Fálkinn - 18.01.1946, Qupperneq 14
14
F Á L K I N N
Vemdið hörund yðar
samkvæmt Hollywood-tísku.
Hvenær, sem þér sjáið fagra konu með
verulega yndislegan og mjúkan Jiör-
undsblæ, þá getið þér látið yður detta
LUX-sápan i hug, því að svo margar
fagrar konur, þar á meðal hinar glæsi-
legu Hollywood-stjörnur, eiga það Lux
sápunni að þakka, hversu húð þeirra
er lieilbrigð, hrein og dásamlega slélt.
Gerið snyrtisápu filmstjarnanna að
ijðar eigin sápu.
1 „Eg vernda hörund mitt
með Lux-sápu, og því er
það alltaf svo hreint og
mjúkt,“ segir hin fagra
Paramount-stjarna Bettg
Hutton.
Ennþá sömu afbragðs gæðin, en vegna núverandi sparnaðarfyrir-
mæla er hún ekki í sínum venjulegu fallegu umbúðum.
Gaslugtir
og varahlutir nýkomið.
Geysir h.f,
Veiðarfæradeildin.
Veggfóður
Nýjustu gerðir
Upplímingu getur annast einn af bestu
veggfóðrurum þessa lands.
Málarinn
Est-Est-Est.
Fyrir 150 árum sendi vínkaup-
maður einn í Þýslcalandi þjón sinn
á undan sér í verslunarferð til þess
að smakka á vínföngunum, sein
liann ætlaði að kaupa i ítaliu.
Þjónninn átti að gera „stikkprufur“
á ýmsum ítölskum víntegundum, til
þess að iétta liúsbónda sinum starf-
ið. Rækist þjónninn á sérstaklega
gott vín á einhverri vínstofunni átti
hann að skrifa orðið „Esl“ á dyra-
stafinn.
Ekki langt frá Montefiascone rakst
meistarinn, sem ávalt sigkli í kjölfar
þjónsins, á veitingahús, sem merkt
var „Est-Est-Est“ á dyrastafinn.
Varð hann gleður við og fór inn.
Hann drakk sig í liel á knæp-
unni. Og enn í dag er hægt að lesa
orðin „Est-Est-Est“ á gröfinni, knæp
unni og á miðunum á frægu ítölsku
víni.
Svínið
er af 000 miljónum manna talið
„óhreint“ dýr, svo að bannað er
að eta það.
Ódýrt öl.
í bænum Warmsbath i Transvaal
í Suður-Afríku er svo mikil sam-
keppni milli veitingahúsanna fjögra,
að ölglasið kostar ekki nema tíu
aura. Bæjarbúar vona að samkeppn-
in haldi áfram þangað til þeir geta
fengið ölið ókeypis heim til sín!
Margbrotnasti sjálfsali
í heimi cr vél, sem selur járnbraut-
arfarmiða til 3040 mismunandi
brautarstöðva. Maður þrýstir að-
eins á hnapp viðkomandi stöðvar
og leggur peningana í sjálfsalann,
og eftir augnablik kemur farmið-
inn og peningarnir, sem maður á
að fá til baka.
HARNONIKDR
Píanó-harmoníkur
Scandallí 4 Kóra 120 Bassa.
Casalí 2 Kóra 120 Bassa.
Geraldo 0 Kóra 120 Bassa.
Píatró 2 Kóra 80 Bassa. . .
Carmen 2 Kóra 80 Bassa.
Geraldo 2 Kóra 24 Bassa.
Angelo 2 Kóra 12 Bassa.
Verð frá kr. 550,00.
Sendiun í póstkröfu át um land
Verslunin Rin
Njálsgötu 23 — Simi 3664
Drummer
litur
Hverjum pakka af Drummer
Jit fylgja notkunarreglur á ís-
lensku.
Drummer litur fæst víða.
Heildsölubirgðir:
Jón Jóhannesson
& Co.
Sími 5821. Reykjavík.
Charcelote I’ark,
en þar var Shakespeare veiðiþjóf-
ur í æsku, verður innan skamms
gerður að þjóðgarði og friðaður. Er
garður þessi eða skógur skammt frá
Stratford-on-Avon, jiar sem Shake-
speare ólst upp. Einnig verður Flint
Cottage í Surrey, sem fyrrum var
bústaður skáldsins George Meredilh,
friðaður.
Svör við 7 spurningum
1. Kaspiskaháfið — 2. Missi-
sippi — 3. Rómv. lcaþólskir
4. Grænland — 5. Mont Black
— 6. 5000 km. — 7. 1854,
Ný tegund af dansi tíðkast nú mik-
ið sumstaðar i Bandcríkjunum. —
Hann heitir „Pooka-Pooka," og aðal-
galdurinn við hann er sá, að dans-
(varnir toga í eyrun hvort á öðrn
og slá saman hnjánum upp á líf
og dauða!
Nýjung í myndlist. — Það er nú
farið að tíðkast mjög mikið að gera
gipsmyndir þcnnig af fólki, að mót-
ið er tekið eftir andlitinu. Áður en
mótið er tekið verður að smyrja
andlitið með oliu og eins verður
viðkonmndi að hufa rör í nösunum
og munninum til þess að geta and-
að. Á myndinni sést „model“ og
gipsmynd sem gerð hefir verið með
ofangreindum hætti.
Veður og flug. — Ilvort heldur er,
strið eða friður, þá hefir veðrið
mikil álirif á allur ferðir flugvéla,
og veðurfræðingar verða að hafa
mjög nánc.; samvinnu við flugmenn-
ina. Á myndinni sést veðurfræð-
ingur í breska flughernum vera að
lesa á einhverja dularfuUa mæla
og veðurathuganartæki.