hræði- legur risi var kominn handan yfir fjallið og farinn að gera árásir á byggðarlagið, og gerði engu vært i högunum hjá hændunum. Risinn liafði til dæmis byrjað með því að taka kú frá einum bóndanum og fara með liana heim í bælið sitt, og þetta hafði hann svo gert dag eft- ir dag, svo að ekki var annað sýnna en að hann mundi hirða allan bú- peninginn í sveitinni. Ýmist stal hann kúm, sauðfje eða geitum. Hver veit nema liann fari að taka fólkið bráðum, og brytja það í sig. —- Þessi skolli dugir ekki lengur. Við verðum að fara að berjast við tröllið! sagði loksins bóndinn i Stór- holti. Hinir bændurnir kinkuðu kolli, en þeim var nú samt ekkert um það gef- ið að eiga að fara að berjast við tröll. Og jeg lái þeim það ekki. Daginn eftir mættust þeir aliir á ákveðnum stað, smalinn stóð afsíð- is en bændurnir allir í einum hóp, alvopnaðir, og gættu búpeningsins, eða rjettara sagt þess sem eftir var af honum. ■ Og svo kom risinn! Það var Ijótt að sjá liann — hann var sterkari en tuttugu menn, stór og herðibreiður, með skelfing langa handleggi og hendurnar eins og fjósaskóflur. Þegar hann kom auga á bændurna öskraði hann af hlátri. —— Ha - ha - ha - ha! rumdi í hon- um. — Ætlið þið, pislirnir ykkar að fara að tala við mig? Komið þið svo- litið nær, svo að jeg heyri til ykkar! En bændurnir voru fljótir að snúa sjer undan og flýðu eins og fætur toguðu. — Risinn valdi sjer nú feitustu kúna, sem hann sá, þvi að nú vissi hann, að enginn af þessum iitlu mannskepnum mundi gera sjer neitt.-------- En nú var einn af vinnumönnun- um í plássinu, sem hálfskammaðist sín fyrir að heimaínennirnir þarna skyldu ekki geta ráðið við einn risa. Hann sagði: — Jeg er ekkert hræddur við risann! Þeir eru allir heimskir! Besta ráðið er að reyna að ginna hann eins og þurs, þvi að svo segir máltækið. Við skulum leika rækilega á hann, og þá sleppum við við hann, sjáið þið til! Hann hjet Marteinn, þessi vinnu- maður. — Ef þú þorir að kljást við hann þá er það ekki nema velkomið! sögðu hinir. — Þá skaltu fá lijartað úr skákinni lijerna í heimalandinu og fallegan hæ í ofanálag! — Standið þið þá við það! sagði Marteinn. — Ef jeg fæ þetta og svo hana Katrínu í Stórholti fyrir konu, þá skal jeg reka þursann á flótta. Daginn eftir fór Marteinn upp í skóg og alla leið up að þursaliömr- um í fjallinu, þar sem bæli þursans var. Hann vissi, að þursarnir eru eins og leðurblöðkur, að þeir eiga heima í dimmu — því að þeir sjá svo illa í sólskini. Og þetta ætlaði hann að nota sjer. Eftir stutta stund sá hann risann koma vagandi gegnum kjarrið, ineð skjöldótta belju undir hendinni. — Hann tróð kjarrið niður og braut það, því að hann sá svo illa, og svo stóð honum líka á sama þó að hann skemmdi se m mest. — Góðan daginn, gamli þursa- skeggur! sagði Marteinn og gekk á móti risanum. — Góðan daginn, hver ert þú? spurði risinn. — Jeg er bara ofurlítill aumingi, sem strauk að heiman frá foreldrum minum, því að þau börðu mig svo oft! sagði Marteinn, skelfing ræfils- legur. — Ert þú þá ekkert hræddur við mig? spurði risinn, alveg hissa. — Hvað heldurðu, lagsi — held- urðu að þú sjert eins sterkur og jeg er? sagði Marteinn. — Getur þú kreyst. vatn úr steini? Risinn glápti á hann og tók stein i krumluna og kreysti hann í lóf- anum, þangað til steinninn hrökk í smátt! því að sterkur var rlsinn. — Nú skaltu líta á! Marteinn beygði sig og risinn lijelt að hann væri að ná sjer i stein, en þá var þetta ekkert annað en ostbiti, sem Marteinn hafði látið detta. Hann tók ostkjúkuna og krey?sti hana svo að mysan rann úr henni. Risinn varð alveg steinhissa. — Skyldi þessi peyi vera sterkari en hann? — Geturðu kastað steinvölu? spurði Marteinn. Risinn tók stórann stein og kast- aði honum liátt upp í loftið, svo að það leið góð stund þangað tii hann kom niður aftur. Á leiðinni upp að risabælinu hafði Marteinn náð í lóu. Nú ljet hann eins og hún væri steinn, kast- aði henni hátt upp í loftið, en fuglinn flaug hærra og hærra og hvarf svo. Þeir sáu hann ekki. — Jæja, liann kom þá ekki aftur. Þá hefi jeg kastað honum upp í tunglið, sagði Marteinn, ajveg eins og þetta væri ekki nema sjálfsagt. Risinn varð gagntekinn af þessu furðulega þrekvirki. Þetta hlaut að vera jötunsterkur maður, úr því að hann gat kastað steini upp í tungl- ið. — Geturðu stokkið langstökk? spurði Marteinn svo. — Líttu á fjallið þarna, ekki geturðu stokkið hjeðan á þaði Líttu nú á mig! FjöIJin voru svo langt í burtu að þangað gátu hvorki tröll nje menn stokkið. En nú hljóp þursinn til og stökk — og lenti ofan í djúpt gljúf- ur. Marteinn hljóp lika til en í sama bili og hann ætlaði að taka stökkið beygði hann sig niður í kjarrið, og risinn, sem nú hafði sólina beint í augun, hjelt að hann hefði stokkið á fjallstindinn þarna í fjarlægð- inni. — TJr þvi að svona bjeaðir íþrótta- menn eru til í mannkyninu þá er víst best að jeg haldi mig í minum hópi, sagði risinn, og flýtti sjer að grafa sig niður í Undirlieima, en þaðan hafði hann komið. — — — Marteinn giftist Karen, þau eigniuðust bestu jörð, áttu börn og buru, grófu rætur og muru, — og svo framvegis. — Ef bifreiOaeigandin hefði dtt að aka með því sem hann hafði borgað. Þegar Grájia var lxölt á vinstra afturfæti. — Bara að jeg gæti nú komið krakkanum til að hlægja. — Ekki vænti jeg fá eina fötu af volgu vatni hjá yður? Jeg ætla að sjóða í því fiskinn. Svona getur það farið þegar mað- ur er i tvískiftum baðfötum. — Ef þjer hrgggbrjótið mdg þá sting jeg mjer á hausinn niður í brunninn þarna!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.