Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 öllu. Maðurinn minn segir að ég' sé frjáls og geti flúið með þér. Pantaðu liesta á föstudag- inn, svo flýjum við eftir miðdaginn.“ Það var eitthvað kuldalegt í þessu, sem henni féll ekki. Þessvegna sat hún þarna grafkyrr og liugsaði. Um liádegið kom Boulte lieim úr morgungöngu sinni, hvítur, lotinn og magur, og hún komst við er hún sá hve hann var beygður. Þegar leið á kvöldið fór hún að kreista einhverju upp úr sér, sem átti að líkjast iðrun. Boulte kom út úr skrifstofunni sinni og sagði. - Nú já, — Það, það hefi ég nú ekki hugsað neitt um. Hvað segir Kurell um að flýja? — Eg hefi ekki séð hann, sagði frú Boulte. — Drottinn minn, hefirðu ekkert annað að segja? En Boulte hlustaði ekki á hana. Hún fék enga huggun daginn eftir því að Kurell sýndi sig ekki og nýja lífið, sem liun í fimm-minútna vitfirringskastinu daginn áður hafði ætlað að Jeggja grundvöllinn að á rúst- um liins gamla, virtist eliki færast nær. Boulte borðaði morgunverðinn og sagði henni að hún skyldi fara út á stétt og horfa á með- an verið væri að mata arabann hennar, og svo fór liann. Formiddagurinn leið, og nú fór cftirvæntingin að verða óþolandi. Frú Boulte gat ekki grátið. Hún liafði grátið út um riÓtt- ina, og nú fannst Jienni óbærilegt að vera cin. Kanske frú Vansuytlien vildi tala við liana, og af því að það er Jéttir að því að tala út, gat hún ef til vill fundið einliverja huggun í að tala við hana. Þær voru einu konurnar á staðn- um. I Kashima eru engir ákveðnir viðtalslimar. Maður fer í heimsókn hvenær sem verða vill. Frú Boulte gerði sér það til erindis til Vansuyt- hens að fá léða bók. Húseignirnar lágu saman, og i stað þess að fara akveginn fór hún gegnum svolitla glufu í kaktusgirðingunni á milli garð- anna og áfram inn i húsið eldhúsmegin. Þegar hún gekk gegnum borðstofuna heyrði hún rödd mannsins síns bak við dyratjöldin inilli borð- stofunnar og dagstofunnar: Drengskaparorð! Við æru mína og eilifa sælu sver ég yður, að hún kærir sig ekkert um mig. Hún sagði það sjálf í gær. Eg hefði sagt yður þetta undir eins, ef Vansuythen hefði ekki verið viðstaddur. Ef það var hennar vegna, sem þér vilduð ekki segja neitt, þá gétið þér tekið öllu rólega. Það er Kurcll.... Ha? Frú Vansuythen rak up tryllingslilát- ur. KureJl! Nei, það er alveg ómögulegt. Það hlýlur að vera misskilningur. Ivanske hafið þér ekki verið alveg með sjálfum yður og mis- skilið þetta? Það getur ekki verið svona bölvað, eins og þér segið það vera. Frú Vansuythen hafði skift um varnarvopn lil þess að komast hjá áleitni Boultes, og hún reyndi nú með öllu móti að lialda honum á þess- ari hliðargötu. — Þetta hlýtur að vera misskilningur, sagði hún aftur, — og þetta getur allt orðið gott aftur. .Boulte liló. — Það getur ekki verið Kurell kapteinn! — Hann hefir sagt mér, að hann hafi aldrei borið nokkurn minnsta —- nokkurn minnsta hug til konunnar yðar, herra Boulte. Hlustið þér nú á mig! Hann sagðist aldrei hafa gert það. Hann sór að liann hefði aldrei gert það, sagði frú Vansuythen. Nú skrjáfaði í dyratjöldunum og i dyrunum stóð lítil, væskilsleg kona með dökkar ráltir undir augunum. Frú Vansuythen spratt upp i skelfingu. Hvað voruð þér að segja? sagði frú Boulle. Þér skuluð ekki kæra yður um liann, þarna. Hvað sagði Ted við yður? Hvað var það, sem hann sagði við yður? Frú Vansuythen settist i stólipn í önguin sínum. Hún var yfirbuguð af kvíðanum í rödd frú Boulte. — Hann sagði - ég man ekki greinilega hvað hann sagði — en ég skildi hann svo sem.... En lieyrið þér frú