Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.11.1945, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N UR LEYNIDAGBOK CIANO GREIFA XIV GÖRING ELSKAÐI TVENNTi STRÍD OG DEMANTA. HANN KEYPTI DEMANTANA SÍNA í HOLLANDI FYRIR SLIKK. fíöring. Hér segir Ciano frá stgrjáldar ■ og demantagrœðgi Görings. Hann kegpti demanta fgrir slikk i IIol- landi, eftir að allir gimsteinar í Þgskalandi höfðu verið gerðir upp- tækir. — / árshyrjnn 1!)42 fáru gms- ir þverbres/ir að koma í sambúð ítalin og Þgslcalands. Og IJorthy, ríkisstjóri Ungverja, sagði Þjóð- verja vera óheflaða rudda. 5. jan.: Mussolini lirósar rœð- unni, sem ég hélt í Bologna, en sýnir mér úrklippu úr „Resto del Carlino“ (dagblaði í Bologna), sem finnur að fasistakveðju minni. Hún var ekki alveg samkvæmt siða- bókinni. Er ekkert meira áríðandi til að finna að? Vidussoni (vararitari fasista- flokksins) hefir lagt fyrir mig nokkrar blóðþyrstar tillögur um meðferðina á Slovenum. Hann vill drepa þá alla. Eg benti honum á að Siovénar væru yfir miljón. ,,Það gerir ekkert til“, svaraði hann rólega. „Við verðum að fara að eins og Ascariarnir (nýlendu- hermenn ítala í Abessiniustriðinu) og útrýma þeint." — Eg ætla að vona að hann róist. 9. jan.: Acquarone ráðherra átti lal við mig um hertogann af Spole- to. Hertoginn vill ekki skitnýta kon- ungsríkið sitt, Króatíu, en kærir sig aðeins um eitt: peninga og aftur ljeninga. 11. jan.: Það er geigur í Þjóð- verjum. Alfieri segir að þýskar her- deildir, sem liafa verið dregnar i hlc á rússnesku vígstöðvunum, séu settar niður i hernumdu löndunum og fái ekki að koma heirm til Þýska- liuids, því að menn séu hræddir við að þær hefji áróður. / Wien hafa margir hermenn framið sjálfsmorð — þeir vildu heldur ráða sér bana en hverfa aftur til rússnesku vigstöðvanna. 12. jan.: 11 Duce mótmælir fram- ferði þýskra hermanna á Ítalíu, sér- staklega liðsforingjanna. Þeir eru montnir, þrætugjarnir og fylliraftar. í gærkvöldi ruddust tveir inn á heimili í Foggia. Húsráðandinn á heimilinu var að liátta. Liðsfor- ingjarnir kölluðu til hans: „Við liöfum tekið Frakkland, Belgíu, Holland og Pólland. í nótt ætlum við að taka konuna yðar!“ Maðurinn svaraði: „Mín vegna getið þið tekið allan heiminn, en ekki konuna mína. Eg er piparsveinn.“ í vonbrigðunum mölvuðu þeir öll húsgögnin áður en þeir fóru. 15. jan.: (í Budapest): Horthy aðmíráll sagði við mig: „Þjóverjar eru hraustir menn, og fyrir það dáist ég að þeim, en þeir eru líka, óþolandi, óheflaðir ruddar.“ 22. jan.: Grandi (dómsmálaráð- herra og fyrrum sendilierra í Lon- don) gat í dag ekki stillt sig leng- ur og sagði: ,,Eg skil ekki hvernig ég hefi getað grimnklætt mig sem fasista í tiittugu ár.“ Skjall um flokksritarana. 2ý. jan.: Einhver liefir skrifað nafnlaust hréf og er öllum flokks- riturum lýst þar. Turati er kallað- ur „flokaveiki maðurinn“ og sagður yfirkominn af eiturlyfjanautn. Um Farinacci er sagt, að hann limlesti sig til þess að slejjpa við herþjón- ustu, og sé þjófur, og svona er hald- ið áfram að Vidussoni, sem er tal- inn fullkomin fyrirmynd handa æskulýð fasista: spiltur og heimslc- ur. 25. jan.: Mussolini er enn að fjargviðrast yfir því hvernig Þjóð- verjar liagi sér á Ítalíu. Hann hefir liggjandi fyrir framan sig afrit al' símtali, sem einn af aðstoðarmönn- um Kesselrings liefir átt við Berlín. Hann kallar okkur „makkaronní“. II Duce er mjög andvigur kröfu þeirri er dr. Clodius hefir gerf (formaður þýsku verslunarsamn- inganefndarinnar), um að fá fleiri ítalska verkamenn til Þýskalands, eða 325.000 í stað 200.000. Göring í safalafeldum og með demanta. 