Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.01.1946, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N ÚR LEYNIDAGBÓK CIANO GREIFA 17 Rommel byrjar sókn sína. 12. maí: Rommel ætlar að liefja sókn í Líbýu í lok mánaðarins í þe’im tilgangi að gera útaf við breska herinn. (Sóknin hófst 26.). Hann ætlar að taka Tobruk ef hann getur og halda áfram að gömlu landamærunum. 18. maí: II Duce hringir og bið- ur mig að segja Eddu, að liún megi ekki tala við nokkurn, e.kki nokkra lifandi sál, um það sem liún hafr séð í Þýskalandi. Skýringin er þessi: Kongurinn hefir sagt Mussolini, ,,að öll fíóm viti að á þýskum spítala liygi ítalskur verkamaður, sem fingurnir hafi verið höggnir af og uð Eclcla liafi mótmælt þessu við Hitler." 21. mc,\: Eg tala við Colonna (ítalska sendiherrann í Washington) og við nokkra af fulltrúum hans, sem hafa komið heim. Þeir eru allir sammáia um þetta: . í fyrsta lagi, að USA geti ekki gert mikið eins og stendur í iiern- aðarlegu tilliti, i öðru lagi að iðn- framleiðsla ríkisins sé gífurleg, og að eftir nokkra mánuði verði framleislan orðin óútreiknanleg; í þriðja lagi að styrjöldin sé ekki vin- sæl í Bandarikjunum, en allir eru ákveðnir í að berjast, jafnvel þó að hún standi í 20 ár, og i fjórða lagi að almenningur sé ekki fjand- samlegur í garð ítala. 23. maí: II Duce hringdi og var æstur út of ummælum, sem Shiratori sendiherra Japana, hafði látið falla. Hann hefir sagt, að Japanar eigi tilkall til yfirráðanna yfir heim- inum, að míkadóinn sé eini gað á jörðinni, og c,ð það sé nauðsyn- legt að bæði Hitler og Mussolini viðurkenni þetta. Eg man vel eftir Shiratori .... liann var ofstækismaður og liafði yndi af að rnóðga fólk .... Bis- marck segir, að Himmler sé að að róa undir og reyni að ná völd- únum í Þýskalandi. 27. maí: Sorrentino hefir gert grein fyrir áliti sinu, eftir heim- komuna fró Rússlandi .... Hrotta- mennska Þj&ðverja er nii komin á það stig, að hœgt er að tala um einn samfeldan glæpaferil. Dlóð- bað á heilum þjóðflokkum, nauðg- (:'iir, barnamorð eru daglegir við- burðir. Þessu svara bolsjevikar með þeim kalda ásetningi að berj- ast til hins síðasta í ákveðinni von um sigur. Fólk friRunnar notar tækifærið. Riccardi verslunarmálaráðherra Jastar Pataccifjölskylduna og at- liafnir dr. Marcello Petacci .... Hann sýndi mér atliyglisvert skjal. Undirforingi í karabínaliðinu skrif- aði yfirmanni sínum, að „ákveðinn maður væri lubbamenni, en liann væri líka friðill ungfrú Petacci nokkurrar og væri þessi jungfrú systir frillu II Duce. Þessvegna væri ekki liægt að refsa þessum manni“. Þetta er ótrúlegt! 4. júní: Hefi hitt Messe (italskan yfirforingja í Rússlandi) eftir að hann kom heim. Eins og allir aðr- ir, sem hafa ótt eitthvað saman að sælda við Þjóðverja, fyrirlítur hann þá og segir, að eina meðferðin sem þeim hæfi sé sú, að lemja þá á magann. Hann telur að rússneski herinn sé enn sterkur og vel bú- inn, og að allar hugmyndir um að hann muni bila, séu hreinustu stað- leysur. 5. júní: Grandi segir mér; að á ráðherrafundi á morgun ætli hann að leggja fram frumvarp um að menn vinni eið að skattaframtali sínu í sambandi við tvöföldun tekjuskattsins .... Þetta þýðir, að i fyrsta skifti i sögu okkar á nú að fara að refsa skattsvikurum. Það getur máske verið gott í öðrum löndum, en ékki lijá okkur, þar sem allir þættust tilknúðir að sverja meinsæri. Ef við lokuðum augunum fyrir þessari slaðreynd mundum við gera okkur hlægilega. Ef þetta yrði framkvæmt yrðum við að stækka fangelsin svo, að þau gleyptu helminginn af rikis- tekjunum. Revel fjármálaráðherra, sem áður hefir tekið allt af ítölum, ætlar nú að taka æruna lílca. 6. júní: Skatturinn ó æru og sam- visku dq áður en hann fæddisl. Frumvarpið var tekið aflur. Petacci smyglar gulli. 21. júní: Tobruk er fallin og Dretar létu eftir 25.000 fanga. Riccard byrjar nýjar árásir á Petaccifólkið. Hann sakar það um að smygla gulli. Buffarini er líka flæktur i málið (fyrrv. lögregluem- bættismaður, sem nú hefir verið dæmdur til dauða). 22. júní: í morgun var systir Clöru gift í Róm og öll borgin tal- ar um atburðinn. Dýrar og æfin- týralegar gjafir voru gefnar, skóg- ar af blómum, frábærar kræsingar .... „Frá fjárhagslegu sjónarmiði er þetta ógætt,“ sagði II Duce, „en slæmt fyrir framtið stelpunnar. Hún var efni í kyikmyndaleikara.“ — Alvarlegt mál hefir risið út af gullsmyglun til Spánar, i stjórnar- pósti. Eg hefi gert upptæk 40 sterlingspnnd og afhent lögreglunni .... Fólkið sem við málið er riðið cr allt i bófaflokki Pelaccis. 26. jú.ní: Mussolini er glaður yfir því að hernaðurinn i Libýu geng- ur svo vel, en sárnar að Rommel fær heiðurinn af sigrunum .... Mussolini vill aldrei spá, en hann vonar „að innan hálfsmánaðar sé- um við í Alexandria“ .... Búið er að semja sjálfstæðisyfirlýsingu handa Egypluin, undirbúa breyt- ingu ó stjórninni, o. s. frv. Við för- um að tala um þetta þegar við er- um komnir til Mersa Matruh. 28. júní: Mersa Matruli er fallin. Leiðin i Nílardal er opin. 29. Júni: Mussolini er farinn til Líbýu. 2. júlí: Mussolini símar fyrir- skipun um c,ð rœða við Þjóðverja um framtíðarstjórn Egyptalands. liommel verður hernámsstjóri en ítalskur maður landstjóri. 3. júli: Hitler samþykkir skipun Rommels sem hernámsstjóra, en frestar að taka ákvörðun að því er snertir ítalska landstjórann. Hann segir að því liggi ekkert á. Framhald á bls. 14. GLEÐILEGT NÝÁR! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. HERBERTS|x,eæt GLEÐILEGT N Ý Á R ! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. H. Biering - Laugaveg 6 GLEÐILEGT NÝÁR ! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Landssmiðjan GLEÐILEGT NÝÁR! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Slippfélagið í Reykjavík GLEÐILEGT NÝÁR ! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. SOFFIUBUÐ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.