Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.01.1946, Blaðsíða 3
FÁLKIN N á VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hyern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTS pren t SKRADDARAÞANKAR „Ma'ður er manns gaman,“ sagði gamall vitringur. Þessvegna flýr fólkið einangrunina, leitar þangað, sem það hittir fleiri og getur veitt sér fjölbreyttari dægradvöl. Og ef efni eru til, er að jafnaði liægt að njóta meiri lífsþæginda í bæjunum en fámenninu. Sú einangrun, sem þjóðin bjó við fyrir mannsaldri, er að vísu horf- in nú, nema í einstöku afskekktum sveitum. Og að vissu leyti er hún horfin allsstaðar, þar sem útvarps- tæki er til á lieimilinu. Fólkið nýt- ur fjölbreytari skemmtana en áður, vegna jmss að innanhéraðssamgöng- urnar liafa batnað. Nú eru umferða- sýningar á kvikmyndum, kaupstaðir og kauptún efna til leiksýninga, og söngflokkar syngja um allt land. — Lúxus-bíó í Flóanum. Því liefði Arn- björn heitinn á Selfossi aldrei spáð. Hólsfjallamenn, Strandamenn og Öræfingar eiga enn tangt í bíó, ves- lingarnir. En þeir lifa samt. Öræf- ingar eru: fjölhæfustu mennirnir á landinu. Þeir húsa vel bæi sina og kunna það, sem nú er að týnast nið- ur: að búa að sínu. Þar þykir þeim manni áfátt, sem ekki er laghentur. Og þar eru völundar, eins og Helgi á Fagurhólsmýri, sem býr til raf- magnskatla úr alúmíniumnetakúlum. Mennirnir verða einhæfari í fjöl- býlinu. Þar þarf enginn að kunna nema eitthvað eitt, en allt hitt, sem- hann þarf á að lialda, lætur hánn aðra gera fyrir sig. Þetta er vitan- lega í flestu tilliti lfagfeldara og ó- hjákvæmilegt þegar lífið verður margbrotnara. En einstaklingurinn missir mikils við þetta. Bóndinn, sem ekki kann að járna hestinn sinn, bregða gjörð eða smíða hölgd er talsvert gallaður, eins og konan, sem ekki kann að vefa. Unglingaskólunum er ætlað að búa fólk undir lífið. En þeir gætu gert Jjað betur. Þeir gætu lagt meiri á- lierslu á að lcenna meira af verk- legu dútli, sem alltaf má i liag koma - gerl „fræðimennskuna“ alþýðlegri, þannig að hún örfaði betur liugsun- ina að því er verksvitið snertir. Því að verksvitið verður ávalt mikil- verðasta vitið, livort sem það veit að líkamlegu starfi eða öðru. Og án verksvitsins verður ekkert starf þannig, að það „leiki i höndum mannsins.“ SKÁLHOLT - EFTIR KilBA^ Að þessu sinni valdi Leikfélag Reykjavíkur sér Skálholt, hinn sögu- lega sjónleik eftir Guðmund Kamb- an, til meðferðar á annan í jólum. Er þetta mikið leikrit, samið eftir samnefndri skáldsögu, sem flestir hljóta að kannast við, svo ágætt verk sem hún er. Höfundurinn samdi Ieikrit þetta á dönsku og skömmu fyrir strið var það nokkrum sinn- um sýnt í konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn. — Vilhjálmar Þ. Gíslason hefir snúið því á íslensku og hafa afskifti hans vafalaust í engu tilliti orðið til að rýra gildi þcss. Lárus Pálsson annaðist leikstjórn- ina þangað til hann fór af landi burt i byrjun desember, en þá tók Haraldur Björnsson við af hon- um. Er hér um að ræða tvo fær- ustu leikstjóra okkar, enda finnast engin veruleg mistök á verki þeirra. Aðalhlutverkið, Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur, leikur Regína Þórðar- dóttir og eru menn á einu máli um jiað, að með því hafi hún bætt enn einum sigri við liinn glæsilega feril einn á leiksviðinu. ’Svo mikinn og næman skilning sýnir lnin á per- sónu liinnar stoltu og stórlátu biskupsdóttur. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur liinn stranga og siðavanda Brynjólf Sveinsson, biskup, og sýnir í því hlutverki þrótt og djörfung hins örugga leikara, og var honum á frumsýningunni fagnað með óskiftu lófataki áhorfenda. Valur Gíslason hefur með hönd- um hið vandasama hlutver c ógæfu- mannsins og elskhuga Ra <nheiðar, Daða Halldórssonar. ’Valur hefir margoft sýnt að hann er mikill leik- ari, og gerir það raunar að jiessu sinni engu síður en áður. Hins- vegar verður því ekki neitað, að til jæss að leika glæsimennið Daða Halldórsson, svo að vel fari, þarf meira af glæsileik æskumanrisins en Valur getur sýnt á leiksviðinu. Þorsteinn Ö. Stephensen, sem Brynjólfur Sveinsson, biskup. (Ljósm.: Vignir). Þóra Borg Einarsson, sem Ingibjörg skólaþerna og Haraldur Björns- son sem Sigurðúr Torfason. (Ljósm.: Vignir). Soffia Guðlaugsdóttir leikur Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu og leysir lnin hlutverk sitt prýðilega af hendi, eins og hennar er von og vísa. Gestur Pálsson leikur Torfa Jóns- son, prófast, og verður L>að varla betur gert. Hitt er svo annað mál, að heildarsvipur leiksins hefði orð- ið margfalt betri, ef jieir hefðu liaft skifti á hlutverkum, Gestur og Val- ur Gíslason. Brynjólfur Jóhannesson leikur Odd 'Eyjólfsson, skólameistara og Haraldur Björnsson leikur Sigurð Torfason og tekst þeim báðum ágæta vel að vanda. Þóra Borg Einarsson leikur Ingibjörgu, skólaþernu; Rak- el Sigurðardóttir, leikur Elínu Há- konardóttur; Nína Sveinsdóttir leik- ur Þóru Jasparsdóttur; Mogens O. Juul, leikur klukkusveininn. Dórc, Haraldsdóttir leikur Steinunni Finns dóttur; Jón Aðils leikur sr. Árna Halldórsson, Þorlákur Guðmunds- son sr. Jósep Loftsson, Jón Sigur- björnsson sr. Erasmus Pálsson, Ilen- rik Berndsen sr. Jón Gíslason; Lár- us Ingólfsson sr. Jón Snorrason; Valdimar Helgason sr. Þórð Þor- leifsson. Lárus Ingólfsson hefir séð um leiktjöld og búninga og hlýtur það verk að auka hróður lians enn til muna, svo mikill snilldarblær er á því öllu. Finnur liristinsson er leiksviðs- stjóri, og er það að likin'dum hon- um að jjakka, að allar sviðbreyt- ingar ganga með afbrigðum fljótt og vel. Áður en leikurinn hófst lék hljóm- sveit undir stjórn Þórarins Guð- mundssonar forleik að óratoríinu Paulus eftir Mendelsohn. Það voru ánægðir leikhúsgestir, sem liéldu heim til sín úr Iðnó, þegar kluklcan var langt gengin tólf á annan í jólum 1945. Valur Gislason sem Daði Hcjldórs- son. (Ljósm. Vignir). Soffía Guðlaugsdóttir sem Helga Magnúsdóttir. (Ljósm.: Vignir).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.