Boulte, er þetta ekki hálf- einkennileg spurning? — Viljið þér segja mér hvað hann sagði, end- urtók frú Boulte. Jafnvel tígrisdýr mundi flýja fyrir birnu, sem rænd liefir verið húnurn sínum, og frú Vansuythen var bara venjuleg, góð kona. Hún byrjaði því í krafti örvæntingarinnar: Já, hann sagði að hann kærði sig ekki hót um yður, og að það væri ekki heldur nein ástæða til að hann liefði nokkurntíma gert það, og. . . . já.... svo var það ekki meira. - Þér sögðuð að hann liefði svarað að hann kærði sig ekki um mig? Er það satl? — Já, sagði frú Vansuythen mjög hljóðlega. Frú Boulle riðaði dálitla stund þárna sem hún stóð. Svo slengdist hún á gólfið i yfirliði. — Hvað sagði ég? sagði .Boulte, eins og ekk- ert hlé hefði orðið á samtalinu. Þarna sjáið þér sjálf. Henni stendur ekki á sama um hann. Allt i einu gekk Ijós u]í)) fyrir hoiiuni og hann hélt áfram: En hann — Hvað hefir hann sagt við yður? En frú Vansuythen hafði hvorki eyra fyrir yfirlýsingum eða ástriðufullum orðum. Hún féll á hné við hliðina á frú Boulte. Þér eruð ófreskja, lirópaði hún. Eru allir karlmenn svona? Itjálpið ])ér mér að bera hana inn í svenfnherbergið mitt, sjáið þér, luin hefir rekið andlitið i borðsliornið. Verið þér nú rólegur og hjálpið mér til að bera hana. Eg' hata yður, og ég hata Kurell kaptein. Lyft- ið þér henni nú, varlega, — svona nú. Farið þér nú með hana. Boulte bar konu sína inn i svefnherbergi frú Vansuythen, og fór leiðar sinnar áður en ofviðrið skylli á, forhertan og glóandi af af- brýðisemi. Svo að líureli hafði þá verið að draga sig eftir frú Vansuythen hann ætlaði lika að fremja sama ódæðið gegn Vansuythen sem hann hafði framið gegn Boulte. Nú fór hann að velta því fyrir sér livort það inundi líða yfir frú Vansuythen þegar luin uppgötvaði, að mað- urinn, sem luin elskaði hafði svikið hana í tryggðum. En þegar liann hugsaði sem mest um þetta kom Kurell á fleygiferð upp veginn, liann stöðv- aði hestinn og kallaði glaðlega: Góðan daginn! — Verið að stíga i væng- inn við frú Vansuythen eins og vant er, eða hvað? Jú, það er dálaglegt fyrir harðgiftan, heiðarlegan mann! Hvað haldið þér að frú Boulte mundi segja? Boulte leit upp og sagði með semingi: - Lygari! Svipurinn á Kurell breyttist. Hvað á þetta að þýða? spurði hann óða- mála. — Ekki neitt sérlega mikið, sagði Boulte. IJefir konan mín sagl yður, að þið séuð frjáls og getið farið þegar þið viljið? IJún hefir verið svo hugulsöm að segja mér hvernig í öllu lá. Þér hafið verið mér sannur vinur, Kurell, gamli kunningi, finnst yður ekki svo? Ivurell stundi og fór að blaðra eitthvað um að gefa „satisfaction“. En ásl hans til þessarar konu var dauð, hún hafði steindrepist í rign- ingarkastinu, og nú langaði hann mest til að ná sér niðri á frú Boulte fyrir allt kjaftæðið. Það hefði verið ofur auðvelt að láta þetta fjara út og æfintýrið enda greinamerkjalaust eða með þankastriki — en nú var hann í miðju lóninu. Hann vaknaði við rödd .Boultes: — Eg get ekki séð að mér sé nein lnigsvölun í því að drepa yður, og ég er líka viss um að þér munduð ekki hafa neina ánægju af að drepa mig. En það er raunalegt að l>ér skuluð ekki hafa haft svo mikla sómatilfinningu, að þér haldið i kvennmanninn nú, þegar þér hafið fengið hann. Þér hafið verið henni sannur vin- ur líka, er það ekki? Kurell starði lengi og' alvarlega framundan sér. Atburðirnir höfðu vaxið honum yfir höfuð. Hvað eigið þér við? spurði hann. Boulte svaraði sjálfum sér frekar en honum. Konan mín koni inn til Vansuythen núna áðan. Þér liafið víst sagt frú Vansuythen að yður liafi alltaf