Fálkinn - 01.03.1946, Qupperneq 12
12
F Á L K I N N
Ragnhild Breinholt Nörgaard:
• •
Oldur örlaganna
16
vissi að Erik mundi líka spara allt sem
hann gæti. í hverju bréfi bað hann hana
að láta sig vita, hvernig henni liði, og
hvort hún gæti komist af nema að leggja
mjög hart að sér, og bað hana að nota þá
peninga, sem liann sendi. En hún svaraði
honum því jafnan, að henni dygðu þeir
peningar, sem hún ynni fyrir sjálf, og hað
liann að hætta að senda peninga heim,
strax þegar þau liefðu lokið skuld sinni
að fullu við Emanuel. Hún vildi heldur
að liann legði peningana fyrir, til þess að
heimili það, sem þau þráðu bæði að eign-
as.t aftur, gæti orðið að veruleika.
Það eina, sem liún lét eftir sér voru hin-
ar vikulegu heimsóknir til Pers, og hún
ldakkaði alla vikuna til sunnudagsins.
Drengurinn hafði aldrei kvartað allan
veturinn, en þó vissi hún, að veturinn
hafði verið lionum dauflegur. Eins og
venjulega hafði hann oft verið lasinn
yfir vetrarmánuðina, þrátt fyrir að hann
væri í fersku sveitaloftinu, og liann þráði
vorið og sólskinið, sem hann vonaðist eft-
ir að myndu gefa sér þróttinn á ný.
Sylvíu Williams hafði liún aðeins séð í
örfá skifti frá því að Erik fór. Eitt sinn
liafði hún hitt hana á götu, og Sylvía
hafði sagt henni — sem hún raunar vissi
að Erik hefði skrifað henni, og Iátið
liana vita að liann kynni prýðilega við
sig. En hún hafði ekki komið til hennar
nema rétt stöku sinnum og haft þá stutta
viðdvöl, svo Inga sá vel að hinar tíðu
heimsóknir hennar á meðan Erik var
heima höfðu ekki verið sprottnar af um-
hyggjunni einni saman fyrir þeím.
Þrátt fyrir þetta fann Inga ekki til
neinnar afbrýðisemi lengur. Hún vissi að
þótt Erik væri kominn i burtu mundi liann
vera sér jafn trúlyndur og fyrr, og unna
sér ennþá heitar.
— Fyrirgefið! vilduð þér ekki færa
þennan pakka svolitið til hliðar.
Inga hrökk upp úr hugsunum sínum,
er liún heyrði glaðlega rödd hljóma lijá
sér. Hún leit upp og sá unga brosandi
stúlku með fjörleg augu standa hjá sér.
Það er eins og allir borgarbúar sér
hér samankomnir í dag, hélt stúlkan á-
l'ram. — Eg get hvergi fundið mér sæti
nema hér, þar sem hádegisverðurinn yðar
ligg'ur. Eg tel það vist að þetta sé hádegis-
verðurinn yðar.
Já, svaraði Inga og fór að taka um-
búðirnar utan af pokanum.
Nú getum við orðið hvor annari lil
skemmtunar. Eg hefi verið að slæpast
alla þessa viku, sagði unga stúlkan. —
Eg hefi verið veik, skal ég segja yður, og
spilli sjálfsagt afturbatanum með þessu
rölti. Annars finst mér að ég sé að verða
stálslegin. Það er einhver sælutilfinning
yfir manni á svona yndislegum degi, finnst
yður það ekki?
Inga ldnkaði kolli og brosti, og unga
stúlkan, sem auðsjáanlega var í hátíða-
skapi, hélt áfram tali sínu.
Annars er ég frannnistöðustúlka í
veitingahúsi. Eg heiti Skyldfri Nielsen
það er ljótt nafn, þessvegna kalla ég mig
„Kitty“, það er fallegt nafn. Eg' sá einu
sinni fallega stúlku með því nafni i kvik-
mynd, og það eru margir, sem vita ekki
annað en ég heiti Kitty. Þetta er mitt
gerfinafn, ef svo mætti segja. En hvað
Iieitið þér og hvar vinnið þér?
Inga Brenner; ég vinn á skrifstol'u,
svaraði Inga og langaði ekkert til að
halda samtalinu áfram, en sýndi stúlk-
unni þó fyllstu kurteisi. Hún tók dagblað
og létst fara að lesa í því, en komst brátt
að raun um að það mundi ekki duga'
til þess að slöðva mælgi stúlkunnar.
Hin opinskáa unga stúlka hélt áfram
tali sínu, og sagði Ingu þarna á nokkrum
mínútum ævisögu sína í stórum dráttum,
og var það alt annað en viðburðalítið. Hún
bjó í snotru herbergi, sagði hún, spölkorn
frá þeim stað, sem þær voru nú á. —
Ekki af þvi að það sé svo skemmtilegt að
vera þar, liélt hýn áfram, en ég ímynda
mér samt að þér hafið það ekki eins
gotl og ég, þér eruð eitthvað svo einmana
og þreytuleg. Eg sá það strax þegar ég
kom. Eg get alltaf séð það á fólki, þegar
það er einmana, og þá reyni ég að skemta
því með einhverju móti, og það er mér
ævinlega þakklátt fyrir. í veitingahúsinu,
þar sem ég geng um beina, skifta margir
menn, sem áreiðanlega koma þangað
aðeins mín vegna. Eg befi svo oft beyrt
menn segja við gestgjafann, að ég sé ákaf-
lega skemmtileg, en veitingamaðurinn er
geðvonsku karl, og misskilur þetta og
svarar aðeins illu til. — Eruð þér að fara?
spurði liún er hún sá að Inga stóð upp
að aflokinni, máltíð sinni.
