Fálkinn - 01.03.1946, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
Margar Xýjar Bækur
Sídustu dagana hafa Icomi'ö út margar nýjar
bækur frá ísafoldarprentsmiðju og aörar komiö úr
bókbandi, sem þrutu dagana fyrir jól.
1. Jörðin græn.
í þeirri bók eru öll síðustu ljóð Jóns Magnússonar, seni ekki
voru áður birt í bókum. Þeir, sem eiga eldri bækur Jóns, geta,
með því að kaupa þessa litlu ljóðabók, eignazt öll ljóð hans.
Kostar aðeins kr. 12.50.
2. Hitt og þetta
cr nýjasta bók Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Brautarliolti. í bók-
inni cru Ijóð, sögur og þulur, en ungur listainaður, Kjarlan
Guðjónsson, hefur teiknað nokkrar Ijómandi fallegar myndir,
sem skreyta hókina. Kr. 10.00
3. Rauðskinna VI.
Nýtt hefti af hinu vinsæla þjóðsagnasafni séra Jóns Thorarensen.
Er með því lokið öðru hindi, og fylgir efnisskrá yfir allt bindið.
Kr. 8.00.
4. íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur VI.
Þetta er 6. hefti og lok annars hindis af þjóðsagnasafni Guðna
Jónssonar skólastjóra, og fylgir efnisskrá. Heftið er allstórt
(röskar 180 hlaðsíður) og kostar kr. 15.00.
5. Forskriftir eftir Benedikt Gröndal.
Forskriftahók Gröndals var á sínum tíma vinsæl og gagnleg. Nú
hefur hún verið ljósprentuð, aðallega til þess að mönnum gæfist
kostur á að sjá rithönd hans og læra af henni. Kostar 4 krónur.
6. Sköp og skyldur.
Sjónleikur í 5 þáttum, eftir Axel Thorsteinsson. Þetta er 12.
frumsamda bók þessa vinsæla höfundar, og fyrsta leikrit hans,
sem birt er á prenti.
7. Manneldisfræði handa húsmæðraskólum.
Eftir Kristínu Ólafsdóttur lækni. Frú Kristín hefur samið bók
þessa sérstaklega sem kennslubók fyrir húsmæðraskóla. En hún
segir í formálanum: „Eftir að húsmæður liafa tileinkað sér
fróðleik kversins, ætti það að geta orðið þeim til áframhaldandi
stuðnings við matseld á heiinilum þeirra“. Má því hiklaust
hvetja hverja hyggna húsmóður, sem vill kynna sér næringar-
gildi góðs matar, til þess að kaupa bókina og lesa hana. Kostar
í góðu bandi kr. 22.50.
Eftirtaldar bækur þrutu í bókaverzlunum fyrir
jól, en eru nú komnar aftur til bóksala:
1. Heilsufræði handa húsmæðrum,
eftir Kristínu Ólafsdóttur lækni. Húsmæður hafa sýnt, að þær
meta þessa bók, og ungar stúlkur þurfa að kynnast efni hennar.
2. íslenzk úrvalsljóð: Bjarni Thorarenseu.
Úrvals ljóða útgáfa ísafoldarprentsmiðju er svo vinsæl, að bæk-
urnar seljast upp, jafnóðum og þær koma úr bandi. Á þessu ári
verður reynt að liafa til öll þau ljóð, sem áður eru útkomin, og
hæta við einu eða tveimur nýjum heftum. Þó er réttara fyrir þá,
sem vilja tryggja sér bækurnar, að vera ó verði. Nú eru komin
í bókaverzlanir úrvalsljóð Bjarna Thorarensen.
3. íslenzkir þjóðhættir Jónasar Jónassonar
frá Hrafnagili.
Fáar bækur eru betur til þess
fallnar að vera hentug gjöf
fullorðnu fólki en Þjóðhættir
Jónasar. Bókin er bæði
skemmtileg að lesa, og í
henni er ótæmandi fróðleik-
ur. Þar rekst gamla fólkið
á margar ánægjulegar endur-
minningar, en unga fólkið
kynnist lífi, sem því er nauð-
synlegt að vita nokkur skil á.
4. Snót.
Dagana fyrir jólin kom út
gömul ljóðabók, sem áður
hafði verið prentuð nokkrum
sinnurn. Hún var yndi og
gleðigjafi Islendinga um tugi
ára. Þess voru dæmi, að
gamlar konur heilsuðu henni með táruin, þegar hún kom nú á ný.
En aðeins litið af bókinni komst í band fyrir jól. Nú er Snót
kontin í bókaverzlanir aftur, bæði í alskinni og skinnlíki. En
upplag bókarinnar er ekki stórt.
5. Raula ég við rokkinn minn.
Þulur og þjóðkvæði. —
Ófeigur Ófeigsson læknir
bjó undir prentun. Fáar
bækur vöktu jafn óskipta
athygli í hókaflóðinu fyr
ir jólin, eins og þessi
fallega hók Ófeigs lækn-
is, cnda þraut hún í flesl-
um bókaverzlunum. Nú
er liún komin aftur. Not-
ið tækifærið, það er ekki
vist að hún verði hand-
bær, þegnr yður dettur
það í liug næst,
6. Sálmabókin.
Nú er Sálmabókin komin
til allra bóksala.
Nýkomin er í bókaverzlanir mynd af forseta ís-
lands, Sveini Björnssyni. Myndin er í þremur stærð-
um, prentuð á þykkan og vandaðan myndakarton,
og kostar aðeins 2, 5 og 10 krónur.
*
B ÓKA VERSLIJIVI IsAFOLDAR
og útibúið Laugaveg 12.
Eimskipafélag íslands h.f.
Tilkynning
Vér viljum vekja athygli á því, að vér erum nú að hefja á ný reglubundnar siglingar fár
HULL og LEITH.
til íslands með eigin skipum og leiguskipum. Þessa daganaer s.s. „LEC,H“ að ferma í Hull, og þaðan fer skipið til
Leith og fermir þar.
Næstu ferðir frá HULL og LEITH verða:
Frá Hull: E.s. „REYKJAFOSS“, sem mun ferma þar um 10 mars.
Frá LEITH: E.s. „LUBLIN“, sem byrjar að ferma þar um 15. mars.
Síðan má gera ráð fyrir reglubundnum ferðum frá þessum höfnum væntanlega tvisvar í mánuði og verður
nánar auglýst um það síðar.
Þá viljum vér vekja athygli á því, að hægt er að senda vörur frá !
HOLLANDI og BELGÍU
með umhleðslu í Leith, og á að beina vörusendingum þaðan til umboðsmanna vorra í þessum löndum, sem eru:
ANTWERPEN: Grisar & Marsily, 13, Rue de l’Empereur.
AMSTERDAM: Seeuween & Co., Pins Hendrikkade 131.
ROTTERDAM: Seecuwen & Co. Wijnhaven 15.
Nánari upplýsingar á skrifstofu .vorri.
H.f. Eimskipafélag fslands