Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 23.11.1945, Blaðsíða 10
10 *' A L K 1 N N VNGfftf LE/SNMIRMIR Hinn slæmi Tú-Hú Við endann á regnboganum byrj- ar vegurinn, sem liggur beint inn i Ævintýralandið. Þú heldur kanske að nú sé ég að skrökva að þér, en samt er þetta alveg ár-eiðanlegt. Ef þig langar að skreppa til Æv- intýralandsins og liitta allar þaer merkilegu manneskjur ,og dýr, sem búa þar — allt frá Rauðhettu og Öskubusku tii dreka og annarra ófreskja þá skaltu bara flýta þér á staðinn, þar sem rcgnboginn snertir jörðina. Þegar þú kennir þangað, muntu sjá lítið, snoturt liús með stráþaki. Það er með rauðan reykháf upp úr sér, og upp með veggjum húss- ins vex vínviður, sem á haustin er hlaðinn ljómandi fallegum og gómsætum vínberjum. Rétt við húsið er skilti, sem bendir inn í koldimmt op á stórum kletti. Ef jiú kannt að lesa, get- urðu séð, að á skiltinu stendur: Til Ævintýralandsins. Og ef þú bara þorir, þá geturðu gengið inn í opið og áfram eftir veginum, þang- að til þú kemur í Töfraskóg. Ef heppnin er með þér, mætirðu ef til vil Óla þ arna í skóginum eða þá Rauðhettu, en ég vona bara i'yrir alla muni, að þú mætir ekki úlfinum! Jæja, það var nú bara ekki ætl- unin að tala mikið um þessa hluti. Þú átt nefnilega að fá að heyra söguna af liinum slæma Tú-Hú. Sú saga byrjar við húsið, Jiar sem Sandmaðurinn býr. Það er hann, sem lætur Óla Lokbrá fá sandinn, sem hann stráir í augun á litlum börnum, svo að þau verða syfjuð á kvöldin. Þú kannast sjálf- sagt við það? Sandmaðurinn býr i litla snotra húsinu, og hann hefur tvo litla álfasnáða til að hjálpa sér við vinnuna. Þeir heita Snip og Snap. Dag nokkurn koma þeir báðir inn til Sandmannsins, sem ællaði einmitt að fara að borða kvöld- matinn, og Snip sagði: „Eg ætlaði bara' að spyrja —“ „hvort við gætum fengið frí á föstudaginn“, bætti Snap við. „Svo að við getuin farið á álfa-ballið“, sögðu þeir svo báðir í einu. Sahdmaðurinn var besti karl, en bann leit alvarlega á Snip og Snap, stundi þungan og sagði: „Nei, það getur ekkert orðið úr því — við megum ekki yfirgefa húsið, meðan hinn slæmi TiwHú yr í skorsteininum". Litlu álfarnir litu hvor á. annan. Hvað í ósköpunum var Sandmað- urinn að tala um? „Hinn slæmi Tú-Hú?“ spurði Snip. „Hvar er liann eiginlega?" „Þarna“, sagði Sandmaðurinn og benti upp í skorsteininn. „Illustið þið bara á liann. Er jjetta ekki hræðilegt?“ Þeir stóðu alveg grafkyrrir og hlustuðu. — Jú, nú gátu þeir allir heyrt það, hvernig liann vældi og emjaði: „Tú-hú-ú-ú, Tú-hú-ú-ú!“ „Við megúm ekki allir fara burt i einu“, sagði Sandmaðurinn, „og þið vitið vel, að á föstudaginn verð ég að fara til að sækja fína, nýja sandinn, og hugsið ykkur bara, ef Tú-Hú kæmi niður, meðan við er- um í burtu og eyðilegði allt liúsið!“ Snip og Snap litn hvor á annan. Nei, það var satt, þetta gat ekki gengið. En skelfing var það nú samt leiðinlegt að komast ekki á álfa-ballið! „Hvað eigum við að gera?“ spurðu þeir hvor annan, þegar þeir komu út í eldhús til að malla'matinn. „Ef við bara gætum náð í linakka- drambið á þessum slæma Tú-Hú“. „Eg held, að hann sé hræddur, alveg eins og kattarræfill. Þess- vegna vælir hann svona mikið“, sagði Snip. „Hver veit nema við gætum gabbað hann hingað niður, ef við fylltum stóra skál með mjólk og kölluðum svo kurteislega á hann“. „Eg hef enga trú á því“, svaraði Snap. „Eg er viss um, að hann er ógurlegur dreki, sem emjar svona, bara til þess að láta okkur halda, áð hann sé hræddur! en við get- um reynt að drepa hann!“ Þeir töluðu lengi um það, hveru- ig þeir gætu gert út af við þennan slæma Tú-Hú, og farið svo á álfa- ballið — og loks ákváðu þeir* að reyna að lolcka liann niður með mjólkurskálinni, eins og Snip liafði sagt. Ef það svo bæri engan árang- ur, gætu þeir reynt að drepa liann, eins og Snap vildi. Meðan Sandmaðurin var úti að grafa eftir meiri 'sandi, tóku litlu álfarnir mjólkurskál og settu liana niður rétt við skorsteininn. „Komdu nti niður, elsku litli Tú- Hú, og vertu vænn og góður. Hérna er spenvolg nýmjólk handa þér“, sögðu þeir ósköp blíðlega. „Tú-hú-ú-ú-ni", heyrðist vælt ofan úr skorsteininum, en enginn koin samt niður. „Þá verðum við að reyna að drepa hann!