— Eg má til, svaraði Inga. Verið þér
sælar og þökk fyrir skemmtunina, bætti
hún við brosandi.
— Ekkert að þakka, ég hefi sjálf hafl
ánægju af að spjalla við yður. Það er
leiðinlegt að þér skuluð þurfa að l'ara,
einmitt núna, þegar við höfum það svona
dásamlega skemmtilegt, en ef til vill hitt-
umst við al'tur á morgun á sama tíma!
Ef lil vill, ef veðrið verður gott og
maður borðar úti, svaraði Inga um leið
og hún gekk í burtu. Þrátt l'yrir það þóll
lum hefði ekki haft mikla ánægju af
samtalinu við þessa lífsglöðu stúlku, var
þetta samt lilbreyting fyrir hana, því að
hún liafði ekki i langan tíma liaft afskifti
af öðru fólki en yfirmanni sínum, sem
var fámáll og langt frá því að vera al-
úðlegur i viðmóti, — og svo liinum tveim-
ur gamalmennum, sem hún leigði her-
bergi sitt bjá, og þessvegna var henni
upplyfting í hverskonar tilbreytingu og
dægrastyttingu.
Næsta dag hitti Inga ungu stúlkuna aft-
ur á sama stað, og eftir fjóra daga hafði
lekist með þeiin vinátta.
Inga sá brátt að stúlkan, sem nefndi
sig Kitty, var að vísu ekki vel upp alin,
en henni þótli gaman að skvaldri liennar,
og hún sá strax, að hún myndi vera vel
innrætt og hafa góðan mann að geyma.
Á mándaginn, sagði Kitty laugardag
nokkurn, byrja ég aftur að vinna. Og þá
er nú ekki til setunnar boðið; þá getur
maður ekki látið sólina sleikja sig um
hádegisverðartímann. En mér finnst að
við ættum að lialda kunningskap okkar
áfram. Mér fellur vel við þig. Og síðan ég
hefi komist að því að þú átt fáa vini,
hefir mér fundist að þú mættir vera glöð
yfir því, ef ég' byði þér til mín við' og
við. Á morgun getum við til dæmis farið
út i skóg, ef veðrið verður svona gott,
eins og það er í dag. Ertu ekki með því?
Á morgun get ég það ekki, ég ætla
upp i sveit að hitta drenginn minn, svar-
aði Inga brosandi. En þetta er samt vel
hugsað af þér.
Drenginn þinn. Áttu barn! Það hefir
þú ekki minnst á einu orði við mig, við
gelum verið jafn góðar vinkonur fyrir
því. Borgar barnsfaðir þinn með barn-
inu. Eg á við bvort hann greiði meðgjöf-
ina reglulega?
Eg er gift, sagði Inga hlæjandi, hún
sá að ekki þýddi lengur fyrir sig, annað
en vera opinská við Kitty alveg eins og
hún var sjálf. —• Maðurinn minn er i
New York, bætti hún við. — Ef allt gengur
vel, fcr ég þangað með drenginn í haust.
Ertu gift, segir þú! Það líkar mér
að heyra, svaraði Kitty. — Það er ekki
hægl að segja að þú sért kjöftug; hér
hefi ég setið undanfarna daga, og sagt
þér allt af létta iun mig, og svo lcemur það
upp úr kafinu að þú átt lika leyndarmál
án þess að segja vinkonu þinni nokkuð.
En láttu mig nú heyra sögu þína, sagði
hún áköf, — ef hún er athyglisverð, skal
ég fyrirgefa þér þögnina.
Það er ekki löng saga, sagði Inga.
— Maðurinn minn var hér í góðri slöðu,
en misti hana, og síðan höfum við átt
erfiða daga. En svo var honum boðin
staða við stórt úrgerðarfyrirtæki í New
York og fór þangað. Og undir eins og
hann getur, sendir liann boð eftir mér og
drengnum.
— Og treystirðu á liann að liann
segi þér að koma lil sín, á ég við?
Já, eg veit að hann gerir það, svar-
aði Inga og brosti.
Já, við skulum vona það. Annars ber
ég ekkert traust til fólks, eftir að það er
einu sinni horfið frá augum manns. Eg
álti einu sinni unnusta, sem fór einnig til
útlanda, en hann hafði ekki verið lengi í
burtu, þegar bréfin hættu að koma frá
honum, og þegar ég hafði síðast samband
við hann og spurði hvort það væri ekki
ætlunin að ég kæmi til hans, svaraði hann
aðeins illu til. Hann kvaðst hafa það svo