Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1945, Side 12

Fálkinn - 24.08.1945, Side 12
12 F Á L K I N N Övvq Í^icbtev-Tricl?: úr sokknum. Ilvað liann fór liægt og var- lega að því. Og svo þessi hryllilegi göt- ótti sokkur. Það var eins og hann læsi hugsanir hennar. — Það hlýtur að vera skemmtilegt, eða liitt þó lieldur, fyrir stúlku eins og yður að vanta sokka. Eg veit hvernig það er. Eg gekk einu sinni í heilan mánuð í mýrun- um í Guyana, í sömu sokkunum, og sein- ast voru þeir engir. —- Hvernig þá? Þeir slitnuðu upp til agna. Jú, það var dálaglegt ásigkomulag. Segið mér, hvernig fellur yður þessi niðursuða? Eg sé að hún er frá Stavangri. Hún leit tortryggnislega á hann. Ætlaði hann að hæðast að henni? Nei, í þessu stórskorna, gáfulega andliti sást ekkert nema hjargföst alvara. Ilún er ágæt, svaraði hún. — Þegar ég kem heim ætla ég að færa liana inn á matseðilinn. Baunir, saltað kjöt og flesk er það besta sem ég þekki. Það á líka vel við, þegar maður hefir svona mikið af saltvatni í kringum sig. — Ilafið þér verið veikar? Nei, svaraði hún. — Eg var ósköp þróttlítil, þegar mig rak hér á land, en ég náði mér brátt. Það eru ekki margar ungar stúlk- ur, sem hefðu leikið þetta eftir yður, sagði hann og þreifaði fyrir sér á hvít- um fæli hennar. Hún beit á jaxlinn, því öklinn var hel- aumur. — Það er sárl, sagði hann, — en þetta er ekki neitt alvarlegt. Eftir fimm til sex daga verðið þér góðar aftur. Snemma i fyrramálið eða í nólt, förum við til Louisborg á Nova Scotia. — En rokið? spurði hún. — Það er nú að lygna, svaraði hann. í fyrramálið verður bara svolítil kvika og hún er ekki hættuleg. Við höfum ekki næga olíu til New York, þessvegna verð- um við að fara lil Louisborg eða Halifax —hvort sem vill. Henni féll ekld þessi skipunartónn í rödd lians. Eu liann var auðsjáanlega kurteis maður. Hann var nú að vefja sára- hindi um veika fótinn. Má ég spyrja, hvernig þér... . — fenguð þá hugmynd að Evy West- inghouse lenti á litlum útkjálka hjá Ný- fundnalands-miðunum? Jú, ég fékk bréf- ið yðar. Því miður vantaði nafn yðar og mikinn liluta af heimilisfanginu, svo það kostaði mig mikið umstang. Eg fékk kunn- ugan mann, sem er fæddur um luindrað kvartmílur héðan, með mér. Við lireppt- um hræðilegt illviðri. Á síðustu stundu komum við auga á neyðarmerki yðar og fórum hingað. Það var hættulegt, en ég er töluvert heppinn náungi. Ilvað segið þér um að fá yður eins eða tveggja tíma svefn á meðan ég hugsa um snekkjuna og bý okkur til skárri miðdegisverð? Hún brosti. — Gjarna, svaraði liún. — En mér finnst þér ekki vera neitt sérslaklega siðavand- ur. Eruð þér Ameríkumaður? — Nei, svaraði hann. — En ég liefi lengi átt heima í Alaska. Það er svo sem ekkert sérstakt við mig. Eg er bara óbreyttur, norskur læknir, sem þykir gaman að leita æfintýra. Nafn mitt er Jonas Fjeld. Sof- ið vel. Við eigum mikið starl’ framund- an, sem bíður okkar! Hún leil spyrjandi á liann. Ilún var nú orðin róleg. Svo lok- aði hún augunum og sofnaði eins og hlýð- ið barn. XXX. Miðdegisverður. Fjörugur sólargeisli dansaði um óhreint kofagólfinu, stiklaði létt og fimlega upp i fátæklegl fletið og féll á hið fagra and- lit Evy Westinghouse. Unga stúlkan vaknaði og leit liissa i kringum sig. Það hafði aldrei komið fyrir áður að sólin áræddi i gegnum óhreinar rúðurnar. Einhver nærfærin hönd hlaut að hafa þurkað af þeim. Eldurinn snarkaði í hlóðunum og dauf, þægileg steikarlykt ihnaði um kofann. Hún hlaut að liafa sofið í margar klukku- slundir þvi nú heyrðist ekkert til storms- ins lengur. Það rak þó á smá