Fálkinn - 18.01.1946, Síða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSpren/
SKRADDARAÞANKAR
Svo segja fróðir menn, að það
þurfi sterk bein til að þola góða
daga. Og ýmsir bera kvíðboga fyrir
'því, að íslendingum verði næstu
árin þung í skauti, eftir að bafa
lifað undanfarin ár við allsnægtir
og liaft allt, sem þeir óskuðu.
íslendingar hafa verið óskabörn
hamingjunnar á þeim tímum, sem
flestar aðrar þjóðir voru olnboga-
börn liennar. Þeir öðluðust endan-
legt sjálfstæði á þeim tíma er sum-
ar þjóðir, sem verið liöfðu sjálf-
stæðar síðan á morgni sögu sinnar,
urðu að lúta boði erlendra harð-
stjóra. Og jjeir græddu mei'ra fé,
en nokkurn liafði dreymt um, að
komið gæti á íslenskar hendur á
svo skömmum tíma.
Nú er verið að nota þessa stríðs-
gjöf íslendinga til þess að búa þjóð-
ina undir komandi ár, kaupa skip
og vélar til þess að þjóðin geti rek-
ið atvinnu sína með sem fullkomn-
ustum tækjum. Þegar skipastóll
landsins er kominn í það horf, sem
honum er nú ætlað, og bændurnir
hafa fengið vélar, til að rækta land-
ið á öllu að vera borgið, svo fram-
arlega, sem tvennt annað er í lagi:
lýðurinn og landið.
Við höfum ekki enn numið land-
ið nema að nokkru leyti, og eigum
mikið ógert svo að það komist i
samjöfnuð við eldri lönd, er standa
á gömlum merg. Það er stórt átak,
sem gera þarf áður en allur hey-
skapur er fenginn á ræktuðu landi,
akfært lieim á hvert býli og manna-
liíbýlin orðin þannig, að fólki geti
liðið vel og notið fullrar lieilsu.
Aldrei hefir ísland átt jafri mörg
verkefni og nú, vegna jiess að nú
liefir það fengið dálitið af afli
þeirra hluta, sem gera skal. Það
afl verður að nota á þann hátt,
að það rýrist ekki, heldur verði
það síkviki athafnalífsins, svo að
það aukist, en hvorki rýrni né
standi i stað.
Lífsþægindin eru iriikils virði.
En séu þau keypt því verði, að
landið lendi i örbirgð fyrir ofeyðslu
og aðgerðarleysi fer þjóðinni eins og
ferðamanni, sem etur upp nestið
til vikunnar á fyrsta degi.
Happdrættis-
flugvél
S. í. B. S.
Það má gera ráð fyrir, að þeir,
sem selja happdrættismiða fyrir
S.Í.B.S., bafi nóg að gera þessa
dagana. Reyndar væri það harla
einkenilegt, ef þau göfugu áform,
sem ágóðinn af happdrættinu á
að hrinda i fulla framkvæmd, fengju
ekki nægan stuðning, þegar iirlæti
íslendinga er annars vegar. Þjóð-
in liefir margoft sýnt það í verki,
hversu mikils hún metur starfsemi
S.Í.B.S., og á því leikur enginn vafi,
að hinar glæsilegu framkvæmdir,
sem fyrirlmgaðar eru á Vinnuheim-
ilinu að Reykjalundi til viðbótar
við öll þau stórvirki, sem þegar liafa
verið unnin þar, eru meðal hjart-
fólgnustu áhugamála allra lands-
mannc. Þessvegna hli'jtur sala happ-
drættismiða S.Í.B.S. að ganga að
'óskum.
