Fálkinn - 01.03.1946, Side 4
4
F Á L K I N N
hræddur.
Höfundur þessarar gfreinar er prófessor í efnafræði við
Háskólann í Chicago. Árið 1934 hlaut hann Nobelsverð-
launin fyrir uppgötvun sína á þungu vatnsefnis - „ísótóp-
unni,“ sem síðar varð einn mikilvægasti þátturinn í
kjarnorkurannsóknum. Dr. Urey lætur þjóðféiagsmál
mikið til sín taka, og hefir gert sér far um að kynna
mönnum þau pólitísku vandamál, sem uppgötvun kjarn-
orkusprengjunnar hefir í för með sér. Greinin birtist
nýlega í amerísku tímariti og er að sjálfsögðu miðuð
við ameríska lesendur, en á samt erindi til allra þjóða.
Hún er lauslega þýdd og allmikið stytt.
Dr. HAROLD C. UREY:
Ég er
Eg skrifa þetta til að liræða
þig. Eg er hræddur sjálfur. —
Allir vísindamenn sem ég þekki
er hræddir — hræddir um líf
sitt — og hræddir um lif þitt.
Undanfarnar vikur höfum
við verið í W,ashington, þar
sem við létum í ljós álit okkar
á framtíðarmöguleikum kjarn-
orkusprengjunnar. Við það tæki
færi fengum við auðvitað vitn-
eskju um framtíðarmöguleika
stjórnmálanna í því sambandi.
Sú vitneskja varð til að auka
mjög á hræðslu okkar.
Eg skal segja þér það, að við,
sem höfum nú um margra ára
skeið liaft náin kynni af kjarn-
orkusprengjunni, höfum á saina
tíma haft náin kynni af liræðsl-
unni; og þú verður einnig að
taka þátt í þeirri hræðslu, ef
okkur á að lieppnast að ganga
skynsamlega til móts við þau
vandamál, sem bíða okkar. Við
vorunt að fást við leyndardóma
efnisins. — Við vorum gætnir
brautryðjendur. Stjórnmálaleið-
togarnir verða líka að vera
gætnir brautryðjendur, núna
þegar þeir fara að fást við
þau pólitísku vandamál, sem
uppgötvun okkar hefir í för með
sér. Sem stendur eru þeir marg-
ir fráhverfir því. Það er erfitt
að skilja hina liræðilegu óvissu,
sem fylgir kapphlaupinu um
kjarnorkuvopnin, nema því að-
eins að maður hafi sjálfur reynl
liana.
Strax og ljóst varð, að vis-
indamönnum mundi takast að
leysa kjarnorkuna úr læðingi,
lifðum við í stöðugum ótta um,
að Þjóðverjum tækist að ná
markinu á undan okkur. Við
vissum gjörla, að það mundi
þýða endalok ættlanda okkar
— gjöreyðingu Lundúna, Wash-
ington, Manchester, New York
eða Los Alamos'og Oak Ridge.
Og skelfingin jókst i livert siun,
er við heyrðum fréttir um „dul-
arfullar sprengingar“ á strönd-
um Frakklands eða skyndiá-
rásir á „rannsóknarstöðvar“,
sem síðar reyndust vera svif-
spreng j ustöðvar.
Það, sem ég á við, er þetta:
Eftir nokkur ár getur svo far-
ið, að þessi hræðsla heimsæki
þig. Og þá muntu ekki vera
svona sæll og áhyggjlaus - ham-
ingjusamur yfir þvi að striðinu
er lokið. Eftir nokkur ár getur
svo farið, að þú verðir farinn
að velta þvi fyrir þér, hvað sé
að gerast bak við hinar læstu
dyr á rannsóknarstofum um
allan héim — þú yrðir að þola
sömu óvissuna, sem við urðum
hér áður að þola, dag og nótt.
Og þá muntu skilja, liversvegna
við vorum hræddir — vonandi
verður það þá ekki um seinan.
í Washington komumst við í
kynni við nýja hræðslu. Við
erum liræddir um, stjórn-
málaleiðtogar niuni misnota
kjarnorkusprengjuna.
Má vera, að þú spyrjir nú:
Hann ætlar þó ekki að fara
að tala um stjórnmál, þessi
vísindamaður? Ilann hefir eng-
an rétl til að gera það. Ilvað
veit liann eiginlega um stjórn-
mál?
Eg veit þetta: Eg heyri fólk
tala um hugsanlega notkun
kjarnorkusprengjunnar í stríði.
Sem vísindamaður segi ég:
Það má aldrei framar verða
siríð.
En hvað því viðvíkur að af-
stýra stríði, þá máttu ekki bú-
ast við neinni sundurliðaðri á-
litsgjörð um alheimsstjórn eða
það stjórnarkerfi, sem hinir
Þrír stóru kynnu að lcomast að
samkomulagi um í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Vísinda-
maður er ekki fær um að vinna
verk stjórnmálamanna. — Og
þessa daganna sjáum við að
stjórnmálamenn allra þjóða eru
nú smámsaman að beina þjóð-
um sínum inn á nýjar brautir
gagnkvæms skilnings og sam-
starfsvilja á sviði kjarnorku-
mála.