kviður ann- að slagið, en þær urðu stöðugt hægari og hægari. Það var greinilegt að liann mundi lygna seinni partinn. Hjá lilóðunum sat dr. Fjeld á hækjum sínum. Hann virtist niðursokkinn við að snúa steikinni á teininum. Það var eitthvað svo hrærandi að sjá livað liann sneri steik- inni af mikilli samviskusemi. Það leyndi sér ekki að liann var vanur því að hjálpa sér sjálfur. Evy Westinghous brosli við tilhugsun- ina um það, hvað vinir hennar og vin- feonur mundu segja, ef þau vissu urn kring- umstæður hennar. Henni þótti vænt um það að enginn spegill skyldi vera í kofan- um, sem gat sýnt henni livernig hún leit út. Nú var sársaukinn horfinn úr öldan- um. Veiki fóturinn lá ofan á teppinu og í stað brennandi verkjanna, leið henni nú þægilega í honum. Maðurinn við eld- inn hafði víst líka séð um það að lialda köldu bökstrunum við, á meðan hún svaf. Nú skein sólin og vonin í þessu fátæklega lireysi. í fyrsta skifti á æfinni varð henni luigsað til aumingja fólksins, sem allt silt líf má liggja innan fjögurra veggja, á- hyggjufullt með daginn sem er og í óvissu um þann, sem kemur. Þvílíkur óhófs og munaðarseggur var hún ekki! Alll í einu var eins og hún sæi inn í nýja veröld, með nýjum hlutverkum og nýjum markmiðum fyrir vilja liennar og hæfileika, — veröld fulla af sorg og þján- ingum og kvölum. Drottinn liafði áreið- anleg meint eitthvað með þessum erfið- leikum og reynslu, sem hann hafði lagl á hana. En nú skyldi þetta breytast. Það var samkvæmisiífið sem hafði spillt henni og orsakað þennan lífsleiða, sem þjáði liana og sem nú síðustu árin var komið á fremsta lilunn með að gera liana að þung- lyndum mannliatara. Slikt var eðli hennar andstætt. Henni, sem komin var af ætl, sem þekkt var fyrir atorku sína og dugn- að. Faðir liennar var hrifinn burt innan við sextugt, þá útslitinn af braski og erf- iðleikum viðskiftalífsins. Og eini bróðir- inn sem hún átti dó tuttugu og þriggja ára gamall, djarfur maður og sá sem einna mestar vonir voru byggðar á í Wall Street. Hann bókstaflega tærðist upp af óviðráð- anlegri starfslöngun. Hún ein var eins og prinsessa, á meðal þessara starfsömu manna án þess að hugsa um annað en síðustu tísku, síðasta tesamkvæmið eða siðasta dansleikinn. Eina afsökunin sem hún átti voru íþróttirnar. Hún var góður reiðmaður, góð i skilmingum og kunni að fara með skotvopn fullkomlega. En hún hafði áldrei komist hársbreidd út fyrir tak- mörk þess. fólks, sem lítur á aðra, eða annað en sjálft sig. Sú veraldarviska eða reynsla sem hún hélt sig hafa tileinkað sér, var ekki meira virði en götóttu silki- sokkarnir liennar sem hún nú var í.... Maðurinn við eldinn stóð upp. Hann al- hugaði steikina og lagði hana síðan gæli- lega á fat sem stóð við hlið hans. Hvað ætlaði liann nú að gera? Hún lét aftur augun og lést sofa. Fyrst færði hann borðið út á mitt gólf, svo tók hann körfu sem liann sýnilega hafði komið með frá snekkjunni og upp úr henni tók liann snjólivítan dúk, tvo pentudúka, skeiðar, lmifa og gaffla. — virtist ekki eiga við að þessi stóri og sterki maður fitlaði með svona hluti. — Hann gerði þetta þó eins og sjálfsagðan lilut og hávaðalaust. Það var eins og hann gengi á flókaskóm. Hún fór að fá áhuga fyrir þessum háa, þögla náunga, sem liafði ekki ennþá vik- ið einu orði að þeim viðburði, sem allan heimiun þyrsti í að fá ráðningu á. Ilún gat gefið skýringu, en bann liafði ekki á neinn hátt sýnt lorvitni sína. Að svona menn skyldu vera til. En livað ætlaði hann nú að gera ? Svei mér þá ef liann tók

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.