Á lista happdrættis S.Í.B.S. erti
margir dýrmætir og góðir gripir,
þar á meðal flugvél. Upphaflega
var gert ráð fyrir, að hún ýrði
keypt frá Englandi, en ráðamenn
happdrættisins voru aldrei vel á-
nægðir með þær flugvélar, sem
kostur var á að kaupa þar í landi,
og tóku þeir því að leita fyrir sér
í Ameríku. — Þar ríkir nú mikil
keppni með flugvélaverksmiðjunum
um smíði véla til friðsamlegra nota
og að sjálfsögðu er lögð aðaláhersla
á einkaflugvélar, sem mestur mark-
aður er fyrir. í þeirri keppni liafa
verksmiðjur Republic Aviation Corp-
oration verið hlutskarpastar enn
sem komið er, og sneri S.Í.B.S. sér
til þeirra með umsókn um kaup
á einkaflugvél. Undirtelktir voru
hinar bestu og hefir S.Í..B.S. nú
fest kaup á slíkri flugvél og er
liún væntanleg hingað innan skams.
Flugvél þessi hefir marga og
mikla kosti. Hún getur hæglega
borið 4 menn, kemst allt að þvi
200 km. á klst., flýgur 850 km. á
eldsneytisbirgðum sínum og eyðir
Sœti stýrimanns i
happdrættisflugvél
S. í. B. S.
á þeirri vegalengd um það bil 70
gcllónum af bensíni. (Maður getur
sem sé skroppið til Akureyrar á
fáeinum kortérum, án þess að þurfa
að borga meiri bensinkostnað en
maður, sem ekur allan landveginn
norður í venjulegum fólksbíl). —
Lendingarútbúnaður þessarar vélar
er svo fullkominn, að hún getur lent
og tekið sig upp á sjó, vötnum og
sæmilega stórum og sléttum túnum
og völlum, hvar sem slíkt er fyrir
hendi. Skrokkurinn er gerður með
það fyrir augum að fara sem best
í sjó, og má þvi vel nota vélina
sem skemmtibát á vötnum og kyrr-
um sjó enda er hún útbúin með
vatnsskrúfu, eins og hver annar
mótorbátur. Má til gamans benda
á það, að þannig má nota vélina
á vötnum til silungsveiða á „spoon“
eða stöng eftir því sem hverjum
hentar best. Fyrir þennan góða
eiginleika hefir vélin hlotið nafnið
„fljúgandi fiskibátur“ en svo nefna
Ameríkanar liana.
Fjölmargt annað mætti segja um
ágæti þessarar flugvélar, en þetta
látum við nægja að sinni.
Hver sá, sem á í fórum sínum
happdrættismiða Vinnuheimilis S.
Í.B.S. hefir tækifæri lil að eignast
þetta undursamlega farartæki, þeg-
ar dregið verður núna eftir hálfa
þriðju viku. Hann hefir tækifæri til
að eignast flugvél af fullkomnustu
gerð fyrir 10 krónur.
Happdrættisflugvét S.Í.B.S.
Sigvaldi Kaldalóns, túnskúld, varð
65 ára 13. þ. m.
„Konungurinn skemmtir sér“ .
(Kongen morer sig) heitir dálitil
bók, sem gefin var út á 75 ára
afmæli Kristjáns konungs X., 2G.
sept. síðastliðinn og hefir að geyma
safn af skrítlnm um hann. En þó
er þar alvara i og með. Til dæmis
i sögunni um það, er konungur
símaði til þýska herstjórans í Kaup-
mannahöfn og bað hann um að
draga niður þýska fánann á Husar-
kasernen í Kaupmannáhöfn. Her-
stjórinn sagði nei.
— Ef þér dragib ekki í'laggið nið-
ur, þá sendi ég danskan liðsforingja
til þess að gera það! sagði kon-
ungurinn.
— Þá verður sá liðsforingi skot-
inn, svaraði herstjórinn.
— Jæja, en liðsforinginn það er
ég, svaraði konungurinn.
Og flaggið var dregið niður! —
Önnur fleyg saga er af því er
konungurinn kom til Haderslev 1934
og hitti kerlinguna Anna Skau, sem
var 105 ára. — Það er vist ekki á
hvcrjum degi, sem konungur kem-
ur og heimsækir yður, frú Skau?
sagði kongurinn.
— Nei, en það er víst heldur ekki
á liverjum degi, sem kongurinn fær
að tala við 105 ára gamalt fólk,
sagði sú gamla.