Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.02.1945, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNft/ftf k£/&NbURNIR Fjársjóður prinsessunnar Aumingja litla prinsessan, hún Irmelin átti enga foreldra — þau voru dáin. Hún hafði mist þau þegar hún var barn í vöggu. En hann frændi hennar, sem var biskup, hafði tekið hana að sér og ól hana upp. Og hann sá um, að enginn stæli fjársjóðnum hennar frá henni. Prinsessan átti nefnilega fjársjóð, sem hún liafði fengið eftir foreldra sína. Þetta var járnbent kista, full af gimsteinum. Það voru margir sem vissu hve rik prinsessan var, og þessvegna lct biskupinn gi-afa kistuna i jörð ein- hversstaðar úti í skógi, þar sem hann einn vissi. Annars hefði fjár- sjóðnum eflaust verið stolið. Garðyrkjumaðurinn átti heima í litlu húsi í garðinum, og hann átti litinn son, sem var vanur að leika sér við prinsessuna, þegar þau voru lítil. Hann var sunnudagsbarn rg hét Anton. En það fylgir sunnudags- börnum, að þau sjá margt, sem aðrir ekki sjá. „Sjáðu, þarna koma álfarnir-“ sagði hann einu sinni við prins- essuna. „Sérðu ekki þessa tvo þarna, sem bera á milli sín fjölina með blómapottunum á?“ „Nei, ekki geri ég það — það sjá ekki aðrir en sunnudagsbörn,“ sagði prinsessan. Irmelin þótti ósköp gaman að heyra Anton 'segja frá álfunum, en þegar þau urðu bæði eldri, urðu leiðir þeirra að skilja, þvi að nú varð Irmelin sí og æ að vera að læra hjá öllum kennurunum sínum og kennslukonunum sem voru að kenna henni frá morgni til kvölds, svo að það var ekki nema sjaldan. sem hún gat gefið sér tíma til að ganga um i garðinum. Og Anton varð að hjálpa pabba sínum með að plægja og grafa í garðinum, sá og gróður- setja, en þetta var starf, sem hann hafði gaman af, því að þegar liann var 'við það, gat hann alltaf séð álf- ana og heyrt til þeirra. Þeir hj dpnðu honum líka mikið við vinnuna, svo að ekki leið á löngu þangað til hann varð duglegasti garðyrkjumaðurinn í öllu ríkinu. En nú gerðust þau stórtiðindi að gamli biskupinn varð veikur — svo veikur að hann var kominn að dauða. Til allrar hamingju náði hann sér þó aftur, en nú sá hann sér til mikillar skelfingar, að liann liafði gersamlega gleymt livar fjár- sjóðurinn prinsessunnar var grafinn. Nú voru boð send í allar áttir, þess efnis, að sá sem gæti fundið fjársjóð prinsessunnar skyldi eign- ast hana fyrir konu. Og prinsar og riddarar, handverksmenn og bændur tóku sig nú upp og héldu upp í konungshöllina, og þaðan fóru þeir út í skóg til að leita að fjár- sjóðnum. „Þetta stoðar vist ekkertt“ and- varpaði gamli biskupinn. „Eg veit bara það, að ég faldi fjársjóðinn svo vel, að þegar ég liefi gleymt sjálfur livar ég geymdi hann, þá geta þeir leitað hans í hundrað ár án þess að finna liann.“ „En það gerir þá ekkert til, frændi,“ sagði Irmelin prinsessa hug- hreystandi við gamla manninn. „Eg kæri mig ekkert um alla þessa skart- gripi. Mér þykir miklu vænna um blómin í garðinum.“ „Heyrirðu þetta?“ hvíslaði einn álfurinn, sem liafði heyrt orð prins- essunnar, að öðrum álf. „Þetta er nú prinsessa, sem veit sínu viti. — Blómin eru miklu fallegri en kaldir dauðir steinar.“ „Eg veit hvar fjársjóðurinn er,“ hvíslaði hinn álfurinn. „Eigum við að segja henni það?“ „Nei, þú skalt heldur segja honum Anton það. Honum þykir svo vænl um prinsessuna, og ef hann finnr.r fjársjóðinn, þá fær hann prinsess- una fyrir konu.“ Nú flugu álfarnir niður í garðinn og sögðu Anton að þeir vissu hvar fjársjóður prinsessunnar væri niður kominn. Þeir buðu honum að fylgja þeim báðum á staðinn, og þá gæti liann sjálfur grafið hann upp. Snemma morguninn eftir var hald- ið af stað í stórri fylkingu, og gamli biskupinn var líka í hópnum, dúðað- ur í stórri kápu, svo að lionum yrði ekki kalt. Var nú farið langt — langt inn í skóg. Þar fór Anton að grai'a og þegar hann hafði grafið i klukku- tima, fann liann kistuna með fjár- sjóðnum. „Já!“ hrópaði biskupinn. „Nú man ég það líka! Það var hérna, sem ég faldi fjársjóðinn. En ég mundi aldrei hafa getað fundið hann aftur sjálfur-“ „Nú skal Anton verða kongur og ég drotning hans!