Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1945, Side 7

Fálkinn - 16.02.1945, Side 7
F A L K I N N 7 HANDTAKA í ÓBYGGÐUM GRÆNLANDS. í fyrrasumar og fram í október brutust fjórar létti- snekkjur úr strandvarnaliði Bandaríkjaflotans gegnum rekísinn meSfram norSausturströnd Grænlands, til þess að liandtaka jjrjá þýslca flokka, sem gerðir liöfSu ver- ið út til þess að koma upp veðuratliuganastöðvum á Grænlandsströndum og senda jjaðan fréttir er máli skiftu, um veðurhorfur í Norður-íshafi, beint til Þýska- lands. í júli 1944 komust danskir erindrekar að því, að- veðurstofa og útvarpsstöð liafði verið sett upp við Sussihöfða á norðurodda Shannoneyjar, og gengu þá ■ áhafnir af ameríkönsku snekkjunum Storis og North- land þar á land og sáu, að stöðin liafði verið yfirgefin í skyndi, er ÞjóSverjarnir sáu til ferða skipanna. Þegar Bandaríkjamennirnir fóru aftur frá Sússihöfða sáu þeir þýskan togara fastan í ísnum og allt brunnið innanúr honum. Var slcip jsetta 46,5 metra langt og er giskað á að það hafi verið togarinn Coberg. Snemma í október komst önnur Bandaríkjasnekkja, Éastwind, inn úr ísnum við Koldewy-eyju og setti þar á land tvo floklca til þess að ráðast á aðra jjýska veður- stöð, sem hafði fundist þarna. Voru teknir þar höndum þrír liðsforingjar, níu menn og vísindatækin og loft- skéytatækin hirt, og var þá talið, að eigi væru fleiri þýskar veðurstöðvar til á Grænlandi. En nokkrum dög- um síðar sá könnunarflugvél einn þýskan togara þarna á næstu grösum. Sigldi þá Eastwind að togaranum, sem reyndist vera 54 metra langur og gerði atlögu að hon- um í ísnum á næturþeli. Gafst áhöfnin upp, 20 manns, en togaranum var síðan siglt til Boston. Önnur landganga var einnig gerð og alls voru hand- teknir í Grænlandi 60 Þjóðverjar og mikiö af allskonar tækjum og útbúnaöi. Ekkert tjón varð á mönnum þeim, sem tóku þátt í þessum leiðangrum af hálfu Banda- ríkjanna. — Myndin hér til liægri er tekin á Koldewey- eyju, eftir að foringjarnir þrir og níu aðrir höfSu verið handteknir ])ar. Vopnaðir Bandaríkjamenn standa yfir föngunum. Myndin til vinstri sýnir ameríkanska hermenn hvíla sig í skugganum undir inn- gönguhliðinu að barnaskóla á Leyte-ey á Filippseyjum, þar sem þeir réðust fyrst á land. Japanar höfðu notað skólann sem liermannaskála meðan þeir héldu Leyte. Nú er kennsla byrjuð í skólanum aftur. - T. h.: Juana Mandia kenslukona á Leyte. Hún hef- ir lagt spurningu fyrir snáð- ann, og það er augljóst að hann Iiugsar sig um svarið. Margar bandarískar stúlkur lögðu bændum lið sitt á síðastliðnu hausti, og stóðu sig prýðilega við uppskeruna. Myndin sýnir eina þeirra þar sem hún silur með berjakörfunar fleytifullar. HALDIÐ SUNLIGHT SÁPU ÞURRI þá endist hún lengnr X-S 1368-814 Aldrei hefir það verið nauðsyn- legra en nú, að spara SunlighÞ sápuna á þvottadaginn. Núið ekki sápunni á allan þvottinn heldur á óhreinustu blettina, og þá kemur nægilegt löður til að hreinsa allan þvottinn. Skiljið aldrei sápustykkið eftir i valn- inu.Látið það standa á endann i þurri sápuskál. Munið að þa kemur Sunlight sápan að ýtr- ustu notum. LEVEH Iramleiðsia. * /Ult með íslenskum skipum! f

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.