Tæknileg og politísk sjónarmið.
En það eru margar hliðar
á þessu máli, bæði tæknilegar
og pólitískar — t. d. spurning-
in um alþjóða gæslu. Við vís-
indamenn þykjumst mega tala
sem þjóðfélagsborgarar, og sem
slíkir liöfum við haft meiri tíma
til að hugsa um pólitíska mögu-
leilca kjarnorkusprengjunnar en
allir aðrir. Enn sem komið er
þekkjum við ekki allar úrlausn-
irnar en við þekkjum öll vanda-
málin.
Dvöl mín í Wasliington liefir
sannfært mig um það, að þrátt
fyrir öll þau kynstur af grein-
um, sem hafa verið skrifaðar um
þetta efni, þá eru þeir ískyggi-
lega margir, stjórnmálamennirn
ir, sem enga hugmynd hafa um
vandamálin.
T. d. lialda þeir enn áfram
að spyrja okkur: „Verður ekki
hægt að finna einhverjar varn-
ir gegn kjarnorkusprengjunni?“
Eg hefi ekki heyrt — og þú
hefir heldur ekki heyrt — einn
einasta vísindamann segja, að
nokkrar vísindalegar varnir
gegn kjarnorkusprengjunni séu
liugsanlegar.
I heiminum, eins og við
þekkjum hann, eru engar þær
tálmanir hugsanlegar, sem gætu
hindrað það, að flugvél kæm-
ist úr einu landi í annað. Auk
þess er ekkert því til fyrir-
stöðu að hægt sé að smygla
sprengjunni í smá pörtum úr
einu landi og setja hana saman
í öðru, þar sem hún gæti svo
legið falin, þangað til liún
spryngi fyrir áhrif radíógeisla,
er kæmu frá órafjarlægu scndi-
tæki.
Það mundi ekki þurfa að
þurka út 40 eða 50 borg-
ir með 40 eða 50 sprengjum
til að lcoma einhverri þjóð á
hné. Hugsum okkur að nokkr-
ar borgir í landi, sem hefir
fullkomið fréttanet, hafi verið
þurrkaðar burt með kjarnorku-
sprengju. Væri þá hægt að
koma í veg fyrir, að ofsa-
hræðsla gripi íbúa annara
borga i landinu, og þær tæmd-
ust? Þetta hlyti svo að valda
því, að mótstöðuafl þjóðarinnar
brygðist.
Nú segir þú ef til vill, að
mótstöðuafl Breta og jafnvel
Þjóðverja liafi ekki bugast,
þrált fyrir loftárásirnar. En
kjarnorkusprengjan er algjör-
lega frábrugðin öðrum sprengj-
um.
Venjulegar sprengjur valda
eyðileggingu á tiltölulega litlu
svæði. Tillölulega fáir menn.
bíða bana af einni sprengju af
edri gerðinni. — Ef venjuleg
sprengja, jafnvel af allra
stærstu tegund, springur í húsa-
þyrpingu, leggur hún allmörg
nálægustu liúsin í rúst, en samt
láta liltölulega fáir menn lifið,
nema því aðeins, að sprengjan
springi nálægt leikliúsi eða
öðrum almennum samkomu-
stað. Segjum að sprengjan
drepi 500 menn og særi álíka
marga. Sjúkrabílar þjóta á
staðinn. Björgunarsveitir grafa
í gegn um rústirnar. Þeim
særðu er ekið á spítala í flýti.
Þeir, sem eftir lifa, þakka sín-
um sæla og vona að næsla
sprengja muni einnig fara á
mis við þá.
En þegar kjarnorkusprengjan
springur, deyja þúsundir manna
á broti úr sekúndu. A stóru
svæði í kring sést hvergi steinn
yfir steini. Þar eru engir vegg-
ir. Þeir eru orðnir að ryki og
reyk. Þarna eru engir særðir
menn. Þarna eru ekki einu
sinni lik. Byggingar, menn og
skepnur, allt er orðið að fín-
gerðu dufti.
Þegar loftárásirnar á London
voru hvað ægilegastar, voru það
einna helst sjálfhoða slökkvi-
liðsmenn, sem björguðu borg-
inni. I stríði framtíðarinnar yrði
tæpast mikið fyrir slökkviliðs-
menn að gera. Hjarta stórrar
borgar eins og London, árang-
urinn af margra alda baráttu
og þrautseigu starfi miljóna
manna, mundi hverfa i leiftr-
inu af einni kjarnorkusprengju.
Frekari fullkomnun kjarnorku-
sprengjunnar mundi valda því,
að baráttuviljinn yrði einskis
virði og gæti tæpast lengt til-
veru borgar, sem liefði orðið
fyrir árás, um 5 mínútur. Ef
slílc sprengja félli á London,
mundi engin London framar.
Beskur vísindamaður, Dr.