“ sagði Snap, sem nú var að verða vondur yfir öltu þessu þvargi i sambandi við hinn slæma Tú-IJú. „Og hvernig eigum við að fara að því?“ spurði Snip. „Við náum okkur í tvo stóra lurka og svo gerum við árás á hann!“ útskýrði Snap. „Þú skalt klifra upp skorsteininn að neðan, en ég klifra niður ofanfrá, og þeg- ar við rekumst á Tú-Hú, lemjum við hann í hausinn þangað til hann rotast!“ „Já, það er að segja, el' hann verður ekki fyrri tit og étur okk- ur upp til agna“, lmgsaði Snip, en hann sagði ekki orð, því að hann var bæði hraustur og hugdjarfur lítill álfur. Og' svo höguðu þei'r sér í öllu samkvæmt uppástungu Snaps. Snip klifraði hægt og' g'ætilega upp skor- steininn neðanfrá og fikraði sig upp eftir litlu þrepunum, sem sót- arinn notai; þegar hann er að hreinsa skorsteininn. Snap fór upp á þak og klifraði einbeittur niður í gegn um skorsteininn. Þeir fóru mjög varlega, og öðru hvoru gátu þeir heyrt vælið í Tú-Hú. „Hérna er hann!“ hrópaði Snip allt i einu og greip af öllum kröft- um í eitthvað, sem hreyfðist yfir höfði hans. „Æi, þú klípur í tærnar á mér!“ emjaði Snap. Snip hafði nefnilega þrifið í fæturna á honum, og nú settust þeir þarna saman, og skyldu ekki neitt í neinu, því að þeir höfðu komist að raun um, að þeir voru einu lifandi verurnar þarna í skor- steininum. Og samt gátu þeir heyrt jietta sama „tú-hú-ú-ú-ú“. En hvað var þetta? Á einum stað liafði múrsteinn dottið úr skorsteininum, og í gegn- um gatið, sem eftir v.ar, þaut vind- urinn með vælandi hljóði. „Húrra!“ hrópuðu þeir báðir i einu, því að nú skildu þeir, hvern- ig i öllu lá. Svo flýttu þeir sér niður til að sækja. múrstein, sem passaði i opið. Þeir múruðu hann alveg blýfastan, og þegar þeir komu aftur niður (hvað þeir voru ó- hreinir af sótinu! en það gerði ekkert til; þeir gátu þvegið það af með sápuvatni) þá stóðu þeir eins og steinar og lilustuðu. „Heyrirðu nokkuð, Snip?“ spurði Snap. „Nei, en þú?“ svaraði Snip. Nei, hvorugur þeirra gat nokkuð heyrt, og þá vissu þeir, að nú voru þeir alveg tausir við .hinn slæma Tú-Hú. Þeir hlógu og flýttu sér upp i þvottahúsið til að skola ó- hreinindin af skrokknum á sér. Og um kvöldið, þegar Sandmaður- inn kom lieim, þreyttur og svang- ur, sögðu þeir: „Hlustaðu bara nú er Tú-Hú á bak og burt!“ Sandmaðurinn hlustaði . -- já, mikið rétt, nú heyrðist ekkert í Tú-Hú. „Hvernig fóruð þið að því að reka hann í burtu?“ spurði hann. Og nú byrjuðu litlu álfasnáðarnir að babla hvor í kapp við annan; og þeir skýrðu Sandmanninum frá þvi, hvernig þeir höfðu „stungið upp í“ hinn slæma Tú-Hú, sem í rauninni var ekki annað en vindur- inn, seni þaut ýtfrandi í gegn um gat á skorsteininum, þar sem múr- steinn tiafði fallið úr. „Þið eruð, svei mér, duglegir drengir!“ sagði Sandmaðurinn, og nú eigið jnð sannarlega skilið að fá að skreppa á ballið á föstudaginn og dansa við ajlar Iitlu álfastelp- urnar. Og ég ætla að gefa ykk- ur spáný álfnföt, sem laun fyrir livað þið eruð braðduglegir!“ Snip og Snap skemmtu sér kon- tinglega á álfaballinu, en það myndi taka allt oi' langan tíma að segja frá öllu því, sem þar skeði. og þessvegna er best að sagan endi hér. — Valdemar, mansta eftir honum, háa o<j granna gondólræðaranum, sem við hittum í Feneyjum?“ Skoti var á gangi á þjóðveginum. Þá kom liann auga á bíl á hvoll'i, hræðilega útleikinn. Bílstjórinn sat hjá bilnum. — Hafið þér meitt yður mikið? spurði Skotinn. Já, nokkuð, svaraði maðurinn. Voruð þér vátryggður? Já. — Sá nokkur þegar stysið bar að? Nei, sagði bílstjórinn. - IJafið þér nokkuð á móti þvi að ég leggist liérna niður við lilið- ina á yður? spurði Skotinn. Mclntosli fer á gistihús. Þegar hann er kominn í herbergið sitt verður lioiium litið út uni gluggann og sér þá kirkju hinumegin við götuna. Turn er á kirkjunni eins og venja er til, og stór klukka i turninum. Mclntosh tekur úrið sitl upp úr vasanum i snatri og stöðvr ar það undir eins. /%/ /+S/+/ /+/ /+/ Hafið þið heyrt um Skotann, sem fór austur að Svartahafi til að láta á sjálfblekunginn sinn? óþarflega œst — en þú veist, að ég kemst yfir það ..../,“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.