“ sagði Irmelin prinsessa. Og það varð líka svo. En prinsessan bar sveig úr myrtu og rósum um höfuðið þegar hún gekk að brúðarbekknum, en ekki einn einasta gimstein. „Eg kæri mig ekkert um þá,“ sagði hún. „Við skulum selja þá alla og nota peningana til þess að byggja litil, falleg liún handa fátæka fólkinu, sem ekki á nein hús, og rækta garða handa þeim. Það er miklu meira gaman. — ■— Og álfunum sem höfðu hjálp- að þeim, fannst alveg eins. língur maður spurði gamlan ríkisbubba hvernig hann hefði far- ið að því að verða ríkur. „Það yrði nú löng saga að segja frá því,“ sagði sá gamli, „svo að ég held að við verðum að spara ljósið og slökkva á meðan.“ „Þér þurfið ekki að segja mér söguna,“ sagði ungi maðurinn. og fór. I-------------------------------- S k r í 11 u r. ---------------------------------1 Tveir kunningjar hittast eftir margra ára aðskilnað og annar spurði: „Heyrðu, Lási. Giftist þú stúlkunni, sem þú varst að liugsa um hérna á árunum, eða stoppar þú enn sokkana þína og eldar ofan í þig sjálfur?“ „Já — já“, svaraði Lási. Jón og Magnús liittust og fóru að tala um konurnar sínar. Jón sagði: „Konan mín segir mér á liverjum morgni, að sig liafi dreymt í nótt að hún væri gift miljónamæringi." „Skratti ertu lieppinn," svaraði Magnús. „Konan mín heldur að hún sé gift miljónamæring á daginn.“ Nýgift kona var að sýna vinstúlku sinni allt sem hún hafði fengið í búið. Þar á meðal var falleg bifreið. ,Hann faðir þinn liefir víst gefið þér liana?“ sagði gesturinn. „Ertu gengin af göflunum,“. sagði frúin. „Maðurinn minn mundi eklci taka á móti neinum þessliáttar gjöf- um. Pabbi borgar bara húsáleiguna, afborganirnar af bílnum og svo Jiað sem við Jiurfum að lifa á. En við kaupum okkur allt sjálf." Spilamaður, sem hætti til að koina seint heim og fékk ákúrur fyrir það hjá konunni sinni, kom einu sinni óvenjulega seint lieim. Kvöldið eftir sagði hann spilafélög- unum Jiessa sögu: „Eg fór úr skónum á tröppun- um, afklæddi mig í forstofunni, læddist inn í svefnherbergið og upp í rúmið eins varlega og ég gat. — Konan mín á liund, sem hefir þann sið að skríða upp i bólið til okkar Jiegar kalt er í veðri. Þegar ég var að breiða ofan á mig losaði konan inín svefninn og ýtti á liausinn á mér. „Farðu Fídó, farðu fram úr,“ sagði hún. Og þá hugsaöist ínér, piltar, að sleikja höndina á henni og þá fór hún undireins að hi jóta.“ — Hver er aðalmunurinn, sem verður á vatninu liegar liað verður að ís? spurði kennarinn. — Veðrið, herra kennari, svaraði lærisveinninn. „Þú segist aldrei liafa rifist við konuna l)ina!“ „Nei. Hún fer sína leið og ég mína. „Hvernig varð kartöfluuppskeran hjá þér i liaust?“ spurði bóndi ná- granna sinn. „Hún varð ágæt,“ svaraði hinn. „Súmar voru á stærð við völu, sum- ar eins og heilbaunir — en svo var náttúrlega talsvert af smælki líka.“ Bóndi kom á járnbrautarstöð í smáþorpi með konu sinni. Ilann fór að farmiðasölunni og segir við afgreiðslumaninn: „Heyrðu lagsi. Er lestin 'kl. 3,10 farin „Já, hún er farin fýrir lcortéri," „En hvenær kemur fjögur-lestin, heldurðu?“ „Það er talsvert þangað til — hún kemur á réttum tíma.“ „Koma nokkrar farjiegalestir á undan henni, lieldurðu?" „Nei.“ „En koma Jiá nokkrar vöruflutn- ingalestir áður?“ „Engin.“ „En er þetta nú alveg áreiðan- legt?“ „Já, Jiað er alveg áreiðanlegt," sagði afgreiðslumaðurinn. Það var farið að síga í hann. ,Jæja, Soffía,“ sagði bóndinn, og sneri sér að konunni. „Þá er okkur víst óliælt að fara yfir járnbrautar- teinanna." „Varstu í nokkrum vandræðum með frönskuna Jiína þegar J)ú varst í París?“ „Nei, en Frakkarnir voru það.“ LÁTIÐ SÁPUNA VEITA YÐUR FEGLJRÐ FILM.STJÖRNUNNAR otj sfjarið sápuna um leicl. I fyrsta lugi skuluð þjer, i stað þess að nudda sápustvkkinu við þvottaklútinn, væta hendurnar, strjúka sápunni nokkruni sinn- um tim þær og nudda siðan sápunni inn í andlitið, frá höku til ennis. Þvoið yeVir siðan úr volgu vatni, og siðan úr köldu. DOROTHY LAMOUR hin yndislega Paramount- stjarna segir: „Jeg á Lux að þakka að hörund mitt er alt- af mjúkt og fallegt". LUX HAND-SÁPA 9 a/ hverjum 10 filmstjörnum nota LUX-SÁPU. X-LTS 660-814 a LEVER product

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.