staðið á sama um Emmu. Þér luguð vist þá, eins og þér eruð vanur, geri ég ráð fyrir. En hvað hel’ir frú Vansuythen með yður að gera, eða þér með hana? Reynið þér nú að segja sannleikann, aðeins einu sinni! Kurell neyddist til að kingja þessari tvöföldu ósvífni og án þess að hika svaraði hann með nýrri spurningu: IJvað kom fyrir fleira? Það leið yfir Émmu, svaraði Boulte blátt áfram. En heyrið þér mig nú, hvað var þetta sem þér sögðuð við frú Vansuythen? Kurell hló. Frú Boulte hafði eyðilagt áform hans af þvi að hún gat ekki haft stjórn á tungu sinni. Einasta leiðin lil að hel'na sín var sú að hefna sín á manninum, sem hann hafði verið gerður ómerkur og ærulaus fyrir. IJvað ég sag'ði? Já, til hvers segir maður svoleiðis lygi? Eg geri ráð fyrir að ég' hafi sagl hérumbil það sama, sem þér hafið sagl henni, ef mér skjátlast ekki. Eg sagði sannleikann, sagði Boulte, og talaði enn eins og hann væri að tala við sjálfan sig fremur en við Kurell. — Emma hefir sagt að hún hati mig. Hún hefir engan rétt til mín. Nei, vitanlega ekki. Þér eruð hara maður- inn henriar, eins og þér vitið. En hvað sagði Irú Vansuythen eftir að þér höfðuð lagt frelsað hjarta yðar fyrir fætur hennar? Kurell fannst hann nærri því vera dygðugur þegar hann bar þessa spurningu fram. Það kennir ekki málinu við, svaraði Boulte, Og það kennir ekki yður við. Jú, það gerir það, skal ég segja yður, sagði Kurell ósvífinn. Hann þagnaði við að Boulte rak upp rokna hlátur. Kurell þagði augnablik, svo fór liann að hlæja lika, hann hló og liló lengi og hátt svo að liann hristist þar sem hann sat á hnakkn- um. Það var Ijótt að hlusta á þcnnan gaman- lausa hlátur mannanna tveggja á Narkaraveg- inum. Það voru engir framandi i Kashima, annars hefðu þeir haldið að inniloluinin i D os ehr i n fj ö 1 þi n um hefði gert helmi.nginn af Evrópubúunum þar vitlausa. Svo þagnaði lilát- urinn. Kurell varð fyrri til að tala: - Jæja, hvað ætlið þér þá að gera? Boulte horfði yfir veginn og upp til ljall- anna. Iíkki neitt, sagði hann rólegur. Til hvers væri það? Við fáum að lifa gamla lífinu áfram. Eg gel bara kallað yður lnind og lygara, en ég gct ekki haldið áfram að svivirða yður í sífellu. Þessutan er mér litil fróun að því. Við getum ekki komist burt af þessum stað, eins og þér vitið. Og Iivað á maður þá að gera? Kurell leit kringum sig þarna í rottuholunni þeirra, Kashima, og svaraði ekki. En móðgaði eiginmaðurinn hélt áfram þessu einkennilega samtali: Bíði'ð þér þangað niðureftir, sagði liann, og talið við Emmu, ef þér viljið. Það veit Guð að mér stendur á sama livað þið gerið! Ilann fór og Kurell slarði á eftir honuin, náfölur. Og Kurell fór hvorki að heilsa upp á frú Boulte né frú Vansuythen. Hann sat i hnakknuin og hugsaði, en hesturinn beit í veg- brúninni. Svo vaknaði hann við hjólaskrölt. Frú Van- suythen var að aka frú Boulte heim, hvíta og máttfarna, með blæðandi sár á enninu. - Gerið þér svo vel að staldra dáltið við, sagði frú Boulte, — mig langar lil að tala svo- lítið við hann Ted. Frú Vansuythen hlýddi, en þegar frú Boulte hallaði sér fram og tók hendinni í vagnbrún- ina, sagði Kurell: Eg hefi talað við manninn yðar, frú Boulte. Frekari skýringar þurfti ekki. Kurell horfði ekki á frú Boulte lieldur á þá, sem með henni var. Frú Boulte sá augnaráðið. Talið þér við hann! sagði hún og sneri sér að frú Vansuythen og segið honum að þér hafið verið að segja mér, að þér hatið hann. Hún laut niður og grét heisklega. En frú Vansuythen sagði: Gjörið svo vel að fletta á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.