28. jan.: Göring er kominn til Róm, en ég hefi ekki séð hann. Heimsókn hans er fyrst og fremst hermálalegs eðlis. Annars hefir þessi ístrumagi verið mjög dreiss- ugur gagnvart mér síðan Ribben- trop fékk hálsfestina að Annunzi- ataorðunni, frægasta tignarmerki Ítalíu, sem Göring annars fékk áður en lauk. 29. jan.: II Duce átti þriggja tiina samtal við Göring .... fíöring þgk- ir mikið fyrir um atburðina í Rúss- landi og lætur gremju sína bit.na á þýsku hershöfðingjunum,' sem, hafa aðeins annaðhvort litla eða alls enga samúð með nasistum. Ilann heldur að þessir erfiðleik- ar haldist i allan vetur, en er enn- þá sannfœrður um, að Rússland verði sigrað 19H2, og að Bretar leggi niður vopnin 1943. 2. febr.: Miðdegisveisla með Gör- ing heima hjá Cavallero (forseta herforingjaráðsins). — Foringjar herforingjaráðsins fara að dæmi Gavallero, þessa bjálfa, —- hann mundi hneigja sig og beygja fyrir kamri, ef hann teldi sér von um að hafa gagn af því — og hermála- foringjar oklcar liaga sér nú eins og þrælar gagnvart þessum Þjóðverja. Og honum leið vel að leika páfa. 4. febr.: Göring fer frá Róm. AIl- an tímann sem á miðdegisveislunni stóð gerði liann ekki annað en tala um gimsteinana sína. Hann var með nokkra fallega liringi á fingrunum. Hann sagði okkur að hann hefði keypt þá ódýrt í Hollandi, eftir að allir skartgripir í Þýskalandi hefðu verið gerðir upptækir. Mér hefir verið sagt, að hann leiki sér að skartgripunum jsínum, eins og lítill drenguV að gullum sínum. Hann var mjög órólegur á leið- inni. Aðstoðarmenn hans færðu honum skrín, sein var fullt af dem- öntum. Hann helti þeim á borðið, taldi þá, raðaði þeim og flokkaði Georges Claudet, hinn franski hugvitsmaður og mil- jónamæringur, sem nú er orðinn 74 ára, hefir verið dæmdur til dauða. Það var hann, sem fann upp dráps- tækið V-l, en seldi Þjóðverjum upp- götvunina. Hann er orðinn lieyrn- ardaufur, svo að þegar honum var tilkynntur dauðadómurinn varð að hrópa liann inn í hlustartæki, sem hann hafði líka gert sjálfur. I Abessiníu er það trú manna, að heimurinn Horthg aðmiráll. þá, ruglaði þeim síðan saman aftur, og komst nú i gott skap. Einn af foringjum Görings sagði um hann í gær: „Það er tvennt sem hann elskar, fallega gripi og stríð. Ilvorttveggja er dýrt“. Þegar hann ók á járnbrautarstöð- ina var hann i mjög stórum safala- feldi, eitthvað miðja vegu milli þess sem bílstjórar notuðu 1!)0G og þess sem skækjur af betri sortinni hafa utan á sér þegar þær fara í leikhús- ið. Ef einhver okkar leyfði sér nokk uð þessu líkt þá mundi liann verða grýttur á götunni. (í næsla blaði: Fgrstu sigrar Japana). hafi orðið til úr eggi, og sem tákn þessa er líkan af strútseggi á flest- um krossum í landinu. 261 dvergur i Ungverjalandi sendu eitt sinu yfirvöldunum tilmæli uni að fá far- miða á járnbrautum og sporvögn- um, svo og aðgöngumiða að kvik- myndahúsum og leikliúsum fyrir hálft verð, þvi að þeir tæki helm- ingi minna rúm en annað fólk. En málaleituninni var synjað. Þakkið stjörnunum þessar dásam- legu fegurðarfréttir. Hér fáið þér fegurðar-vernd sam- kvæmt Hollywood-tisku fyrir yðar eigið hörund: Hin dásamlega, rjómalivíta, LUX-sápa til að halda húð yð’ar mýkri og bjartari en þér hafið nokkru sinni áður átt að venjast. Hvorki meira né minna en 9 af hverjum 10 filmstjörn- um, og raunar fagrar konur um víða veröld, fela það alveg gæðuni LUX-sáp- unnar að halda hörundinu satínsléttu og silkimjúku. Gerið LUX-handsápuna að daglegu snyrtimeðali yðar. Ginger Rogers (Para- mount-stjarna) er ein af 9 hverra 10 filmstjarnu sem nota Lux liandsápu til að halda liörundinu hreinu og mjúku. Ennþá sömu afbragðs gæðin, en vegna núverandi sparnaðarfyrir- mæla er hún ekki í sínum venjulegu fallegu umbúðum. X-LTS 670/2-814 A LEVER PRODUCT

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.